Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. 7 Erlendar fréttir Memphis: Og kóngurínn lifir enn í hugum þeirra — þúsundir mættar til að minnast Presley einu ári eftir dauða hans Svíþjóð: Gengur hægtí jafnrétt- isátt hjá konunum Siðan 1965 hafa meira en sjö hundruð þúsund sænskar konur, sem áður dvöldust á heimilum sínum við störf, snúið út á hinn almenna vinnumarkað. Annað hvort i fullt starf eða hlutastarf. í þessu mikla jafnréttisríki, í það minnsta í orði, eiga konur þó langt í land að ná jafnrétti. Fiestar þeirra kvenna sem starfa utan heimila i Svíþjóð leysa af hendi ýmis miður launuð störf. Aðeins þrír af hundraði þeirra Svía sem hlotið ■hafa einhvers konar tæknimenntun eru konur. Konumar eru aftur á móti yfir- gnæfandi i störfum eins og aðstoð við aldraða, afgreiðslu á matarréttum til skólabarna, vélritun og ýmsum auðveldari skrifstofustörfum. Þúsundir og aftur þúsundir aðdáenda rokksöngvarans Elvis Presley heitins hópuðust fyrir utan fyrrum heimili hans í Memphisborg í Tennesseeríki í Bandarikjunum í gær og i morgun. 1 dag er liöið ár frá dauða rokkgoðans. Mannfjöldinn lét sig engu skipta verkfall fylkis- og borgara- lögreglu né að yfirvöld töldu vænst að kalla herlið til staðar vegna aðstæðna. Trúir aðdáendur létu sér i léttu rúmi liggja að þurfa að bíða í allt að sex klukkustundir eftir að fá tækifæri til að ganga fram hjá grafhýsi hans. Reyndar sér tæpast nokkuð í það vegna blóma og kransahafs, sem borizt hefur frá ýmsum aðilum. Margir hlutaðeigendur eru reiðir lögreglunni í Memphis fyrir að nota tækifærið á fyrstu ártíð Presleys og fara þá í verkfall. Þrátt fyrir það eru öll gistihús borgarinnar troðfull og ótal gestir sóttu ákaft i að kaupa sér ýmsa minjagripi til minningar um ; | Hann var mættur til Memphis fyrir nokkrum dögum og ætlaði ekki að missa af neinum atburðum, sem fram færu vegna ártíðar Elvis Presley. Að því DB veit bezt er pilturinn á mynd- inni tuttugu og fimm ára og upprunninn í borginni Demotte i Indiana. heimsóknina til heimaborgar Elvis Presleys. Hálft hundrað aðdáenda komst inn á lóð fyrrum heimilis hans og brugðitst ofsaglaðir við er öllu var harðlokað og læst í gærkvöldi og þeir urðu að dvelja þar inni alla nóttina. Ma’rgt er gert i Memphis til minningar Presley auk alls konar sölu- mennsku. Gamlar kvikmyndir hans eru stöðugt sýndar. Beðið er fyrir honum á hópsamkomum utan borgar- innar. Söngskemmtanir eru haldnar til ágóða fyrir fyrirhugað safn sem geyma á minjar um hannogáaðsjálf- sögðu að verða í laginu eins og gítar. Fjölskylda Presleys gaf landrými þar sem það mun verða byggt. Stöðugur hópur aðdáenda hefur gengið fram með grafhýsi Presleys síðan likamsleif- um hans var komið fyrir i grafhýsinu á lóð fjölskyldu hans. NIXON VARD AFI í GÆR Richard Nixon fyrrverandi forseti Bandaríkjanna varð afi í gær, þegar yngri dóttir hans Julie ól dóttur. Báðum heilsast þeim mæðgum vel en Julie sem er þrítug að aldri ei gift David Eisenhower sonarsyni Dwight Eisenhower fyrrum Bandaríkja- forseta. Vestur-Þýzkaland: Barínn á nasistafundi Steinninn kom i höfuð Ijösmyndarans og á myndinni sést þar sem lögreglumenn stumra yfir honum meðvitundarlausum. Þetta gerðist nýlega i Frankfurt am Main i Vestur-Þýzkalandi eftir að nýnasistar höfðu lent i átökum við andstæðinga er hinir fyrrnefndu voru á leið af fundi sínum. Ljósmyndarinn mun hafa særzt alvarlega. Bílasalan Skeifan Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035 Höfum kaupendur, vantar seljendur aðnýlegumbílum — Laust pláss í björtum og rúmgóðum sýningarsal. Sé bíllinn á staðnum %» selst hann strax Bílasalan Skeifan Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.