Dagblaðið - 26.07.1978, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ197B.
— gagnkvæmar ásakanir Sýrlendinga og hægri manna
ingar orðið fyrir nokkru manntjóni í
bardögunum. Fréttamaður Reuters,
sem fór um hverfi kristinna hægri
manna í Beirut í gær sagði að foringjar
hersveita þeirra væru vígreifir mjög
þrátt fyrir skothríð Sýrlendinga.
Vinstri menn munu einnig vera
fúsir til að halda borgarastríðinu
áfram svo framarlega sem þeim yrði
séð fyrir vopnum. í borgarastyrjöld-
inni eða þeim hluta þess sem stóð árin
HÚSTIÖLD
Verð frákr.88þús.
Sólskýli kr. 9.300.- Sóltjöld kr. 19.500.-
Stráteppi 91X182 kr. 2300136X182 kr. 3.300.
Tjaldbúðir h/f
Geithálsi sími 44392
Sprengjum og sprengjubrotum
rigndi yfir suðaustur hluta Beirut i
gær. Þar áttust enn við gæzlusveitir
Sýrlendinga og skæruliðar hægri sinn-
aðra Libana. Margar byggingar stóðu í
björtu báli og skógar nærri bústað lib-
anska forsætisráðherrans Elias Sarkis
loguðu.
Útvarpsstöð hægri manna sagði í
gærkvöldi að minnsta kosti tuttugu og
fimm óbreyttir borgarar hefðu fallið i
skotárás Sýrlendinga á eitt hverfi Beir-
ut. Kallaði útvarpsstöðin bardaganna
glæpsamlega árás á hverfi kristinna.
Gæzlusveitir arabarikjanna en þar
ráða Sýrlendingar lögum og lofum
sögðu í gær að skotið hefði verið á til-
tekna ákveðna staði í hverfi kristinna.
Hefðu þeir staðir orðið fyrir valinu
þaðan sem skothríð og sprengjukasti
hefði verið beint að hersveitum þeirra.
Að sögn sjónarvotta hafa Sýrlend
Líbanon:
SPRENGJUM RIGNIR YFIR
HVERFIKRISTINNA MANNA
Belgrad:
Fundi seinkaði vegna
Vestur-Sahara máls
1975 og 1976 er talið að sextiu þúsund
hafi fallið. Brauzt það út vegna
óánægju fátækari hluta þjóðarinnar,
mest meðal múhameðstrúarmanna,
með kjör sin. Trúarbragðadeilur
blönduðust að nokkru inn í málið en
tæpur helmingur landsmanna er tal-
inn kristinn. Fram að borgarastyrjöld-
inni var forseti landsins kristinn og
múhameðstrúar á víxl.
Sýrlendingar bældu borgarastyjöld
ina loks niður í fyrra með nokkurri
hjálp Ísraelsmanna.
Aldrei hefur þó legið við sættum á
milli deiluaðila og bardagar ávallt
blossað upp öðru hvoru. Á síðustu
mánuðum hefur stöðugt gengið á
gagnkvæmum ásökunum milli Sýr-
lendinga og hægri sinna um að þeir
séu að reyna að sölsa undir sig öll völd
i landinu.
— Titoskammar
Sovétríkin
ogKúbuf
setningarræöu
Fyrsta ágreiningsefnið á þingi
samtaka óháðra rikja sem haldið er í
Belgrad varð um Vestur-Sahara. Þar
vilja nágrannarikin Marokko og
Máritania ná völdum en Alsír styður
frelsishreyfingu íbúanna. Töfðust
fundarhöld í meira en fjórar klukku-
stundir frá áætlun. Að lokum var sam-
þykkt að hætta umræðum um málið
en í orði kveðnu er það enn á dagskrá.
Rikin áttatíu og sex á Belgrad ráð-
stefnunni skiptast nærri í jafna hluta í
afstöðu sinni til Vestur-Sahara.
Málið var rætt á fundi Einingarsam
taka Afríkjurikja sem haldin var i
Kartúm fyrir nokkrum dögum. Var
þar ákveðið setja á stofn sérstaka
nefnd til að fjalla um málið.
Tító Júgóslavíuforseti setti ráð
stefnuna í gær. Hann gagnrýndi
Sovétríkin og Kúbu harðlega fyrir
hemaðarihlutun þeirra í Afriku.
Hvatti hann riki í samtökum óháðra
að vera á verði gagnvart þessum
rikjum því þau reyndu að ala á
sundrungu meðal þeirra.
Tiió gagnrýndi einnig nýlendu-
stefnu Bandaríkjanna viða um 'neim
en höfuðáherzlan var þó á Kúbu og
Sovétrikin.
IMámsmenn erlendis
Sumarráðstefna Sambands námsmanna er-
lendis verður haldin í Félagsstofnun stúdenta
laugardaginn 29. júlí kl. 13.00. Dagskrá sam-
kvæmt lögum. Athygli skal vakin á að hin
nýja staða í lánsmálum verður reifuð. Fundar-
gögn liggja frammi á skrifstofu SÍNE í Félags-
stofnun.
Stjórn SÍNE
Laus staða
Staða forstjóra Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar
er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 8.
ágúst. Launakjör samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.
Umsóknir sendist Sjúkrasamlagi Hafnarfjarð-
ar, Strandgötu 33, Hafnarfirði.
Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar.
Peningamenn
Lán að upphæð ca 3—4 milljónir óskast gegn
35% vöxtum og veði í fyrirtæki eða góðri fast-
eign. Algjörri þagmælsku heitið.
Tilboð sendist til DB fyrir laugardag merkt
„Beggja hagur 99”.