Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.06.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 03.06.1978, Qupperneq 10
10 Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Póturs- son. RitstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. bkrifstofustjóri ritstjórnor Jóhannos Reykdal íþróttir: HaNur Símonarson. Aflstoflarfróttastjórar Atli Stoinarsson og Ómar Valdimarsson. Handrít: Ásgrfmur Páls- son. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guflmundur Magnússon, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheiflur Krístjánsdóttir. Hönnun: Qufljón H. Pálsson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Svoinsson. Dreifing- arstjórí: Már E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorhohi 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl. Sotning og umbrot Dagblaflið hf. Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skerfunni 10. Hættulegirútlendingar „Náttúra landsins er víða í hættu vegna mikillar og oft ógætilegrar um- ferðar ferðamanna og stappar sums staðar nærri örtröð. Einkum á þetta við um gróðurvinjar í óbyggðum.” Þessi aðvörunarorð eru birt í greinar-. gerð frá ráðstefnu Félags gæzlumanna. Þar er kvartað um, að gæzlumenn séu of fáir, náttúruverndarlögum sé ekki framfylgt og að ekki sé til nein heildarstefna í ferða- málum landsins. í greinargerðinni kemur fram, að uggur hefur setzt að mörgum vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Útlendingar eru mikill meirihluti þeirra, sem ferðast um hálendið og eru gæzlumenn á þeim slóðum orðnir kvíðafullir. Gæzlumenn eru í alvöru að velta fyrir sér hugmynd frá umhverfisnefnd Ferðamálaráðs um að beita ítölu í fjölsótta ferðamannastaði, takmarka aðgang að þeim. í greinargerð þeirra er meira að segja slegið fram hugmynd um takmörkun á aðgangi erlendra ferðamanna að íslandi. Gæzlumenn taka ekki beinlínis afstöðu til þessara hugmynda. Þeir segja þó, að samræmi þurfi að vera milli tilrauna til að fá sem flesta útlendinga til landsins og viðbúnaðarins, sem íslendingar hafa til að taka á móti þeim og veita þeim þjónustu. Þeir vilja gera hvort tveggja í senn, bæta viðbúnaðinn og takmarka ferðamannaaukninguna, meðan viðbúnaðurinn er að batna. í því skyni vilja þeir um tíma draga úr landkynningu og úr aukningu á gistirými. Athyglisvert er, að gæzlumenn telja, að íslendingar hafi að meðaltali næmari tilfinningu en útlendingar fyrir því, hvernig á og má umgangast íslenzka náttúru. Stafar það sennilega af því, að útlendingarnir eru vanir náttúru, sem þolir meiri umgengni. í greinargerðinni er vitnað í gæzlumann, sem kvartar sáran undan erlendum leiðsögumönnum. Nefnir hann sérstaklega hópa frá Penn World, Wikingen Reisen, Seven Ocean Tours og Studiosus. Raunar er sérlega ámælisvert, að íslenzk stjórnvöld skuli ekki stranglega banna slíkar hópferðir án íslenzkra leiðsögumanna, sem bæði hafa atvinnuleyfi og sér- menntun við íslenzkar aðstæður. Þar á ofan er ámælisvert, að leiðsögumennska skuli ekki vera lögvernduð atvinnugrein með opinberum prófum, þar sem veruleg áherzla sé lögð á náttúruvernd- arsjónarmið. í greinargerðinni er ekki lagt til, að slíkir hópar út- lendinga séu skyldaðir til að hafa íslenzkan og sér- menntaðan leiðsögumann. Af aðvörunarorðum hennar má þó ráða, að ástandið sé orðið svo alvarlegt, að slíkt komi sterklega til greina. Gæzlumenn eru í manna nánastri snertingu við vandamálin. sem hér hefur verið lýst. Þeir dveljast sumarlangt í Landmannalaugum, Herðubreiðarlindum,. Nýjadal, Jökulsárgljúfrum, Skaftafelli,Lónsöræfum og á ýmsum öðrum stöðum með viðkvæmri náttúru. Þess vegna leggur Dagblaðið til, að gæzlumenn verði teknir alvarlega og að þegar verði bundinn endi á núverandi stjórnleysi. Annars getur svo illa farið, að ekki verði aftur bætt. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1978 Er vínbann brot á mannréttindum eða skref frá Desai forsætisráðherra Indlands er mikill baráttumaður fyrir áfengisbanni og lætur alls konar mótbárur andstæðinga sinna ekki á sig fá. stöðugri fátækt Flestum er þó Ijóst að áfengisbann mun ekki koma í veg fyrir víðtækt heimabrugg í indversku þorpunum. Þar er framleiðsla á víni búnu til úr alls konar jurtum, rótum oggrænmeti. Oft á tíðum veldur þessi framleiðsla veikindum eða jafnvel dauða þeirra sem neyta mjaðarins. Bruggunin er að sjálfsögðu ólögleg en i kjölfar hennar eru frásagnir af nokkrum tugum dauðra eftir brúðkaupsveizlur eða aðrar hátíðir ekki óalgengar í indversk- um blöðum. Þvi er óttazt og jafnvel talið fullvist, að fullkomið áfengis- bann, sem fylgt væri eftir af hörku, mundi auka mjög ólöglega framleiðslu áfengis með hrikalegum afleiðingum. Þrátt fyrir þær mótbárur, sem hafðar eru í frammi gegn algjöru vin- banni, má ekki gleyma því að mörg fylki á Indlandi hafa sýnt verulegt frumkvæði i því að koma á áfengis- banni. Að venju, þegar komið er fram með þá spurningu hvort leggja eigi niður atvinnugrein, er bent á að stór hópur fólks muni missa atvinnu sina ef áfengisbannið verður staðreynd. Einnig munu fylkin verða af nokkrum tekjum, sem þau hafa haft af áfengis- framleiðslunni og tekjum fyrirtækja i þeirri grein. Maharashtrafylki, eitt stærsta fylki Indlands, og þar er meðal annars millj- ónaborgin Bombay, hefur ekki sýnt nein merki þess að þar eigi að vinna að áfengisbanni. Eru tekjuhagsmunir hins opinbera taldir ráða þar ferðinni. Eins mun vera um Vestur-Bengal og Kashmír hyggur ekki á vinbann meðal annars vegna hagsmuna sinna í ferða- mannaiðnaði, sem þá væru taldir í hættu. Gujaratfylki, heimaslóðir Desai for- sætisráðherra, var fyrsta fylkið sem kom á algjöru áfengisbanni árið 1948 og Punjab og nokkur önnur fylki hafa boðað að áfengisbann eigi að koma þar á innan fjögurra ára. Nokkuð er það misjafnt hvernig á málum er haldið I hverju fylki. Oftast mun það þó vera þannig að erlendum ríkisborgurum er heimilt að kaupa og neyta áfengis. 1 Nýju Delhi verða þeir þó að láta sér nægja að kaupa áfengi á veitingastöðum fimm daga vikunnar. Miðvikudagar og sunnudagar eru þurrir dagar i þeirri borg. Aðra daga mega útlendingar drekka eins og þá lystir á meðan innfæddum er algjör- lega bannað að drekka á opinberum stöðum. og hungri? Sú hugmynd Mararji Desai foi- sætisráðherra Indlands, að koma á al- gjöru áfengisbanni í riki sinu, mætir stöðugt vaxandi mótspyrnu. Nú eru liðnir rúmir tveir mánuðir síðan ríkis- stjórnin í Nýju Delhi hvatti stjórnend- ur hinna einstöku rikja á Indlandi til að fara að v'nna að áfengisbanninu. Sum þeirra hafa ekkert aðhafzt í þessa átt og aðilar bæði innan og utan Janataflokksins, flokks Desai for- sætisráðherra, láta andstöðu sína í Ijósi á æ háværari hátt. Forsætisráðherrann, sem er mein- lætamaður mikill, lætur aftur á móti engan bilbug á sér finna og hefur lýst því yfir að hann muni fremur láta af embætti en draga til baka hugmyndir sínar um áfengisbann á Indlandi. Eitt alvarlegasta áfallið, sem barátt- an fyrir algjöru áfengisbanni hefur hingað til orðið fyrir, varð nýlega þegar hæstiréttur í fylkinu Úttar Pradesh ógilti tilskipun stjórnar fylkis- ins um vinbann í sjö héruðum. Féllst rétturinn á skoðun um það bil tvö þús- und manna sem töldu vínbannið brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar, sem tryggði þeim rétt til að éta og drekka það sem þá lysti. Flestir þeirra sem höfðuðu málið voru vin- sölumenn og eigendur vínsöluhúsa. Bentu sumir þeirra á að algeng og vin- sæl tegund af pálmavíni væri mjög heilsusamleg og oft notuð I lækninga- skyni. Röksemd sem alkunn er hvar sem rætt er um vinbann. Einnig hefur áhrifamaður innan Janataflokksins gengið í lið með and- stæðingum áfengisbannsins og liggja þar hugsjónaástæður að baki. 1 bréfi, sem hann ritaði Desai forsætisráð- herra, segir hann meðal annars: — Allir vita að ég hef ekki miklar mætur á áfengi og get algjörlega verið án þess að drekka það. Aftur á móti hef ég komizt að þeirri niðurstöðu að ég geti ekki verið án réttarins til að neyta þess, — segir flokksmaður forsætisráð- herrans. Þykir afstaða hans áfall fyrir málstað bannmanna því hann hefur verið mikill áhrifamaður við ýmsar lagasetningar. í bréfinu sagði hann ennfremur að umbætur eins og áfengisbann ættu að nást fram í formi aukins skilnings almennings en ekki sem lagasetningar i andstöðu við stór- an hluta fólks. Einnig hefur Desai verið gagn- rýndur fyrir að áfengisbann var ekki nefnt á nafn í stefnuskrá Janataflokks- ins fyrir þingkosningarnar árið 1977 en hafi síðan komið upp á yfirborðið án þess að flokksmeðlimir hafi haft tækifæri til að ræða málið. Desai forsætisráðherra hefur ekki látið andróðurinn á sig fá og í svari sínu við gagnrýni andstæðinga banns- ins sagði hann meðal annars: — Það er viðurkennd staðreynd, að hagur einstaklingsins verður oft á tíðum að vikja fyrir velferð fjöldans. Hvað varðar áfengismál þá bið ég yður að lita á málefnið þeim augum en látið niður falla einstaklingsbundna afstöðu yðar. — Forsætisráðherrann benti á að bann við áfengisneyzlu var eitt af stefnu- málum frelsishetjunnar og friðar- baráttumannsins Mahatma Gandhi. Nokkur fylki Indlands hafi sett áfengisbann eftir að gamli Kongress- flokkurinn tók við stjórn innanlands- mála árið 1937. Áfengisbann hafi einnig verið í upphaflegri stjórnarskrá Indlands sem gekk i gildi árið 1947, þegar Bretar létu þar af völdum. — Þess vegna er nokkuð seint að segja nú að þetta ákvæði eigi ekki að taka gildi núna, sagði Desai í ávarpi sínu. Hann sagði ennfremur: — Hver sá sem I hjarta sinu er ákveðinn að berjast gegn afnámi fátæktar og skorts i Indlandi verður að gera sér Ijóst að áfengisbann er óhjákvæmilegur hluti þeirrarbaráttu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.