Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. AGUST 1978. ■....................... i iii Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Fjórði sigurleikur Keflvíkinga í röð! — Sigruðu ÍBV 2-1 í Vestmannaeyjum ígærkvöld Einn leikur i 1. deild var háður i Vest- mannaeyjum i gærkvöld og fengu heima- menn þá Keflvikinga i heimsókn. Leik þessara liða var frestað fyrr i sumar eins og menn eflaust muna. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur á að horfa og fremur vel leikinn. Sérstaklega þó af hálfu Eyjamanna. Það voru þá Keflavik- ingar, sem hlutu bæði stigin. Sigruðu 2—1 — fjórði sigurleikur liðsins í röð — en úrslitin verða að teljast ósanngjörn, þar sem ÍBV átti mun meira i leiknum. Gekk hins vegar dæmalaust illa að nýta mörg ágæt marktækifæri, sem þeir fengu i leiknum. En það verður einnig að segjast að baráttan var góð i ÍBK-liðinu og vörn þess traust — sérstaklega þó 1 síðari hálfleik. Eyjamenn hófu leikinn af miklum krafti. Léku undan nokkurri golu. Strax á níundu mín. bar sókn þeirra árangur. íþróttir þegar Sigurlás Þorleifsson brauzt upp hægri kantinn og sendi fasta sendingu fyrir markið. Sigurður Pétursson, mark- vörður ÍBK, hafði hendur á knettinum en missti hann frá sér fyrir fætur Tómasar Pálssonar, sem var ekki seinn að afgreiða knöttinn í netið. Vel gert hjá Sigurlási og Tómasi en markið verður þó að nokkru leyti að skrifast á reikning markvarðar. Á 19. mín einlék Karl Sveinsson gegnum vörn ÍBK á skemmtilegan hátt. Skaut góðu skoti en naumlega framhjá. Augnabliki siðar komst Sigurlás í færi — vippaði laglega yfir úthlaupandi mark- vörðinn en knötturinn lenti í þverslá, Þar voru Keflvikingar heppnir. Á 23 mín. var Sigurlás enn á ferðinni. Sneri laglega á markvörðinn og sendi knöttinn i átt að mannlausu markinu. Gisli Grétarsson bjargaði á marklínu. ÍBK átti sínar sóknarlotur af og til og tókst að jafna á 29.mín. Ólafur Júliusson tók hornspyrnu vel. Knötturinn barst til Sigurbjöms Gústafssonar og hann afgreiddi knöttinn í netið. ÍBK hafði óvænt jafrtað metin þrátt fyrir yfirburði ÍBV úti á vellinum. Á 35. min. fékk ÍBV aukaspyrnu rétt utan vítateigs, sem Örn Óskarsson tók vel en knötturinn fór rétt framhjá markinu. Staðan í hálfleik 1—1. Eyjamenn byrjuðu einnig í s.h. af krafti. Á 48. mín. átti Örn fast skot af löngu færi hárfint framhjá og á 55.mín. lék Karl Sveinsson vörn ÍBK sundur og saman. Markvörður bjargaði vel. Á 65. min. átti Rúnar Georgsson hörkuskot. sem Ársæll,, markvörður ÍBV, varði mjög vel. Snilldarlega. Þegar liða tók á leikinn áttu Keflvík- ingar heldur fleiri sóknarlotur. Á 70. min. fékk liðið innkast, sem Ómar Ingvarsson tók vel. Kastaði inn í mark- teiginn og þar fékk Einar Ásbjörn Ólafs- son nægan tíma til að stökkva upp og skalla i mark I—2. Eftir það lagði ÍBV , allt kapp á að jafna og fékk til þess gullið 'tækifæri á 75. mín. Sigurlás skallaði frá markteig beint til markvarðar ÍBK. Lokin heldurdauf ogsigur ÍBK i húsi. Hjá ÍBK var Gisli Torfason mjög traustur i s.h. Sigurður Björgvinsson dugleguj- og Ólafur Júlíusson stjórnaði spili liðsins. Karl og Sigurlás voru beztir hjá ÍBV en dæmalaust óheppnir að skora ekki. Þá voru Ársæll og örn traustir. Friðfinnur Finnbogason lék ekki með í BV og Tómas varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, sem tóku sig upp. FÓV. Mikil ólga i vitateig íBK cins og svo oft i gærkvöld — en ekki tókst Vestmanna- eyingum að skora. DB-mynd RS. Kínverskt fimleikafólk sýndi listir sinar i Laugardalshöll i gærkvöld. Þá tók Ari DB-myndirnar hér að ofan. Það var margt vel gert hjá Kinverjunum I gær en heildarsvipur sýningarinnar þó ekki nógu góður. Stóðst engan veginn samanburð við það sem sovézka fim- leikafólkið sýndi á sama stað fyrir tveimur árum. Áhorfendur frekar fáir og það var synd þvi sýning Kínverjanna var um margt athyglisverð. Þeir sýna á ný i Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöld.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.