Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 15.ÁGÚST 1978. Erlendar fréttir REUTER Sri Lanka: Ekkert stripl á ströndinni l'crðamenn sem sækja heim Sri Lanka. sem áður hcl Ceylon eiga hér eftir í hættu að vera visað umsvifalaust úr landi klæði þeir sig ekki sómasam lega. Er þá átt við strandklæðnað. Yfir völd á eyjunni telja ekki æskilegt að ferðantenn eða aðrir spóki sig hálfnaktir eða naktir á sólarströndum þar cystra. Að sögn yfirvalda taka ibúar landsins slikt sent móðgun við þá og land þeirra. Bandaríkin: Óðu um götur oglömdufólk með kylf um Nærri tvcir tugir hvitra manna óöu um götur Brooklyn i New York borg i gær. vopnaðir kýluboltakylfum. Réðust þeir á tvær svartar konur og þrjá karla og lörndu þau og börðu jafnframt sem svivirðingarnar og skammirnar fyrir að vera dökk á hörund dundu á fólkinu. Munu fórnardýrin bæði hafa beinbrotnað og hlotið önnur sár áður en óaldarlýöurinn flúði á brott. Svipaður atburður kom fyrir lyrr i sumar þegar nokkrir unglingar vopnaðir kylfum réðust á fólk i (entral Park og særðu fintm. þar á mcðal einn fyrrvcrandi mcistara i skaulahlaupi. Dick Button. Bandaríkin: íbúðahverfí byggt á eiturefnaúrgangi —fósturlát vanskapnaður og ungbamadauði helmingi algengari en annars staðar—Hætta á að vatnsból heillar borgar sé orðið mengað—Þungaðar konur og smáböm flutt á brott Komið er i Ijós að hverfi unt það bil tvö hundruð húsa i borginni Niagara Falls City stendur á svæði sem áður var notað undir úrgang frá efnaverk sntiðju. Ljóst er orðið að þetta hcfut haft skaðlcg áhrif. Sést það bczt á því að dánartala ungbarna hefur verið tvisvar sinnunt hærri i hverfinu að meðaltali en annars staðar í. Banda rikjunum. Sömu sögu er að segja at fósturlátum og fæðingum andlega og líkamlega vanheilla barna. Frá árinu 1947 til 1952 notaði fyrir tækið Hooker Chemicals ánd Plastic Corporation landsvæðið fyrir ýmis úrgangsefni. Er nú komið i Ijós að þar er um að ræða nærri áttatiu efni sem skaðleg geta reynzt. Yfirvöld i bnrginni lufa nú ákveðið að allar vanfærui ko,:ur og mæður með unghörn skulu fluttar á brott og jal'nIran hefur limn:> Cartcr Banda- rikjaforscn ákseðið að svæðið skuli vera talið serstaklega hæltulegt. Íbúar hverfisins Love Canal. en svo heitir hverfið sern stendur á hinum gömlu úrgangshaugum, eru þóekki ánægðir og krefjast nú þess að allar fjölskyldur séu kallaðar á brott. Vilja þeir einnig fá tryggingu fyrir að þeir biði ekki skaða af málinu. Ekki er lengur nokkur möguleiki aðselja neina þeirra fasteigna sem i hverfinu eru. Er efnaverksmiðjan hætti að nota landsvæðið tóku borgaryfirvöld i Niagara Falls Citv við þvi endur- gialdslausl gegn þvi skilyrði að veik smiðjan bæri enga áhvrgð á hugsan legum skaða af tjóni sem vrði af úrgangsefnunum. í fyrstu var ætlunin a.t reisa skóla byggingu á svæðinu, sem var strax hulið þunnu moldarlagi. Siðar var hætt við þaðog meðalstór einbýlishús byggðá svæðinu. Ekki gerði neinn af íbúum hverfisins sér neina grein fyrir hinum hættulegu efnum sem falin voru i jörðu fyrr en snemma í sumar. Þá fóru þau hreinlega að koma í Ijós og finnast af lyktinni. Jafnframt er vitað að eiturefnin hafa mengað allan jarð- veginn og eru nú farin að berast út í litla á sem rennur þarna nærri.Er nú nijög óttazt að efnin hafi komizt út í Niagara-ána. Vatnið þar er í tengslum við vatnsból allrar Niagara Falls borgar. Kvartanir ibúanna yfir slæmri lykt af efnunum urðu loks til þess að tilvera eiturefnanna rifjaðist upp fyrir aðilum málsins og heilbrigðisyfirvöld brugðu við. Maðurinn á myndinni er sextíu og sex ára og hefur búið í Love Canal hverfinu í Niagara Falls C'ity í aldar- fjúrðung. Nú sér hann sér ekki annað fart en að tlytja á brott eins og aðrir íhúar hverlisins. Kiturefuaúrgangurinn er farinn að smjúga í genguni kjallar- gólfið í húsi hans. Hann gerir sér þó fulla grein fyrir þvi að enginn vill kaupa húsið af honum. Enda stendur á skiltinu fvrir ofan hann: Til sölu. 82 eiturefni, sem þú getur sjálfur grafið upp. Þannig er með öll hin tvu hundruð húsin i Love Canal hverfi, ekkert þeirra er hægt að selja. létu lifið og nærri fjörutíu slösuðust. í báðum tilfellum rákust þungfermdar vöru- fiutningalestir á farþegalestir af ókunnum orsökum. Auk þessarrra tveggja slvsa sem kostað hala mannslif hafa lestir þrisvar farið út af sporinu í Svíþjóð á síðustu þrem vikum. Ekki hafa orðið alvarleg slys á fólki í þeim tilvikum. NewYork: Fimm daga blaða- verkfall óleyst Verkfall prentara við nokkur stór blöð i New York hefur nú staðið i fimni daga og eru ekki taldar neinar horfur á að það leysist á næstunni. Ástæðan fyrir því er sú að blaðstjórnir kröfðust þess að prenturum yrði fækkað um helming vegna nýrrar tækni við prentunina. Þetta vilja prentarar ekki fallast á og hættu störfum á miðvikudaginn i síðustu viku. Þau blöð sem stöðva hafa orðið rekstur sinn eru stórblöðin New York Times. Daily News og The New York Post. Samningaviðræður standa nær stöðugt yfir en að sögn forustuntanns samtaka prentara ætla þeir alls ekki að gefa neitt eftir hvað varðar nianna- hald. Forustumaður blaðaútgefend anna hefur látið svipuð orð falla. Loftbelgurínn hálfnaður yfir hafíð Bandarikjamennirnir þrír, sem nú gera tilraun til að komast yfir Atlants- hafið í stýrislausum loftbelg voru rétt um það bil hálfnaðir er til þeirra frétt- ist snemrna i morgun. Höfðu þeir þá farið nálægl fimmtán hundruð mílur af þeim þrjú þúsund og tvö hundruð sem áætlað er að ferðin i heild taki ef allt fer samkvæmt áætlun. Tveir loftbelgsfaranna þeir Max Anderson og Ben Abruzzo hafa áður reynt slikt flug én lentu þá utarlega i ísafjarða rdjúpi. Þriðji maður áhafnarinnar heitir Lawrence New- man og er nýliði i greininni. Sam- kvæmt fyrri fregnum þá hafði belgurinn borizt nokkru meira til norðausturs en áætlað var og barst hægar í átt að Evrópu en faramir höfðu gert sér vonir um. Ferðin hófst frá Presque eyju i Maine fylki i Bandarikjunum á föstu- daginn var og ef áætlanir þre menninganna standast lenda þeir ein- hvers staðar á meginlandi Evrópu á fimmtudageða föstudag. Portúgal: Áfram reynt að mynda stjórn Alfredo Nobre da Costa sem Eanes Portúgalsforseti hefur skipað til að reyna að mynda nýja rikisstjórn tilkynnti í gærkvöldi að hann myndi gera það hvort sem sósíalistar styddu hann við verkið eða ekki. Sósialistar eru stærsti flokkurinn í Portúgal og hafa staðið fyrir tveim siðustu rikisstjórnum. Heldur þykir horfa þunglega fyrir Da Costa vegna þess að tveir stærstu stjórn- málaflokkarnir. sósíalistar og miðdemó- kratar hafa hafnaðallri þátttöku í stjórn hans. Hvorugur flokkurinn hefur þó lýst yfir beinni andstöðu við hugsanlega stjórn Da Costa. Gengi dollarans hefur stöðugt farið lækkandi að undanförnu á alþjóðamörkuðum. Jafnhliða hefur gull hækkað stöðugt i verði. Vegna þessa er mikil óvissa og jafnvel öngþveiti á gjaldeyrismörkuðum og alþjóðlegum kauphöllum. Á myndinni sést er kauphallarsérfræðingur i Frankfurt fær tiikynningu um að dollarínn hafi enn einu sinni lækkað. Undrunarsvipurinn leynir sér ekki og nóg er að gera þegar tala þarf i tvö simtól i einu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.