Dagblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGUST 1978. BIAÐIÐ Útgefandi: Dagbiaðiðfif. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Rrtstjód: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RKstjómarfuRtrúi: Haukur Helgaaon. Skrtfstofustjórí rítstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir: HaBur Sfmonarson. A«stoOarfréttastjórar Atli Stoinarsson og Ómar Valdimarsson. Handrít: Ásgrímur Póisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, HaMur HaNsson, Helgi Pótursson, Jónqs Haraidsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson( Ragnar Lár., Ragnheiflur Krístjánsdóttir. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. _ Ljósmyndir: Arí Krístinsson Ámi Páil Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur VRhjálmsson,- Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞorieHsson. Sökistjórí: Ingvar Svoinsson. Dreifing arstjórí: Már E.M. HaUdórsson. Ritstjóm Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeHd, auglýsingar og skrífstbfur Þverholti 11. Aflalsírni blaflsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflið hf. Slflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvokur hf. Skeifunni 10. Gengishrunið Gengi Bandaríkjadollars 2,6 faldaðist gagnvart íslenzkri krónu í stjórnartíð nú- verandi ríkisstjórnar. Gengi pundsins 2,2 faldaðist, danska krónan 2,9 faldaðist gagnvart hinni íslenzku, og vestur-þýzka markið 3,5 faldaðist. Svissneski frankinn 4,6 faldaðist. Þetta gengisfall krónunnar er eitt einkenni óstjórnar í efnahagsmálum, líkt og sótthiti er einkenni sjúkdóms, sem inni fyrir býr. Gengið heldur enn áfram að falla, frá degi til dags, þótt opinberlega sé sagt, að gengissigið hafi verið afnum- ið í júní. Auðvitað er fals að tala um afnám gengissigs, þótt genginu sé haldið nokkuð óbreyttu gagnvart Bandaríkjadollar, meðan það hríðfellur gagnvart öðrum gjaldmiðlum með fallandi gengi dollars gagnvart þeim. Erlendur gjaldeyrir hefur að meðaltali hækkað um nærri átta af hundraði gagnvart íslenzkri krónu á síðasta hálfum öðrum mánuði. Með hverjum degi í ágúst hefur krónan fallið í verðgildi. Á rúmri viku i þessum mánuði hækkaði gengi pundsins um 8,6 af hundraði, gengi svissnesks franka um 6,3 prósent, markið um 4,6 prósent, gyllini um 4,2 prósent og dönsk króna um 2,9 af hundraði. Útflutningsatvinnuvegirnir hafa fengið einhverja leiðréttingu sinna mála með þessu gengissigi. En það dugir hvergi nærri til að mæta hinum mikla mun á hækkun tilkostnaðar og hækkun á afurðaverði erlendis. Bandaríski markaðurinn er langmikilvægasti markaðurinn, og gengið gagnvart bandarískum dollar hefur verið nær óbreytt síðustu vikur. Þess vegna hafa allir stjórnmálaflokkar nú samþykkt gengisfellingu, einnig Alþýðubandalagið, sem fyrir nokkrum dögum dreymdi um fráhvarf frá „gengis- fellingar- og uppfærslustefnunni”. Nú stefnir í um tuttugu prósent gengisfellingu. Menn verða að gera sér ljóst að fallið á gengi krónunnar er fyrst og fremst einkenni sjúkdóms í þjóðarlíkamanum. Heimspekingar Rómverja til forna höfðu skilið, að til lítils var að sefa sótthita með vatns- drykkju, og gátu þess í ritum sem dæmi um, hvernig ekki ætti að bregðast við vandamálum lífsins. Sumir íslenzkir stjórnmálamenn hafa þó að undanförnu látið sem svo, að gengisfelling sem slík væri óalandi og óferjandi. Hjá henni yrði fyrir hvern mun að komast. Eftir kúvendingu Alþýðubandalagsins verður skammt að bíða gengisfellingar. Eftir hana mun gengi Banda- ríkjadollars hafa um 3,2 faldazt á um það bil fjórum árum. Þessar tölur segja ófagra sögu um óstjórn efnahags- mála á þessu tímabili. Þær eru í beinum tengslum við óðaverðbólgu tíma- bilsins. Þær eiga rætur í samtryggingu stjórnmálaflokka, sem hafa ekki á tímabilinu bent á úrræði, sem gengju gegn þessari þróun, hvort sem flokkarnir voru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til lítils er að kenna kjarasamningum um. Samninga- menn, launþegar og atvinnurekendur, hafa jafnan staðið frammi fyrir gefnum hlut. Launþegar hafa orðið að knýja fram 60—70 prósent kauphækkanir til að halda eftir fáeinum prósentum í auknum kaupmætti. Kjósendur tjáðu í síðustu kosningum þær óskir, að söðlað yrði um. Breytingin getur ekki falizt i fráhvarfi frá réttri skráningu á gengi krónunnar. Hún getur ekki falizt á afneitun á falli krónunnar, eftir að það er orðið staðreynd. En kjósendur ætlast til, að kerfisbreyting leiði til stöðugra gengis í framtiðinni. Bretland: Fimmtán ár liðin frá lestarráninu mikla — enn eru ekki allir peningamir komniríleitirnar þar þrjátíu ára fangetsisdómur sem hannáeftiróafplánaðan aðmestu. Annar þremenninganna, Bruce Reynolds. er enn í fangelsi en mun verða látinn laus eftir sex mánuði. Hefur hann þá setið inni í tíu ár af þeim þrjátíu sem dómur hans hljóðaði upp á. Hinn þriðji. Gordon Goody, hefur staðið sig bezt þeirra félaga. Er hann talinn hafa fest peningana sem hann fékk fyrir ránið i ýmsum fyrir- tækjum. sem lögreglan veit ekki um. Mun hann hafa þaðgott efnahagslega en þó verður hann að hafa sig hægan.Til dæmis mun hann nú aka um á gömlum flutningabíl i stað Jaguar sem hann átti áður en hann vargripinn. Lestarræningjarnir virðast flestir vera eins og aðrir dæmdir þjófar sem látnir eru lausir úr fangelsi. Þeir eiga i nokkrum erfiðleikum með að sam- lagast þjóðfélaginu aftur og þá skortir peninga. Þeir gera sér Ijóst að beztu ár ævinnar hafa farið i að afplána dóntinn fyrir lestarránið. Peningarnir eru aftur á móti að mestu farnir veg allrar veraldar annaðhvort til yfirvald- anna eða i misheppnaðar fjárfest- ingar. Einn ræningjanna er blómasali við Waterloostöðina i London. Annar er bilasali, sem hefur þó litlar tekjur og lifir á tekjum eiginkonu sinnar. Ronald Biggs, einn nofuúpauranna i iestarráninu siapp úr fangelsi og býr nú I Brasiliu ásamt þarlendri konu sinni og barni. Raunveruleikinn tók fram öllum glæpasögum og hugmyndaflugi klukkan þrjú að morgni hinn áttunda ágúst árið I963. Á þrem stundar- fjórðungum tókst sautján mönnum að komast yfir jafnvirði tvö þúsund og fimm hundruð milljóna islenzkra króna imiðað við gengi i dag). Sam- stundis hófst einhver ítarlegasta leit sem um getur á vegum Scotland Yard. brezku leynilögreglunnar. Lögreglu- mönnunum féllust þó nær hendur i byrjun er þeir komust að raun um hve þaulskipulagt ránið hafði verið. Núna, fimmtán árum eftir að ránið var frantið eru þrír menn af hinum sautján enn lausir og hafa ekki setið i fangelsi fyrir verknaðinn. Ekki vantar þó að lögð hafi verið áherzla á að finna brotamennina. Brezka lögreglan hefur hingað til litið á það sem eitt Reyndar er mjög áberandi að hver þeirra virðist aðeins vita um sinn hluta af verkefninu. Flestir þeirra eru alls ófróðir um verkið i heild. Hlutur allra var mikilvægur en þeir fengu aðeins rausnarlega greitt fyrir starfið og þess vegna eru kenningar á lofti um að sá sem skipulagði allt verkið gangi enn mikilsverðasta verk sitt að upplýsa lestarránið. Ekki var flanað að neinu. sem varðaði ránið og undirbúningurinn tók mörg ár. Svo vel var allt skipulagt að ekki er vitað um neitt atriði sem farið hafi úrskeiðis nema að bænda- býlið sem notað var sem felustaður um skamma stund var ekki brennt til grunna eins og fyrirhugað var. Að öðru leyti virðist allt hafa farið eftir áætlun. Það var ekki fyrr en 5 árum siðar að lögreglan fór að fá nokkra innsýn i málið. Þvi fer þó fjarri að öll kurl séu komin til grafar og langt frá að allir þeir pcningar sem teknir voru úr lestinni við ránið séu komnir fram i dagsljósið. Mikið er hugleitt hvcr verið hafi höfuðstjórnandinn við lestarránið. Margir efast um að lögreglan hafi nokkru sinni komizt i tæri við þann eða þá sem skipulögðu allt ránið. Slikar sögusagnir komast alltaf á loft er einhverjum hinna dæmdu er sleppt úr fangelsi og ræðir við fjölmiðla. laus. Þó eru þeir lika til sem telja einhvern af þremenningunum, sem harðasta dóma fengu, hafa skipulagt ránið. Þeir eru Bruce Reynolds, Gordon Goody og Ronald Biggs. Sá siðastnefndi er þekktastur þeirra vegna þess að hann slapp úr fangelsi pegar árið I965 og hefur ekki farið inn fyrir rimlana aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Scotland Yard. Það var rneðal annars verkefni Thomas Butler lögregluforingja að elta Biggs vitt og breitt um heiminn. Oft var Butler rétt á hælum hans en alltaf slapp Biggs. Að lokunt komst hann til Brasiliu. Þar fékk hann að vera i friði nokka slund og notaði tækifærið og eignaðist þar barn með brasiliskri konu er hann síðar gekk að eiga. Þar með hafna brasilisk yfirvöld kröfum Breta um framsal Biggs. Hann veit aftur á ntóti að þar verður hann að dúsa sem eftir er þvi Scotland Yard bíður stöðugt færis. Ef hann kæmi til Bretlands hvort sem heldur væri af frjálsum vilja eða sem fangi bíður hans Lögregluforinginn Thomas Butler varði mörgum siðustu æviárum sinum til að finna lestarræningjana. Honum varð vel ágengt enda fór hann vítt og breitt um heiminn. Þarna var ránið framið. Flutningabifreiðarnar biðu undir brúnni og síðan var ráðizt inn í lestina er hún stöðvaði við rautt Ijós.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.