Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.07.1978, Qupperneq 9

Dagblaðið - 20.07.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978. 9 HVERNIG HORFIR UM VINSTRI STJÓRN? Dagblaðið hafði samband við nokkra- formann sinn, varaformann né ráð- alþingismenn og spurði um horfumar, herra. — Þá hafði einnig komið fram að eins og málum var komið í gær, eftir að Snorri Jónsson, forseti Alþýðusam- framsóknarmenn höfðu valið viðræðu- bandsins hafði tekið illa í tilmæli Al- nefnd sina. Framsókn sendir í vinstri þýðuflokksins um samstarf. viöræðurnar þrjá þingmenn en hvorki Ekki um klofning að ræða — segir Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra (F) „Nei. Ég tel það alls ekki,” sagði Vil- hjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra er DB spurði hann hvort hann ótt- aðist ekki að fjarvera ráðherra Fram- sóknarflokksins spillti fyrir vinstri við- ræðunum. „Nei. Þetta sýnir ekki klofn- ing í okkar röðum. Það er afdráttarlaust svar.” -GAJ- Vilhjálmur Hjálmarsson, F. VERÐUR VÍKKAÐ ÚT SÍÐAR „Ég held að ekki sé efni til að draga r1 miklar ályktanir af þessari afstöðu fram- sóknarmanna,” sagði Finnur Torfi Stef- ánsson alþingismaður (A) um val Fram- sóknar á mönnum i vinstri viðræður. „Þarna er einungis um að ræða umræðunefnd,” sagði Finnur Torfi. „Siðar í umræðunum verður þetta vikkað út og fleiri koma inn í viðræðurnar. Skipt verður niður í vinnuhópa eftir málefnum. Þá er þess að gæta, að heyrzt hefur að í það minnsta sumir ráðherrar Fram- sóknarflokksins muni ekki gefa kost á sér til ráðherradóms.” Finnur Torfi sagði að Alþýðuflokkur- inn hefði lagt áherzlu á að geta ráðfært sig við forystumenn launþegasamtak- anna. Það væri einn liður í hugmyndinni um kjarasáttmála. —HH. — segirFinnurTorfi Stefánsson (A) Sighvatur Björgvinsson, A. — segir Ellert B. Schram (S) „Það er erfitt um það að segja. Það er útilokað fyrir mig að segja til um hvaða innbyrðis átök eiga sér stað þarna hjá Framsóknarmönnum. Það er þeirra eigið vandamál,” sagði Ellert B. Schram er DB hafði samband við hann. „Það er náttúrlega ekki traustvekjandi varðandi framhaldið að ráðamenn flokksins séu ekki þátttakendur í þessum viðræðum.” Er Ellert var spurður hvort þetta sýndi klofning í Framsóknarflokknum sagði hann: „Mér er það ekki Ijóst. Þetta vekur óneitanlega athygli. Ráðherrarnir virðast ekki spenntir. Þeir sýna ekki mik- inn áhuga en sjálfsagt eru nýir menn komnir til valda. Þá er eftir að sjá hvað þeir ráða miklu.” -GAJ- Ellert B. Schram, S. EFTIR AÐ SJÁ HVAÐ NÝJU MENNIRNIR RÁÐA MIKLU Hefðum kosið að sjá Ólaf Jóhannesson með — segirKiartanÓlafsson (AB) „Ég vil svara þessu á þann hátt að ég tel það miður farið að formaður Fram- sóknarflokksins og varaformaður, Einar Ágústsson, skuli ekki hafa séð ástæðu til að taka þátt i þessum viðræðum,” sagði Kjartan Ólafsson þingmaður Alþýðu- bandalagsins er DB spurði hann hvort hann teldi að fjarvera ráðherra Fram- sóknarflokksins frá vinstri viðræðunum svonefndu drægi úr líkunum á vinstri stjórn. „Það vekur með manni grun- semdir um að vilji Framsóknarflokksins sé e.t.v. ekki eins ákveðinn og við hefð- um gjarnan kosið. Ég vil þó taka fram að um þetta veit maður ekki neitt með fullri vissu og við vonum að þetta boði ekki að þeir gangi að þessum umræðum með hangandi hendi. Við hefðum gjarnan kosið að sjá Ólaf Jóhannesson með í þessum við- ræðum.” -GAJ- Kjartan Ólafsson, AB. Svava Jakobsdóttir, AB. Ber vott um einhvern ágreining — segirSvava Jakobsdóttir(AB) „Nei. Ég get ekki imyndað mér það,” sagði Svava Jakobsdóttir þingmaður Al- þýðubandalagsins er DB spurði hana hvort hún teldi að fjarvera ráðherra Framsóknarflokksins drægi úr líkunum á myndun vinstri stjórnar. „Mér sýnist þetta bera vott um einhvern ágreining varðandi stjórnaraðild yfirleitt. Það má segja, að það komi nokkuð furðulega fyrir sjónir að formaður flokksins skuli ekki taka þátt í þessum viðræðum úr því að hann samþykkti þær á annað borð. Ég veit ekki annað en hann hafi fallizt á að reyna þessar umræður. Sé um ein- hvern klofning að ræða innan Fram- sóknarflokksins, þá hafa þeir orðið ofan á sem vilja reyna að koma á vinst:í stjórn.” —GAJ- Kom mér spánskt fyrir sjónir — segirSighvaturBjörgvinsson(A) „Mér kom þetta spánskt fyrir sjónir. Allir hinir senda forystumenn sinna flokka,” sagði Sighvatur Björgvinsson (A) um þá ákvörðun Framsóknar að senda í viðræður um vinstri stjórn aðra en formann flokksins og ráðherrana. „En við verðum að líta svo á að sé full alvara með viðræðunum telji framsókn- armenn vænlegra til árangurs að senda þessa menn. Alþýðuflokkurinn hefur óskað eftir viðræðum við forystumenn bæði Al- þýðusambandsins og annarra launþega- samtaka. Við viljum fá þá inn í viðræð- urnar um stjórnarmyndun. Ef þeir hafna þvi þýðir það að þeir setja sína flokksaðild ofar hagsmunum launa- fólks,” sagði Sighvatur. —HH. Finnur Torfi Stefánsson, A. Okkur vantar bí/a á skrá. Hjá okkur se/jast allir bí/ar ef þeir eru á staðnum. G/æsi/egur og bjartur sýning- arsalur. BILASALAN SKEIFAN SKEIFUNNI11 - SÍMAR 84848 OG 35335

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.