Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.07.1978, Qupperneq 1

Dagblaðið - 20.07.1978, Qupperneq 1
4. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978— 155TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI 27022. f „Framsókn hefur raunveru- legan áhuga á vinstri stjóm” — segja f ulltrúar viðsemjenda þeirra — engin ströndunarmál ennþá „Viöræðurnar hafa sýnt, að Fram- sókn hefur raunverulegan áhuga á vinstri stjórn,” ;agði einn þingmaður Alþýðuflokksins í morgun. Annar komst svo að orði, að þetta væru ,* 1- vöruviðræður” en ekkert sjónarspil. „Það er þokkalegur tónn i þesspm við- ræðum,” sagði einn þingmaður Al- þýðubandalagsins. „Engin ströndunarmál hafa komið uppenn.” Stefnt er að því að ljúka viðræðum um vinstri stjórn fyrir helgi, þannig að þá liggi fyrir, hvort grundvöllur sé fyrir slíka stjórn. Fyrirkomulagið hefur verið þannig, að hver flokkur ber fram þau mál, sem hann hefur sér- stakan áhuga á. 'Þau mál eru síðan tekin fyrir. Næst er farið nánar ofan á ágreiningsmál og þriðja stigið verður, að menn taki formlega afstöðu til mál- anna. Undirnefndir hefja störf í dag og fjalla um einstaka þætti. Viðræðunum var haldið áfram klukkan níu í morg- un. Utanríkismálin, þar sem ágreining- ur er mikill, verða tekin fyrir í dag. Framsókn og Alþýðuflokkur báðu Alþýðubandalagið í gær að gera nánari grein fyrir úrræðum sínum i efnahagsmálum. Verður það væntan- lega gert í dag. Ágreiningur er i vaxtamálum, þar sem Alþýðubandalagið vill lækka vexti. Talið er, að samkomulag gæti náðst í vaxtamálum með lækkun vaxta afurða- og rekstrarlána en auk- inni verðtryggingu á annað. Kárí Jónasson fréttamaður ætíaði sannar- lega ekki að láta moldarhnausinn fara forgörðunt. r DB-mynd Ari Utvarpsmenn hirtu hnausinn úr fyrstu skóflu- stungunni — þegar Vilhjálmur beitti loks gullnu rekunniígær „Loksins, loksins,” hugsuðu útvarps- menn og jafnvel sögðu í gær þegar Vil- hjálmur Fljálmarsson menntamálaráð- herra notaði hina gullnu reku sem þeir höfðu fært honum í upphaft ráðherra- tiðar hans. Gullnu rekuna átti hann að nota til þess eins að taka fyrstu skóflu- stunguna að nýju útvarpshúsi. Og það gerði hann í gær, enda ekki seinna vænna, ef hann átti að Ijúka þvi af á kjörtimabilinu. Vilhjálmur stakk skóflunni niður við hom Háleitisbrautar og Hvassaleitis þar sem miðja hússins er áætluð. Honum fórst þetta búmannlega úr hendi og fékk að launum gott klapp. í stuttu ávarpi hans á eftir kom fram að húsið verður fljótt komið í það horf að eitthvað verði hægt að nota af því. Og jafnframt þjónar það um langa framtíð þegar það er allt komið i gagnið. Til þess að fjár- magna húsið á að hækka afnotagjöld allra neytenda, sem að sönnu eru allir íslendingar að sögn ráðherra. Að þessum orðum hans mæltum kom griðarstór jarðýta og spændi upp jörðina, þar sem ráðherra hafði áður mokað. Kári Jónasson fréttamaður var þó fyrri tjl að hirða hnausinn sem Vil- hjálmur halöi stungið upp. „Eiga hann, auðvitað,” sagði Kári þegar hann var spurður að þvi hvað hann ætlaði að gera við hnausinn. „Við gáfum Vilhjálmi rekuna og þá er sanngjarnt að við fáum hnausinn.” - DS Samvinnubanka stjóri svarar Halldóri um Guðbjartsmálið - sjá bls. 15 Slökkviliðsmenn kæfa eldinn við hús Sveins Egilssonar i gær. DB-mynd Sv. Þorm. í gærkvöldi var einmitt kveikt í rusli við húsið. Þar sem öll hús í Skeifunni eru stór- hýsi kynni geysilegt tjón að hljótast af þessum gráa leik auk þess sem flest húsin eru byggð úr strengjasteypu og stórhættulegt er að fara inn i þau til björgunarstarfa, nái steypan að hitna aðmarki. Hvernig horfir um myndun vinstri stjórnar? - rætt við þingmenn allra flokka á bls. 9 Herbragð Fram- sóknarmanna — telur Albert Guðmundsson (S) „Góóur hershöfðingi notar aldrei stærstu kan- ónurnar í upphafi styrjaldarinnar,” sagði Albert Guðmundsson og vildi ekki hafa fleiri orð um líkurnar á vinstri stjórn. GAJ solskmsdagur Það var fjölmennt 1 Læragjá í Nauthólsvík I blfðunni I gær. Sleikti fólk sólskinið, lét heita vatnið leika um sig og skolaði af sér grámyglu sólarleysisins undanfaríö. Veðurstofan spáði I morgun skýjuðu um allt land — nema helzt á Vesturlandi. Hitinn verður hins vegar 12—14 stig. DB-mynd: Ari. * íkveikjufaraldur í Skeifunni — Munaði hársbreidd að eldur læsti sig í stórhýsi þar í gær Enn ein ikveikjan var framin í Skeif- unni í gærkvöldi, sú þriðja á örfáum dögum, og munaði aðeins hársbreidd að eldurinn næði að læsa sig í stórhýsi Sveins Egilssonar. Menn sem þar voru að vinna náðu að halda eldinum í skefjum með litlum slökkvitækjum þar til slökkviliðið kom á vettvang. Að sögn Gunnars Sigurðssonar að- stoðarslökkviliðsstjóra. eru likur á að sömu aðilar standi að öllum þessum íkveikjum, sennilega unglingar. Virðist verknaður þessi vera úthugs- aður og er kveikt í á hvaða tíma sem er og án tillits til að menn séu að vinnu nærri. Svo lítur út sem brennuvarg- arnir noti einhver hvetjandi efni á eld- inn og vildi Gunnar beina þeim til- mælum til seljenda úðabrúsa með eld- fimum efnum að gefa frekari gaum að kaupendum þeirra. Þá vildi hann einnig hvetja eigendur fyrirtækja í Skeifunni til þess að skilja ekki rusl eftir fyrir utan fyrirtækin, en

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.