Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978.
Gjallarhorn á almannafæri
Einhverjir i Laugarneshverfi vilja
lögbann á kirkjuklukkurnar sem
hringja til messu á sunnudögum í fáar
minútur.
En hvað eigum við að segja sem bú-
um og störfum við Laugaveginn og
víðar í bænum.
Það er grammafóngjallandi sem
glymur um allt, margar verzlanir eru
teknar upp á þvi að úívarpa gjallanda
út á almannafæri og sumstaðar
keppast þær hver á móti annarri að
hafa sem mestan hávaða. Þetta er
orðin óþolandi plága, sem verður að
stöðva í tíma áður n verzlunargötur
bæjarins verða einn allsherjar
gjallandi öllum til ama og leiðinda.
Veit ég að í 3. grein lögreglusamþykkt-
ar Reykjavíkur eru skýlaus ákvæði er
banna þetta fargan, lög og reglur skulu
í heiðri hafðar.
Það er skrambi hart að verzlanir
þessar mega útvarpa gargandi hávaða
út á götuna á almannafæri, þannig að
útilokað er fyrir nágrannana að hafa
vinnufrið.
Umræddar verzlanir gæta þess
vandlega að hafa mjög lágt stillt inni í-
sínum eigin verzlunum, tekið hefi ég
eftir þvi er þeir þvo glugga sina á
morgnana þá lækka þeir gargið, þola
sem sagt ekki sitt eigið garg, sem þeir
neyða nágrannana til að hlusta á frá
morgni til kvölds, dag eftir dag, viku
og mánuð eftir mt mð. Ég og aðrir
borgarar eigum heimtingu á vinnufriði
í okkar húsum, nóg cr samt af öðrum
hávaða í þessu stressaða þjóðfélagi.
Borgari, sem ekki neyðir
tóniist upp á
nágrannana.
,,Það er ekki komið að þér góði”
Löghlýðinn skrifar:
Nýlega lagði ég leið mina í Bifreiða-
eftirlitið og ætlaði að fá bilinn
skoðaðan. Ég vissi að ekki var komið
að mínum bil, en þar sem ég var á
leiðinni út á land fannst mér heppi-
legra að láta skoða „beljuna”, áður, til
þess að lenda ekki í vandræðum.
Mér var hins vegar tjáð að þar sem
„ekki væri komið að mér” gæti ég ekki
fengið bílinn skoðaðan. Þegar ég
maldaði í móinn var því.svarað til að
sumarfrí starfsmanna stæðu yfir og
yrði ég að koma aftur á tilsettum tima.
— Þegar ég spurði hvort hægt væri að
skoða bílinn úti á landi var svarað
„jú, það væri líklega hægt”.
Það sakar ekki að geta þess að
daginn sem ég kom þarna var mjög
rólegt og a.m.k. einir sex bifreiðaeftir-
litsmenn sátu aðgerðarlausir og
spjölluðu saman.
Mér finnst þetta óþarfa stirfni i
viðskiptum. Allt annað hefði verið
uppi á teningnum ef mikið hefði verið
aðgera.
Bréfritari óttast að helztu verzlunargötur séu að breytast f „einn allsherjar
grammófóngjallanda”. DB-mynd Hörður.
V
■
■ -
Þótt þú búir úti á landi getur þú samtsem
áður notfært þér smáauglýsingar
Dagblaðsins. Smáauglýsingaþjón-
usta blaðsins svarar í símann
fyrir þig og sendir þér öll tilboð
sem berast, með næsta pósti,
eða les þau upp í símann.
Öll þessi þjónusta er þér að kostnaðarlausu,
utan venjulegs birtingarverðs auglýsingarinnar.
Dagblaðið,smáauglýsingasími 91 -27022.
BIAÐIÐ
Dagblaðiö er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, simi 27022
Skattskráin til umræðu:
SUMIR FÁ „BARA
SKÍT Á PRIKI”
Skattskráin er nú sem fyrr tilefni
umræðu og óánægju.
DB-mynd: Bjarnleifur.
0454—0523 hringdi og vildi segja
fáein orð i sambandi við útkomu skatt-
skrárinnar. Hann sagðist vinna hjá
rikisfyrirtæki þar sem u.þ.b. tvö
Ökukennsla
Kennslubifreiðin er
Toyota Cressida ’78
ogannaðekki
Geir P. Þormar
ökukwmati
SWnar 1B896 og 21772 (simsvarO.
hundruð manns vinna og það væru
alltaf sömu mennirnir sem kæmust hjá
þvi að greiða skatta, áratugum saman.
Öll nefndarstörfin í sambandi við
skattamálin virtust engu breyta um
þetta. Menn með vel yfir þrjár
miUjónir í tekjur fá nánast engan
skatt, „bara skít á priki”.
Þá fengju tryggingarfélögin sára-
lítinn skatt. Dreifingarkerfið á olíu
væri alveg út í hött og frystihús of
mörg. Þau ættu að vera færri en stærri
og standa niður við hafnirnar. Þá
þyrfti að loka fyrir flæking fólks út um
allan heim og stöðva margs konar
óþarfa innflutning svo sem margs
konar iðnaðarvarnings enda ættum
við toppmenn I iðnaði. „Ef menn geta
ekki setið á sófa frá Gvendi blinda eða
öðrum íslenzkum húsgagnafram-
leiðendum þá er þeim hreinlega ekki
viðbjargandi,” sagði 0454—0523 að
lokum.