Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 24
* Tilraunirtil stjómarmyndunar „STEFANÍA" ER DAUÐ — Þingf lokkur Alþýðuflokksins vill hætta viðræðunum Greinilegur vilji til þess aö hætta þátttöku i stjórnarmyndunar- viðræðum við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk kom fram á þing- flokksfundi Alþýðuflokksins i gær. Hefur sú afstaða verið tilkynnt Geir Hallgrímssyni. Þriðji fundurinn um tilraun þessara þriggja flokka hafði verið boðaður kl. 13 í dag. Á þeim fundi hafði verið ætlunin að Sjálfstæðisflokkurinn legði fram frekari skýringar og nánari út- reikninga á tillögum sinum. Þá var einnig áformað, að Framsóknarmenn legðu fram tillögur sinar. Allt bendir til þess að hvorugt verði gert eins og staðan er nú. Blaðinu er kunnugt um að for- ystumenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hafa átt viðræður við Verkamannasambandið vegna áskorunar þess um samvinnu þessara tveggja flokka í afstöðu til stjórnar mundunar. í fréttatilkynningu, sem Alþýðu- flokkurinn gaf út í morgun er þvi lýst yfir að flokkurinn sé enn fús til að stuðla að myndun starfhæfrar rikis- stjórnar. Minnir flokkurinn á ný- sköpunarstjórn og vinstri stjórn sem tvo liklega kosti til athugunar. Sám- starf við launþ'egahreyfmguna og vinnufriður i landinu sé nauðsynleg forsenda starfhæfrar stjórnar. BS/HH. Góður loðnuafli þriðja sólar- hringinn iroð — Loðnu landað alls staðarþarsem verksmiðjur eruígangi Stöðug og góð loðnuveiði er enn við isröndina úl af Vestfjörðum þriðja sólarhringinn i röð. Hjá Loðnunefnd fengust þær upp lýsingar i morgun að siðasta sólarhring væri vitað um 17 skip með afla samtals 7100 tonn. Til- kynningar voru þá enn að berast. enda byrjaður nýr sólarhringur i aflaskráningunni. Loðna fer nú til allra hafna. þar sem verksmiðjur eru i gangi. Niu skip eru ýmist komin til F.yja á siðasta sólarhring eða eru á leið þangað með samtals 4500 lestir. Þar er nýtt lif að kvikna i loðnu- vinnslunni og breytir aöeins ástandinu eftir lokun frystihúsanna allra nema eins. „Það eru engin stór stökk hvað varðar gæði loðnunnar til vinnslu." sagði Andrés Finnboga- son hjá Loðnunefnd. „En þetta mun hcldur vera að lagast. Veðrið er gott og þessi afli þætti jafnvel góðurá hávertið." Af hæstu skipum var vitað um Sigurð með fullfermi eða um 1400 tonn. Börkur var með fullfermi (1000—1100 tonn) einnig Hákon (800 tonn). Guðmundur RE með um 800 tonn og Magnús NK með um 400. Það er í mörgu að snúast hjá Loðnunefnd með niðurröðun aflans. Simtöl þar voru í gær á fjórða hundraðið auk skeytamót töku fráskipum. -ASt. Hvaö er eiginlega á seyði hér? Hvað er að gerast I þessu húsi? Von er, að almenna borgara langi að kikja á glugga á hurð alþingishússins. Ætla þeir alls ekki að mynda stjóm? Annað vcifið sjást þingmenn læðast inn i þetta hús, svo sem á þingflokksfundi. Mikið er skrafað, en ekkert gengur — og nú byrja þeir annan hríng — Ljósmynd úr sumar- Ijósmyndakeppni DB — Magnús Hjör- lcifsson. RANNSÓKNAR KRAHZT Á SKRIFUM BLAÐA UM GUÐBJART PÁLSSON Nú hefur rikissaksóknara verið ritað bréf þar sem þess er óskað að hann hlutist til um opinbera rannsókn á skrifum í blöð um Guðbjart heitinn Pálsson. Einkum er hér átt við skrif Halldórs Halldórssonar og Kristjáns Péturssonar í Dagblaðinu. Það er öldruð móðir Guðbjarts og stjúpi hans sem óskuðu eftir þessari rannsókn. Hefur Jón Oddsson hrl. að beiðni þeirra. ritað rikissaksóknara um þetta efni. Telja beiðendur rannsóknarinnar að þessi skrif, séu meiðandi fyrir æru látins sonar og stjúpsonar. Þá telja sömu aðilar að rökstuddur grunur sé um að i skrifunum sé að einhverju leyti vitnað til skjala. sem eiga að vera i vörzlu opinbers rannsóknaraðila. Hafi þessara skjala verið afiað með ólögmætum hætti og hafi þau lent i höndum óráðvandra manna og annarra en þeirra ábyrgu aðila, sem bera ábyrgð á rannsókn málsins. Er bent á það að vitnað er til skjala og birt ljósrit af skjölum sem sögð eru varða Guðbjart heitínn og muni hafa verið til umfjöllunar hjá Sakadómi Reykjavíkur. Þar sem varzla skjalanna kann að varða opinbera stjórnsýslu var dóms- málaráðuneytinu sent afrit af bréfinu til ríkissaksóknara. -BS. frfálst, nháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978. Ný jarðstöð fyrir gervi- hnatta- samskipti Þeir sem hafa átt leið um Kefiavíkur- flugvöll upp á.siðkastið hafa ekki komizt hjá þvi, að reka augun i þessa risastóru kúlu, sem sézt á myndinni hér að ofan. Dagblaðið hafði samband við Theyer, fulltrúa i upplýsingadeild Varnarliðsins og spurði hann, hvaða hlutverki þessi kúla ætti að gegna. Theyer sagði, að hér væri um að ræða nýja jarðstöð fyrir gervihnattasamskipti. Hann sagði, að byrjað hefði verið að vinna að þessari stöð snemma í júlí og yrði hún væntan- lega tekin i notkun í október. Theyer sagði, að þetta væri varafjarskiptakerfi til sendingar ög móttöku á simskeytum og símtölum, einkum notuö þegar sæstrengir slitnuðu, eða i öðrunt slíkum tilfellum. GAJ- Vikan með einkaréttá glasabarninu Vikan hefur fengið einkarétt á birtingu greinafiokks um „glasabarnið” svonefnda. Barnið, Louise Brown fæddist 26. júli sl. og er fyrsta barnið sem fæðist eftir að egg móðurinnar hafði verið frjóvgað i tilraunaglasi og síðan grætt i legið. Barnsburður þessi hefur að vonum vakið mikla athygli og deilur spunnizt um ágæti slikra aðgerða. Vikan mun hefja birtingu greina- flokksins innan skamms og munu fylgja honum litmyndir og ítarlegar greinar um þennan einstaka atburð. HP. Fatapoki týndist á Hellisheiði Stór, svartur plastpoki, fullur af barnafatnaði, einkum náttfötum, tapaðist á Hellisheiði fyrir fimm dögum. Fatnaðurinn var i eigu barna á barna- heimili Sjómannadagsráðs i Grímsnesi og er tapið mjög bagalegt fyrir þau. Þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um afdrif pokans eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Hrafn- istu. &***'6' ' Kaupið ®. TÖLVUR „. OGTÖLVUUR »1 BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.