Dagblaðið - 20.07.1978, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1978.
11
annan flokkinn um kommúnisma og
hinn fyrir að vilja snúa aftur til þess
ástands sem ríkti í Egyptalandi fyrir
stjórnarbyltinguna árið 1952. Hann
beitti sér fyrir allsherjaratkvæða-
greiðslu þar sem hann vann mikinn
sigur. Rúmlega níutíu af hundraði
kjósenda heimiluðu stjórnarskrár-
breytingu þar sem andstöðuflokkamir
voru nánast bannaðir.
Sadat lofaði fyrir nokkru þjóð sinni
að brátt mundi hann tilkynna merkar
ákvarðanir. Ekki er mönnum ljóst við
hvað hann átti en helzt er búizt við þvi
að málið snúist um stjórn Egypta-
lands. Sumir Egyptar gera sér einnig
vonir um að Sadat hyggist gera ein-
hverjar umbætur í efnahagsmálum.
Þar stendur ríkið mjög illa og hefur
Sadat gengið mjög illa að bæta lífskjör
almennings í landinu. Svo illa að þeir
eru til, sem telja það geta orðið honum
aðfalli.
svæði á vesturbakka árinnar Jórdan
og á Gazasvæðinu. tsraelsmenn hafa
ekki viljað fallast á þessar kröfur Sad-
ats.
Palestínuflóttamennirnir hafa verið
stöðugt vandamál i þessum heims-
hluta siðan í styrjöldinni 1948. Sam-
einuðu þjóðirnar og Bandaríkjamenn
hafa fætt þá og klætt alla tíð en tsrael-
ar eða arabar hafa hvorugir viljað taka
þá undir sinn vemdarvæng.
Tilkynnig Sadats um stefnubreyt-
ingu gagnvart ísrael olli mUdu fjaðra-
foki meðal annarra arabaleiðtoga.
Byltingarafmæhð á laugardaginn
verður haldið í skugga þess að araba-
ríkin eru mjög klofin í afstöðunni í
þessu höfuðmáli.
tsraelsför Sadats aflaði honum mik-
illar virðingar og vinsælda víða um
heim. Margir Evrópumenn köUuðu
hann mann friðarins og jafnvel í ísrael
var sérstök friðarhreyfmg stofnuð.
Vildi hún umsvifalaust ganga til
samninga við Sadat. VUdu fylgismenn
hreyfingarinnar ganga mun lengra í
samkomulagsátt heldur en Begin for-
sætisráðherra ísrael og fylgismenn
hans.
Fyrirlitning og reiði nokkurra
arabaleiðtoganna vegna yfirlýsingar
Sadats.virðist aftur á móti ómæld og
ósvikin'. Alsir, Sýrland, Líbýa, trak og
Suður-Jemen kalla Sadat svikara við
hinn arabíska málstað.
Sovétmenn, sem lengi höfuð verið
helztu stuðningsmenn Egypta
brugðust ókvæða við þessu frumkvæði
Sadats, sem alls ekki var eftir þeirra
kokkabókum. Bandarikjamenn tóku
fregnunum aftur á móti með fögnuði.
Snemma á þessu ári samþykktu þeir
að sjá Egyptum fyrir herþotum i fyrsta
skipti. Hafa þeir þá leyst Sovétmenn af
hólmi í því að sjá þeim fyrir vopnum.
Friðarviðræður hafa aftur á móti
ekki gengið jafn vel og Sadat og fleiri
höfðu gert sér vonir um. Hefur hann
því ekki notið eins mikils byrs heima
fyrir og hann hefði þurft. Tveir stjóm-
málaflokkar egypzkir Jýstu yfir and-
stöðu við Sadat. Annár þeirra taldi
frumkvæði hans í ísraelsmálinu hafa
verið frumhlaup. Hinn flokkurinn
sneri sér aftur á móti að innanlands-
málum en þar er Sadat síður en svo í
sterkri aðstöðu. Sadat brást við þessari
andstöðu með mikilli hörku. Sakaði
Beðið eftir athöfnum
— en ekki vangaveltum
yfirtafli
sóknarflokkurinn hefir mun minna
fylgi með þjóðinni en Sjálfstæðisflokk-
urinn, svo að flest ber að þeim brunni,
að samstjórn Alþýðuflokksins, Al-
þýðubandalagsins og Sjálfstæðis-
flokksins virðist mundu verða líklegri
til röggsamlegri stjórnunar en sé
Framsókn inni i stað Sjálfstæðis-
flokksins.
En svo fór, að Alþýðubandalagið
neitar að gerast aðili að samstjórn Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags og Sjálf-
stæðisflokks, og er þá sá stjórnar-
myndunarmöguleiki úr sögunni að
sjálfsögðu.
Alþýðuflokkurinn hefir mér vitan-
lega alls ekki neitað hinum þriflokka-
möguleikanum, sem hér hefir verið
nefndur, aðeins lýst þeirri skoðun að
hann væri veikari til ákveðinna úr-
lausna.
Kommúnisti
forsætisráðherra?
Líta mætti svo á að eðlilegt væri, að
Alþýðubandalagið hefði forsæti slíkr-
ar stjórnar fremur en Alþýðuflokkur-
inn, fyrst það knúði slíka stjórnar-
myndun fram, og yrði þá Alþýðu-
bandalagið fyrsti kommúnistfski
flokkurínn á Vesturlöndum, sem
myndaði þar stjórn. Eftir er að sjá,
hvort Framsóknarflokkurinn játaði
slíku og hvort Alþýðubandalagið ját-
aðist undir, að vamarliðið sæti, en Al-
þýðuflokkurinn gekk til kosninga með
þá stefnuyfirlýsingu, að hann teldi enn
ekki tímabært vegna öryggis landsins
að vamarliðið væri, að óbreyttu
ástandi heimsmála, og frá því mun
flokkurinn ekki hvika.
Rétt er að vekja athygli á, að forseti
Islands virðist lita likt á stjórnarmynd-
un og Alþýðuflokkurinn að líklegasta
leiðin til sterkrar ríkisstjómar sé sam-
stjórn Alþýðuflokks, Alþýðubanda-
lags og Sjálfstæðisflokks, annars hefði
hann tæpast falið formanni Alþýðu-
flokks stjómarmyndunartilraunir
fyrstum manna, vitandi vel hver af-
staða hans og skoðun er.
Stjórn allra f lokka?
Eins og Alþýðuflokkurinn lagði
þjóðmálin fyrir kjósendur i kosninga-
baráttunni, liggur á borði, að hann
hlaut ekki kjörfylgi út á það að mynda
samstjórn með sjálfstæðinu einu ell-
egar Sjálfstæði og Framsókn. Þeir
stjórnarmyndunarmöguleikar eru því
ekki fyrir hendi og frá sjónarhóli Al-
þýðuflokksins er þá aðeins einn mögu-
leiki enn fyrir hendi, náist hvorki sam-
staða um samstjóm þriggja flokka, en
það er stjórn allra flokka, sem réttlæta
mætti á þeim grundvelli, hve efna-
hagsmál okkar hafa faríð úrskeiðis.
Galli við slika stjórn er hins vegar
sá, að þá skorti andstöðu innan þings
til gagnrýni, sem hverri stjórn er lýð-
ræðisleg nauðsyn. Þó gæti þessi úr-
lausn verið réttlætanleg í eitt til tvö ár,
meðan verið væri að taka til og gera
hreint, ef aðrar lausnir nást ekki, til
dæmis vegna innbyrðis vanda sumra
stjórnmálaflokkanna.
Hollt er forystumönnum stjórn-
málaflokkanna að hafa rikt i huga, að
almenningur fylgist grannt með
hverju útspili þeirra: Vinna þeir af ein-
lægni eða er hver athöfn byggð á ein-
hverjum annarlegum bakþanka og út-
reikningi varðandi ímyndaða flokks-
hagsmuni framyfir þjóðarhag? Ég tala
ekki út i bláinn, þegar ég fullyrði, að
refshyggjan á ekki upp á pallborðið nú
hjá alþjóð manna. Það er beðið eftir
athöfnum, en ekki vangaveltusetum
yfir tafli.
Bragi Sigurjónsson
alþingismaður
Ný stjórnarskrá?
með sér, var þetta einvalalið dugnað-
ar- og gáfumanna, sem flestir höfðu
mikla reynslu í stjórnmálum. Sam-
starfið í nefndinni var með ágætum.
Ýmislegt olli því.að nefndinni
vannst ekki verk sitt sem skyldi. Hún
var of sjaldan kvödd saman. Nefndar-
menn voru margir stjórnmálamenn á
kafi í öðrum störfum og því erfitt að
ná nefndinni saman.
Venjulega eru lagafrumvörp samin
af fagmönnum, sérfræðingum á því
sviði, sem um er að ræða. Þótt stjórn-
arskrá sé lagabálkur sérstakt eðlis —
afdrifaríkari um stjórnmálaframvindu
en önnur lög — tel ég ekki rétt að snið-
ganga sérfræðinga, þegar vinnunefnd
er valin til að semja stjórnarskrá. Þess
vegna tel ég eiga að velja í stjórnar-
skrárnefnd nokkra duglega lögfræð-
inga, sem sýnt hafa áhuga og getu á
sviði stjórnskipunarréttar. Er ég þess
fullviss, að þá ynnist verkið bæði fljótt
og vel. í þess stað hafa önnur sjónar-
mið hingað til ráðið vali í nefndina,
t.d. sú virðing að fá nafn sitt tengt
gerð nýrrar stjómarskrár.
Ég tel þingmenn hafa alltof mikilla
hagsmuna að gæta um gerð stjórnar-
skrár til að geta unnið rétt að málinu.
Alþingi er t.d. tekið að sliga niður
meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar
um þrískiptingu ríkisvaldsins, þegar
það og ráðherrar skipa þingmenn til að
gegna alls kyns störfum á vegum fram-
kvæmdavaldsins, svo sem störfum í
bankaráðum, ríkisfyrirtækjum og
byggingarnefndum. Það getur því
naumast lengur gegnt aðhaldshlut-
verki því, sem því er ætlað í stjórnar-
skránni gagnvart framkvæmdavald-
inu. Alþingismenn eru með störtum
sínum á vegum framkvæmdavalds
teknir að toga í reipið í þveröfuga átt
við það, sem þeim er ætlað sem alþing-
ismenn.
Árið 1973 var lagt fyrir Alþingi
frumvarp að lögum um umboðsmann
Alþingis. Hlutverk hans er auk þess að
gæta réttar einstaklingsins gagnvart
stjórnarvöldum framkvæmdavalds að
vera trúnaðarmaður Alþingis og auð-
velda því að halda uppi aðhaldi gagn-
vart framkvæmdavaldinu. Alþingi
hefur látið frumvarp þetta liggja i
salti. Verður heldur vart séð, hvernig
umboðsmaður á að gegna aðhaldshlut-
verki sínu gagnvart framkvæmda-
valdi, þegar hann hittir fyrir innst inni
á gafli í annarri hverri stofnun fram-
kvæmdavaldsins þá menn, sem hann
er bundinn trúnaði við sem alþingis-
menn.
Valddreifing
og verkaskipting
Að mínu viti eru mikilvægustu
verkefni við gerð nýrrar stjórnarskrár
auk kjördæmamálsins efling þrískipt-
ingar rikisvaldsins, valddreifing og
meiri verkaskipting en nú er innan rik-
isvaldsins.
Eins og nú er komið eru sjónarmið
valddreifingar og verkaskiptingar virt
að vettugi. Stjórnmálamenn okkar eru
allt mögulegt menn, þúsundþjala
smiðir, sem eru alls staðar og hvergi,
allt í öllu og ekkert í neinu. Þeir sóa
tima sínum á hlaupum milli ótal
nefnda og ráða, hafa aldrei frið til að
leggjast undir feld og hugsa út fyrir
bráðabirgðaráðstafanir um stóru mál-
in: HVERNIG Á AÐ STJÓRNA
.....—................................
LANDINU?
Að stjórna er að velja. Við gerð
nýrrar stjórnarskrár ber að hafa í huga
aðminni hyggju:
Ráðherrar séu ráðherrar og hafi all-
an sinn tíma til að gegna þeim störf-
um. Þeir séu ekki jafnframt alþingis-
menn, en hafi leyfi til að taka þátt i
umræðum Alþingis og leggja fram
stjórnarfrumvörþ. Ríkisstjórn yrði efld
í störfum sinum á þann veg.
Alþingismenn séu alþingismenn, en
láti störf á geira framkvæmdavalds í '
friði. Þannig yrðu einnig fleiri virkir
sem stjórnmálamenn, og alþingismenn
ekki forréttindaaðall, eins og nú er,
sem flest gleypir. Þannig yrði þátt-
töku-lýðræðið aukið, sem er afar
mikilvægt nú á timum.
Sett yrðu inn í stjórnarskrá ákvæði
um kjördæmamál þann veg gerð, að
þingmannatala milli kjördæma breytt-
ist sjálfkrafa, ef fólksflutningar milli
þeirra ættu sér stað umfram viss takl-
mörk. Þannig yrði bægt frá ofsafengn-
um deilum, sem gjósa nú upp á nokk-
urra ára fresti út af mismunandi vægi
atkvæðis í hinum ýmsu kjördæmum.
Sigurður Gizurarson í
sýslumaður.