Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.07.1978, Qupperneq 7

Dagblaðið - 26.07.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978. 7 Tilmunaglasbamið fætt— bæði móður og bami Ifður vel Fyrsta barnið, sem getið er i til- raunaglasi fæddist rétt fyrir miðnætti i gær. Reyndist það vera stúlka, 2.6 kílógrömm að þyngd. Bæði dóttur og móður heilsaðist ágætlega að sögn lækna en barnið var tekið með keisara- skurði. Litla stúlkan fæddist níu dög- um fyrr en læknar höfðu reiknað með. — Ótrúlegt, hreint og beint ótrú- legt var hið eina sem faðirinn hinn þrjátiu og átta ára gamli John Brown gat sagt er hann sá dóttur sína í fyrsta skipti. Nafn móðurinn er Lesley Brown og er hún þrjátíu og tveggja ára gömul. Fæðing barnsins er kórónan á tólf ára starfi vísindamannanna Patrick Steptoe kvensjúkdómafræðings og líf- eðlisfræðingsins Roberts Edwards. Hafa þeir stöðugt unnið að rannsókn- um hvernig koma megi upp fóstri á til- raunastofu með því að tengja egg kon- unnar með sæði frá eiginmanninum og siðan koma þvi heilu og höldnu í leg konunnar. Foreldrar barnsins, sem fæddist i gærkvöldi hafa verið giftir i níu ár en ekki tekizt að geta af sér barn vegna stíflaðra eggjaleiðara konunnar. Að sögn kunnugra er ætlunin að hin nýfædda verði skýrð Patricia i höf- uðið á Patrick Steptoe, sem tók á móti stúlkunni. Móðirin sagði að enginn gæti imyndað sér hve það væri mikils virði fyrir þau hjónin að eignast þessa stúlku. Við verðum Patrick Steptoe ævarandi þakklát. Læknirinn, sem ákveðið hafði að taka barnið með keisaraskurði um leið og hann var þess fullviss að það gæti lifað hjálparlaust, sagðist vera bæði glaður og ánægður. Lesley Brown móðir barnsins hafði ekki viljað fá að vita fyrirfram hvort barnið yrði drengur eða stúlka. — Eftir að hafa beðið i öll þessi ár eftir að þetta gerðist þá vildi ég ekki missa af spenningnum við að frétta það strax eftir að barnið var komið í heiminn. Portúgal: ^ EANES FORSETIRABG- AST VIÐ HERRÁÐIÐ — deilur um vinstri stef nu og landbúnað Erlendar fréttir Svört f rá Suður- Afríku ungfrú alheimur Átján ára þeldökk stúlka frá Suður-Afriku var kjörin ungfrú alheimur i gærkvöldi i Acapulco í Mexico. Kom val hennar á óvart en hún ntun hljóta tíu þúsund dollara i verðlaun auk ársferðar um heiminn. Fyrir áhugamenn um fegurð er rétt að geta þess að málin á hinni nýkjörnu fegurðardrottn- ingu munu vera 97—71—97 centimetrar. Hæðin 1.79 m. Helztu áhugantál eru Ijóðalestur og dáist hún að hinuni þekkta suður-afrikanska hjartaskurðlækni Christian Barnard. Önnur í keppninni varð ungfrú Bandarikin. sem er ættuð frá Honolulu. Aðrar- stúlkur sem komust i úrslit voru spænsk, frá Kólombíu og Sviþjóð. Eanes forseti Portúgal var ekki búinn að gera upp hug sinn í morgun hvort Mario Soares ætti áfram að sitja i forsætisráðherraembættinu þrátt fyrir afsögn þriggja ráðherra miðdemókrata úr rikisstjórn hans. Forsetinn mun hafa ráðfært sig við herráðið sem fylgist náið með stjórnmálaþróuninni i landinu. Mun hann vilja hafa það með í ráðum ef ákveðið verður að fela öðrum stjórn- málamanni stjórnartaumana. Eanes var sjálfur hershöfðingi áður en hann tók við embætti forseta. Hefur hann verið þolinmóðari en margir áttu von á i byrjun. Stjórn Soares hefur átt við margan vanda að stríða en Eanes ávallt hvatt Soares til að halda áfram barátt- unni og viðh.'ildi þingræðisins. Diogo Freitas Do Amaral foringi miðdemókrata, sem erum hægri sinnaðir en sósíalistaflokkar Soares hefur sakað Soares um að vera að stefna flokki sinum enn meira til vinstri. Stjórn Soares hefur ekki lengur nieiri- hluta á portúgalska þinginu en forsætis- ráðherrann tók fram i gær að hann væri áfram i forsæti þar til Eanes forseti ákvæði annað. Deilur um landbúnaðarmál hafa verið mjög háværar milli hinna tveggja fyrrum samstarfsflokks i rikisstjórninni. Hafa miðdemókratar sakað land- búnaðarráðherrann. sem er sósíalisti um að hafa ekki skilað aftur öllu þvi jarð- næði, sem landbúnaðarverkamenn tóku af stQrjarðeigendum i upphafi stjórna- byltingarinnar i Portúgal. Portúgalska þingið situr ekki um þessar mundir en eftir að 41 þingmaður miðdemókrata styður stjórn Soares ekki lengur hefur hann aðeins fylgi 102 flokksmanna sinna. Þingmenn eru samtals 263. Beðið er eftir ákvörðun Eanes forseta um hvernig snúizt skuli við þeim vanda sem við blasir er Soares forsætisráðherra hefur ekki lengur meirihlutastuðning við stjórn sína. Tyrkir og Grikkir fá vopn fyrir |_ausar stöður: Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar auglýsir eftir- taldar lausar stöður: 1. Stada deildarfulltrúa í fjölskyldudeild. Félagsráðgjafamenntun skilyrði. 2. Staða ritara í rekstrar- og fjölskyldudeild. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4, Sími 25500. Seljum ídag: Renault 20TL árg. ’77, verð 3.600þús. Renault 15TS árg. ’74, verð 2.200þús. Renault 16TL árg. ’73, verð 1.400þús. Renault 12TL árg. ’73, verð l.lOOþús. Renault 12L árg. ’75, verð 1.800þús. Renault 12TL árg. ’76, verð 2.600þús. Renault 4TL árg. ’74, verð 1.000þús. Renault 4Van árg. 75, verð 1.050þús. BMW 320 automatic árg. ’76, verð 3.600þús. BMW518 árg. 77, verð 4.300þús. 60 milljarða króna — strax að afléttu vopnasölubanni Ekki er Ijóst hvernig Tyrkir muni taka ákvörðun öldungadeildar Banda- ríkjaþings um að vopnasölubanni gagnvart þeim verði aflétt með skilyrðum. Talið er að Tyrkir verði ekki ánægðir að deildin tengdi Kýpur- deiluna áframhaldandi vopnasölu. Vopnasölu til Tyrkja var hætt árið 1974 er þeir réðust inn i Kýpur. Atkvæði féllu þannig í öldungadeild- inni í gær að 42 vildu halda vopnasölu- banninu áfram en 57 fella það niður með skilyrðum. Talsmenn Banda- ríkjastjórnar telja að Tyrkir muni sætta sig við þessi málalok. Var stjórnin í Washington farin að hafa áhyggjur af að sambúðarerfiðleikar mundu aukst við Tyrki. Land þeirra er talið mjög mikilvægt fyrir varnir Atlantshafsbandalagsins í Suður- Evrópu. í samþykkt öldungadeildarinnar var einnig heimiluð sala á vopnum til Grikklands og Kýpur. Er talið að Tyrkir muni fljótlega kaupa vopn frá Bandarikjunum fyrir jafnvirði nærri fimmtíu milljarða íslenzkra króna og Grikkir fyrir um það bil tíu milljarða. Suðurlandsbraut 20. Sími 86633.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.