Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. Veitingastaðir eru að sjálfsögðu i Norilsk eins og annars staðar. Ekki sjáum við annað en þarna sé áfengi á boðstólum enda er þess neytt i Sovétrikjunum eins og viðast annars staðar i heiminum. öll tómstundastarfsemi verður að fara fram innanhúss i Norilsk enda fer kuldinn þar niður i fimmtlu gráður á Celsius á veturna. Snjóhreinsun kostar fjórar milljónir rúbla á ári. Snjóhreinsunin er innt af hendi af sérstakri stofnun allan daginn frá morgni til kvölds. Rutt er burt um lOO milljón rúm- metrum af snjó yfir veturinn og oft- ast tekst að koma i veg fyrir að menn mæti of seint til vinnu vegna ófærðar. Utandyra fer hitastigið niður í 50 gráðu frost en það er heitt inni í húsunum. Hitun ibúðarhúsnæðisins 288 frostdaga á ári kostar 11 milljón rúblur. Heimskautanæturinnar gætir ekki á götunum, sem eru vel upplýstar með björtum Ijóskerum með sodium lömpum. Þessir lampar kosta borgina 45.000 rúblur. Á bamaheimili (en þau eru 56 I Norilsk) má sjá allan þann útbúnað sem á öðrum barnaheimilum i Sovét- rikjunum. Á næstu fimm árum eiga 13 barnaheimili að rísa. Árlega er varið yfir 2 milljónum II Ein aðalgatan i borginni Norilsk.Augljóslega eru götuljós þar mörg enda m.vrkur mikið þar norður frá. rúbla til sumardvalar barna í borginm. Námu- og málmvinnslusamsteypan í Norilsk ver 20 milljónum rúbla til þess að kosta sumardvalir verkamanna sinna. sem hafa til umráða 26 sumar- dvalarheimili úti á landsbyggðinni. hvíldarheimili i Sotsji við strönd Svartahafs, skíðamiðstöð og 17 iþróltamiðstöðvar. Það er aðeins úti á götu sem maður er mmntur á þá staðreynd, að vera staddur þúsundum kilómetra í burtu frá mcnninguuni og norður- póllinn er á næst.. leiti. Auðn túndrunnar umlykur borgina. sem er lýst upp með björtum Ijóskerum. Biksvört heimskautanóttin felur mönnum sólina i fimmtiu daga sarn- fleytt. i fimmtiu stiga gaddi oc nístandi >tormi og stöðugti hriðarkófi. I lyrstu kenuir það und.ulega lyrn sjónir. að hifreið skuli undantckning- arlaust aka fólki hvern 50 til 70 metra spöl og að strætisvagnar skuli nenia staðar með aðeins 100 metra millibili. En þcgar frostið hafði bitið nefið og kinnar, skilur maður að það er ekki svo auðvelt að fá sér gönguferð i Norilsk að vetrarlagi. Fólkið I Norilsk fer i gönguferðir í yfirbyggðum vetrar- görðum. Það hefur lika gervisól og verslunina Blóm þar scm kaupa má nýjar nellikur um leið og farið er i heimsókn til vina sinna og kunningja. Sveltur sitjandi kráka Launahækkanir sem beinlinis hafa orðið til vegna hækkunar á vöruverði erlendis eins og nefnt er hér i dæminu að framan, eiga að sjálfsögðu engan rétl á sér. Fyrir þeim er enginn grund- völlur, nema síður sé, og þær hafa ekkert annað i för með sér en að magna verðbólgu. Byggja verður upp nýjan grundvöll til þess að miða laun við. Sá grund- völlur þyrfti að taka mið af þvi, ef verðhækkanir verða á sjávarafurðum erlendis ef framleiðniaukning verður í fiskiðnaði eða öðrum atvinnugreinum, þ.e.a.s. ef viðskiptakjör okkar batna eða almennur hagvöxtur verður i þjóðfélaginu. Einhverja slika mæli- kvarða á aukna verðmætasköpun í þjóðfélaginu verður i framtiðinni að miða við. Allar almennar launahækkanir sem eiga sér stað og ekki taka fullt tillit til verðmætasköpunarinnar i þjóð- félaginu eru. i fyrsta lagi teknar aftur af launþeganum frekar fyrr en síðar. í öðru lagi leiða þær til aukinnar verð- bólgu. Þetta gerist hvort sem farin er gengisfellingarleið. millifærsluleið, niðurfærsluleið eða aðrar leiðjr. Þetta er lögmál sem ekki verður framhjá komist, nákvæmlega eins og lögmál Newtons um fall hluta í aðdrátttarafli er lögmál sem ekki verður framhjá komist. Vaxtamál og fjárfestingasjóðir Skrúfa verður fyrir öll verðbólgu- hvetjandi neyslulán til almennings. Koma verður á raunvöxtum, þ.e. koma verður i veg fyrir að fjármagn sé lánað út með neikvæðum vöxtum þannig að hægt sé að taka lán einungis til að græða á verðbólgunni. Á meðan það ástand rikir að unnt er að taka lán hjá opinberum lánasjóðum og bönkum og breyta fjármagninu i nýja bila eða steinsteypu og stórgræða á því einu að fá að skulda, þá er von að það ríki algert Klondike-æði i lánamálum íslendinga. Almenningur þarf á bönkum að halda til þess að fjármagna húsbygg- ingar sinar og húsnæðiskaup og til kaupa á bilum og heimilistækjum fyrst og fremst. Gera þarf Byggingasjóði rikisins fært að lána allt það fjármagn sem til þarf til húsnæðiskaupa eða húsbygg- inga. Hinn almenni skattborgari á ekki að þurfa að snapa sér vixla i bönkum til þeirra hluta. Byggja ber jafnframt upp sérstakan sjóð til endur- kaupa á afborgunarkaupum almennings á ýmsum fjárfestingar- vörum, svo sem sjónvörpum, bilum. þvottavélum og öðrum dýrari fjár- festingarvörum. slikir sjóðir eru algengir erlendis. Þar með á ekki að verða þörf lengur fyrir vixlasnap og persónuleg eyðslulán i bönkunum. en slik lán þekkjast ekki i nágranna- löndum okkar. Á meðan það ástand ríkir að neikvæðir vextir eru á öllum lánum. ber að skattleggja allan þann hagnað að fullu hjá fyrirtækjum og almenningi sem sannanlega orsakast af verðbólgunni eingöngu. Koma þarf í veg fyrir að fjár- festingalánasjóðir taki lán. erlend eða innlend, sem þeir endurlána með lægri vöxtum en þeir þurfa sjálfir að greiða fyrir lánin. Svo hefur lengi verið um Stofnlánasjóð landbúnaðarins og Byggingasjóð rikisins. Tómstundaiðkun Afneita ber þcirri stefnu rikis- valdsins að hafa nautnasýki þegnanna að féþúfu. Hér er átt við að leitað verði annarra leiða til tekjuöflunar fyrir rikissjóðen i gegnum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Nota ætti hagnað af rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins fyrst og fremst til að bæta og fegra lif hins almenna borgara i landinu. í fyrsta lagi ætti að nota ágóðann til þess að byggja upp sjúkrahús. drykkjumannahæli og eftirmeðferðar- stofnanir fyrir þá sem verða áfengis- sýkinni að bráð, því að segja má að ríkið hafi óbeinlínis valdið áfengissýki þessara þegna. 1 öðru lagi ætti að verja verulegu fjármagni i herferðir gegn ofneyslu áfengis og neyslu tóbaks. Ekki aðeins ætti að verja 0,2% af veltu, heldur ef til vill 2% af veltu ÁTVR, sem myndi þýða 10 falda hækkun á fjármagni til þessara mála og þá fer að muna um herferðirnar. Í þriðja lagi ætti að nota fjármagnið til þess að byggja upp sérstakar sjúkra- deildir, þar sem fólk fengi tækifæri til að venja sig af tóbaksnautninni, með svipuðu móti og gert hcfur verið i Svi- þjóð nú á síðustu árum. í fjórða lagi ætti að nota fjármagnið til þess að byggja upp hvers konar tómstundaaðstöðu fyrir almenning og efla heilbrigða tómstundaiðkun. Hér má nefna t.d. að byggt yrði upp Tivolí, með tilheyrandi bilabrautum, Rutchebönum, draugahúsum og hringekjum og þess háttar, að keyptir yrðu til landsins skemmtikraftar í mun rikara mæli en gert hefur verið fram að þessu, t.d. listdansflokkar, trúðar og töframenn og fimleikaflokkar svo eitthvað sé nefnt; að verulega sé aukinn stuðningur við hvers konar íþróttaiðkanir. ekki sist íþróttaiðkanir sem allur almenningur getur notið. svo sem skiðaiðkanir og siglingar. Þyrfti í því sambandi að byggja nægar og góðar skíðalyftur og byggja upp bátalægi og aðstöðu fyrir seglbáta- og hraðbátaeigendur; einnig ætli fyrir þetta fé aðefla alla tómstundaaðstöðu fyrir unglinga og gefa þeim gott tækifæri til þess að læra að nýta tómstundir sinar vel og hafa út úr þeim bæði gagn og gaman í stað þess að þeir láti unglingsárin líða hjá að mestu i tilgangs- og aðgerðarleysi eins og nú er allt of algengt. Að siðustu ætti að greiða fyrir þvi meðlöggjöfog eftirgjöf á skattaálögum að skemmtanalif. einkum næturlif geti orðið fjölbreyttara og nieira uppbyggj- andi en nú er fremur en að það beinist að drykkju og dans) eingöngu eins og nú virðist vera þróunin. Sumir efast ef til vill um að fjármagn sé handbært til allra þessara framkvæmda. Þeir hinir sömu skulu hér með upplýslir um að reiknað er með að hreinar sölutekjur af áfengi og tóbaki verði rúmir 11 milljarðar króna á þessu ári. Aðrir spyrja eflaust hvaða tekjur rikið eigi að fá i stað þessara tekna af sölu áfengis og tóbaks. — Þvi er til að svara að fróðir menn hafa rciknað út að i hcild sé tap af sölu áfengis og tóbaks fyrir þjóðfélagið. Ef reiknaður er kostnaður vegna aukinnar sjúkra- húsvistar og læknishjálpar, ótimabærs daúða, slysa og uppflosnunar heimila nikótin — og alkóhólneytenda, þá er beint fjárhagslegt tap af sölu áfengis og tóbaks. Tillögur þessar niiða allar að þvi að gera þetta tap scm minnst mcð þvi að finna mönnum ýniis hollari hugðar- efni og bæta þegar orðinn skaða eftir þvi sem unnt er. Lokaorð Almenningur I landinu þarf að átta sig á þvi að stjórnmálin geta og eiga að vera mönnum annað og mcira en endalaust þras urn efnahagsúrræði. Eagurt og betra mannlif. ekki einúngis á efnalegu sviði. hlýtur að vera mark nhð allrar stjórnntálabaráttu og að því marki hljótum við að keppa sameigin- lega. Reynir Hugason verkfræðingur. flokkinn án þess að fyrir þvi væri nokkur fótur. Þessar árásir Morgun- blaðsins hafa mistekÍ2t. 1974 tókst þvi ekki að þurrka Alþýðuflokkinn út, þótt litlu munaði. Og 1978 tókst því ekki að koma í veg fyrir stórsigur hans. En viðhorf ráðamanna blaðsins hafa ekki breyzt. Á meðan á stjórnar- myndunarviðræðum stendur hefur meðal annars verið sagt í leiðara Morgunblaðsins að hinir ungu alþýðu- 1 flokksþingmenn hefðu ekki um annað fjallað á sinum fyrsta fundi en þing- fararkaup fallinna þingmanna og það ' fylgdi að sjálfsögðu sögunni að Alþýðuflokkurinn vildi borga þetta kaup sem lengst. Ekki hefur blaðið haft svo mikið við að leiðrétta þessa fölsun, enda þótt fyrir liggi að Alþýðu- flokkurinn sé eini flokkurinn sem vill stöðva greiðslur til fyrrverandi þing- stuðningsmenn Eggerts Þorsteins- manna. Þessar árásir hljóta að vera sonar mundu kjósa Sjálfstæðis- fyrirskipaðar af Geir Hallgrimssyni Hilmar Jonsson forsætisráðherra, meðeiganda i Morgunblaðinu. Ólafur Thors rís úr gröf sinni Þegar Lúðvík Jósepsson og háskóla- liðið i Alþýðubandalaginu hafði hafnað samkomulagi við Alþýðu- flokkinn þá réði Morgunblaðið sér ekki fyrir fögnuði og skrifaði slíka hólgrein um Lúðvik að maður gat haldið að þar hefði Ólafur Thors risið úr gröf sinni. Viðbrögð Ólafs Jóhannessonar hafa verið af svipuðum toga. Þegar flokkur hans hefur verið beðinn að ræða rnálin við Alþýðu- flokkinn og Alþýðubandalagið þá hefur hann sent vikadrengi á vettvang. Slíkur er áhugi hans á þeim viðræðum. Hið óvænta En svo kom hið óvæntasta af öllu óvæntu: Guðmundur J. og’ Karl Steinar slíðruðu sverðin og smöluðu liði sínu saman undir áskorun lil Benedikts og Lúðviks um að taka upp þráðinn að nýju. Satt að segja var ég stórundrandi. þvi álit mitt á báðum þessum verkalýðsforingjum var ekki á þann veg að þeir væru liklegir til stórræða. Guðrún Helgadóttir vann yfir- burðasigur i borgarstjórnarkosningun- um i Rvik ásamt Sigurjóni trésmið og Öddu Báru. Guðrún notaði sér ekki þá yfirburði i kröfugerð heldur sýndi Björgvin krata og Kristjáni fram- sóknarmanni umburðarlyndi. Svipaða sögu er ekki hægt að segja um Benedikt Gröndal. Hann hefur ekki séð við hinum miklu pókerspilurum. Ólafi og Geir. Augljóst er að háskóla- lið Alþýðubandalagsinsi'g stalinistar eiga erfitt með að fara i stjórn með krötum. Svo háður er Lúðvik stalínistum að hann þorði ekki opinberlega að hafa skoðun á siðasta réttarhneyksli Rússa. Hins vegar gcra verkalýðsforingjar Alþýðubanda- lagsins með Guðmund J. I broddi fylk- ingar sér Ijóst að ef kosið væri I dag mundi Alþýðubandalagið glata miklu af þingliði sínu. Því hcfur hann óskað eftir nýjum viðræðum á milli verka- lýðsflokkanna. Og nú er heppilegast fyrir Benedikt að taka sem mest mið af því sem Björn Jónsson leggur til. Það er sá launþegaforingi sem nýtur mest trausts og er líklegastur til að ná 1 beztri samstöðu þeirra. En fyrst og siðast skora ég á alþýðu- flokksmenn að segja Morgunblaðinu upp. Það er það málgagn næst Þjóðviljanum sem ódrengilegast hefur sótt gegn jafnaðarmönnum nú um hríð. Uppsögn er það eina mál sem málaliðar Morgunblaðsins skilja. Hilmar Jónsson bókavörður Keflavlk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.