Dagblaðið - 03.06.1978, Page 4

Dagblaðið - 03.06.1978, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1978 lill Bi •yW MOR8K ii M w IS ss FISKARHEIM Seyðisfjörður Einn af sérstæðustu kaupstöðum á íslandi er án vafa Seyðisfjörður. Kaupstaðurinn er við botn samnefnds fjarðar en Seyð- isfjörður er syðsti fjörður f Norður-Múlasýslu. Kaupstaðurinn er mjög einangraður vegna Fjarðarheiðar sem liggur á milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Heiðin er 620 metra há og oft ófær langtimum saman að vetrarlalgi. Seyðisfjörður ergamall bær oghófst verzlunþarárið 1843ogmestuuppgangsárstaðarins vorusiðustuáratugir 19.aldan. Kaupstaðarréttindi fékk Seyðisfjörður árið 1894. En þróun staðarins staðnaði upp úr aldamótum og fjölgun hefur orðið litif síðan. Bærinn ber þess enn merki að það var Norðmaður, Otto Wathne, sem átti mestan þátt i vexti hans. Húsin voru yfirleitt byggð úr timbri á þeim árum og bærinn i heild fékk á sig norskan svip. Mörg þessara húsa standa enn en þvi miður eru þau, sum hvera.m.k., illa farin. Þessi hús eru andlit bæjarins, ef svo má segja, og þvi er illa farið ef þau grotna niður. Seyðfirðingar munu hafa gert sér grein fyrir þessu og húsverndunarmál eru of- arlega á baugi i bænum. Það er enda ástæða til þess að taka þessi mál föstum tökum nú þar sem atvinnuástand hefur verið gott á Seyðisfirði að und- anförnu og þvi frekar tækifæri til þess að bjarga þessum verðmætum. Seyðfirðiniar hafa nú náð sér eftir það áfall sem hvarf slldarinnar varð þeim. Það hlýtur þvi að vera eitt af forgangsverkefnum að vernda hinn gamla „sjarma” bæjarins. — J H. DB-myndir Jónas Haraldsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.