Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. 9 Enn kemur til greina að núverandi stjórn sitji Menn velta fyrir sér möguleikanum á, að núverandi ríkisstjórn Geirs Hall- grimssonar muni sitja áfram þrátt fyrir allt. Þetta kunni að verða niðurstaðan eftir að flest annað hefur verið reynt. Sumir segja, að ráðherrar „stíli beinlínis upp á” þessa niðurstöðu. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki þing- meirihluta að baki sér eftir kosningarn- ar. Flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa að vísu samtals 32 þingsæti af 60, sem mundi nægja i meirihluta í báðum deildum þingsins. En Albert Guðmundsson hefur ekki stutt stjómina og mun ekki gera, nema mikil breyting verði á stefnu hennar. Nýkjörinn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Friðrik Sophusson. styður ekki þessa ríkisstjórn. Stjórnin hefur ekki meirihluta i báðum deildum þings nema báðir þessir þingmenn styðji hana. En hugsanlegt væri, að stefnu stjórnarinnar yrði þá breytt í samræmi við vilja þessara manna og mögulegt Sækja ífrítt fæði og húsnæði Ekki eru öll dýrin I Sædýrasafhinu neydd til aö dvelja þar. Þanniy setjast endur oft aö i safninu og fá frltt fœði og húsnœði innan um aligœsir og Peking- endur sem þar búa í sínum „Þingvalla- bæ”. Á myndinni eru aligœsirnar ú ferða- lagi að heiman, en bak við þœr sést I bú- stað þeirra þar sem þœr hafast við og virðist lika hið hezta. Ljósmynd Magnús Magnússon íslenzkir sjómenn fáat- vinnuleyfi íNoregi Norska verkamannasambandið hefur nú veitt norskum togaraeig- endum leyfi til að ráða útlendinga i áhafnir sínar ef mannekla er heima fyrir. Leyfi er þó bundið ein- ungis við Islendinga, Færeyinga og Dani. Sjómenn þessara þjóðerna fá þó ekki vinnu gangi norskir sjómenn atvinnulausir. Er þetta leyfi fyrst og fremst tilkomið vegna mann- eklu á norska togaraflotanum vegna sumarleyfa, en búizt er við að ástandið verði varanlegra og mun þá leyfið gilda áfram. Norsk yfirvöld taka þátt í ferða- kostnaði hinna erlendu sjómanna, sem vilja koma til vinnu á norsk- um togurum. - G.S. Dagblúð án ríklsstyrks. GÖMUL STJÓRN - NÝTT ANDUT? væri jafnvel, að Albert Guðmundsson fengi ráðherrasæti. Þá er sennilegast að hann yrði viðskipta- og bankamálaráð- herra. Enda yrði þá stokkað upp aftur í skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokka. Einhverjir ráðherrar fengju hvíld frá störfum og fleiri nýir menn en Albert kæmu þá í „gamla stjórn með nýtt andlit” að nokkru leyti. Viðræðunefndir hafa verið sakaðar um hægagáng og starfsleysi. Þær ræðast ekki við nema virka daga. Þingflokks- fundir og jafnveN flokksstjórnarfundir eru boðaðir á vixl með jafnvel nokkurra daga fyrirvara. Forseti hefur ekki skammtað tíma. Stjórnmálamenn hafa bruðlað með hann. Spurningin er, hvort það er af gömlum vana eða af ásetningi. Sérstaklega hefur verið spurt um þetta allan þann tíma, sem síðasta stjórnar- myndunartilraun hefur staðið yfir. „Loksins," mundu margir segja Siðustu ráðstafanir ríkisstjórnar og Seðlabanka til lausnar vanda fiskiðn- aðarins voru hugsaðar sem bráðabirgða- ráðstafanir. Þeim var ætlað að duga út ágústmánuð. Að visu má ætla að hækk- un afurðalána um 13% til samræmis við hækkað fiskverð verði látin halda sér. Það er þóekki vist og enda ekki öll sagan sögð. Meira að segja hafa hinar tíma- bundnu ráðstafanir verið svo tæpt mældar, að frystihúsin loka nú hvert af öðru. Stærð jaeirra og gerð virðist auka- atriði. Annað hvort er of mikill afli til eða hann er ekki fáanlegur. Húsin eru, þrátt fyrir ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. sögð rekin með tapi. Þeim er lokað. Gamla stjómin, sem enn situr, verður sökuð um margt annað en að hafa eflt friðá vinnumarkaðnum. Hagfræðingar ríkisstjórnarflokkanna mæla gegn því að kaup verði hækkað til samræmis við visitölu hinn I. september næstkomandi. Það kemur ekki að sök fyrir það fólk, sem stendur atvinnulaust við lokaðar dyr frystihúsanna í septem- berbyrjun. Þá hefur skapazt ástand í atvinnu- og efnahagsmálum, sem ríkisstjórn verður að hafa afskipti af. Ekki þegar og ef hún verður einhvern tima mynduð. Sú stjórn, sem þá situr, jafnvel „gömul stjórn”, verður að taka á vandanum strax. Allt annað væri ábyrgðarlaust. Engum dettur í hug að nefna það óskastöðu, ef svo fer. Það væri þó að ýmsu leyti ekki aðeins afsakanlegt. heldur, að margra dómi. lofsvert, ef ríkisstjórn sjálfstæðismanna og fram sóknarmanna tæki þá til sinna ráða. „Loksins” myndu margir segja. Eru einhverjir, kannski ráðherrar. að biða eftir þvi að þessi staða komi upp? - HH/BS Núþegar rökkva tekurákvöldinferfólk að kveikja Íjós íhíbýlum sínum. Þetta vita allir ogþess vegna höfum við aukið Ijósaúrvalið stórlega. Sifellt berast til okkar sendingarfrá Belgiu, Danmörku, Ítalíu og Þýzkalandi. nökpvr'iln — Úrvalíd heffur aldrei veríd meira. Góð aðkeyrsla Næg bílastœði RAFTÆKJAVERZLUN KOFAVOGS Hi\M*nöRGU.K0oAV0<%-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.