Dagblaðið - 20.07.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978.
3
Heimilisfangið var ekki til
Ritsíminn svarar lesendabréf i Margrétar Halldórsdóttur
Hafsteinn Þorsteinsson, simstjóri i
Reykjavik, skrifan
í Dagblaðinu 15. júlí si. birtist bréf
frá Margréti Halldórsdóttur, þar sem
hún kvartar yfir óréttlæti í viðskiptum
sínum við ritsímaafgreiðsluna í
Reykjavik vegna símskeytis, sem hún
sendi 10. maí sl. Hér gætir nokkurs
misskilnings og skal það skýrt í stuttu
máli.
Umrætt símskeyti var móttekið á
ritsímanum 10. maí sl. kl. 21.40 og
sent áfram samdægurs kl. 21.48. Þann
16. maí sl. barst ritsímaafgreiðslunni
tilkynning frá ákvörðunarstöðinni,
Los Angeles, þess efnis að símskeytið
væri óafhent, uppgefið húsnúmer væri
ekki til. Þetta var tilkynnt sendanda og
honum jafnframt gefinn kostur á leið-
réttingu. Margrét taldi að heimilis-
fangið væri rétt. Hér stangast á stað-
hæfing Margrétar Halldórsdóttur um
rétt heimilisfang og tilkynning frá
ákvörðunarstöð Los Angeles um að
hús með uppgefnu númeri sé ekki til.
í reglum um alþjóðafjarskipti er
gert ráð fyrir því að tilkynningar frá
símstöðvum varðandi afdrif símskeyta
skuli teknar gildar. í þessu tilfelli er
því ekki við ritsímaafgreiðsluna í
Reykjavík að sakast, uppgefið
heimilisfang á símskeytinu er
samkvæmt endurteknum upplýsing-
um frá Los Angeles ekki til, það eru
því mistök þar, ef um mistök er að
ræða.
Margrét segist hafa sent fjöldann
allan af skeytum og bréfum á þetta
heimilisfang, að fengnum þessum upp-
lýsingum, hafa verið gerðar ráðstaf-
anir til að komast að hinu rétta um
heimilisfangið hjá símaþjónustunni í
Los Angeles og mun Margréti verða
tilkynnt nánar um niðurstöður.
Niðurfelling á gjaldi fyrir símskeyti
kemur því aðeins til greina að um mis-
tök símaþjónustunnar sé að ræða, og
er það samkvæmt alþjóðareglum um
fjarskipti.
„Ekki er við ritsimaafgreiðsluna í Reykjavik að sakast. Uppgeflð heimilisfang á
simskeytinu er ekki til,” segir símstjórinn í Reykjavik, i svari til Margrétar Hall-
dórsdóttur.
Það skal upplýst, aðgefnutilefni, að að langmestu leyti til símastjómar
gjald fyrir símskeyti til útlanda rennur ákvörðunarlands símskeytisins.”
Laun
heimsins
eru van-
þakklæti
Landsmenn kalla Neskaupstað „Litla Rússland” segir bréfritari.
Lionsmenn og
bæjarféiagið
á Norðfirði
Óskar Björnsson, Nesgötu 13,
Neskaupstað, skrifar:
Þann 6. júlí komu hingað til
Neskaupsstaðar norrænir ferðamenn,
allstór hópur (nokkurs konar vina-
bæjarmót). Maður hefði getað búizt
við því að öllum bæjarbúum væri
frjálst að bjóða þá velkomna, hver á
sinn hátt. „Nei, takk” sagði bæjar-
stjórinn.
Lionsmenn létu gera mjög fallegt
skilti, sem tveir listamenn unnu að, og
settu það upp innan umdæmis
„ríkisins”. Þar stóð á einföld kveðja:
Velkomin til Neskaupsstaðar. Þetta
skilti skipaði bæjarstjórinn þeim að
rífa niður, og var það gert. (Það er þó
komið upp aftur, en utan landamæra
„litla ríkisins”).
Hvernig færi svona mál fyrir dóm-
stólum? Er ekki troðið þama freklega
á tjáningarfrelsi einstaklinga.
Lögfræðingar hefðu gott af að velta
þessu fyrir sér. (Þar með talinn lög-
fræðingur bæjarstjóra!)
Það eina sem auðvitað átti að gera í
þessu tilviki, það var að standa vörð
um merkið þar til norræni hópurinn
var kominn, en ekki rifa það niður.
Lengi lifi lýðræðið á Neskaupstað!!
Ég sjálfur gerði einum úr hópi gest-
anna grein fyrir atburðinum og skýrði
satt og rétt frá öllu. Hann rak upp stór
augu og sagði: „Já, en við erum ekki
austantjalds.” Jú, það erum við
einmitt, því aðrir landsmenn kalla
þetta „litla Rússland”. Þá hló hann.
Vonandi hafa einhverjir Lionsmenn
verið í þessum hópi, Nú skulum við
athuga markmið Lionsfélaga um heim
allan.
1. Að skapa og efla drengilega tillits-
semi með þjóðum heims, með þvi að
afla þekkingar á vandamálum þjóða í
milli.
2. Að vinna fylgi kenningum og
framkvæmd meginregla góðra
stjórnarhátta og holls borgaralegs
anda.
3. Að hafa vakandi áhuga og starfa
fyrir velferð bæjarfélasins á sviði
félagsmála og almenns siðgæðis.
4. Að tengja meðlimi böndum
vináttu, góðs félagsanda og gagn-
kvæms skilnings.
5. Að vera vettvangur fyrir ítarlegar
og frjálsar umræður um öll mál, sem
almenning varða, að undanteknúm
einhliða umræðum um stjórnmál og
sértrúarbrögð.
6. Að hvetja til dugnaðar og gera
miklar kröfur til siðgæðis í athafnaUfi
og menningarmálum, en klúbbamir
skulu gæta þess, að fjárhagslegur
hagnaður félaganna verði ekki
markmið þeirra.
Svo mörg voru þau orð. Að lokum
spyr ég: Hvað hafa Lionsmenn gert
fyrir bæjarfélagið? Svari nú aUir fyrir
sig. Laun heimsins eru stundum
vanþakklæti.
V
Utflutningsbannið grefur und-
an stoðum efnahagslífsins
Raddir
lesenda
Hringið í
síma
27022
Austurbæingar skrifan
Er það ekki mikill misskilningur af
forvígismönnum verkalýðsins að
hætta ekki útflutningsbanninu? Það
skaðar alvarlega efnahagslíf þjóðar-
innar, sem nú stendur valtari fótum
með hverjum degi. Ríkisstjórnin, sem
banninu var beitt gegn, er búin að
segja af sér. Með því að halda áfram
að grafa undan stoðum efnahagslífsins
eins og gert er með áframhaldandi út-
flutningsbanni, er aðeins verið að
koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn geti
skapað verkalýðnum bætt kjör.
Nú þurfa allir að leggjast á eitt um
að efla þjóðarhag. Það verður ekki
gert ef einstakar stéttir ætla sér að
taka fram fyrir hendur þjóðkjörinna
fulltrúa. Þvert á móti þurfum við að
sýna nýrri ríkisstjórn hollustu — hver
svo sem hún verður — og byrja strax
að búa í haginn, svo að hún geti rækt
sitt hlutverk með árangri. Stöndum öll
saman um að styrkja þjóðarhag!
Útflutningsbanninu vcrður að aflétta, segir bréfritari.
/
Afhverju
ertu
með skegg?
Dagur Ásgeirsson skrifstofumaður: Ég
veit það ekki. Það er einhver della að
láta það vaxa. Eitthvað verð ég að hafa.
Kristinn Sigmundsson kennari: Ég
gleymdi að raka mig i morgun. Þetta
hlýtur að vera mjög kynæsandi fyrir
stelpurnar.
Guðmundur Einarsson kennari: Það er
þægilegra en að raka sig.
Vilhjálmur Tómasson sundlaugarvörð-
un Raunverulega ástæðan er sú að ég er
að byggja. Ég er að vinna upp tímann
sem fer í það með þvi að sleppa að raka
mig. Svo er þetta stór sparnaður i blöð-
um.
Baldur Jóelsson innanhússarkitekt: Af
því að aft minn var myndarlegur með
skegg. Ég veit svo sem ekki hvort mér
fer það betur eða verr en honum.
Jens Baldursson strætiáVagnastjóri i
sumar: Af hverju ekki?