Dagblaðið - 03.06.1978, Síða 11
11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNl 1978
Fall borgarstjómarmeirihluta Sjálfstæðisf lokksins:
Fráhvarf frá megin-
stefnu helzta orsökin
Hinn 25. maí 1929 gáfu þingmenn
íhaldsflokksins og Frjálslynda
flokksins út sameiginlega yfirlýsingu
um að það hefði orðið að sam-
komulagi þeirra í milli að ganga saman
í einn flokk sem þeir nefndu Sjálf-
stæðisflokk.
Jón Þorláksson, fyrsti formaður
Sjálfstæðisflokks'ins, hefur skýrt það
sérstaklega að nafngift flokksins væri
ekki einungis dregin af fyrra
stefnuskráratriði flokksins, þvi að
vinna að fullu sjálfstæði þjóðarinnar,
heldur og ekki siður af öðru stefnu-
skráratriðinu, til að gefa til kynna
þjóðfélagsstefnu hins nýja flokks
almennt.
Með orðum Jóns Þorlákssonar var
skýringin þessi: „í innanlandsmálum
bendir sjálfstæðisnafhið allvel á þunga-
miðju þess ágreinings sem skilur á
milli flokksins og sósíalistanna...”
Stefnumál
og markmið
Þau sjónarmið, sem koma fram i
stefnuyfirlýsingunni frá 1929, eru
í dag kjarninn í stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, sjálfstæðisstefnunni, enda
voru þessi sjónarmið tekin upp í hina
nýju stefnuyfirlýsingu flokksins á
landsfundi hans árið 1963 — og ítrek-
uð á landsfundum siðar.
Það er því engin furða þótt þeim
mönnum sem aðhyllast stefnu Sjálf-
stæðisflokksins komi það spánskt fyrir
þegar Sjálfstæðisflokkurinn leggur sig
sérstaklega fram um að tileinka sér og
kynna þau félagslegu viðhorf sem
verkalýðsflokkar og sósíalistar hafa
löngum talið sitt sérsvið, þótt barátta
þeirra á þvi sviði hér á landi hafi
sjaldnast höfðað til fjöldans.
Þótt sjálfstæðisstefnan byggi fyrst
og fremst á einstaklingum er hún ein^
konar heildarhyggja allrar þjóðarinn-'
ar. Sjálfstæðisstefnan er því andsnúin
hvers konar stéttarhyggju, einkum og
sér i lagi kenningum sósíalista. komm-
únista eða marxista sem stéttabar-
áttu. — Jafnfráhverf er sjálfstæðis-
stefnan þvi að viðurkenna starfsstéttir
sem baráttuaðila mótsnúna og strið-
andi hverja gegn annarri. innan sama
þjóðfélags, með valdatöku einnar
stéttar eða drottnun hennar yfir
oðrum stéttum að markmiði.
Stjórnmálastefna, sem byggir á
frelsi og vinnur að heill heildarinnar,
getur ekki keppt að neinu öðru stjórn-
skipulagi en lýðræði. Starfsstétt er
félagsfyrirbæri sem hefur gildi og felur
i sér verðmæti en ofmat á henni er
háskalegt, og ofurvald stétta á kostnað
almenningsvalds og einstaklingsfrelsis,
ásamt stéttabáráttu, stuðlar beint að
upplausn þjóðfélagsins og hefur
heldur engan annan tilgang.
Þetta má gjarnan hafa i huga, ein-
mitt nú, þegar kvartað er yfir þvi af
ábyrgum aðilum innan stærsta stjórn-
málaflokks þjóðarinnar að kjósendur
eða réttara sagt fylgjendur Sjálfstæðis-
flokksins hafi ekki skilað sér sem
skyldi á kjörstað i nýafstöðnum
borgar- og sveitarstjórnarkosningum.
— Margir þeirra sem ekki mættu nú á
kjörstað til þess að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn og kusu fremur að sitja
heima eru síður en svo ánægðir með
þá þróun sem upp á síðkastið virðist
dafna í „félagsmálaforystu” Sjálf-
stæðisflokksins, flokks sem engan rétt
eða rök hefur til þess að bæta hinum
félagslegu markmiðum sósialista við
stefnumörkun sína
Neikvæður áróður
—og málflutningur
Sá linnulausi áróður sem settur var i
gang fyrir kosningar af einstökum
aðilum í forsvari borgarstjórnarmeiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins og fólginn
var í því að flokkurinn stæði „mjög
tæpt”, og „að engan veginn væri víst
að hann héldi meirihluta”, ásamt
þeirri bábilju að halda þvi fram að
andstæðingarnir væru að „telja fólki
trú um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
yfirburði og alla möguleika til að
vinna á eða halda sínu fylgi” — gerði
það að verkum að menn héldu sig
heima — og slíkur áróður kom þvi
raunar inn hjá mörgum að Sjálfstæðis-
flokknum væri ekki akkur i því að
halda fylgi sínu i borgarmálum. um
lengri eða skemmri tíma.
Má enda segja að sá málflutningur,
sem hafður var i frammi af fulltrúum
meirihlutans fyrir kosningar, hafi að
uppistöðu til verið einn og sá sami,
sem sé aukin félagsmál I ýmsum
myndum, dagheimili, upptökuhéimili
og félagsmálastofnanir sem flest eiga
að stuðla að því að losa heimilin und-
an því „fargi” sem reykvisk börn
virðast vera orðin foreldrum sinum og
torvelda þá jarðnesku alsælu að for-
eldri geti „bæði verið föl á markaði
vinnunnar.
' Það er eins og ýmsir þeirra sem
komizt hafa til áhrifa innan Sjálf-
stæðisflokksins og þreyta kappræður
um félagsmál af slikum ákafa að þeir
mega vart vatni halda geri sér enga
grein fyrir þeirri staðreynd að sú
félagsmálastefna, sem vinstri
flokkarnir og kommúnistar beita sér
fyrir, á ekkert skylt við þá stefnu Sjálf-
stæðisflokksins sem leggur
höfuðáherzlu á samhjálp til handa
þeim sem um stundarsakir eða varan-
lega standa höllum fæti I lífs-
baráttunni, ýmist vegna vanheilsu,
örorku, aldurs eða vinnuskorts.
Slík samhjálp er í þvi fólgin og á að
vera með þeim hætti að hún sljóvgi
ekki sjálfsbjargarhvöt einstaklinganna
heldur auki hún á vilja þeirra, sem
hennar njóta, til þess, eins og kostur
er, að sjá sér að einhverju leyti sjálfir
farborða og efli löngun þeirra til lifs-
baráttunnar.
Ennfremur hefur sá áróður verið
magnaður af mörgum innan Sjálf-
stæðisflokksins, og raunar tekinn upp
eftir andstæðingunum, að „lands-
málin” og þá rikisstjórnin hafi úrslita-
áhrif um það hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn haldi meirihluta i borgar-
stjórn Reykjavikur! — Slíkt hefði þá
átt að ske áður á hálfrar aldar stjórnar-
timabili Sjálfstæðisflokksins i Reykja-
vik.
Minnisstæðust allra setninga úr
kosningabaráttunni hér í Reykjavík er
þó sennilega sú sem höfð er eftir ein-
um af frambjóðendum „félags-
málanna” I Sjálfstæðisfiokknum: „Ég
er fædd i Tjarnargötu, í gömlum leigu-
hjalli frá Reykjavikurborg, og er
sennilega eini frambjóðandinn i borg-
arstjórnarkosningunum sem fyrst
hefur litið dagsins ljós i slíku hús-
næði,” (leturbr. gr.höf.) — Hvaða
skoðun skyldi þessi frambjóðandi hafa
á leiguhúsnæði Reykjavikurborgar?
— Eiga sjálfstæðismenn að trúa því að
fleiri frambjóðendur, fæddir i „leigu-
hjöllum” Reykjavikurborgar, hefðu
dugað til þess að halda meiri-
hlutanum?
Hvað verður
um öll málin?
Sjálfstæðismenn hafa á liðnu kjör-
tímabili fiutt á Alþingi fjölmörg mál
sem til heilla horfa. Hins vegar eru
mörg þeirra mála, sem I brennidepli
eru um stundarsakir, vegna eðlis sins
og mikilvægis, oftar en ekki afgreidd
þannig á Alþingi að þau virðast hrein-
lega „gufa upp”, ef svo má segja,
vegna þess að þau fá ekki náð hjá
kommúnistum eða vinstri fiokkunum!
— þótt fyllilega sé meirihlutafylgi fyrir
framgangi þeirra.
Frumvarp Guðmundar H.
Garðarssonar um breytingu á útvarps-
lögum — afnám einkaréttar Ríkisút-
varpsins — er dæmigert um slík mál.
— Á þessari stundu veit enginn úr
röðum hins almenna borgara hvar
þetta frumvarp hafnaði.
Mörg þau mál, sem sjálfstæðismenn
hafa fiutt á siðasta kjörtímabili og
höfðu skilyrði til þess að ná fram að
ganga, hefði vilji verið fyrir hendi,
hafa verið svæfð vegna hræðslu og
undanlátsemi við andstæðingana.
Má hér til nefna mál eins og
„verzlun með erlendan gjaldeyri",
tillögu til þingsályktunar flutta af
Guðlaugi Gislasyni og Ellert B.
Schram. Tillagan hlaut ekki af-
greiðslu. — Þjóðaratkvæðagreiðslu
um áfengt öl, tillögu til þingsályktunar
fiutta af Jóni G. Sólnes. Þessi tillaga
var eins og endranær gerð útræk úr
Alþingi og mun sennilega ekki heyrast
þarframar.
önnur mál, sem áhugaverð eru en
hafa ekki fengið hljómgrunn, eru t.d.
tillögurnar um hundraðföldun
verðgildis krónunnar, um staðarval til
stóriðju á Norðurlandi og Austur-
landi, um breytingu á stjórn Inn-
kaupastofnunar rikisins, um sam-
ræmingu og efiingu útfiutningsstarf-
semi, o. fl. o. fl.
Þegar á allt er litið verður að ætla
að það sé á valdi þeirra manna sem
kosnir hafa verið til þess að gegna
trúnaðarstöðum innan Sjálfstæðis-
fiokksins og á valdi þeirra einna,
hvernig til tekst með fylgi flokksins frá
einum tíma til annars en ekki undir
þvi hvort andstæðingarnir leggja
flokknum til áróðurstæki eða slagorð
sem taka megi upp og gera að sínum,
eins og raunin varð i kosningabar-
áttunni nýafstöðnu.
Kúvending frá meginstefnu Sjálf-
stæðisfiokksins til þess að geta veitt ör-
fá atkvæði í gruggugu vatni vinstri-
mennskunnar er ekki það haldreipi
sem bindur fylgjendur sjálfstæðis-
stefnunnar fastari böndum. Ihalds-
semi við upprunalega stefnumörkun
er hið eina, sem fær fylgjendur Sjálf-
stæðisfiokksins til þess að koma I veg
fyrir frekari þáttaskil i íslenzkri stjórn-
málasögu.
Tafarlausar
ráðstafanir
Það er alkunn staðreynd að Sjálf-
stæðisfiokkurinn sem slíkur hefur ekki
á sínum snærum nein þau málgögn
sem líkja má við þau sem aðrir flokkar
hafa stofnað sérstaklega til framdrátt-
ar sinum stefnumálum.
Það er og staðreynd, hvort sem
einstakir forsvarsmenn Sjálfstæðis-
flokksins vilja trúa því eður ei, að
■stjórnmálaöfl, sem hafa beinan og
ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðli,
hvort sem er i töluðu eða rituðu máli
(og hér á landi er eingöngu um þá rit-
uðu að ræða), hafa þar með fengið þau
réttindi fram yfir önnur félagasamtök
að geta byggt upp og stjórnað með
auðveldum hætti hvers konar fróðleik
og fræðslu, aukið eða dregið úr, allt
eftir því hvað við á hverju sinni.
Kjallarinn
Geir R. Andersen
Stjornmálafiokkur sem ekkert slikt
málgagn á er illa settur, og ef til vill
verr settur ef hann þarf að „fá inni"
hjá þeim aðilum, sem lita á stjórn-
málastarf og fréttir af þvi sem eins
konar „liknarstarf’ og fréttir af sliku
starfi megi alltaf geyma — þar til rúm
á siðum blaðsins leyfi.
Það verður varla annað sagt en að
þau tvö dagblöð, sem hingað til hafa
helzt verið talin málsvarar Sjálfstæðis-
fiokksins, Morgunblaðið og Visir, séu
meira en ófullnægjandi til þess að
gegna hlutverki sem pólitiskir mál-
svarar. — Ekki er vitað til þess að
neinn eða neinir aðilar í nánum
tengslum við Sjálfstæðisflokkinn sjái
um daglegan rekstur hinnar stjórn-
málalegu hliðar, likt og gerist með
alvörumálgögnum fyrir stjórnmál og
jafnvel er til staðar hjá Timanum, Al-
þýðublaðinu, svo að ekki sé nú minnzt
á Þjóðviljann.
Að visu hefur Morgunblaðið tekið
sprett við og við með þvi að leyfa
einstaka greinarhöfundum að birta rit-
smiðar um stjórnmálaleg efni en það
er einungis óreglulega og illa kynnt af
blaðinu sjálfu, t.d. vantar kynningu á
sliku á útsiðum blaðsins eða annars
staðar. — Vísir hefur enn sjaldnar birt
greinar eða sjálfstæðar hugleiðingar
um pólitísk efni en hefur þess I stað
fengið sér „Svart höfuð” sem uppbót á
vanhæfi sinu og þurfa þá endilega að
koma frá dyggu málgagni and-
stöðufiokks — en genginn af þeirri trú
hefur hann verið eina haldreipi þess
dagblaðs I pólitiskum skrifum.
Það fer ekki hjá þvi að vilji sjálf-
stæðismenn i raun og sannleika halda
sínu á markaðstorgi stjórnmála þarf
meira að koma til en góð grein sem
send er af einhverjum stuðningsmanni
inn í biðsal Morgunblaðsins, þar sem
greinin biður eftir hentugu tækifæri til
þess að verða úrelt þegar efnið birtist.
Með hliðsjón af úrslitum siðustu
borgarstjómarkosninga hér í Reykja-
vík er vart hægt að komast hjá því að
álykta að Sjálfstæðisfiokknum sé það
nauðsynlegt að koma sér upp eigin
málgagni sem hefur það að
meginmarkmiði að kynna stefnu
fiokksins, ásamt því að vera almennur
frétta- og fræðslumiðill. — Þvi fyrr
sem slíkt getur gerzt þvi betra, vegna
þess skipulagsstarfs sem nú hlýtur að
verða stefnt að innan Sjálfstæðis-
fiokksins.
AUÐIR OG ÓGILDIR
KJÖRSEÐLAR
Mjög var á reiki hjá fréttaþulum
útvarps og sjónvarps í kosningunum
siðastliðinn sunnudag, hvernig þeir til-
kynntu um kosningaúrslit. Eftir að
hafa talið upp atkvæðin og hvernig
þau skiptust, var bætt við tölu þeirra
kjörseðla, sem ekki komu fram í at-
kvæðatölunum og var þá ýmist talað
um auða og ógilda seðla i einu lagi,
eða i sitt hvoru lagi, auðir seðlar —
ógildir seðlar.
1 Morgunblaðinu, sem út kom
þriðjudaginn 30. mai, er sagt frá loka-
niðurstöðum um land allt, og í öllum
kjördæmum er talað um auða og
ógilda seðla i einu lagi, ein tala.
í Reykjavík segir blaðið að þetta
hafi verið samtals 810 seðlar en greinir
ekki í sundur hverjir af þeim voru
auðiroghverjirógildir. .
í Þjóðviljanum sem kom út I dag, þ.
31. mai, eru birtar heildarniður-
stöðutölur úr Reykjavik og i þeirri
frétt eru auðir seðlar tilgreindir 688 en
ógildir 132. Verða þessar tölur samtals
820, hvernig svo sem á því stendur að
hér munar 10 atkvæðum, eftir því sem
Morgunbl. segir.
Það er ekki nýtt, en engu að siður
stórfurðulegt fyrirbæri að telja saman
auð og ógild atkvæði og verður tæpast
hjá því komist að álíta að þeir sem slíkt
láta sig henda, hafi ákafiega tak-
markaðan skilning á lýðræðislegum
kosningum og þeim boðskap sem
fólginn getur verið í einum atkvæða-
seðli, jafnvel þó hannséauður.
Ef við virðum fyrir okkur þessa
tvenns konar atkvæðaseðla, auða og
ógilda og íhugum hvers konar
kjósendur standa að þeim, þá ætti
mönnum fijótlega að verða ljóst, að
þeir eiga óskylt mál saman. Ógildu
seðlarnir benda til fávitaháttar, sem
jaðrar við að þeir séu óábyrgir gerða
sinna, sem þeim skila.
Hvers konar kjósendur eru svo
hinir sem skila auðu seðlunum?
Þeir mæta á kjörstað til að nota rétt
sinn, kosningarréttinn, sem ekki er
bara fólginn í í samsinningu einhvers
málstaðar, heldur einnig I því að geta
með kjörseðlinum mótmælt gerðum
þess flokks, sem hann kaus síðast eða
þeirra manna, sem þar áttu hlut að
máli. Það ætti að vera auðsætt, að
mikill munur er á fyrir kjósandann
að nota atkvæði sitt á þennan hátt eða
greiða það einhverjum öðrum fiokki,
sem er enn fjarri skapi hans.
Kjallarinn
Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum
Ef þessu er á þann veg farið, sem
hér hefur verið sagt, ætti að vera
fylgni á milli auðu seðlanna og þess
fylgistaps sem viðkomandi flokkar
verða fyrir. 1 Reykjavik voru auðu
seðlarnir 688 eftir þvi sem Þjóðviljinn
segir, og ef þeim væri skipt niður á þá
tvo fiokka, sem mest afhroð guldu,
Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknar-
fiokkinn, eftir atkvæðahlutfalli í
kosningunum 1974, hefðu 525 komið í
hlut Sjálfstæðisfiokksins, sem hefði
nægt honum til að halda meirihluta
sinum i borgarstjórn Reykjavikur. Það
eru því þessir auðu seðlar, mótmxlaat-
kvæðin, sem réðu úrslitum, en ekki
áhugaleysi þeirra sem heima sátu, eins
og haldið hefur verið fram.
Þessa staðreynd er hverjum stjórn-
málamanni hollt að hugleiða, og
væntanlega draga fjölmiðlar af þessu
réttar ályktnir, svo þeir eftirleiðis
láti það ekki henda sig að telja i einum
fiokki þá, sem i fávitaskap vita ekki
hvað þeir eru að gera, og hina sem
gera sér máski betur grein fyrir því, en
jafnvel þeir sem skila óaðfinnanlegum
atkvæðaseðlum i kjörkassana.
Þessir kjósendur eru hornsteinar
hvers lýðræðisþjóðfélags sem máski
meira mark er takandi á en gagnýnis-
litlum jábræðrum, þegar kosninga-
dæmin eru gerð upp hverju sinni.
Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum.