Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978. 15 Hilmar Helgason form. SÁÁ í viðtali við DB: Freeport-ferðir leggjast held ég aídrei niður — þó við stefnum að fullkomnu sjúkrahúsi og topp-árangri í Krýsuvík „Við stefnum að þvi að ná jafnvel betri árangri en náðst hefur með þá íslendinga sem farið hafa til Freeport og Veritas Villa vegna drykkjusýki, ef við fáum skólann i Krýsuvík sem hæli fyrir drykkjusjúka,” sagði Hilmar Helgason formaður SÁÁ í viðtali við DB. „Reynslan verður hins vegar að skera úr um hvort við náum jafn frá- bærum árangri og þeir.” Hilmar kvaðst ætla að þrátt fyrir hæli i Krýsuvíkurskólanum væri nokkuð víst að Freeport-ferðir myndu ekki leggjast niður. Fólk viil eiga og nýta sinn rétt til að velja sér sjúkrahús til að fá bót á sinum sjúkdómi. Einnig taldi hann svo mikið á skorta um sjúkrarými fyrir slíka sjúklinga sem hér um ræðir að þó skólahúsið yrði fullnýtt myndi varla rakna úr biðröð- inni til fulls. Nú væri t.d. 2—4 vikna bið eftir hælisvist á Vífilsstaðahælinu. Hilmar kvaðst hafa haldið að sveitarfélögin innan Sasir myndu af- sala SÁÁ samtökunum sinn hlut í skólahúsinu. Hins vegar myndi rikis- valdið telja samtökin svo ung og óreynd að það myndi ganga svo frá hnútunum ef rekstri á vegum SÁÁ yrði þar hætt ætti rikið húsið. „Þaðeruuppi tvær hugmyndir um nýtingu skólahússins, sem er ákjósan- lega i sveit sett sem hæli fyrir drykkju- sjúka. Annars vegar kemur til greina að hafa þar endurhæfingarstöð fyrir 40—50 sjúklinga, en hópurinh má ekki verða stærri svo að full samstaða náist. Hinn möguleikinn er að þar verði afvötnunarstöð með 15—20 rúmum og að auki endurhæfingarstöð fyrir 35 til 45 sjúklinga.” Hilmar kvað SÁÁ nú vinna að þvi að sérmennta sitt starfsfólk. Uppi væru raddir um að Freeport-klúbbur- inn taki að sér að mennta allt starfslið hjá SÁÁ og öðrum er að þessum mál- um vinna og átti þar við Vífilsstaði og Kleppsspitalann.Hann kvað góðasam- vinnu hafa tekizt milli SÁÁ og ann- arra aðila sem á sama sviði vinna og nú væri verið að skipuleggja sameigin- Hilmar Helgason. leg námskeið alls starfsfólks er að mál- um þessum vinnur. Hilmar lagði ríka áherzlu á að rangt væri að halda því fram að spara mætti 60 milljónir með því að Freeportferðir Íslendinga myndu að mestu leyti hætta. „Það er viðkvæmt mál að tala um eyðslu í sambandi við sjúkrahús- vist til úrbóta á drykkjusýki. Þeir sem þann sjúkdóm bera hafa greitt i sjúkratryggingakerfið eins og aðrir ís- lendingar og eiga rétt á sjúkrahúsvist eins og aðrir. Full dvöl á Freeport og Veritas Villa kostar nú um 570 þús- und krónur. Þann kostnað hafa sjúkrasamlögin greitt að fullu enda er kostnaðurinn innan þess ramma sem sjúkrahúsdaggjöld eru hér á landi." - ASt. Magnús Erlendsson. Freeport-dvöl að fullu greidd af sjúkrasamlögum Þó upphæðir þær sem varið er til Freeport-ferða íslendinga sem eiga i erfiðleikum vegna drykkjusýki séu talsverðar eru þær ekki stórar i saman- burði við kostnað sjúkrahúsa sem berjast við aðra sjúkdóma fólks hér- lendis. Nú kostar Freeportferð 570 þúsund krónur á mann og er þá átt við dvöl á Veritas Villa lika og sex vikna meðhöndlun. Þennan kostnað hafa sjúkrasamlög viðkomandi sveitar- félaga greitt enda er hann innan dag- gjaldaramma sjúkrahúsa hérlendis. Ekki liggja fyrir heildartölur fyrir allt landið um kostnað af Freeport- ferðum Islendinga. En sem dæmi má nefna að Sjúkrasamlag Reykjavikur greiddi árið 1977 um 30 milljónir vegna slíkra ferða. í ár hefur SR greitt um 50 milljónir i sama skyni. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar greiddi í fyrra 3,5 miiljónir og 2,2 milljónir það. sem af er þessu ári vegna Freeportferða. Garðabær greiddi árið 1977 1,5 milljón kr. i sama skyni og hefur í ár greitt 4,4 milljónir. Seltjarnarnesbær greiddi í fyrra 10 milljónir vegna þessara sjúkrahúsferða þegna sinna. A.St. Hugmyndin um hælið í biðstöðu hjá ráðuneyti Menntamálaráðuneytið hefur enn enga ákvörðun tekið varðandi hug- myndina um hæli fyrir drykkjusjúka í skólahúsinu hálfkláraða í Krýsuvík. Magnús Magnússon fulltrúi þar sagði DB að enn vantaði formlegar samþykktir sveitarfélaga fyrir afsali á þeirra hlut og þar til þær lægju fyrir yrði ekkert aðhafzt. Hilmar Helgason, form. SÁÁ sagði að í skólahúsið vantaði allt tréverk og það sem þar kæmi á eftir. Með byggingarhraða rikisins tæki það um ár að ljúka við húsið og það væri ekki fyrr en í fyrsta lagi i árslok 1979 að hæli í Krýsuvik gæti tekið til starfa, ef af stofnun þess yrði. -ASt. Sveitarstjómarmaður í viðtali við DB: „Við sleppum fyrir horn með umdeilda skólabyggingu — og leggjum skerf að betri úrlausn fyrir drykkjusjúka” „Við á Seltjarnarnesi höfum nóg með fjármuni sveitarfélagsins að gera og sama mun uppi á teningnum hjá ðllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og sjálfsagt viðar. Þvi var það að við í Samtökum sveitarfélaga í Reykjanes- kjördæmi (Sasír) vorum orðnir þreyttir á árlegum fjárveitingum til skóla- liússins í Krýsuvik en sveitarfélögin í Sasír stóðu sameiginlega að byggingu þess. Því hefur verið samþykkt einróma í stjórn Sasir að afsala eignar- hluta sveitarfélaganna i skólahúsinu til ríkisins með því skilyrði að þar risi hæli fyrir drykkjusjúklinga, sem rekið verði á vegum SÁÁ-samtakanna.” Þannig mælti Magnús Erlendsson. forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness og stjórnarmaður í Sasír, í viðtali við DB. Magnús sagði forsögu skóla- byggingarinnar í Krýsuvik þá að fyrir um 10 árum hefðu skólastjórasam- tökin mjög mælt með skóla fyrir börn frá þeim heimilum þar sem erfiðleikar steðjuðu að. Kristinn Björnsson, þá- verandi formaður Sálfræðinga- félagsins, hefði mælt með tillögunni og á þeim grundvelli hefðu sveitarfélögin i Sasir hafizt handa um skóla- bygginguna sem aldrei hefur verið lokið við. Fjárveitingar hafa þó verið frá öllum sveitarfélögunum árlegar til byggingarinnaren háetta nú. Fyrir u.þ.b. ári voru komin til ný sérfélög sem höfðu tekið aðra afstöðu varðandi skólabyggingu fyrir áður- nefnd böm og talið sérskóla fyrir þau ekki koma til greina. Eftir sem áður voru skólastjórasamtökin á sömu skoðun og fyrir áratug. I Sasír fundaði með félagshópum um málið og umræður þar hafa leitt til einróma samþykkta varðandi af- hendingu eignarhluta sveitarfélag- anna i skólahúsinu. Er afsalsá- kvörðunin gerð með því skilyrði að rikið Ijúki við húsið og SÁÁ-samtökin tjái um rekstur heimilis fyrir drykkju- sjúka i húsinu. „Þar með erum við komnir fyrir horn í þessu umdeilda skólabyggingar- máli og stuðlum að lausn á fyrir- greiðslu við drykkjusjúka, sem verið hefur sívaxandi útgjaldaliður hjá sveit- arfélögunum,” sagði Magnús. -A.St. Krýsuvikurskóli

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.