Dagblaðið - 03.06.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1978
r
Það er skiljanlegt að svartur vilji
stinga upp í biskupinn, en leikur þessi
hefur þó alvarlegar veikingar i för með
sér. Skárra virðist t.d. 13. — Kh8, þó
svartur hafi eftir sem áður erfitt tafl.
13. — Dd7? væri hins vegar afleikur
vegnal4. Bxf6 Bxf6 15. Rcxd5 Bxd4
(15. — Rxd4 16. Rxf6+ Hxf6 17.
Bxe6+ Hxe6 18. c3 og vinnur) 16. c3
Bxe3 17. Rf6+! Hxf6 18. Dxd7 og
hvitur vinnur.
14. Bg3 Ra5 15. Be5c6.
16. f3!
Leikið á réttu augnabliki. Nú koma
veilurnar í svörtu stöðunni vel í Ijós.
16. — Rxb3 17. axb3 exf3 18. Hxf3
Dd7?
Leiktap. Betra er 18. — De8 strax.
19. Dd3 De8 20. RB Bxf5 21. DxfS.
Hvíta staðan er vægast sagt ógn-
vekjandi.
21.—Hd8
Hvitur vinnur einnig eftir 21. —
Df7 22. Hafl Kg7 23. Ra4! ásamt 24.
c3og25. Rc5.
22. Hafl Kg7 23. De6 Df7 24.
Hxf6!
— svartur gafst upp.
Að lokum skulum við renna yfir
eina skák í 19. aldar stij, þegar ekkert
skipti máli nema máta and-
stæðinginn. Þeir sem hafa gaman af
kóngaveiðum ættu ekki að láta þessa
fram hjá sér fara!
Hvftt: Bragi Kristjánsson (T.R.)
Svart: Björn Höskuldsson(S.H.).
Spánski leikurinn.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5.0—0 b5
Nákvæmari leikmáti er fyrst 5. —
Be7
6. Bb3 Be7 7. d4!
Notfærir sér ónákvæmni svarts i 5.
leik. Nú er 7. — exd4 svarað með 8. e5
Re4 9. Bd5! Rc5 10. Rxd4 og 7. —
Rxe4 er svarað með 8. dxe5 Rc5 9.
Bd5! Bb7 10. Rc3 0-0 11. Be3, með
betri stöðu á hvitt í báðum tilvikum.
7. — d6 8. c3 0—0 9. h3 Ra5?
Ógæfulegur leikur. Nú fer
mikilvægt vald af e-peði svarts og
hann lendir fljótlega í erfiðleikum
vegna þess. Vænlegra til árangurs
virðist 9. — h6 ásamt — — He8
o.s.frv., en hins vegar ekki 9. —
Rxe4?? 10. Bd5.
10. Bc2 Bb7 11. Rbd2exd4?
Gefur eftir á miðborðinu. Reynandi
vare.t.v. 11. — Rd7.
12. cxd4 d5 13. e5 Re4 14. Hel f5
15. exf6 fr. hl. Rxf6 16. Rg5 Bc8
Þessi vandræðalegi leikur gefur vel
til kynna hve svarta staðan er slæm.
17. Rdf3 h6 18. Re6 Bxe6 19. Hxe6
Rc4 20. Dd3 Re4
Hvitur hótaði m.a. 21. Bxh6! gxh6
22. Dg6 + Kh8 23. Hxf6! og mát á h7.
21. Hxe4!
Með þessari snjöllu skiptamunsfórn
tekst hvitum að koma svarta kóngnum
úr fylgsni sinu, svo ekki sé meira sagt.
— Nú fer veiðitiminn í hönd.
FÓRNIN SEM VANNST
21. - dxe4 22. Dxe4 Hfö 23. Re5!'
Bb4
Ekki mátti leyfa 24. Dh7+ Kf8 25.
Dh8 mát.
24. Dh7+ Kf8 25. Dh8+ Ke7 26.
Dxg7+ Ke6 27. Rc6 Df8 28. d5 + !
Kd6.
28. — Kxd5 29. Rxb4+ Dxb4 30.
Dxf6 er einnig vonlaust.
29. Dg3 + Kxd5
Eða 29. - Kd7 30. Dg4+ Kd6 31.
Rxb4.
30. Rxb4+ Dxb4> 31. Dd3+ Kc5
32. Be3+ Rxe3 33. Dxe3+ Kc6 34.
Be4+ Kd7 35. Hdl + Hd6 36. Hxd6
cxd6 37. Bxa8.
Ekki verður annað sagt en hvitur
endi meistaraverkið svívirðilega.
Saklaus hrókur, sem einungis var
áhorfandi að hildarleiknum, er
drepinn eins og ekkert sé sjálfsagðara.
— Framhaldið þarfnast ekki skýringa.
37.------xDxb2 38. Bd5 b4 39.
De6+ Kc7 40. De7+ Kc8 41. Be6+
Kb8 42,Dxd6+ Ka8 43. Dxa6+ og
svarturgafst upp.
Jón L. Árnason.
Eskifjarðarsveit
Aðalsteins varð
Austurlandsmeistari
Um hvítasunnuna var haldið á Egils-
stöðum Austurlandsmót i bridge. Keppt
var um veglegan farandbikar, sem Aðal-
steinn Jónsson, forstjóri á Eskifirði, gaf
til keppninnar.
Ellefu sveitir mættu til leiks. Fyrst
voru spilaðar tvær umferðir með hrað-
keppnisfyrirkomulagi en síðan spiluðu
efstu sveitirnar til úrslita.
Sigurvegari i keppninni varð sveit
Aðalsteins Jónssonar, Eskifirði, með 45
stig. 1 sveitinni spiluðu auk hans Sölvi
Sigurðsson, Kristmann Jónsson, Bogi
Nílsson og Kristinn Jónsson.
í öðru sæti varð sveit Kristjáns Krist-
jánssonar, Reyðarfirði, með 38 stig. t
þriðja sæti sveit Þórarins Hallgrims-
sonar, Egilsstöðum, með 37 stig og í
fjórða sæti sveit Bergs Sigurbjörnssonar,
Egilsstöðum.
Eftir umferðirnar tvær i hraðkeppn-
inni var sveit Kristjáns efst með 1159
stig. Sveit Aðalsteins i öðru sæti með
1181 stig. Sveit Þórarins i þriðja sæti
með 1153 stig og sveit Bergs í fjórða sæti
með 1089 stig — en eins og áður segir
hófu 11 sveitirkeppni.
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Lokaumferðin í aðalsveitakeppni
Bridgefélags Reykjavikur fór fram sl.
miðvikudag. Sveit Hjalta Eliassonar
sigraði i mótinu en með honum í sveit
eru Ásmundur Pálsson, Einar Þorfinns-
son, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn
Arnþórsson. Úrslitin urðu þessi:
1. Svert Hjaha Efiassonor 111 stig
2. Guömundur T. Gtolason 102 stig
3. SigurflurB. Þorsteinsson 94stig
4. Stefán Guðjohnsen 90 stig
5. Jön Hjaitason 68 stig
6. Óiafur H. Ólafsson 56stig
7. Steingrímur Jönasson 17 stig
8. Eiríkur Helgason 9stig
Þá er þessari vertíð lokið hjá Bridge-
félagi Reykjavíkur á þessum vetri.
Eins og getið var um í síðasta þætti,
þá eru hér á landi þessa dagana Færey-
ingar í boði Bridgedeildar Breiðfirðinga.
Þetta eru 26 spilarar, en i hópnum eru
31 í allt. Þessir spilarar eru frá „Nyggja
Bridgefélaginu” i Þórshöfn. Þegar þetta
er skrifað eru Færeyingamir búnir að
taka þátt í tveggja kvölda barómeter-
keppni og úrslitin í þeirri keppni urðu
þessi:
A-riðll
1. Sigrún ísaksdóttir —
Sigrún Ólafsdóttir 189 stig
2. Magnús Halldörsson —
Magnús Oddsson 169 stig
3. Þörarínn Ámason —
Gísli Viglundsson 161 stig
4. óskar Þráinsson —
Guðlaugur Karisson 88 stig
B-riðHI
1. Ingunn Bemburg —
Gunnþórunn Halldörsdóttir 161 stig
2. Þorvaldur Matthíasson —
Sva va Ásgeirsdóttir 119 stig
3. Sveinn Sigurgeirsson —
Sigríður Rögnvaldsdóttir lOOstig
4. Guðríður — Ósk Kristjánsdóttir 99 stig
Eins og sést á þessum úrslitum þá eru
konurnar hjá Bridgedeild Breiðfirðinga
„karlmönnunum sterkari”.
Sl. þriðjudag fóru Breiðfirðingarnir
með Færeyingana upp í Borgarnes og
Borgarfjörð, en í gærkvöld var spiluð
sveitakeppni við þá. Ferð Færeyinganna
lýkur í kvöld með lokahófi i Átthagasal
Hótel Sögu og eru allir velkomnir. Að
lokum kemur svo eitt spil frá baró-
meterkeppninni. Það sýnir okkur að
tölvugefin spil geta veriðskemmtileg, en
um leið óvenjuleg.
Nordur
4 1073
V ÁG1098752
O enginn
* ÁI0
Au>tur
A enginn
V 643
ó DG109532
+ 732
Sumjii
* ÁKG9862
7KD
0 enginn
* G985
Eins og við sjáum þá standa sex
hjörtu í norður-suður. Sex spaðar standa
ekki með laufkóng út. Á einu borðinu
fórnuðu austur og vestur í sex tigla yfir
fimm spöðum og þeir stóðu eftir að lauf-
ás kom út.
Sumarspila-
mennska
Tafl- og bridgeklúbburinn mun
gangast fyrir sþilamennsku á fimmtu-
dögum i sumar í Domus Medica og
Bridgefélagið Ásarnir i Kópavogi
munu spila á mánudögum í Hamra-
borg 1.
VlSTUK
a D54
v ekkert
ö ÁK8764
+ KD64
Frá heimsókn Færeyinganna. Séð yfir spilasalinn.
Listahátíð í
Norræna húsinu
Laugardagur 3. júní kl. 17.00
Sunnudagur 4. júní kl. 20.30
Mánudagur 5. júní kl. 20.30
í sýningarsölum í kjallara:
í bókasaf ni:
Opnun listsýninga
Strokkvartett Kaupmannahafnar
leikur verk eftir Mozart, Þorkel
Sigurbjörnsson og Schub.
Grieg-Dúóið leikur verk eftir Jón
Nordal, Grieg og Beethoven.
Seppo Mattinen og Helle-Vibeke
Erichsen málverk og grafík-
myndir, opið kl. 14—19.
Vigdís Kristjánsdóttir „íslenskar
jurtir og blóm", vatnslitamyndir,
opið kl. 14-19.
N LISTAHÁTÍÐ
Ö 1978 NORRÆNA
HUSIÐ