Dagblaðið - 16.08.1978, Page 24

Dagblaðið - 16.08.1978, Page 24
„Geta fengið afsöl þegar kaupverð hefur verið greitt” segir Sigurður í Breiðholti „Það er rétt að við höfuni ekki gefið afsöl fyrir nokkrum ibúðum sem seldar hafa verið." sagði Sigurður Jónsson. forstjóri Breiðholts hf.. í sam- tali við DB i gær „En þctta fólk getur að sjálfsögðu fengið afsölin strax og það hefur greitt sínarskuldir. Það er ekkert mál og það hefur aldrei staðið á þvi að við létum fólk fá afsöl fyrir íbúðum sem það hefur greitt að fullu." sagði Sigurður ennfremur. Sigurður Jónsson kvað fólk geta snúið sér beint til sin út af afsals- málum en sem kunnugt er af fréttum hefur skrifstofu Breiðholts hf. verið lokað vegna vanskila á söluskatti. GM Breiðholthf.: ENGIN AFSÖL GEFIN FYRIR FJÖLDA ÍBÚÐA Fjölbýlishúsið númer 8 við Krummahóla í Re.vkjavik. Breiðholt h.f., sem byggði húsið, er enn þinglýstur eigandi fjögurra seldra íbúða þar. Kaupendurnir hafa ekki fengið afsöl. DB-mynd Ári „Nokkur hópur fólks hefur komið hingað undanfarna daga og þinglýst kaupsamningum sínum við Breiðholt hf. Þetta fólk hefur ekki fengið afsal fyrir þeim íbúðum, sem það hefur keypt af fyrirtækinu. Dæmi er um að ekki sé komið afsal fyrir íbúð þótt kaupsamningur hafi verið gerður 1974,” sagði Þorkell Gíslason, borgar- fógeti, í samtali við DB i gær. „Nei, það er ekki algengt að afsöl séu ekki gefin út samhliða kaupsamningum. Oftast fer þetta nú saman,” sagði Þorkell. „Því er ekki að neita að óvenju oft virðist hafa orðið misbrestur á þessu hjá Breiðholti hf.” Þorkell taldi að blaðaskrif um málefni fyrirtækisins hefðu eflaust átt sinn þátt í því að fólk kæmi nú og þinglýsti kaupsamningum sínum. Hann sagði að réttarstaða þessa fólks væri þó óviss, þar sem það hefði ekki afsöl fyrir íbúðunum i sínum höndum. DB er kunnugt um að i fjölbýlis- húsunum númer 8 við Krummahóla í Reykjavik eru fjórar seldar ibúðir enn skráðar á nafn Breiðholts hf. i, veðmálabókum. Fyrirtækið er þing- lýstur eigandi þessara ibúða þótt kaupsamningar hafi verið gerðir. Jafn- framt er veð í þessum ibúðum fyrir skuldum Breiðholts hf. við Sements- verksmiðju rikisins. Sú spurning hefur vaknað hvort ibúamir kunni að verða fyrir fjárhags-' legum óþægindum vegna þessa máls. Á þvi er talinn leika vafi. Þeir ibúar i Krummahólum 8 sem DB hefur talað við, hafa ekki viljað tjá sig um málið viðfjölmiðla. -GM. ✓ (D Sumargetraun Dagblaðsins Margir þeirra, sem taka þátt í Sumargetraun Dagblaósins og œtla þannig að freista þess aö fá sumarauka i september nk. i Grikklandi hafa kvartaö yfir því að eiga ekki öll blöðin meó getraunaseðlunum. Þau má auðveldlega fá á afgreiðslu blaðsins í Þverholti 11. Getraunin virðist hafa náð miklum vinsœldum og margir lýst sig. reiðubána til að takast hina glœsilegu ferð á hendur. Haldið verður með Sunnu í ntesta mánuði til Aþenu, og þaðan til baóstrandabtvjarins Glyfada. Þá verða markverðir hlutir skoðaðir i Grikklandi, og haldið til sjós með gtœsiskipinu La Perla til grisku eyjanna, Júgóslaviu og Feneyja. Hálfur mánuður fyrir tvo biður lesenda okkar, sem verða svo heppnir að dragast át I getrauninni. Þessa fyrirsögnerað finnaíDB ábls.......ídag: Sækja i frítt fæði oghúsnæði 6+ nff --** u. «si aHir tki hafa Wot- — þar má sóla sig án þess að nota baðföt á sérstöku sólbaðs- Um borð i Perlunni skýli efst I skipinu. J frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. Fulltrúarflokkanna: Flestir hallast að minni- hlutastjórn „Lúðvík er næstur á listanum,” sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem DB átti tal við i morgun. „Það er ekki þar með sagt að hann yrði forsætisráðherra eða utanrikisráðherra, þótt hann stæði fyrir myndun minnihlutastjórnar Alþýðubandalags og ' Alþýðuflokks,” bætti þessi þingmaður við. „Slík stjórn yrði sterk minnihluta- stjórn, sem yrði að lifa á málefnum sín- um,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson (Ab.) i viðtali við DB. „Síðar gætu skapazt pólitískar aðstæður til þess að styrkja slíka stjórn með aðild annars eða annarra flokka,” sagði Gunnlaugur Stefánsson (A) er fréttamaður hitti hann að máli. Geir Hallgrimsson hefur lýst því yfir að hann vildi fremur minnihlutastjórn en utanþingsstjórn. Ólafur Jóhannesson tekur dauflega i þann streng., Engar formlegar viðræður fara enn fram á milli Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Vitað er, að einstaklingar í þingliði beggja ræðast við um möguleikann á samstöðu þessara flokka. Hafa þeir þannig orðið við áskorun Verkamannasambandsins og fleiri launþegasamtaka. Alþýðubandalagið hefur nú kvatt alla þingmenn sína til fundar í Reykjavík, hvort sem þeir eru á landinu utan Reykjavíkur eða erlendis. Er sýnilegt að búizt er við því að flokkurinn þurfi að taka mikilvægar ákvarðanir næstu daga. Minnihlutastjórn þessara tveggja flokka er sterkari en aðrar slíkar stjórnir sem hér hafa setið, a.m.k. að þing- mannatölu. Auk þess hefur hún yfirlýst- an stuðning um helmings launþegasam- takanna í landinu. Ef hún fær hlutleysi annars fráfarandi stjórnarflokka og þó helzt beggja um sinn, ætti það að tryggja vinnufrið í landinu,” sagði Ólafur RagnarGrimsson. Forseti íslandsmun taka ákvörðun um næsta skref i stjórnarmyndun í dagcða á morgun. Þó gæti það dregizt um tvo til þrjá daga meðan hann kannar möguleikana. BS. TRÚARLÍF FANGA KANNAÐ Út er komin ritgerð um trúarlíf og félagslega aðstöðu fanga á íslandi. Höfundur ritgerðarinnar eru guðfræði- nemarnir Valkdimar Hreiðarsson og Þorsteinn Ragnarsson. Markmið rit- gerðarinnar var þriþætt: 1) að gefa yfir- lit yftr fangelsismál á íslandi. 2) að rannsaka trúarlif og félagslega aðstöðu fanga á íslandi. 3) að rannsaka á hvern hátt ríki og kirkja gæti betur sinnt þörfum fanga. Tilsjónarmaður guðfræðinemanna við samningu rit- gerðarinnar var dr. Björn Björnsson, prófessor. Ritgerðin er 170 vélritaðar siður og fæst i Bóksölu stúdenta í Félags- stofnuninni við Hringbraut. GAJ. * Kaupið^V TÖLVUR, > OGTÖLVUUR ® BANKASTRÆTI8 1276^

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.