Dagblaðið - 03.06.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNl 1978
5
Sl SEX METOA H ÁTT OG
“~1Í4 MANUÐIIVINNSLU
Þeir voru hátt uppi, starfsmenn
Sindrastáls, þegar Hörð Vilhjálmsson
Ijósmyndara DB bar að. Voru þeir að
vinna að smiði „Minnismerkis sjómanna
í Keflavik” eftir Ásmund Sveinsson.
Hann gerði verkið 1974 að beiðni Kefla-
vikurkaupstaðar og síðastliðna fjóra
mánuði hafa starfsmenn Sindrastáls
unnið við verkið. Það er fimmtánfaldað
miðað við upprunalegt verk Asmundar
en listamaðurinn hafði alltaf hugsað sér
verkið 6 metra hátt.
Minnismerki sjómanna i Keflavik
verður afhjúpað á sjómannadaginn i
Keflavík. Það er stálgrind klædd eir.
Óvist er hvort Ásmundur sjálfur verður
við afhjúpunina en hann dvelst nú á
sjúkrahúsi.
H Halls.
I sex metra hæð. Starfsmcnn Sindrastáls leggja síðustu hönd á verkið. — DB-mvnd Hörður Vilhjálmsson.
Verkfallið ÍBÚH stendur enn
r
Astæður verkfallsins óljósar
Verkfallið i Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar stendur enn og hefur engin
breyting orðið þar á. Dagblaðið ræddi
i morgun við Guðmund Ingvason for-
stjóra Bæjarútgerðarinnar og tók
hann það fram í upphafi að engum
hefði verið vísað úr starfi hjá fyrirtæk-
inu. Einungis hefði verið um tilfærslu
á milli starfa að ræða. Kona sú sem
deilurnar standa út af átti að fara úr
skoðun í snyrtingu og aðspurður
sagðist Guðmundur ekki vita hvort sú
tilfærsla hefði þýtt launalækkun fyrir
konuna, þar sem unnið væri í ákvæðis-
vinnu.
1 öðru lagi vildi Guðmundur vekja
athygli á þvi tjóni, sem Bæjarútgerðin
hefði orðið fyrir vegna þessara að-
gerða, en tjónið nemur nú á þriðju
milljón vegna skemmda á hráefni.
Þá sagði hann að aðgerðir starfs-
fólks nú væru í engu samræmi við
þann anda, sem rikti á fundi útgerðar-
ráðs fyrir tiu dögum, þar sem þrir full-
trúar verkafólks voru mættir og rætt
var almennt um málefni BÚH.
Guðmundur sagði að aðgerðir
starfsfólks væru mjög óljósar og beðið
hefði verið um skýr dæmi um ágrein-
ing á milli verkafólks og verkstjóra, en
— segir forstjóri BÚH — Enginn rekinn,
aðeins tilfærsla í starfi
þau dæmi hefðu ekki fengizt. For-
stjórinn sagðist hafa lagt fram sáttatil-
lögu þess efnis að starfsfólk kysi sinn
fulltrúa og ræddi hann ágreiningsmál
verkafólks og verkstjóra við yfirmenn
fyrirtækisins, en fólkið felldi þessa
tillögu. Verkstjórarnir telja sig ekki
hafa fengið skýrt fram um hvað
ágreiningurinn stendur og á meðan
væri erfitt að leysa málið.
„Af okkar hálfu er fullur vilji til
sátta,” sagði Guðmundur, „og við
viljuin ræða málin niður í kjölinn. Hér
eru engin þau vandamál, að ekki megi
leysa þau ef fólkið vill ræða saman.
Hér hafa verið magnaðar upp gróu-
sögur af óverulegum hlutum.”
• JH
UM RÝRÐAR VINJAR OG RITSTJÓRA
— nokkur orö tii Jónasar
Kristjánssonar
Þú tekur í dag (fimmtudag) til um-
ræðu i forystugrein þinni náttúruvinjar
óbyggðanna og lætur að því liggja að
Náttúruverndarráð hafi lítið aðhafst i
vernd þeirra. Heimiid þín er sú, að i 33
síðna yfirliti um öll störf Náttúru-
verndarráðs sl. 3 ár sé ekki fjallað ýtar-
lega um athafnir ráðsins i vernd fjöl-
sóttra ferðamannastaða. Sá þáttur í
starfi ráðsins er útaf fyrir sig efni í heila
bók. Bókin kom reyndar út i fyrra á
vegum Ferðamálaráðs (Óbyggðir,
skýrsla um ferðamál eftir Jón tsdal og
Árna Reynisson, Rvk. 1977). Ályktanir
Félags gæslumanna Náttúruverndar-
ráðs og Ferðafélags tslands, sem þú
heldur mikið upp á, styðjast að verulegu
leyti við þær skoðanir, sem þar koma.
fram, enda er i ritinu lýst þvi er gera þarf-
og gert hefur verið undanfarin ár á
vegum Náttúruverndarráðs, ferðafélag-
anna og yfirvalda ferðamála, byggt á
athugunum höfunda, gæslumanna og
annarra. Ritið var rækilega kynnt í flest-
um fjölmiðlum á sínum tíma.
Vegna þeirra staða sem þú nefnir sér-
staklega tel ég brýnt að þetta komi fram:
Hveravellir eru friðlýstir af Náttúru-
vemdarráði, sem hefur þar gæslumann í
samvinnu við Ferðafélag lslands. Eitt
erfiðasta verkefni hans er að koma í veg
fyrir að ferðamenn, einkum erlendir,
brjóti hrúður úr hveraopum og kasti
grjóti í hverina.
Herðubreiðarlindir voru friðlýstar
fyrir nokkrum árum og er þar unnið
með Ferðafélagi Akureyrar að halda
uppi gæslu og koma upp nauðsynlegum
hreinlætisbúnaði. Þar hefur tekist að
mestu að koma í veg fyrir akstur á gróðri
og vinsælustu tjaldflatirnar eru hvíldar
öðru hvoru. Nú er verið að gera jarð-
vegskönnun á stað, sem fyrirhugað er að
græða upp til að taka i framtiðinni við
því álagi, sem Lindirnar ekki þola.
Landmannalaugar eru ekki friðlýstar,
og umboð Náttúruverndarráðs þar til af-
skipta mjög takmarkað, eins og það
hefur verið margminnt á. Þó hefur ráðið
undanfarin ár haldið þar uppi landvörslu
og tekið þátt í samstarfi um að leysa
hreinlætismálin á viðunandi hátt. í
Laugum og allstóru umhverfi þeirra
hafa orðið tilfinnanleg gróður- og land-
spjöll af völdum ferðamanna sem brýnt
er að bæta úr. Það hefst ekki nema Nátt-
úruverndarráð fái eðlilegt umboð til at-
hafna á svæðinu, eins og það hefur
unnið að undanfarin 4 ár, en án árang-
urs vegna deilu rikis og heimamanna um
eignarrétt. Því ályktar Náttúruverndar-'
þing: „Þingið hvetur til þess að hraðað
verði stofnun Friðlands að Fjallabaki”.
Þórsmörk er heldur ekki friðlýst, en i
umsjá Skógræktar rikisins. Engu að
siður hófust Náttúruverndarráð og
Ferðafélag tslands handa um hreinsun
Húsadals, merkingu bilastæða, öflun
hreinlætisbúnaðar og gæslu svæðisins
alls árið 1973. Var ástandið nokkurn
veginn viðunandi þangað til í fyrra, að
gæslan féll niður vegna fjárskorts Nátt-
úruverndarráðs. Nú hafa vandamálin
snöggversnað aftur eins og þú segir rétti-
lega. Hitt er rangt að Náttúruverndar-
ráð (ef það telst til „ráðamanna") geri sér
ekki grein fyrir vandanum. Nokkuð af
því, sem það telur að þurfi að gera er
þetta:
1. Friðlýsa Þórsmörk og aðliggjandi af-
rétti.
2. Koma á raunhxfri friðun Þórsmerkur
fyrir beit, en upprekstri á svæöiö að
öðru leyti verði hagað i samræmi við
beitarþolsrannsóknir, sem þegar
liggja fyrir.
3. Koma aftur á gxslu og halda áfram
þeirri viðleitni, sem áður var hafin, að
gera Húsadal og Bása að vistlegum
tjaldsvæðum.
4. Hefja rannsókn á raunverulegu álags-
þoli svæðisins, en styðjast þangað til
við aðgerðir til bráðabirgða.
Ritstjóri sæll. Ég gæti ritað langa
grein um það sem ég tel að lesendur
Dagblaðsins þyrftu að vita um störf og
stefnu Náttúruverndarráðs um málefni
hinna fjölsóttu gróðurvinja óbyggð-
anna. Áminntur um plássleysi i blaðinu
læt ég þó staðar numið að sinni. En, ég
hefði ætlað, vegna alls sem þú hefur sagt
um góða og vonda blaðamennsku, að þú
temdir þér öðrum fremur að rannsaka
málin áður en þú kveður upp dóm.
Árni Reynisson,
framkvæmdastjóri
Náttúruvcrndarráðs.
Húsadalur I Þórsmörk 1973, áður en verndaraðgerðir höfúst þar. Þar sækir nú I sama
horf vegna fjárskorts.