Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. „ÁLIT Á MÖNNUNI UTAN ÞINGS” — segir Helgi Steinar Karlsson, form. Múrarafélags Reykjavíkur „ Alþingismenn yrðu ábyrgðarlausir” — segir Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna „Ég hef ekki mikla trú á, að utan- jringsstjórn geti leyst vandann,” sagði Sigurður Kristinsson, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, i viðtali við DB. „Hún yrði þá að sitja mjög skamman tíma, eða rétt meðan beðið væri kosn- inga. Ég er hræddur um, að alþingismenn yrðu ábyrgðarlausir og ekki yrði tekið á málum af nægilegri festu, ef utanþings- stjórn sæti," sagði Sigurður. Hann varpaði og fram þeirri spurn- ingu, hvort einn möguleiki á stjórnar- myndun væri ekki enn ókannaður, sem sé stjórn undir forystu Lúðvíks Jósepssonar. Lúðvík hefði látið í það skína i blaðaviðtölum, að réttara hefði verið, að honum yrði falin stjómar- myndun fremur en Benedikt Gröndal. - HH Auglýsing Rannsóknastofnun landbúnaoarins, Keldna- holti, 110 Reykjavík óskar eftir að ráða í tvær stöður á efnarannsóknastofu. Stúdentspróf eða búfræðimenntun æskileg. Einnig óskast ritari. Vélritunar- og ensku- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir óskast fyrir 25. ágúst nk. Forstöðumaður óskast að Vinnuhælinu að Kvíabryggju til afleysingar til 1. júní 1979. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Sömuleiðis vantar fangavörð til að annast matreiðslu á hælinu. Hentugt fyrir hjón. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 22. þ.m. Dóms- og kirKjumálaráðuneytið, „Utan þings—innan þings skiptir ekki höfuðmáli” — segir Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verzlunarráðs íslands „Mestu máli skiptir, að við fáum sem fyrst rikisstjórn, t.d. til tveggja ára, sem stjórnar af festy. Sú stjórn þarf að koma verðbólgunni niður i 10% á næstu tveimur árum og breyta efnahagsskipu- laginu. Það er ótækt, að rikisstjórnin þurfi að ákveða gengi, vexti, útsöluverð á vöru og þjónustu o.s.frv. Ef stjórnar- myndun svo dregst, eins og nú og 1974, verður efnahagsvandinn stærri með hverjum degi sem liður, unz allt siglir i strand," sagði Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verzlunarráðs íslands, i við- tali við DB. „Það, sem okkur vantar nú, eru ekki nýjar kosningar, ekki fleiri nefndir eða fleiri skýrslur, heldur samhent ríkis- stjórn með markvissa stefnu i efnahags- málum til að vinna bug á verðbólgunni og koma á stöðugleika. Lengur má þetta ekki dragast. Of lengi hefur verðbólgan rænt al menning kjarabótum. sem hefðu orðið i stöðugu verðlagi. Hún hefur í of miklum mæli eyðilagt sparnað, ráðdeild og fyrir- hyggju í þjóðfélaginu, og meira en flest- um er Ijóst, gert atvinnufyrirtækin svo máttlitil, að menn mega vera uggandi um atvinnutækifæri handa vaxandi kyn- slóð, ef verðbólgan heldur áfram óhindruð. Öllum er Ijóst, að efnahagsmálin, verðbóigan, afkoma atvinnuveganna og atvinnuhorfur, sýna, að vissulega er kominn timi til, að hér verði mynduð rikisstjórn. Hvort það verður utan- eða innan þingsstjóm, skiptir ekki höfuð- máli,” sagði Hjalti Geir Kristjánsson að lokum. „Jörðin hlýtur að fara að brenna undir fótum stjórnmálamannanna” „Ég hef ekkert minna álit á mörgum mönnum utan þings en þeim, sem sitja á þingi,” sagði Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélags Reykjavikur, í viðtali við DB. „Alveg eins gæti verið, að menn utan þings, sem nytu trausts, gætu stjómaðaf festu. Þegar svona er komið eins og nú er þarf að stjórna af ákveðni. Allir verða að sætta sig við ýmislegt.” - HH „Þá hefur fólkið kosið menn sem ekki eru vandanum vaxnir” „Ekki bolmagn til að gera góða hluti” — segir Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB „Ég hef ekki trú á þeirri lausn,” sagði Haraldur Steinþórsson, framkvæmda- (stjóri Bandalags starfsmanna rikis og bæja, í viðtali við DB. „Ég tel, að utan- þingsstjórn hefði ekki bolmagn til að gera neina góða hluti. Ég tel, að heldur beri að vinna að lausn í samræmi við ályktun Verka- mannasambandsins. Reyna ætti betur, hvort samkomulag getur orðið milli Alþýðubandaiagsins og Alþýðuflokksins." Haraldur var þá spurður, hvort BSRB mundi gefa eitthvað eftir af kaupi, ef koma ætti til móts við tillögur Alþýðu- flokksins. Hann sagði, að forystumenn leggja fyrir launþega i BSRB við alls- gætu ekki gert það. Slík mál yrði að herjaratkvæðagreiðslu. -HH — segir Davíð Schevmg Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda „1 stöðunm eins og hún er nú, er þetta i valdi forseta Islands, enda þótt þetta sé nánast óþolandi ástand, þá finnst mér persónulega að það eigi að gefa stjórn- málamönnunum aðeins lengri tíma,” sagði Davíð Scheving Thorsteinson, for- maður Félags íslenzkra iðnrekenda, i við að mynda meirihlutastjórn, þá verður að reyna minnihlutastjórn. Áð því frágengnu er ekki annað sýnt en að forseti gefi landinu stjórn,” sagði Davið. Hann bætti við: „Það vcrður að gerast fyrir 1. september. Jörðin hlýtur að fara að brenna undir fótum stjórnmála- manna.” .-A~. v - Auglýsing Greiðsla oríustyrKs í Reykjavnc fyrir tímabilið apríl — júní 1978 er hafin. Olíustyrkur er greiddur hjá borgargjaldkera, Austurstræti 16. Afgreiðslutimi er frá kl. 9.00— 15.00 virka daga. Styrkurinn greiðist framteljendum og ber að framvísa persónuskilríkjum við móttöku. Frá skrifstofu borgarstjóra. UTANMNGS- STIÓRN? Eru flokkarnir að gefast upp og gær. Dagblaðið spurði forystumenn í komið að þvi, að menn utan þingsins atvinnulífinu, hvað þeim fyndist um myndi rikisstjórn? Þessi skoðun kemur þessa lausn. meðal annars fram í leiðara Timans i Óskum eftir umboðsmanni í HVERAGERÐI frá 1. sept. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 99-4328 eða 91-27022. MMBIABIÐ — segir Stefán Jasonarson, form. Búnaöarsambands Suðurlands „llla er þá kontið okkar hag, ef tveim mánuðum eftir kosningar er svo komið að engum tekst aö mynda stjórn. Ég segi nú eins og kerlingin: „Lengi getur vont versnað”,” sagði Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ og formaður Búnaðar- sambands Suðurlands, í viðtali við DB. „Ég hefi haldið því fram að ef við fengjum ríkisstjórn, sem þorir, þá fengi hún samúð manna,” sagði Stefán. „Þetta er eins og á heimili eða skipi. Það eru ekki aliar ákvarðanir jafn vinsælar. En ákvörðun verður að taka. Þá þurfa líka að haldast i hendur loforð og efndir. Það væri nöturleg staða svona skömmu eftir kosningar. Alþingi setur ofan. Fólkið hefur kosið menn, sem ekki eru vandanum vaxnir. Það er stundum eins og allur mann- dóntur sé rokinn út i veður og vind, ef taka þarf niður vinsælar ákvarðanir," sagði Stefán. Hann lauk orðum sinum þannig: „Það þarf og verður að segja sannleikann og síðan verða mennað standa og falla með verkum sínum..” - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.