Dagblaðið - 16.08.1978, Síða 5

Dagblaðið - 16.08.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. 5 Betra að eiga dísilbfl en bensínknúna bifreið: Skattahækkun í bensínverði nemur CQZ ■■ — Samskonarhækkunáskattidísilbifreiðaertalin /0 d lldllll dll óframkvæmanleg Núna rétt eftir mitt ár blasir sú stað- reynd við að 32.6% ódýrara er á íslandi að eiga disilbifreið en bensin- knúna bifreið. séu bornir saman skattar fólgnir i bensínverði ogskattar sem lagðir eru á eigendur disilbifreiða. Eins og allir vita er stór hluti bensín- verðs álögur og skattar sem rikið leggur á. Vegna margfalt lægra oliu- verðs en bensinverðs eru disilbifreiðar sérstaklega skattlaðar til að eigendur þeirra taki þátt í þessum skattgreiðsl- um eins og eigendur bensínbifreiða. Dísilskatturinn hækkaði t janúar sl. um 82.6% og þótti sú hækkun risa- stökk frá þvi árið þar á undan. Vegna tíðari hækkana á bensinverði er nú hlutur disilbifreiðaeigenda orðinn minni í þessum skattálögum ríkisins, en þeirra sem bensin þurfa að kaupa á bifreiðir sinar. Gunnlaugur Sigmundsson fulltrúi í fjármálaráðuneytinu skýrði DB svo frá að samkvæmt lögum væri heimild til að hækka bensinverð eftir bygg- ingarvisitölu. Hækkun bensínverðs gætiþviorðiðoftáári. Dísilbifreiðaeigendur geta hins vegar valið um það hvort þeir greiða disilskatt einu sinni á ári eða hvort þeir greiða dísilskattinn eftir kilómetra- mæli og verða þá að koma inn til mælaálesturs þrisvar á árinu og greiða skattinn eftir kílómetrafjölda sem ekinn hefur verið. Dísilskatturinn miðast við þyngd bifreiða. Af bílum sem eru 2000 kg að eigin þyngd eða minni er skatturinn 1978 170.600 krónur og hækkar um 9750 krónur við hver 200 kiló af bif- reiðarþunganum sem við bætast. Gunnlaugur sagði að hjá þeim sem greiddu fastan skatt einu sinni á ári væri ekki hægt að hækka skattinn á árinu. Hjá þeim sem veldu að greiða mælagjald væri nánast ófram- kvæmanlegt að ákveða hækkun nema i sambandi við fastan mælaálestur. Einn slikur væri eftir á árinu og færi fram frá 20. sept. til 10. október. Á hálfu ári eða frá 19. janúar 1978 til 18 júli 1978 hækkaði vegasjóðs gjald í bensínverði um 32.6%. Þessa hækkun sleppa eigendur disilbifrckda við. Sú staðreynd liggur Ijós fyrir að flestir eigendur disilbíla eru í félags- samtökum sem líta má á sem „þrýsti hópa” þegar um ákvörðun verðs er að ræða. Eigendur bensinbifreiða eru hins vegar ósamstæður almenningur. sern tekur verðhækkunum á bensini án mótaðgerða. • ASt. Milljónaverðmætum stolið í Kópavogi Þjófnaður á milljónaverðmætum var framinn i Kópavogi um síðustu helgi. Var stolið fjórum sprengimottum af at hafnasvæði eiganda þeirra við Hafnar- braut 21—23. Rannsóknarlögreglan, sem hefur mál þetta til meðferðar. telur líklegast að þjófnaðurinn hafi átt sér stað aðfaranótt laugardags. Sprengimottur þessar eru 5—6 metrar að lengd og 2 metrar að breidd. Hver þeirra vegur hátt i 1000 kiló svo við þjófnaðinn hefur verið notaður vörubill og krani. Allir þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þjófnaðinn eða manna- ferðir á áðurnefndum slóðum eru beðnir að hafa samband við Jónas Bjarnason rannsóknarlögreglumann. - ASt. TAKA HLYLEGA VIÐ SKININU veginn. DB-mvnd R.Th. Sig. H Sumarið hefur verið i flesta staði með ágætum þaö sem af er og jafnvel Reyk- vikingar hafa fengið sinn skerf af sól- skininu. í morgun brá svo við að sólin var enn farin að skina á ibúa suðvestur- hornsins og leit út fyrir hlýjan og góðan dag. Börnin munu ekki hvað sízt taka hlýlega á móti sólinni, þar á meðal þessir krakkar, sem voru að leika sér ásamt kisu sinni i húsagarði bak við l.auga- Effect 1 LJÓSMYNDAÞJÓNUSTA KLAPPARSTÍG 16 - SÍMI 14044 Auglýsinga- og iðnaðarljósmyndir. Barna- og fjölskyldoljósmyndir. Brúðkaups- og fermingarljósmyndir. Myndir frá íslandi — Londan — Parls I fyrir útgefendur og til veggskreytinga §§§ Flugleiðir sækja um lækkun fargjalda: Reykjavík-New York 78 þúsund krónur fram og til baka Flugleiðir hf. hafa farið fram á mikla fargjaldalækkun á leiðinni Luxemborg — Reykjavik — New York. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða sagði i samtali við DB i gær, að Flugleiðir gerðu þetta til að halda hlut sínum á leiðinni. til þess að ekki kæmi til samdráttar i rekstrinum. Með þessari fargjaldalækkun væru Flugleiðir aðeins að feta i fótspor ann arra. Sveinn sagði. að þessi nýju fargjöld hefðu haft i för með sér mjög aukinn farþegafjölda. einkum þó „stand by" fargjöldin svonefndu. Spáð hefði verið algjöru öngþveiti á helztu flugvöllum þar sem fólk kemur með tjöld og býr við flugvellina. Sveinn sagði, að þetta hefði verið mjög óvenjulegt ástand en hann ætti von á. að meiri jöfnuður kæmist á i þessum fargjöldum aftur. Verði þessi fargjaldalækkun sam- þykkt. þá lækkar fargjald frá Reykja- vik til New York og til baka úr 420 dollurum i 299 dollara eða úr 120 þús. i 78 þús. kr. DB spurði Svein hvort búast mætti við samsvarandi lækkun á öðrum flugleiðum. Hann sagðist ekki búast við þvi. Flugfargjöld milli íslands og Evrópu væru mjög sanngjörn og hefðu lækkað mikið en takmörk væru fyrir þvi. hvað hægt væri að fara neðarlega. DB sneri sér til Halldórs E. Sigurðs- sonar samgönguráðherra og innti hann álits á þessari umsókn Flugleiða. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér málið og ekkert séð um það i ráðuneyt- inu. En hann sagðist telja. að þessi umsókn stæði i sambandi við hið mikla fargjaldastrið yfir Atlantshafið, að Flugleiðir væru með þessu að leit- ast við að halda i við hin stóru félög annarra þjóða. Að öðru leyti sagðist Halldór ekki geta tjáð sig um málið að svostöddu. - GAJ Engin könnun á blaðburði Maður nokkur i Reykjavik hringdi til blaðsins í gær og spurði hverju það sætti að Dagblaðið væri að gera könnun á þvi hvenær niorgunblöðin bærust til kaup- enda. Hafði maðurinn orðið fyrir þeim óþægindum að vera vakinn um kl. 6 i gærmorgun. Siminn vakti hann og i honum var maður sem sagðist vera að reka þetta erindi Dagblaðsins. Virtist maður- inn ódrukkinn. Vegna þessa skal tekið fram. verði fleiri fyrir slíkum óþægind- um. að engin slik könnun er í gangi né fyrirhuguð á vegum Dag- blaðsins. - G.S. wltu sena bffinn ? Þá auglýstu hann hér í smáauglýsingum Dag- blaósins og fáöu öll nauðsynleg eyðublöð (þ.á.m. afsalseyðublað) ókeypis í afgreiðslu Dag- blaðsins að Þverholti 2. Þar færð þú einnig skriflegar leiðbeiningar um hvers gæta þarf við frágang sölugagná. Þverholti 2 sími 2 70 22 (| . i SIAOSIMS ■IK): Ðílaviðskipti

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.