Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15.ÁGÚST 1978.
28311 28311
Fasteignasalan Eignavör
Hverfisgötu 16 A.
Til sölu:
2 herbergja íbúð á 3. hæð í Hlíðunum.
2 herbergja íbúð á Stokkseyri. Ekkert áhvílandi.
3 herbergja íbúð við Kópavogsbraut.
3 herbergja íbúð við Njálsgötu.
4 herbergja ibúð við Álfhólsveg.
4—5 herbergja við Álfaskeið í Hafnarfirði.
5 herbergja við Miklubraut.
5 herbergja íbúð við Leifsgötu.
Einbýlishús á byggingarstigi í Breiðholti.
Einbýlishús, ca 120 fm á Selfossi. Bein sala eða skipti.
Fokhelt einbýlishús í Þorlákshöfn.
Einbýlishús á Eyrarbakka.
Sumarbústaður í Þrastarskógi á eignarlandi. Skipti á bíl
möguleg. Verð: 4 milljónir.
Heimasímar eru:
41736 Einar Óskarsson
74035 Pétur Axel Jónsson lögfræðingur.
BILAPARTASALAN
Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar
tegundir bifreida, tildæmis:
i
Land-Rover '65, Chevrolet IMova '67,
Saab '68, Hillman Hunter '70, VW
1600 '69, Willys '54.
Einnighöfum vid úrval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleda.
Sendum um alltland.
BÍLAPARTASALAN
Höföatúni 10 — Sími 11397
Lokað
vegna sumarleyfis frá 19. ágúst til 31.
ágúst.
Vilberg Guðnason Ijósmyndari,
Eskrfirði.
Dodge Ramcharger 1977
Eigum til afgreiðslu nokkra DODGE
RAMCHARGER jeppa árg. 1977, með sórstöku
afsláttarverði. Bílarnir eru nýkomnir til landsins
og í þeim er m.a.: 8 cyl. 318 cu. in. vél,
sjálfskipting, vökvastýri, lituð framrúða, o.m.fl.
Verð ca. kr. 5,2 millj.
Hafiö samband viö sölumenn Chrysler-salarins.
Símar 83330 og 83454.
Vökull hf.
ARMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366.
á neytendamarkaðí
Okkar uppskrrft
9 stk. miðlungs laukar (um 300 kr.)
1 hvítkálshaus (alveg um 1 kg) (360 kr)
4 grænir tómatar (123 kr.)
3 gular paprikur, 3 grænar
og3rauðar (1215 kr.)
1/2 bolli salt
4 bollar sykur
2 matsk. sinnepsfræ
2 matsk. selleri flögur (fundum ekki
fræ)
1/2 tesk. turmerik
3 bollar edik og 1/2 bolli vatn
Fyrst ætluðum við að nota
grænmetiskvörnina (þrífót) til þess að
rífa grænmetið en fannst það ekki
ganga nógu vel svo við tókum fram
hakkavél. Það gekk prýðilega, en viss-
ara er að setja gömul dagblöð á gólfið
og jafnvel fötu, því úr grænmetinu
lekur heilmikiðaf safa.
Á tímabili leit út fyrir að safinn
ætlaði upp úr hakkavélinni og af þvi til
voru tvær agúrkur var þeim skellt út í
(þær vógu um það bil 800 gr). Þegar
'allt var hakkað var saltið látið á og allt
látið biða í einn sólarhring. Þá suðum
við saman löginn, edikið búum við til úr
edikssýru og kryddið látið út í, siðan
grænmetið. Við helltum ekki(
vökvanum af, eftir nóttina, eins og
stundum er gert í piklesgerð, — en það
á aðallega við ef verið er að matreiða
agúrkur. Þetta sauð síðan í fáeinar
mínútur og þá látið á glös.
Það varð heilmikið úr þessu, eða
alls um 4,5 kg af relish. Efniskaup
hljóða upp á um 2344 kr., þannig að
kílóverðið er mjög hagstætt eða um
520 kr. hvert kg.
Heinz-relish, sem hér fæst og er
mjög gott, kostar hins vegar 502 kr.
296 ml, þannig að litrinn af því kostar
um 1866 kr. Takið eftir að annað er
mælt i lítrum en hitt í kg, þannig að
kílóverðið af okkar framleiðslu er
sennilega aðeins hagstæðara því hvert
kg af relish vigtar aðeins meira en
einn lítri gerir.
-A.Bj.
Uppskrift
dagsins
Raddir neytenda
Dr. Jón Óttar Ragnarsson:
Athugasemd um
„morgunkom”
Fyrir nokkru hringdi í mig blaða
maður af Dagblaðinu og spurði mig
álits á ýmiss konar „morgunkorni”.
Tilefnið var, að nú væri verið að
kynna hér á landi matvöru í þessum
flokki, ósætar hveitiflögur, sem eru
kallaðar Wheetabix. Skildist mér, að
hún hefði hug á að fræðast um þessár
fæðutegundir almennt.
Við spjölluðum síðan saman um
þessar matvörur og lagði ég mesta
áherzlu á, að fólk reyndi að varast1
sykurríkustu tegundirnar. Sjálfur
sagðist ég að jafnaði borða tegund í
þessum flokki, sem ég tilgreindi, en á
fátt sameiginlegt með maís- og hveiti-
flögum.
Þegar greinin birtist I blaðinu kom i
ljós, að Neytendasíðan þann daginn
var einkum helguð ofangreindu
Wheetabixi. Gat litið svo út sem ég
væri að mæla með þessu vörumerki
og leiðréttist það hér með.
Mér þykir það hart, að þetta viðtal
hafi verið notað I auglýsingaskyni
fyrir ákveðið vörumerki, ekki sist þar
sem um er að ræða merki, sem ég veit
næsta lítið um. Þessi reynsla hefur enn
styrkt mig I þeirri trú, að sérfræðingar
og fræðimenn eigi að skrifa sem mest í
blöðin milliliðalaust.
Af gefnu tilefni legg ég til, að fyrir-
spurnum um fyrrgreint vörumerki
verði beint til réttra aðila, þ.e. til um-
boðsmanna hins erlenda fyrirtækis hér
á landi.
Með þökk fyrir birtinguna.
DALSGARÐS-RELISH
Afar Ijúffengt á mjög hagstæðu verði
»
Þarna er meirihlutinn af fram-
leiðslunni. Það er notaleg tilflnning að
eiga slikan varning i búrhillunni — ég
tala nú ekki um þegar það er i þeirri
vissu að stórfé hefur sparazt fyrir
heimilið.
Frá Dalsgarði (gróðrarstöðinni í
Mosfellssveit) fengum við uppskrift af
relish. Við notuðum helgina til þess að
prófa uppskriftina og árangurinn varð
alveg stórkostlegur. Að vísu
minnkuðum við uppskriftina nokkuð
og skal nú greint frá árangrinum.
Upphaflega
uppskrtftin:
12 miðlungsstórir laukar
1 hvitkálshaus
10 grænir tómatar
12grænarpaprikur
6 rauðar paprikur
6 bollar sykur
2 matsk. sinnepsfræ (mustard seeds)
1 matsk. sellerffræ
1/2 tesk. turmerik
4 bollar edik
2 bollar vatn
1/2 bolli salt
Relishið er gott að nota með kjöti eða
út 1 remúlaðisósu með steiktum Gski.
Þá er gott að láta dálitið af safanum
leka af, til þess að sósan verði ekki of
þunn. DB-myndir Bjarnleifur.