Dagblaðið - 20.07.1978, Side 24

Dagblaðið - 20.07.1978, Side 24
Ágreiningurinn um orlof smálin í Eyjum: „UTUM A ÞETTA SEM ÓGREITT ORLOF” — segirforstöðumaður Póstgíróstofunnar— „Póstgíróstofan eína stofnunin sem má annast innheimtu orlofsfjár” „Samkvæmt orlofslögum teljum við það alveg skýrt að það sé Póstgiróstof- an sem áaðannast innheimtu og um- sjón orlofsfjár en ekki aðrar stofn- anir,” sagði Birgir Hermannsson for- stöðumaður Póstgíróstofunnar. „Sú túlkun ráðamanna í Vestmannaeyjum á 2. grein orlofslaganna, aðsamningur þeirra sé heimilaður með lögum á því ekki við. Við teljum að ákvæði annarrar greinar eigi eingöngu við um það að ekki sé bannað að greiða hærra orlof en um er getið í orlofslögur.um. eða veita mönnum lengra fri. Aðalmál þeirra Vestmannaeyinga er að halda orlofsfénu i Vestmanna- eyjum. Hitt er ekki rétt sem fram kemur í umsögn þeirra, að orlofsféð hafi verið notað sem rekstrarfé Póstsins. Það má segja að svo hafi verið áður, en undanfarin tvö ár hefur það ekki verið. Póstgíróstofan greiðir féð beint til Seðlabankans. Samkomulag sem þetta gæti e.t.v. gengið á smástöðum,” sagði Birgir. „En ég fæ ekki séð hvernig það gengi t.d. með vertíðarfólk í Vestmannaeyj- um, þ.e. aðkomufólk. Á það fólk að eiga marga reikninga með orlofsfé víða um land. Og það et; ekki Ijóst sam- kvæmt þessu samkomulagi, hver á að annast innheimtu orlofsfjárins? Og hver á að reka á eftir ef vanskil verða? Er það bankinn? Eða er það verkalýðs- félagið? Við litum á þetta sem ógreitt orlof. Ef launþegi kemur og kvartar þá lítum við svo á að greitt hafi verið röngum aðila og munum reyna inn- heimtu orlofsfjárins með venjulegum hætti,” sagði Birgir Hermannsson for- stöðumaður Póstgíróstofunnar. • JH „Ekki hafa allirskátar misstsjónará mark- miðum og hugsjónum skátastarfsins” — Landnemar reiðir Jóker „Ekki hafa allir skátar misst sjónar á markmiðum skátastarfsins og þeim hugsjónum sem á bak við það búa og helgað sig „sirkus-málefnum” eða öðrum loddaraskap” segir í fréttatil- kvnningu sem skátar úr skátafélaginu ' ^nemar hafa sent frá sér. Fréttatil- k ngin fjallar að öðru leyti um f - að afmælismót Landnema að atni um næstu helgi. r, . ’-m Landnema er augljós- lega beint gegn umsvifum Jókers hf. í skátahreyfingunni, en eins og komið hefur fram i fréttum er það fyrirtæki í eigu framkvæmdastjóra og fjármála- stjóra Bandalags islenskra skáta. Jóker hf. sá um sirkussýnífiguna i Laugar- dalshöll á dögunum og hafði upp úr þvi a.m.k. þrjár og hálfa milljón króna. DB er kunnugt um að skiptar skoðanir eru um „Jókermálið” innan skátahreyfingarinnar. Sumir sem blaðið hafði tal af hrósuðu eigendum Jókers, Steinþóri Ingvarssyni og Þorsteini Sigurðssyni, fyrir dugnað og eljusemi í skátastarfi. Aðrir vildu meina að Jókermenn misnotuðu aðstöðu sína innan skáta- hreyfmgarinnar sér og sínu fyrirtæki til framdráttar. M.a. fannst þeim óeðlilegt að skátafélagið Garðbúar. sem Þorsteinn Sigurðsson er fyrrver- andi félagsforingi í, skyldi fá heila milljón fyrir sjálfboðaliðastarf í kringum sirkussýninguna. „Ein milljón mundi leysa flest okkar vandamál,” sagði einn skátinn í samtali við blaðið. í haust verður haldinn fundur félagsforingja skáta og þá má búast við aðsirkussýningin og umsvif Jókers í skátahreyfmgunni verði til umræðu. GM Tollverðirá Seyðisfiröi eiga að fá óáfengan bjór ÁsóknSeyðfirðingaí veitingarum borðí Smyrlimikil, segir tollgæzlustjóri „Það er mikil ásókn af hálfu Seyð- firðinga að komast i veitingar um borð i Smyril. Meðan skipið hefur þar viðdvöl er það ekki tollafgreitt. heldur aðeins farþegar sem i land fara. Veitingasalur og bar er því opinn meðan viðdvöl er höfð. Það er verkefni tollgæzlunnar að sjá um að óviðkomandi hafi ekki aðgang að ótollafgreiddu skipi.” sagði Kristinn Ólafsson sem hafði samband við blaðið vegna fréttar um „bjórstriðið" á Seyðis firði. „Það er rétt að ég hef fariö fram á það við Færeyingana að tollgæzlumenn fengju í skipinu veitingar og er þar átt við brauð og gos eða öl, en sérstaklega er beðið um að ekki sé um áfenga drykki að ræða,” sagði tollgæzlustjóri. „Afgreiðsla skipsins hefur verið nokkrum vandkvæðum bundin, því það hefur hér viðstöðu frá kl. 5—8 einu sinni i viku. Fellur matartimi þeirra sem skipsins gæta inn i þennan stutta veitingatima og af því er óskin um veitingar fyrir tollverði borin fram. Greiðsla fyrir veitingarnar er í boði frá Tollgæzlunni.” Kristinn sagði að sér væri ekki kunnugt um að verkamenn sem skipið afgreiða hefðu notið veitinga um borð. Það gæti þó hafa gerzt. En veitingar um borð í ótollafgreiddu skipi væru ekki ætlaðar verkamönnum sem við það vinna og það væri tollgæzlunnar að gæta skipsins á því lokaða svæði sem það væri afgreitt við. ASt. Góðan dag, sólskin Hún lá á tröppum Iðnó I bllðunni I gær og sleikti sólskinið þegar Ijósmyndarinn læddist að henni og smellti af mynd. Hún hrökk upp: Agalegt kvikindi gat maður- inn verið. En veðrið var svo indælt að ekki tók því að gera rellu út af einni mynd. Þá tók hann aðra.... DB-mynd Sv. Þorm. frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978 Það tókst hjáJóniL. Árnasyni Það tókst hjá Jóni L. í síðustu um- ferðinni á skákmótinu í New York gerði hann jafntefli við bandaríska skákmann- inn Rind, sem var í efsta sæti fyrir síð- ustu umferðina. Jafnteflið nægði til þess að Jón L. Árnason náði fyrri hluta al- þjóðlegs meistaratitils. Jón á þvi eftir að ná síðari hluta meistaratitilsins og eins og DB skýrði frá í gær standa vonir til þess að sá hluti verði samþykktur á þingi FIDE i haust, fyrir heimsmeistaratitil Jóns. Jón hlaut því 7 vinninga og varð í 8.—15. sæti af 94 keppendum. Sigurveg- ari varð rúmenski stórmeistarinn Georghiu með 8.5 vinnmga. Árangur annarra íslendinga varð sem hér segir: Sævar 6.5, Margeir 5.5, Guðni og Jóhannes 5^og Ásgeir og Bragi 4,5 vinn- inga. - JH r Islenzk kona drukknarí Kaliforníu Fimmtug kona úr Njarðvík, Hrefna Björnsdóttir, féll í á skammt frá Los Angeles í Bandarikjunum um helgina, ogdrukknaði. Hrefna hafði verið ásamt manni sinum í heimsókn hjá dóttur þeirra og tengdasyni vestra í um hálfan mánuð. Voru þau öll saman þegar þetta sviplega slys varð. Lífgunartilraunir, sem reyndar voru þegar Hrefna heitin náðist upp úr ánni, báru ekki árangur. Hrefna Björnsdóttir lætur eftir sig eiginmann og tvö uppkomin börn. ÓV/emm Borgarstjórinn valinná morgun Umsóknarfrestur um stöðu borgar- stjóra í Reykjavik rennur út á miðnætti næstkomandi. Vitað er um nokkra menn, sem hafa þreifað fyrir sér um starfið en umsóknir verða lagðár fram á fundi borgarráðs á morgun. Nokkur nöfn hafa verið nefnd. Meðal annarra þeirra Ingvars Ásmundssonar, stærðfræðings, skákmanns og kennara, og Egils Skúla Ingibergssonar, raf- magnsverkfræðings. Ingvar er kunnur maður að öllu góðu. Egill Skúli Ingi- bergsson var meðal annars yfireftirlits- verkfræðingur í Sigöldu og gat sér þar sérstaklega gott orð. Hann er auk sér- greinar sinnar mjög vel að sér um rekstur og áætlanagerð. Eins og menn muna var það yfirlýst af meirihluta borgarstjórnar að ekki yrði ráðinn maður með sterkan pólitískan stimpil. Óstaðfest er, að 5 umsóknir muni berast um starfið. BS. ^þad“ ' Kaupíð^v TÖLVUR Z OGTÖLVUUR B BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.