Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. AGUST 1978. Móðurmálið vanhelgað Þórarinn Þórarínsson, Þrastargötu 9, iskrifan Svo mjög er nú gengið á islenzkan orðaforða í rituðu og mæltu máli að oftlega er því líkast sem menn kysu eitthvert allt annað tungumál til að láta hugsanir sinar I Ijósi. Svonefnt gatumál, sem gjörsneytt er allri fegurð og tilfinningu, en á rætur að rekja til innihaldslauss orðaþrugls dægurlaga- texta og fáfengilegra hasarmynda, er yfirleitt talið fullgott ef tveir menn eða fleiri eiga orðastað. Flestum virðist um megn að rækta málkennd sína, hvort sem það nú stafar af helberri leti eða getuleysi, en sjá i þess stað sóma sínum bezt borgið með þvi að leita sem oftast fanga í útlendum málum. Og þá eru hæg heimatökin fyrir taglhnýtinga 'dægurhljómsveita og andlegan tötra- lýð kvikmyndahúsanna að bregða fyrir sig orðum af útlendum toga. Átakaniegast er þó fyrir mig og aðra þá sem muna bernskuár Ríkisútvarps- ins, muna frásagnarsnilld, orðagnótt og orðkynngi manna á borð við Vil- hjálm útvarpsstjóra, séra Pétur frá Vallanesi og Helga Hjörvar, þar sem hvert orð var grein af sterkustu stofn- um tungunnar, t- átakanlegast fyrir okkur er að margir þeirra sem nú hafa haslað sér þeirra völl eru ekkert annað en holdtekjur þessarar lágkúru. Stund- unum hjá útvarpstækinu fækkar þegar svo er komið, og haldi óheilla- þróunin áfram verður þess skammt að biða að sá dýri gripur verði jafn mál- vana og annað hér í stofunni minni, borð eða stóll, — en að því leyti frá- brugðinn, að af honum má þá hvorki hafa gagn eða gaman. Ætlun min með þessum línum er þó ekki að bera brigður á góðan vilja og hæfni Andrésar Björnssonar útvarps- stjóra og þeirra er sæti eiga i útvarps- ráði; erindi eins og þau sem séra Garðar Svavarsson hefur flutt að undanförnu eru til vitnis um að enn sé þaðan góðs að vænta. Og sumt annað, svo sem islenzkuþættir Gísla Jóns- sonar menntaskólakennara, er stofn- uninni til mikilssóma. En gaman þætti mér að heyra álit Gísla og annarra íslenzkumanna á þætti þeim er Áfangar nefnist og er á dagskrá seint á fimmtudagskvöldum. Þættinum stjóma tveir ungir menn, Guðni og Ásmundur, og þó mér sé meinlaust við þá báða og tónlistar- smekk þeirra, þá hlýt ég að ætla að þeim sé allt annað betur gefið en að tala I útvarp, því málfar þeirra er þvi- lík orðafroða aðengu tali tekur: furðu- legt samsull ensku og íslenzku og óskiljanlegt með öllu öðrum en þeim sem svipað er ástatt fyrir. Þessi þáttur er þvi miður ekkert einsdæmi, en því nefni ég hann sérstaklega að mér þykir hann sýnu verstur. Ég vil að endingu hvetja útvarpsstjóra, útvarpsráð og alla þá er vilja veg vorrar tungu sem mestan að halda vöku sinni og vinna ósleitilega gegn öllu ogöllum sem van- helga það sem dýrmætast er, — móðurmálið. Er platan uppseld? Hallbjörn Hjartarson, Skagaströnd, skrifan Um áramótin 1976—’77 gáfu SG- hljómplötur út plötu sem ber titilinn Hallbjörn syngureigin lög. Töluvert hefur verið um það að fólk hringi til min úr Reykjavik og annars staðar af landinu og spyrji hvort platan min sé uppseld. Svör min hafa yfirleitt verið á þá leið að mér sé ekki kunnugt um það. Kemur þá í Ijós að sumt af þessu fólki er búið að ganga úr einni hljómplötuverzluninni í aðra og spyrja eftir umræddri plötu. Yfirleitt hefur það fengið þau svör að húri væri ekki til og hefði ekki verið það lengi. Þetta mun vera i flestöllum hljóm- plötuverzlunum í Reykjavik að tveimur þó undanskildum, Hljóðfæra- húsi Reykjavíkur og Hverfitónum. Mér finnst að ef viðskiptavinur kemur inn í verzlun sem verzlar ein- göngu með hljómplötur þá á hann að geta fengið þá plötu sem hann biður um, svo framarlega að hún sé til hjá útgefanda og á ég þá við islenzkar plötur. Ég vil því biðja þær fjölmörgu verzlanir sem verzla með hljómplötur á annað borð að bæta úr þessari þjón- ustu sinni og hafa umrædda plötu til í verzlun sinni. Það er ekki verið að fara fram á aö keypt sé upplagið hjá SG. En það ætti að vera lágmarksþjónusta að hafa ávallt 3—4 plötur til taks. Ég veit að mér er ekki hampað í hverjum popp- þætú blaðanna en þelr sem hafa töng- un til að kynnast minni músík eiga fullan rétta á þvi. Umrædd plata er no SG, 087. POPPHORN Guðmundur Steinbrjáns skrifar: Kærar þakkir til Dóru Jónsdóttur og Chick Corea fyrir Ijúft og skemmti- legt Popphorn föstudaginn 21. júlí. En Dóra, „þessar plötur” er i eignar- falli þessara platna en ekki þessa plata. Lifi hin bjarta, fallega, jákvæða tón list. Góðir útvarps- þættir Markús Þorgeirsson hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti til út- varpsins fyrir tvo góða dagskrárliði meðan sjónvarpið var í fríi. Annars vegar var það er Hjörtur Pálsson las úr bók Gunnars Ben. þar sem segir frá dvöl hins síðarnefnda hjá setuliðinu á Eyrarbakka. Hins vegar voru það erindi dr. Gunnlaugs Þórðarsonar um daginn og veginn þar sem hann ræddi um jafnréttismál. Markús sagði að þetta hefðu hvort tveggja verið mjög góðir dagskrárliðir og mætti vera meira af slíku tagi í útvarpinu. Haddir Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15 Gudni Rúnar Agnarsson og Ásmundur Jónsson, umsjónarmenn Áfanga. Þórar- inn Þórarinsson gefur þeim ekki háa einkunn. „Málfar þeirra er þvflfk orðafroða að engu tali tekur,” segir Þórarinn. Bankasirœii9 sími 11811 Spurning dagsins Hverja viltu fá í ríkisstjórn? Skúli Jónsson, símamaður: Ég vil tvi- mælalaust fá vinstri stjórn. stjórn sem lætur sig hagsmuni fólksins máli skipta. Sú stjórn sem nú situr að völdum er stiórn kaupmanna og heildsala. Örn Magnússon sjómaður: Ja, ég vil nú heldur vinstri stjórn. Nú, ástæðan er freniur óljós. Maður hefur það þó svona nokkurn veginn á tilfinningunni; en samt ekki meira en það, að þeir séu betur búnir til þess að takast á við þann vanda sem við er að glíma. Bjami Bjarnason hafnarverkamaður: Ég vil vinstri stjórn. Þaöer miklu betra fyrir okkur verkafólk að fá slíka stjóm. Vinstri stjórn er okkar stjórn, ekki hara i einu heldur öllu. Halldór Guðmundsson verkamaður: Ég vil fá stjórn Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks, góða vinstri stjórn. Það er sú eina stjórn sen bætt getur kjör landsmanna. Þegar sú síðasta var við lýði byggði liún einmitt uppatvinnutækin. Isleifur A. Pétursson, gerir ekki neitt: I stjórn vil ég fá menn með ábyrgðartil- finningu. ÖskaT Magnússon verkamaður: Eg hef nú engan áhuga á þvi hverjir skipa ríkis- stjórn þessa lands. ísland er löngu orðið háð erlendum lánardrottnum og því ekki hægt að tala um að það sé sjálfstætt. Því hlýtur maður að gefast upp á þvi að pæla I þcssu. Stjórna ekki hvort eð er alltaf þeir sem hafa peningavaldið, ha? Ég lifi samkvæmt Hávamálum, en þar segir m.a.: „Betra er að byggja taugreift- an sal en ganga bónleiðir til búðar”. (Betra er að vera fátækur en betla).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.