Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. MMBIABIB Irýalst, óháð dagblað 'Útgefandb Dagbtoðitflíf. ■ Framkvmmdastjórl: Svainn R. EyjóKsson. RKstjóH: Jónas Kristjánsson. - Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfultriii: Haukur Haigason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannas RaykdaL Iþróttir Halur Sknonarson. Aöstoóarfréttastjórar AtU Stainarsson og Ómar ■Vaidimarsson, Handrit Ásgrimur Pélsson. *Blaðamann: Anna Bjámason, Asfjsir TSmasson, Bragi Sigurðsson, Dóva Stafánsdóttir, Gissur Sigurós- son, Guómundur Magnússon, HaMur Halsson, Haigi Pétursson, Jón^s Haraldsson, ólafur Geirsson, jÓlafur Jónssory Ragnar Lór., Ragnhaiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Páisson. Ljósmyndir Ari Kristinsson Ami Péí Jóhannsaon, Bjamlslfur Bjamlsifsaon, Hðrður Vlhjálmsaon, Ragnar Th. SiguMsson, Svainn Þormóðasdta. j Skrifstofustjóri* Ólafur Eyjótfsson. Gjaidkeri: Préinn Þorieifsson. Söiustjóri: Ingvár Sveinsson. Draifing- arstjóri: Már E.M. Haldórsson. Ritstjóm Siðumúta 12. Afgreiðsla, éskriftadeðd, auglýslngar og skrifstófur Þveriiolti 11. Aðalsfmi blaðsins er 27022 (10 Hnur). Áskrift 2000 kr. á ménuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og piötugerð: HHmir hf. Sfðumúla 12. Prsntun -Afvqkur hf. Skerfunni 10. Utanþingsstjóm er út í hött Hugmyndirnar um, að forseti Islands K eigi senn að skipa utanþingsstjórn, eru út [ í hött. Árangurslausar tilraunir til stjórn- armyndunar að undanförnu sanna engan \ veginn, að þingræðið hafi brugðizt. Stjórnarkreppan er ekki meiri en við var að búast eftir verulegar breytingar á þingstyrk flokkanna. Við slíkar aðstæður ríkir jafnan nokkur taugaveiklun, bæði hjá sigurvegurunum og hinum sigruðu. Dæmi Alþýðuflokksins sýnir þetta ljóslega. Flokknum tókst með óvenjulegum kosningamálum að efla þing- styrk sinn úr fimm mönnum í fjórtán. Samt hefur flokkurinn ekki nema fjórðung alþingis á sínu bandi. Hefji slíkur flokkur stjórnarsamstarf með öðrum flokki eða flokkum, hlýtur samstarfið að byggjast á málamiðlun eins og endranær. Aðeins hluti kosninga- mála flokksins nær fram að ganga. Flokkur, sem eykur styrk sinn úr fimm þingmönnum í fjórtán, hlýtur að krefjast verulegra áhrifa á stjórnar- stefnuna. Samstarfsflokkar, sem beðið hafa ósigur, en eru samt jafnstórir eða stærri Alþýðuflokknum, hljóta að krefjast jafnréttis. Við þetta bætist margvislegur annar vandi. Frá- farandi stjórnarflokkar geta tæpast sætt sig við þátttöku í nýrri ríkisstjórn með róttækri stefnubreytingu. Sú breyting gæti litið út sem gagnrýni á fyrri störf. Ekki er heldur unnt að ætlast til, að Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið finni sér samstarfsgrundvöll á auðveldan hátt. í fyrsta lagi þurfa þeir þriðja flokkinn með i samstarf. í öðru lagi unnu þessir flokkar ekki sigra sína á sömu forsendum. í kosningunum höfðuðu þeir til mismunandi hópa. Kosningarnar voru ekki einfalt uppgjör stjórnar og stjórnarandstöðu og ekki heldur einfalt uppgjör með eða móti svonefndu kaupráni. Hér hefur verið rakið dæmi Alþýðuflokksins, af því að þar var röskunin mest. En einnig mætti taka alla hina flokkana. Alls staðar er taugaveiklun og tregða á sam- starfsvilja vegna snöggrar breytingar á þingstyrk. Stjórnmálamennirnir þurfa tíma til að jafna sig. Og kjósendur þurfa tíma til að átta sig á að breyting í aðeins einum kosningum hefur takmarkað gildi. Tveggja — þriggja mánaða stjórnarkreppa er skiljanleg í slíkri stöðu. Hitt er svo rétt, að forseti íslands átti að beita Benedikt Gröndal og Geir Hallgrímsson meiri þrýstingi til að fá hraðari vinnubrögð. Hægagangur síðustu tveggja vikna er úr hófi fram. Skipstjóri tekur sér ekki helgarfrí í brotsjóum. Sama á að gilda um stjórnmálamann, sem er að reyna að ná samkomulagi um stjórn á þjóðarskútu í ólgusjó. Og leikur að formsatriðum milli helga er jafn forkastan- legur. Enn er engan veginn útilokað framhald núverandi stjórnar né nýtt úthald vinstri stjórnar. Að því frágengnu eru til möguleikar á samstarfi um minnihluta- stjórn. Utanþingsstjórn er skiljanleg sem tímabundin lausn í ríkjum, þar sem flokkar eru margir og smáir. Við erum svo heppnir að hafa aðeins fjóra þingflokka og alla stóra. Við slíkar aðstæður hafa landsfeðurnir engan rétt á að gefast upp á þingræðinu. (—f-------- Sovétríkin: Borgin er byggð á hundrað þús- und steinstólpum Norílsk þar sem f rostdagamir eru tæplega þrjú hundruð á ári Norilsk, sem er sovésk málm- vinnsluborg, liggur norðan við heims- skautsbaug á Taimirskaga. I borginni, er var stofnuð fyrir 43 árum, eru nú 173.000 íbúar. Norilsk er venjuleg nútímaborg þó furðulegt sé, miðað við þá breiddargráðu sem hún liggur. í kopar- og nikkelverksmiðjunum er bláhvítur málmurinn bræddur á hefð- bundinn hátt. Málmgrýtið er unnið djúpt úr iðrum jarðar með háþróuðum sovéskum og erlendum tækjum. Þrátt fyrir frost og hriðarbylji eru byggð þarna ný fyrirtæki, ný íbúðarhús og lagðir nýir vegir. Almenn samgöngu- tæki, strætisvagnar, bílar og lestir, ganga hvernig sem viðrar, það er aðeins flugið, sem stundum verður áð fresta vegna slæmra veðurskilyrða. íbúar Norilsk stunda vinnu eða nám við iðnaðarstofnunina eða tækni- skóla. Börnin fara á barnaheimili, sækja almennan skóla eða ýmsa sér- skóla. Flest er hér líkt og í öðrum sovéskum borgum, en öll þjónusta að sjálfsögðu dýrari fyrir hið opinbera. Hver fermetri velbúinnar íbúðar í Norilsk kostar 357 rúblur samanborið við 142 rúblur í Leningrad. Í dag eru í borginni 2.3 milljónir fermetra nýtan- legs gólfrýmis. ibúðum er úthlútað ókeypis, mánaðarleiga og greiðsla fyrir opinbera þjónustu er 1 rúbla og 65 kópekar á hverja 10 fermetra (30 kópekum meira heldur en í Leningrad). Borgin rís yfir túndruna á meira en 100.000 stólpum úr járn- bentri steinsteypu. Stólpaundirstaðan er notuð til þess að koma í veg fyrir að hinn sifrosni jarðvegur bráðni. Þegnar þessa lands eru orðnir þreyttir á þvi að ekki sé tekið af fullri festu og alvöru á alvarlegustu vanda- málum þjóðfélagsins. Þrátt fyrir fjálg- legar umræður um nauðsyn þess að stemma stigu við verðbólgunni og þrátt fyrir allar þær bráðabirgða- plástrunaraðgerðir sem framkvæmdar hafa verið á undanförnum árum, þá æðir verðbólgan áfram með ógnvekj- andi hraða, enda er kynt undir henni með snarvitlausu vísitölukerfi og óraunhæfri vaxtapólitik. Frá sjónarhóli hins almenna borgara myndi reynast erfitt að koma húsnæði yfir fjölskylduna, sem þó er hið almenna keppikefli, ef verð- bólgan hjálpaði ekki til við að gera skuldirnar vegna öflunar húsnæðisins að engu á örfáum árum. Einnig kemst unga fólkið fljótlega að þvi á lífsbraut- inni að það er beinn fjárhagslegur hagnaður af því að geta fengið að skulda sem allra mest. Skilyrðið fyrir því að hagnast er aðeins það, að fyrir peningana sem fengnir eru að láni sé fjárfest i einhverju sem hækkar með verðlaginu, svo sem nýjum bílum, steinkössum eða rikistryggðum skuldabréfum. Efnahagslíf okkar er sjúkt. Sjúk- dómseinkennin eru m.a.: óeðlileg eftir- spurn eftir lánum, stórkostleg verð- bólga, af innlendum toga spunnin, óeðlileg eftirspurn eftir beinhörðum gjaldeyri og óeðlilega mikil fjár- festing i þjóðhagsiega óarðbærum framkvæmdum. Við Islendingar stöndum nú enn á ný frammi fyrir því að leggja til atlögu við lausn á bráðaðkallandi efnahags- vanda. Þessi vandi er að vísu mjög svipaðs eðlis og allar hinar ríkisstjórn- irnar hafa þurft að leysa á undan þeirri sem nú tekur við. Helstu læknis- Kjallarinn Reynir Hugason lyf eru eins og áður; kauplækkun, niðurgreiðslur og gengisfelling. — Þannig er ekki ráðist á vandamálin sem skapa efnahagsvandann, heldur gengur lækningin út á að lækna sjálf sjúkdómseinkennin og hefur slikt fram til þessa ekki þótt góð læknis- fræði. Hér skal nú haldið áfram að koma með tillögur að breytingum á þjóð- félaginu, sem áreiðanlega myndu hafa veruleg áhrif á lif hins almenna borgara og það sem meira er, ýmsar þeirra miða að lausn þeirra vandamála sem skapa verðbólguna. Tengsl kaupgjalds og verðlags Gera verður nýja neyslukönnun til þess að kanna hvernig neyslan hjá meðalfjölskyldu skiptist á einstaka neysluvöruliði. Sú neyslukönnun sem framfærsluvísitalan byggir á er frá árinu 1964 og frá þeim tíma hefur neyslan væntanlega breyst mjög mikið. Gera verður nákvæma úttekt á því hver húsnæðiskostnaðurinn er hjá meðalfjölskyldu á' Islandi en engar tölur eru til, hvorki hjá Hagstofu íslands, Framkvæmdastofnun né öðrum opinberum stofnunum er gefi nokkra hugmynd um það hve mikil byrði það er raunverulega fyrir meðal fjölskyldu að koma yfir sig húsnæði eða viðhalda því. Hætta verður umsvifalaust að nota þann framfærsluvísitölugrund- völl sem í notkun hefur verið síðan 1968, af þeirri einföldu ástæðu að það eitt að tengja launin hækkun fram: færsluvísitölunnar, hefur í för með sér viðbótarlaunahækkanir sem koma til af því aðvísitalan hækkar af því að launin hækka og siðan hækka aftur launin af þvi að vísitalan hækkar. Sem dæmi má nefna, ef 10% almenn launahækkun verður í landinu þá hækkar vísitalan um 4% en 4% hækkun visitölunnar þýðir 1,6% hækkun launa enn á ný, og 1,6% hækkun launa þýðir aftur 0,64% hækkun vísitölunnar o.s.frv. koll af kolli. Einnig mætti nefna dæmið um kaffið. Ef nýr uppskerubrestur yrði á kaffi í Brasiliu og kaffi myndi hækká um 100% á ný, þá leiddi það til 1,6% hækkunar á framfærsluvísitölunni, sem mundi aftur hafa i för með sér um 0,64% hækkun á öllum launum í landinu. — Hvaðan kemur svo grund- völlurinn fyrir því að hækka launin' um 0,64%. Eiga atvinnurekendur að taka þá launahækkun á sig beint, eða eigum við að krefjast þess að út- flutningsvörur okkar verði hækkaðar sem því nemur? Pókerspil stjórnmálanna Greindur kunningi minn sagði mér fyrir kosningar að ákveðin öfl innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefðu gert með sér 12 ára samning um framhald núverandi ríkisstjórnar. Mér þótti þetta þá lélegur brandari en, nú bendir margt til að þetta sé rétt. Svo mjög sem Morgunblaðið, Ólafur og Geir hafa lagt sig fram að spilla viðræðum Aibýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Það eru nefnilega fleiri en Pétur Guðjónsson og Albert Guðmundsson sem hafa átt takmarkaðan aðgang að Morgunblaðinu. Það hefur um langt skeið litið á Alþýðuflokkinn sem sinn höfuðfjanda. Skulu nú nokkur dæmi tilfærð þvi til sönnunar. Á síðasta kjörtímabili viðreisnar var Gylfi Þ. Gislason hundeltur af Morgunblaðinu sem menntamálaráð- herra og jafnvel smákrakkar æstir upp gegn honum. Segja má að Matthías Morgunblaðsritstjóri, Birgir Thorlacius og nokkrir sálfræðingar séu höfundar að þeirri hringavitleysu í fræðslumálum sem við búum við og er að skapa jarðveg fyrir einkaskóla á íslandi í stórum stíl. í kosningunum 1974 klifaði Morgunblaðið á þeirri stórlygi að kratar mundu aðhyllast stefnu Alþýðubandalagsins í utanríkis- málum eftir kosningar. Og i síðustu kosningum var sama plata spiluð. Á sjálfan kosningadaginn sprengdi Morgunblaðið þá reykbomdu að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.