Dagblaðið - 26.07.1978, Page 2
2
Möl er sett yfir tjörulagið og síðan valtað yfir.
FRAMKVÆMDIR
Á MNGVALLAVEGI
l.esandi hringdi og spurðist fyrir um
hvers konar malbikunarframkvæmdir
það væru, sem staðið hefðu yfir á
Þingvallaveginum undanfarið.
DB hafði samband við Vegagerð
ríkisins og spurðist fyrir um þetta at-
Raddir
lesenda
riði. Þar varð Jón Rögnvaldsson yfir-
verkfræðingur fyrir svörum og sagði
hann að hér væri ekki um eiginlega
malbikun að ræða. Nær væri að tala
um rykbindingu. Aðferðin felst í því,
að ákveðið tjörulag er borið á veginn
og möl síðan sett ofan í og siðan valtað
yfir. Jón sagði, að þessi aðferð hefði
verið nokkuð notuð í Skandinavíu og
hefði hún sérstaklega gefizt vel hjá
Norðmönnum. Sagðist Jón vera von-
góður um, að þessi aðferð gæti einnig
heppnazt hér en hún væri tiltölulega
ódýr.
Varasamtað hafa
plast á toppgrindum
— nema vel sé f rá því gengið
Æ.S. hringdi og kvaðst vilja benda bif-
reiðaeigendum á hversu varasamt
væri að breiða plast yfir toppgrindur
bifreiða.
Ef ekki væri þannig frá plast-
inu gengið, að tryggt væri að það
snerti ekki topp bifreiðarinnar þá gæti
illa farið. Sagðist Æ.S. tala af biturri
reynslu þvi plastið á toppgrind bifreið-
ar hans hafi hreinlega hreinsað máln-
inguna af toppi bifreiðarinnar. Hafði
hann heyrt af fleiri bifreiðum er
þannig hefði farið fyrir og vildi vara
bifreiðeigendur við þessu. Er þeirri
ábendingu hér með komið á framfæri.
Ökukennsla
Kennslubifreiðin er
Toyota Cressída ’78
ogannaðekkL
Geir P. Þormar
ökuicnnarí.
Simar 19896 og 21772 (slmsvari).
DAGBLADIÐ. MIDVIKUDAGUR 26. JÚLt 1978.
Næg formannsefni í
Sjálfstæðisflokknum
Tryggur sjálfstæðismaður um fertugt
skrifan
Það gengur aldeilis fram af mér sem
góðum sjálfstæðismanni, hvernig þeir
skrifa um flokkinn okkar sumir þessir
Vísis-strákar og vikapiltar hans Geirs
Hallgríms. Þeir segja að það sé enginn
maður til í Sjálfstæðisfiokknum, sem
sé fær um að vera formaður flokksins
nema Geir. Þegar hann Geir hefur al-
veg brugðizt og hvorki reynzt maður
til að stjóma flokknum né heldur efna-
hagsmálunum, þá segja þeir að'við
verðum að hafa hann áfram af því
enginn er annar til i heiminum. Þetta
er vantraust á stærsta stjórnmálaflokk
þjóðarinnar og svo mikil ósannindi, að
ég er hissa að nokkur sjálfstæðismaður
skuli láta þvílíkt og annað eins út úr
sér. Sjálfstæðisfiokkurinn á marga
ágæta hæfileikamenn, sem hafa meira
til brunns að bera en Geir. Fyrst vil ég
nefna Gunnar Thoroddsen. einn'
snjallasta ræðumann og reyndasta
stjórnmálamann þjóðarinnar, en
flokkseigendafélagið svokallaða eða
klika Moggans og Geirs hefur alltaf
haft horn í siðu hans af öfund og af-
brýði. Ólafur Thors og Bjarni Bene-
diktsson völdu hann fyrir varafor-
mann á sinum tima og vildu að hann
tæki við flokknum, þegar þar að
kæmi. Ég vil líka nefna bæði Birgi ís-
leif og Albert Guðmundsson, sem
mundu sóma sér vel sem fiokksfor-
menn.
KJARVALSSALUR LOKAÐUR
Hvers vegna er Kjarvalssalur
lokaður og hefur verið lokaður allan
júlímánuð? Ég hefi ætlað að sýna út-
Iendum vinum mínum safnið en það
er eitt af því fyrsta sem maður sýnir
útlendum gestum sínum. Auglýsing
um Kjarvalssafn er í bæklingum Flug-
félagsins og ferðaskrifstofa. Ég skora á
borgaryfirvöld að ráða bót á þessu án
tafar.
Steinunn Magnúsdóttir
DB sneri sér til Aðalsteins Ingólfs-
sonar og spurðist fyrir um ástæður
þessa. Hann sagði, að nú væri milli-
bilsástand eftir borgarstjórnarkosning-
arnar og breytingar á samningatima-
bili nefndarinnar, sem tekur ákvarð-
anir um sýningar. Vonandi stæði þetta
allt til bóta.
Dýr viðgerð á þvottavél
Kona i Hliðunum varð fyrir því
óhappi á dögunum að þvottavélin
hennar vatnstæmdi sig ekki. Henni
tókst þó að hleypa vatni af og kallaði á
viðgerðarmann.
Viðgerðarmaðurinn hreinsaði
vatnsventil vélarinnar sem í höfðu
setzt fáein rykkorn, og tók það verk
örfáar minútur. Til að tryggja að vélin
væri örugglega komin í lag lét hann
hana ganga í rúman hálftima.
Að þessu loknu lagði hann reikning
fyrir konuna. Henni krossbrá. Reikn-
ingurinn hljóðaði upp á kr. 7.782,-
Sjálf vinnan var metin á kr. 5.876,
þjónustugjald var kr. 596 og akstur
I.310. Reikningurinn er i samræmi
við taxta Landssambands islenzkra
rafverktaka, skv. upplýsingum Ágústs
Gíslasonar rafverktaka. Ágúst sagðist
telja taxtann of lágan og þyrfti að
hækka hann.