Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.07.1978, Qupperneq 1

Dagblaðið - 26.07.1978, Qupperneq 1
i i A 4. ÁRG.- MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ1978- 160. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.— AÐALSÍMI 27022. „Ég ætlaði mér alltaf að fara á sjóinn en var svo sjóveikur að úr því varð ekki. Þetta sýnir að áformin standast ekki alltaf,” sagði Egill Skúli Ingibergsson, væntanlegur borgarstjóri Reykjavikur í stuttu spjalti við DB i morgun. „Þótt ég sé hrifinn af áætlunum, horfi ég nú aðeins á það sem næst er og hefi engar hugmyndir um að frelsa heiminn,” sagði Egill Skúli. Hann kvaðst gera sér grein fyrir þvi, að hann væri ráðinn af ákveðnum meiri- hluta í borgarstjórn og því væri þetta engin æviráðning. „Auðvitað er ég dálitið spenntur en þetta er þrautreynt fólk, sem ég kem til með að starfa með. Það er alltaf gáman að starfa með hæfu fólki,” sagði Egill Skúli. „Borgarmálefni eru málefni allra borgaranna. Sem einn þeirra hefi ég kynnzt þeim líka. Hér i Reykjavik hefur mér alltaf liðið ákaflega vel. Hér hefi ég verið lengst af frá þvi ég kom frá námi i Danmörku 1954.” Hann kvaðst ekki hafa haft áhuga á pólitiskum málum og leitt þau hjá sér. „Auðvitað hefur maður skoðun hverju sinni en ég hefi ekki flík- að minum eða predikað þær,” sagði nýi borgarstjórinn. „Verkfræðistörfin leiða fljótt að ákveðinni stjórnun. Ég var svo heppinn að vinna hjá Raforkumálastofnun undir stjórn Jakobs Gíslasonar. Það var mjög jákvætt fyrir reynslu ungs manns. Hún kemur væntanlega að notum á öðru sviði en minu venjulega og vonandi þá líka i hinu nýja starfi. Ég líf á þetta starf sem framkvæmda- stjórn þar sem aðrir en ég koma frant út á við og móta einnig stefnuna, sem mér ber siðan að fylgja,” sagði Egill Skúli Ingibergsson að lokum. BS Egill Skíili Ingibergsson, borgarstjóri Reykjavikur, i morgun. „Ætlaði mér alltaf aö fara á sjóinn....” DB-mynd Ari. Ríkisstjórn og Seðlabanki bregðast við vanda frystihúsanna: Mánaðar gálgaf restur — þá stefnirí verra horf en nú var oiðið Rikisstjórnin og Seðlabankinn ákváðu í gær að gera frystideild Verð- jöfnunarsjóðs kleift að standa við greiðslur sinar til þessa iðnaðar eins og þær voru ákveðnar i júni sl. en sem kunnugt er, var fé sjóðsins uppurið helmingi fyrr en búizt var við og fylgdi 11% lækkun afurðaverðs til frystihús- anna í kjölfarið. Afleiðingarnar voru þær að stöðvun þeirra blasti við og hefur fjölda starfsfólks í frystihúsum víða um land veriðsagt uppstörfum. Að mati forráðamanna freðfisk- iðnaðarins eru efndir þessara fyrirfram- ákveðnu greiðslna þó hvergi nærri nægar til að rétta hag húsanna, sem stór- tapað hafa undanfarna daga, og sjá þeir þrátt fyrir þessar ráðstafanir fram á lokun einhverra húsa. Þá blasa kauphækkanir og aðrar hækkanir við um næstu mánaðamót svo þeir álita þessar nýju ráðstafanir skamm- góðan vermi. G.S. Hvar erfólkiö? Þúsundiríslendinga i sólarlöndum — segir nýi borgarstjórinn í Reykjavík, Egill Skúli Ingibergsson Rannsóknarlögregla ríkisins: Ráðuneytið skipar sérstakan rann- sóknardómara — fógeti í Kópavogi vísaði málinu frá sér Dómsmálaráðuneytið mun eins fljótt og auðið er skipa sérstakan rannsóknardómara til að fara með fjárdráttarmál skrifstofustjóra Rann- sóknarlögreglu rikisins, Baldvins Jó- hanns Erlingssonar, sem hefur viður- kennt að hafa dregið að sér um þrjár milljónir króna af fé stofnunarinnnar. Bæjarfógetinn i Kópavogi, sem rik- issaksóknari aflienti málið, hefur vísað þvi frá sér og telur sig ekki hafa laga- heimild til að annast rannsóknina — lögin geri ráð fyrir að Rannsóknarlög- regla rikisins sjálf farið með rannsókn mála af þessu tagi í umdæminu. Er því málið komið aftur til ríkissak- sóknara og dómsmálaráðuneytisins, sem mun væntanlega skipa setudóm- ara til að fara með rannsóknina. Baldvin Jóhann var handtekinn á sunnudagskvöldið þegar hann kom heim úr sumarleyfi, en þá hafði komið í Ijós að fjárdráttur hafði átt sér stað. Var hann úrskurðaður i allt að 21 dags gæzluvarðhald í Kópavogi, þar sem hann er búsettur. Baldvin Jóhann hóf störf hjá RLR þegar embættið fékk.eigið, sjálfstætt skrifstofuhald. Hann er ekki lögreglu- maður og hafði engin afskipti af rann- sóknmála.Hann hafði áður starfað hjá Innkaupastofnun ríkisins og i Lands- bankanum og fékk hann meðmæli beggja þeirra stofnana þegar hann var ráðinn til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. —ÓV/BS. Þúsundir landa okkar eru i sólarlöndum. En í Reykjavík er líka sól, og það dag eftir dag, og næstum viku eftir viku. DB-mynd Ari. Á fjórða þúsund íslendingar eru þessa dagana á sólarströndum Suðurlanda. Flestir eru á Costa del Sol, Mallorca og Benidorm. Stór hópur er á Lignano á Ítalíu. Einnig eru hópar ferðamanna í Portúgal, Júgóslavíu ogá Grikklandi. Ferðum íslendinga til sólarlanda hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Forstöðumenn þeirra ferðaskrif- stofa sem DB talaði við sögðust allir hafa merkt verulega aukningu á þessu sumri. Uppselt er i nær allar sólarlandaferðir fram í september. GM Fyrsta tilraunaglasbarnið — sjábls.6og7 HEF ENGAR HUG- MYNDIR UM AÐ FRELSA HEIMINN”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.