Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978. \ ,1& frjalst, áháð dagblað Xltgafandt DagblaÖiÖlif Framkvœmdastjóri: Svoinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfultriii: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannas RoykdaL Iþróttir Halur Símonarson. Aóstoöarfróttastjórar. AtU Stoinarsson og Ómar Valdknarsson, Handrit: Ásgrimur Pálsson._____ 'Blaóamenn: Anna Bjámason, Ás^eír Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra btofánsdóttir, Gissur Sigurós- son, Guðmundur Magnússon, Halur Halsson, Helgi Pótursson, Jórn^s Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónssonj Ragnar Lár., Ragnhaiður Kristjónsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson- Ljósmyndir Ari Kristínsson Ámi Pál Jóhannason, Bjamlaifur Bjamleifsson, Höröur Vlhjálmsson/ Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn ÞormóössdH. I Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Haldórsson. Ritstjóm Siðumóla 12. Afgreiösla, óskriftadeld, auglýslngar og skrif stófur Þveriiolti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á ménuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugorö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun ^jyfjcur hf. Skerfunni 10. Tveirkostir, báöirvondir Fulltrúar Alþýðuflokksins mættu töskulausir á fyrsta fundinum með fulltrúum Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, þar sem ræða átti myndun stjórnar þessara þriggja flokka. Enda kom í ljós á fundinum, að fulltrúar Alþýðuflokksins höfðu sig lítið í frammi. Tilraunin til myndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokks er dæmd til að mistakast. Sigurvegari kosninganna getur einfaldlega ekki leyft sér að verða þriðja hjól óvinsælustu ríkisstjórnar síðustu áratuga. Þríflokkastjórn mundi líta út sem eins konar framhald núverandi helmingaskiptastjórnar. Gömlu ráðherrarnir eruorðnir vanir hver öðrum og mundu í reynd standa saman gegn nýjum ráðherrum Alþýðuflokksins, jafnvel þótt þeir ásettu sér annað. Þar á ofan er ekki líklegt, að Alþýðuflokkurinn kæmi að mörgum af áhugamálum sínum. Helmingaskipta- flokkarnir eru viðkvæmir fyrir breytingum, sem mundu verða túlkaðar sem gagnrýni á stefnu þeirra og gerðir á liðnu kjörtímabili. Staða Alþýðuflokksins eftir kosningasigurinn er tvíeggjuð. Hann getur því aðeins leyft sér að taka þátt í ríkisstjórn, að mikilvægur hluti kosningamála hans nái fram að ganga. Á þann hátt einan er hugsanlegt, að stjórnarseta verði honum til framdráttar í næstu kosningum. Nú eru aðeins eftir tveir möguleikar til myndunar meirihlutastjórnar. Annar kosturinn er framhald á núverandi stjórnarsamstarfi og hinn er nýjar viðræður um myndun vinstri stjórnar. Skömmu eftir kosningarnar benti Dagblaðið á, að framhald núverandi stjórnar væri ekki eins fráleitt og almennt var þá talið. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa enn meirihluta á þingi, 31—32 þingmenn gegn 28—29. Áhrifamiklum öflum í báðum flokkum líður bærilega í samstarfinu, sem hefur verið einkar ágreiningslítið alla tíð. Þar á ofan hafa ráðamenn flokkanna tveggja reynzt fremur tornæmir á orsakir kosningaósigursins. Hví skyldu þeir ekki halda áfram helmingaskiptum sínum? Hinn kosturinn er á ýmsan hátt erfiðari í framkvæmd, þótt áskorun Verkamannasambandsins hafi gefið honum nýjan byr. Uppistandið í kringum fyrri viðræður um myndun vinstri stjórnar sýndi djúpstæða og gagn- kvæma óbeit milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Málefnaágreiningurinn er ekki alvarlegastur. Dag- blaðið hefur sýnt fram á, að mun minna bar á milli hugmynda flokkanna í efnahagsmálum en leiðtogar þeirra vilja vera láta. Þær eru raunar svipaðar gerðum núverandi ríkisstjórnar og sennilega jafn vitlausar. Samstarf Alþýðuflokks og Alþýðubandalags mundi einkennast af gagnkvæmri tortryggni, skæruhernaði og höggum, bæði ofan og neðan beltis. í stað núverandi ein- drægni helmingaskiptaflokkanna mundi koma sundur- lyndi vinstri flokkanna. Hvor kosturinn er verri, vitum við ekki. En þeir einir koma til greina, nema stjórnmálamennirnir fari í alvöru að ræða um hugsanlegar útgáfur af minnihlutastjórnum til eins eða tveggja ára. Slík stjórn yrði þjóðinni tæpast eins þungbær og helmingaskiptastjórn eða vinstri stjórn mundu verða. OLYMPIULEIKAR í HÖFN, 0SLÓ 0G ST0KKHÓLMI? - ef Los Angeles hættir við. Edinborg sýnir einnig áhuga Milcil óvissa er nú varðandi næstu olympíuleika, sem samkvæmt öllum áætlunum á að halda í Los Angeles árið 1984. Hafa borgaryfirvöld lýst því yfir að leikamir verði ekki haldnir þar vestra nema Alþjóða olympíunefndin með Killanin lávarð i broddi fylkingar samþykki það fyrirkomulag sem stjórn Los Angeles vill hafa á fjármálum þeirra. Vilja Los Angeles menn haga málum þannig, að sérstök fjárhags- nefnd sjái um þá hlið mála en á það fellst Alþjóðanefndin ekki. Ekki er að fullu Ijóst hvers vegna hún gerir það ekki en einhverra hluta vegna vill nefndin ekki samþykkja slíkan aðskilnað fjármálanna frá fram- kvæmd sjálfra leikanna. Til eru þeir sem telja að ástæðan sé sú að nefndin óttist að þeir fjármálamenn, sem koma til skjalanna i Los Angeles, ætli að græða meira en góðu hófi gegnir á ein- hverjum ótilgreindum hlutum tengd- um olympíuleikunum. Telji Alþjóða- nefndin sig ekki geta látið slikt liðast án þess að hún hafi puttana einhvers staðarnærri. Úrslit þessa máls eiga að liggja fyrir eftir eina eða tvær vikur en að sjálf- sögðu hafa strax hafizt vangaveltur um hvar halda eigi leikana að sex árum liðnum ef Los Angeles hverfur alveg út úr myndinni. Hið nýjasta í þessu máli er, að Edinborg i Skotlandi hefur sýnt áhuga og þar vilja menn breyta Hampden Park, stærsta knattspymuvelli Evrópu, er tekur á annað hundrað þúsund áhorfendur, i alhliða iþrótta- leikvang i þessu skyni. Þessi leikvangur er í eign Queens Park, eins frægasta knattspyrnuliðs Skotlands, sem aldrei hefur þó tekið hreina at- vinnuknattspyrnu upp á stefnuskrá sina. Danir brugðu einnig skjótt við og í viðtali lýsti formaður dönsku olympíu- nefndarinnar því yfir að hann teldi að Kaupmannahöfn ætti að taka að sér að sjá um leikana árið I984. Þeir ættu að hafa botmagn til þess að mati for- mannsins. Yfirborgarstjórinn i Kaupmanna- höfn er ekki eins bjartsýnn og telur að umsjón olympíuleikanna yrði borg hans ofvaxið. „Ég tel að þetta yrði stærri biti en við gætum gleypt ef svo færi að Los Angeles hætti við framkvæmdina,” sagði Egon Weidekamp borgarstjóri. „Olympíuleikarnir hafa hlaðið þannig utan á sig að lítil þjóð mundi eiga í miklum erfiðleikum með að halda þá. Hins vegar er skemmtilegt að velta þessum möguleika fyrir sér og ef við látum okkur detta það í hug að við Danir framkvæmum þetta i sam- starfi með Svíum og Norðmönnum þá er dæmið orðið mun raunhæfara. Hugsanlegt er að Alþjóða olympíunefndin mundi vera andvíg sliku fyrirkomulagi sem á sér ekkert fordæmi,” hélt yfirborgarstjórinn áfram. „Nefndin verður aftur á móti að gera sér Ijóst að sífellt mun verða erfiðara að fá einstök ríki sem hæfni hafa auk getu og vilja til að standa fyrir slíkum leikum. Hugmyndin um að olympíuleikarnir verði í höndum þriggja nágrannaþjóða á því liklegast ekki langt í land að verða staðreynd. Ekki má gleyma því að fjar- lægðirnar milli Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Oslóar eru ekki miklar Forsiðan á Aktuelt, þar sem formaður dönsku ðlympíunefndarinnar lýsti því yfir að Danir ættu að taka að sér að sjá um ólympíuleikana. |>et ligner en sommerspeg, men kan blive en realit DE OLYMPISKE LEGE184 Egon Weidekamp yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar telur að borgin gaeti séð um leikana i samvinnu við Osló og Stokkhólm. og ekki sízt ef hafðar eru i huga góðar flugsamgöngur milli landanna. Þessi þrjú ríki eru líka svo heppin að reka saman SAS flugfélagið og ættu þvi að eiga auðvelt með að skipuleggja góðar og ódýrar ferðir á milli borganna. Byggingaframkvæmdir við íþrótta- mannavirki yrðu þá til muna minni. Þær íbúðir sem þyrfti að reisa yrðu ekki fleiri en svo í hverri borg að nýta mætti þær að leikunum loknum,” sagði' Egon Weidekamp yfirborgar- stjóri. Hann taldi augljóst að í slíku sam- starfi þessara þriggja norrænu höfuð- borga yrði Kaupmannahöfn með höfuðhlutverkið. Nægilegt ætti að vera að stækka áhorfendastæði á þeim iþróttaleikvöngum sem til væru I Kaupmannahöfn. Annars benti Egon Weidekamp á að gott dæmi um hve framkvæmd olympíuleikanna væri orðin stór fjár- hagslegur biti að kyngja að strax sex árum fyrir leikana árið 1984 væru komnar vöflur á stjórn Los Angeles vegna þeirra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.