Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.07.1978, Qupperneq 15

Dagblaðið - 26.07.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JULl 1978. 15 arnir af kappi og sýndu mikla snerpu. Leikar fóru 3:2 — en ekki ber þeim saman um hvort liðið sigraði. Þeir segjast hins vegar hvergi óttast Borg- firðingana... Þeir dæmdu leikinn — mjög óformlega og ber að átelja leikmenn fyrir að sýna dómurum ekki meiri virðingu. Engilbert Jensen, Haukum, og Björgvin Gislason, Póker. HVER ÞORIR í ÞESSA KARLA? „Harkaliðið”, sem ætlar að skora á Borgfirðinga um verzlunarmannahelgina. í efri röð frá vinstri: Engilbert Jensen, Haukum, Björgvin Gislason, Póker, Jóhannes Johnsen, Haukum, Ásgcir Óskarsson, Póker, Gunnlaugur Melsteð og Sven- Arve Hovland, báðir i Haukum. í neðri röð frá vinstri: Jón Ólafsson, Póker, Davíð Karlsson, Haukum, Kristján Guðmunds- son, Pétur Hjaltested og Pétur W. Kristjánsson, aliir í Póker. .og hann er kominn. Þeir velta um koll, hver um annan þveran, nema Engilbert Jensen, hann tekur öllu með stakri ró og gerir ekki annað en að lyfta hendi til málamynda. Boltinn flaug í netið — með ákveðinni viðkomu í búk Björgvins Gislasonar. DB-myndin ÓmarValdimarsson Það þótti tilhlýðilegt að láta þá verja eins og eitt skot. Atvinnumannslegir tilburðirnir leyna sér ekki — boltinn er kominn af stað frá þrumufæti Helga Steingrímssonar... Þeir eru vígalegir, þessir kappar á myndunum hér á síðunni. Þetta eru liðsmenn hljómsveitanna Hauka og Pókers, sem hafa myndað knatt- spyrnulið og ætla að skora á Borg- firðinga í nokkra snarpa leiki um verzl- unarmannahelgina. Hljómsveitirnar leika fyrir dansi í Brautartungu og Logalandi í Borgar- firði um þá helgi. 1 báðum hljómsveit- unum eru miklir áhugamenn um knattspyrnu og því var tekin ein létt æfing einn góðviðrisdaginn í síðustu viku, þvi ekki vilja hljómlistarmenn- irnir mæta Borgfirðingum stirðir og óviðbúnir. Æfingin fór fram á Valsvellinum að Hlíðarenda og var skipt niður í tvö nokkurn veginn jöfn lið. Léku pilt- Það er Jón Ólafsson, bassaleikari Pókers, sem þarna einleikur upp völlinn. Krist- ján Guðmundsson, hljómborðsleikari Pókers, er við öllu búinn I markinu. Jón Hildiberg, umboðsmaður Hauka, fyigir á eftir og i fjarska er Helgi „Hauka- pabbi” Steingrimsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.