Dagblaðið - 20.07.1978, Síða 2

Dagblaðið - 20.07.1978, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978. Seladrápi mótmælt Gylfi Ægisson skrifan Mig langar að taka undir það sem Guðrún Á. Runólfsdóttir skrifaði í Dagblaðiö þann 17. júlí sl. í sambandi við seladrápið á dögunum. Eða orustuna miklu eins og ég vildi öllu heldur kalla það, af þvi að hefði ég verið í sporum selsins þennan dag þá hefði það litið þannig út i mínum augum. Að hugsa sér ég væri búinn að busla alla þessa leið, bara til að ná mér i svanginn. (Ekki er nú of mikið um fisk í sjónum. Alls staðar hættur, gömul net sem fiska ár eftir ár án þess að nokkur hafi gagn af því sem I þeim er. Nú, nú svo verður maöur að passa sig á trollum, nótum og fleira sem er allt af mannavöldum). Jæja, ég ætla mér bara að gera smá strandhögg í staðinn fyrir allt hitt. Þá birtist mér risavaxið ferlíki, sem byrjar að kasta i mig grjóti. Ég er orðinn gamall og seinn í snúningum og auk þess óviðbúinn slikum viðtökum, þar sem ég er bara að veiða mér í svanginn til þess aö lifa eins og hann. (Ég á enga frystikistu). Brátt fer ég að dasast af höggum steinanna, en viti selir, þá ræðst hann á mig, og byrjar að stinga mig og skera, með því sem manndýrin kalla hníf, og brjálæðið skín úr augunum á honum. Ég finn nú að ég get ekki mikið meir, en samt get ég ekki annað en hugsað. Af hverju er ekki hægt að berjast heiðarlega? Af hverju er alltaf ráðist aftan að okkur selunum? Af hverju notaði hann ekki munninn, af því að hann vildi slást? Skyldi hann einhvern tímann hafa verið skorinn eða grýttur? Ég finn að ég er að deyja, og sé sigurglampa i augum dýrsins, er það gengur ánægt burtu til að kynna alþjóð hreystiverk sitt. Og til að taka við af mér, og drepa lax! Níi það sannast sagna bezt sama er mér hvort það rímir. Það leggur af þeim ijóta pest er læðist að rass og glimir. Það eru fleiri en Birgitte Bardot sem mötmæla seladrápi. vikan á ótrúlega lágu kynningarveröi: LEYFILEGT 7f KYNNINGAR VERÐ 1 vikan á neytendamarkaði Vikan er aldeilis spræk þessa dagana. Hún er á fullri ferð með Dagblaðinu í neytendamálum. í hverju blaði birtast verð og gæðakannanir á ýmsum vörutegundum eða aðrar mikils- verðar upplýsingar fyrir neytendur. Áskrifendur fá stórt og fallegt veggspjald til að færa inn heimilisútgjöldin og kannað verður hver séu meðalútgjöld fjölskyldna, sundurliðuð eftir fjölda fjölskyldumanna. Þannig fá áskrifendur samanburð á sínum mánaðarlegu útgjöldum við stóran hóp annars fólks í landinu. Gríptu símann, hringdu í 27022 og pantaðu kynningaráskrift. Þá kostar mánaðaráskrift þig aðeins kr. 1.440 og eintakið kr. 330 til áramóta. Upphæðin verður innheimt í einu lagi. Einnig flytur Vikan efni fyrir alla fjölskylduna: Forsíðuviðtölin frægu, framhaldssögur, smásögur eftir íslenska sem erlenda höfunda, myndasögur fyrir bqrnin, bílaþætti, poppþætti, getraunir, heilabrot, draumaráðningar og margt, margt fleira. Gríptu gæsina meðan hún gefst. Hringdu strax og pantaðu kynningaráskrift til áramóta. Síminn er 27022. WMm Af hverju mæðurnar, sr. Þórir? Dóra Stefánsdóttir skrifar Séra Þórir Stepensen. í prédikun þinni sl. sunnudag sem útvarpað var yfir landslýð talaðir þú mikið um þann skaða sem börn hlytu af þvi að vera á dagheimilum allan daginn. Þau yrðu einn múgur i stað þess að vera margir ólíkir einstakl- ingar. Ráðið til bóta taldir þú að mæður yrðu heima og hugsuðu um börn sín fyrstu árin og féngju fyrir það laun. En af hverju mæður séra Þórir? Eiga börnin ekki feður líka? Ég man ekki í bili eftir nema einu barni sem ekki hefur verið talið eiga jarðneskan föður. Þú hefur ef til vill ekki fylgzt með þróun hlutanna siðustu aldir séra Þórir? En það þykir ekki lengur vera einkahlutskipti kvenna að ala upp og umgangast börn. Meira að segja hafa verið leidd að þvi rök að börn hlytu skaða af þvi að umgangast ekkert nema kvenfólk fyrstu ár ævinnar. Það þykir ekkert lengur benda til þess að konur séu þegar á heildina er litið betri uppalendur en karlmenn. Allir sem vit hafa á þessum málum álíta þvert á móti að það sé einstaklingsmunur á hæfni til uppeldis, ekki munur á milli kynja. Feður hafa i aldaraðir komizt upp með það að skilja böm sín eftir hjá mæðrum þeirra en fara sjálfir út til þess að taka virkan þátt í atvinnu- lifinu, eins og það er svo fagurlega orðað. Vill séra Þórir aö feður haldi þessari hegðun sinni áfram enn um aldir? Getur verið að sjálfur presturinn telji börnin ekki svo góð að þau eigi skilið góða feður en ekki bara ókunna menn sem eru i svefnher- berginu hennar mömmu á sunnu- dögum? Nei það getur ekki verið að presturinn sé svo þröngsýnn. Hann hlýtur að hafa mismælt sig. Hann hlýtur að hafa ætlað að segja að gera ætti foreldrum kleift fjárhagslega að vera heima og hugsa um börn sín. En þá er ég hrædd um að við yrðum að breyta þjóðfélagskerfmu töluvert. Séra Þórir verður að horfast i augu við það að íslenzka þjóðfélagið getur ekki með núverandi formi verið án vinnu beggja foreldra langflestra barna. Dag- heimilin, og við skulum láta liggja á milli hluta hvort þau eru góð eða vond, eru eina lausnin, sem þetta sama þjóðfélag getur boðið þessum foreldr- Ökukennsla Kennslubifreiðin er Toyota Cressida ’78 ogennaðekki Geir P. Þormar ökukwNwri. 11MM og 21772 (sknavarO.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.