Dagblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 6
Ritari óskast
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Keldnaholti, óskar að ráða ritara. Vélrit-
unar- og enskukunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist fyrir 10. júní.
V-listinn
Reykjaneskjördæmi
Höfum opnað skrifstofu að Hamraborg 7 í
Kópavogi, símar 44199 og 44792.
Skrifstofan er opin frá kl. 13—22 alla virka
daga, sunnudaga frá kl. 13—17.
Ritari óskast
Opinber stofnun óskar að ráða ritara. Starfs-
reynsla nauðsynleg.
Umsókn er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist blaðinu fyrir 7. júní merkt 6031.
Lausar stöður við
embætti ríkisskattstjóra:
Nokkrar stöður fulltrúa við embætti ríkis-
skattstjóra eru lausar til umsóknar. Lögfræði-,
viðskiptafræði- eða endurskoðunarmenntun
er nauðsynleg.
Fulltrúar sem gegna þessum stöðum mega
vænta þess að verða sendir til starfa utan
embættisins hvenær sem þörf krefur.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir sendist embætti ríkisskattstjóra
fyrir 30. júní 1978. Reykjavík 2. júní 1978.1
Ríkisskattstjóri.
HJÓLBARÐA
ÞJÓNUSTAN
HREYFILSHÚSINU
SÍMI 81093
Nýir og sólaðir hjólbarðar. Allar stærðir
fyrir fólksbifreiðir.
Aðeins
hjá
okkur.
Jafnvægisstillum hjólbarðana án þess að
taka þá undan bifreiðinni.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNl 1978
LISTAHÁTÍÐ
|| 1978
Hvað er í boði á sunnudag?
íslenzki dansflokkurinn með 3 balletta:
„Allir dansarar hata
hver annan”
Danshöfundarnir þrir, Ingibjörg, Yuri og Anton ásamt Erni Guðmundssyni á
sviði Þjöðleikhússins. DB-mynd Bjarnleifur.
íslenzki dansflokkurinn og Þursaflokkurinn á sviði Þjóðleikhússins. — DB-mynd-
R.Th.Sig.
Framlag íslenzka dansflokksins til
Listahátíðar er frumsýning á 3 ballett-
um, einum islenzkum, öðrum íslenzk-
um að hluta og þeim þriðja útlendum.
Sá útlendi er Pas de Quatre eða
Fjórdans. Er hann eftir hinn fræga
dansara Anton Dolin sem hingað er
kominn sérstaklega til að stjórna upp-
færslu hans. Dolin samdi ballettinn
undir áhrifum frá öðrum frægum ball-
ett frá 1845. Þennan ballett dönsuðu
eitt sinn 4 frægustu ballerínur i heimi
og voru áhrifin gífurleg. Vissum erfið-
leikum var bundið að færa upp ballett-
inn enda „hata allir dansarar hver
annan” eftir því sem Dolin segir.
Ballerínurnar gátu hreint ekki komið
sér saman um hver þeirra ætti að
dansa fyrsta og veigaminnsta sólóið.
Það var ekki fyrr en leikhússtjórinn
sagði ákveðið að það ætti að vera sú
yngsta að lausn fékkst og sú var ekki
litið ánægð með að vera yngst, enda
voru þær stöllurnar allár örlítið við
aldur. Pas de Quatre dansa Ásdis
Magnúsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir,
Ingibjörg Ólafsdóttir og Misti McKee
og fer röð þeirra ekki eftir aldri.
Sá ballett sem teljast má hálfíslenzk-
ur er eftir ballettmeistara Þjóðleik-
hússins, Yuri Chatal. Hann er saminn
við tónlist með þjóðlagaívafi eftir Jón
Ásgeirsson. Yuri sagði að hann notaði
viss form sem hann hefði séð i is-
lenzkum þjóðdönsum en þó væri ball-
ettinn ekki beint byggður á þeim. Alpo
Pakarinin frá Finnlandi og Þórarinn
Baldvinsson dansa sem gestir ásamt ís-
lenzka dansflokknum í þessum ballett
sem nefndur er íslenzk danssvita. Tón-
listin verður flutt af kammersveit sem
stödd verður á sviðinu.
Þriðji ballettinn er eftir Ingibjörgu
. Björnsdóttur skólastjóra Listdansskóla
Þjóðleikhússins við tónlist eftir Þursa-
flokksmeðlimi. Nefnist ballettinn því
undarlega nafni Sæmundur Klemens-
son. Sæmundur þessi var uppi á
Suðurnesjum á 18. öld og eru einu
minjarnar um hann grafskrift sem
varð Ingibjörgu neisti að verkinu.
Hún fór að hugsa um hvers konar
maður þessi Sæmundur hefði verið.
Þursaflokkurinn lagði síðan til tónlist-
ina og verður á sviðinu með dans-
flokknum. Þeir Þórarinn og Alpo
dansa einnig gestadans i þessu verki.
Frumsýning á dansinum er á
sunnudagskvöldið klukkan átta.
önnur sýning er á mánudagskvöldið á
sama tima. . jyg
Gísli og Halldór leika saman í Þjóðleikhúsinu:
Tvö verk sem fyrrum hneyksluðu
fólk
1 fyrsta sinn í mörg ár verða tónleikar
á sviði Þjóðleikhússins nú á þessari lista-
hátíð. Það eru píanóleikararnir Gisli
Magnússon og Halldór Haraldsson sem
þar leika saman með aðstoð tveggja slag-
verksleikara, þeirra Reynis Sigurðssonar
og Odds Björnssonar.
Gísli og Halldór eru hvor í sínu lagi
mjög þekktir píanóleikarar og það að
ágætum. Hin síðari ár hafa þeir svo
leikið töluvert saman og hefur það vakið
hrifningu áheyrenda. Vissir erfiðleikar
fylgja samspilinu því ekki eiga öll sam-
komuhús á landinu tvo flygla.
Á efnisskránni i Þjóðleikhúsinu eru
tvö mjög viðamikil verk. Hið fyrra er
Vorblót eftir Stravinsky. Það var samið
árið 1912 og þá upphaflega sem ballett
fyrir hljómsveit. En Stravinsky breytti
því seinna sjálfur þannig að það er til
fyrir tvö píanó einnig. Frumflutningur
Gísli Magnússon.
Halldór Haraldsson.
....... ''
Önnumst hvcrs knnar matvælareykingar
fyrir
verslanir, mötuneyti og einstaklinga.
REYKIÐJAN HF.
SMIÐJUVEGI 36 '2 7 63 40
verksins vakti gífurlegt hneyksli. Eins og
á nafninu sést fjallaði verkið um trúar-
siði -heiðingja og mannfórnir. Stravinsky
hafði skömmu áður dreymt eitthvað
þessu að lútandi. Áhrif verksins á tón-
bókmenntir hafa verið mjög mikil en þó
hefur það aldrei fyrr verið flutt hér á
landi.
Seinna verkið er Sónata fyrir tvö
pianó eftir Béla Bartók. Hún vakti i
fyrstu ákafa reiði manna vegna nýstár-
leika síns en eftir að menn fóru að hlusta
betur á hana vann hún hug þeirra og
hjörtu. Núna telst hún til snilldarverka
Bartóks.Sónatan er mjög erfið i flutningi
og leggja ekki margir í hana.
Reynir Sigurðsson er fyrsti slag-
verkari Sinfóníunnar en Oddur Björns-
son er ennþá í námi. Oddur er sonur
Bjöms R. Einarssonar svo hann á ekki
langt að sækja hæfileika.
-DS.