Dagblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978. Tölvunotkun við happdrætti og hagkvæmnisrannsóknir Tölvudrættir Nú hefur tölva Reiknistofnunar Háskólans verið notuð i nokkur ár til að draga i stærstu happdrættum landsins. Á þessu sviði sem og á mörgum öðrum hefur reynst mikið hagræði af tölvunotkun: Margra klukkustunda verk tekur nokkrar minútur og spamaðurinn er eftir þvi. Tilefni þessarar greinar er það að undanfarið hefur komið fram nokkur vantrúnaður á tölvudrætti og efa- semdir um að tölvan geti dregið rétt. Er mér bæði Ijúft og skylt að veita nokkra innsýn i það hvernig þetta er gert. sérstaklega vegna þess að þær aðferðir. sem tölvudrættir byggja á. geta verið ákaflega hagnýtar á fjöl- mörgum öðrum sviðum, en eru því miður alltof litið notaðar. Mun ég vikja að þvi síðar. Aðferð sem allir geta prófað Hægt er að nota margar mis- munandi reikniaðferðir til að fram- kalla röð af tilviljunarkenndum tölum eða „slembum". Sameiginlegt með öllum þessum aðferðum er. að það verður að mata þær á byrjunartölu valinni af handahófi. Útfrá byrjunar- tölunni má siðan framkalla langa röð af slembum sjálfvirkt. í stað þeirrar aðferðar. sem notuð er við tölvudrættina, skulum við lita á hliðstæða og auðskiljanlegri aðferð. sem allir geta prófað með hjálp vasa- tölvu eða borðreiknivélar. Við veljum af handahófi einhverja fjögurra stafa byrjunartölu, t.d. 5782. og margföldum hana með sjálfri sér. Þá kemur talan 33431524. en af henni notum við aðeins miðjustafina fjóra: Kjallarinn Páll Jensson 4315. Þessa tölu margföldum við með sjálfri sér og þannig koll af kolli. Útkoman verður talnarunan: 5782. 4315.6192.3408,0. s. frv. Nú getur hver sem vill sannreynt, að jafnvel með venjulegri borðreiknivél má framkalla röð af tilviljunarkenndum tölum án þess að sú röð sýnist á nokkurn hátt frá- brugðin tölum dregnum úr hatti eða fengnum með öðrum „nátlúrulegum” aðferðum. Þegar tölva Reiknistofnunar Há- skólans er notuð við happdrætti er fyrst fundin 48 stafa byrjunartala með teningum i tromlu. Tölvan er mötuð á þessari tölu og framkallar siðan röð af vinningsnúmerum með aðferð. sem er hliðstæð ofangreindri aðferð en þó flóknari og langtum fullkomnari laðferðin hér að ofan er reyndar of gölluð til að vera nothæf við happdrætti og geta talnaglaðir lesendur spreytt sig á því að finna gallana). Það skal tekið fram að hér er ekki um íslenska uppfinningu að ræða. Aðferðin var sett upp á tölvu. Háskólans árið 1972 og annaðist dr. Þorkell Helgason uppsetninguna, en Sviar hafa notað aðferðina við happdrætti síðan 1962 og Danir siðan 1967. svo dæmi séu tekin. Hefur aðferðin verið þrautreynd með tölfræðilegum prófum. Ekki aðeins við happdrætti Við höfum nú fengið innsýn i það. hvernig hægt er með hjálp tölvu að búa til reiknilikön, sem líkja eftir jafn- miklu óvissufyrirbæri og happdrætti er. Þá vaknar sú spurning. hvort þetta megi ekki hagnýta á öðrum sviðum, sem einnig einkennast af óvissu. Það færist nú mjög í vöxt meðal vísindamanna hér á landi að gera töluleg líkön af ýmsum náttúrufyrir- bærum, svo sem öldugangi. grunnvatnsrennsli, þróun fiskistofna o.s.frv. Erlendis hefur þessi tækni verið mikið notuð í nokkra áratugi ekki aðeins í náttúruvisindum, heldur einnig við hagkvæmnisrannsóknir i at vinnulífinu: Gerðeru reiknilíkön til að likja eftir framleiðslu- og birgða- kerfum. umferð og biðröðum manna, bilaogskipa o. fl. o. fl. Tökum islenskt dæmi: Með þvi að láta reiknilíkan líkja eftir gangi loðnuvertiðar klukkustund eftir klukkustund (slíkt líkan er þegar fyrir hendi) má gera líkan-tilraunir með t.d. nýja verksmiðju. stækkun þróarrýmis. breyttar stjórnunaraðgerðir eða verk- smiðjuskip, og draga ályktanir um af- komu þess og áhrif á afkomu flotans ogannarra verksmiðja. Reiknilíkanið getur þannig orðið hagnýtt hjálpartæki til að meta hag- kvæmni ýmissa tillagna ogaðgerða.og um leið hvort verulegum þjóðar- tekjum sé hugsanlega fómað með því að fara ekki eftir þessum tillögum. Óvissufyrirbærin í atvinnulífinu Þegar nýjungar sem þessa'r eru prédikaðar hér á landi með skirskotun til þess. að þær þyki ómissandi hjálpar- tæki við skipulagningu og ákvarðana- töku hjá stjórnvöldum og í fyrir- tækjum víða um heim, þá benda margir á hinar „sérislensku aðstæður". Er þá m.a. átt við óvissuþætti veðráttu og verðlags. Þannig álita margir að tölvan og reiknilíkönin strandi. þegar kemur að hinum íslensku óvissufyrirbærum. Þessu er til að svara að aðferðir þær. sém við höfum séð að geta likt eftir happdrætti, hafa einmitt verið byggðar inn i reiknilíkön svo likja megi eftir óvissuþáttum, eins og t.d. brælum. aflabrögðum og óvissu verðlagi. Þessar „séríslensku aðstæður” hindra þvi alls ekki að við íslendingar hagnýtum okkur viðurkenndar reikniaðferðir til hagkvæntnis- rannsókna á borð við aðrar þjóðir. í rauninni gefa þessir óvissuþættir tilefni til að við leggjunt sérstaka áherslu á notkun tölfræði og reiknilikana til að hjálpa okkur við ákvarðanatöku i atvinnulífinu, en ekki aðeins til að draga i happdrættum. Staðreyndin er þvi miður sú, að þrátt fyrir hvatningu íslenskra sér- fræðinga á þessu sviði undanfarin ár. hafa okkar að öðru leyti ágætu og reyndu brjóstvitsmenn atvinnulifsins litið gert af því að þiggja aðstoð þeirra eða notfæra sér þekkingu þeirra á þessu sviði. Verðug rann- sóknarverkefni Ég hefi hér að ofan leitast við að lýsa því með einföldu dæmi hvernig það má vera að tölva getur dregið i happdrætti. Ég hef jafnframt notað tækifærið til að benda á notkunar- möguleika þessara og álika aðferða við hagkvæmnisrannsóknir og skipu lagningu i atvinnulífi okkar. þar sem vandamálin einkennast oft af óvissu jafnvel i átt við happdrætti. sbr. afla- brögð. Það er reynt að finna leiðir til að auka þjóðartekjurnar cn jafnframt þykir mörgum að óvenju litill hluti þjóðarteknanna nái til vasa launþeg- anna, miðað við nágrannaþjóðir. Hvað verður um auðinn? Er ekki ein af ástæðunum sú að við erum algerir eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað varðar hagnýtar rannsóknir á rekstri atvinnuveganna? Eru þetta ekki jafn verðug og i augnablikinu brýnni rannsóknar verkefni en ýmsar af fræðilegri rann- sóknum okkar. sem okkur finnast þó mikilvægar? Páll Jensson ' forstöðumaður Rciknistofnunar Háskólans. Samtök herstöðvaandstæð- inga og baráttan gegn heims- valdastefnu Sovétríkjanna 21. ágúst nk. eru liðin tiu ár frá þvi að Sovétrikin hernámu Tékkóslóvakiu. Mikið er í húfi að sá dagur verði vel nýttur til baráttu gegn heimsvaldastefnu Kremlherranna — sýnir yfirgangur þeirra jafnt i Evrópu sem Afríku að þar eru á ferð hættuleg- ustu óvinir allrar alþýðu. Öllum þeim sem telja sig andheimsvaldasinna og stuðningsmenn þjóðfrelsis ber skylda til að skipa sér i fylkingu gegn kúgunarstefnu Sovétrikjanna. Það dugar ekki að andæfa bandariskri heimsvaldastefnu einni sér. Risaveldin sem beita hervaldi eða hótunum i öllum heimshornum eru tvö. Hér á landi eru margir sem telja sig málsvara þjóðfrelsis en eiga furðu erfitt með að taka skilyrðislausa af- stöðu gegn allri kúgun. Gildir það jafnt um þá sem styðja Bandarikin sem þakhjarl „vestræns lýðræðis” en lýsa sig andstæðinga einræðis og kúgunar i Austur-Evrópu — og aðra sem telja sig andstæðinga heimsvalda- stefnu Bandaríkjanna en geta ekki kyngt þeirri staðreynd að Sovétríkin eru i dag ríki sömu tegundar. Þ. 18. júli sl. var stofnuð í Reykja- vik hreyfing til baráttu gegn báðum risaveldunum. Heitir hún 21. ágúst- hreyfingin og stefnir hún að aðgerðum 21. ágúst undir kjörorðunum: — Her Sovétrikjanna burt úr Tékkóslóvakiu! —Styðjum frelsisbaráttu Tékka og Slóvaka! — Gegn stríðsundirbúningi risaveld- anna. Bandaríkjanna og Sovét- rikjanna! — Gegn allri heimsvaldastefnu — ísland úr N ATO — herinn burt! Samtök her- stöðvaandstæðinga Nú hefur miðnefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga ákveðið að efna til mótmæla gegn hersetu Sovétrikjanna í Tékkóslóvakíu. Eru það gleðileg tíðindi ogskref fram á við. En skugga ber á gleðina — vegna þess að miðnefnd starfar ekki af heilindum að máli þessu. Við skulum athuga helstu atriði þessa máls og þátt miðnefndar. Það sem hæst ber er neitun miðnefndar SHA á samstarfi við 21. ágúst-hreyfinguna um aðgerðir 21. ágúst nk. Ér það i hæsta máta furðulegt þar sem miönefnd hefur tekið upp svo til allan málefnagrund- völl 21. ágúst-hreyfingarinnar! Hvaða rök notar miðnefnd SHA til stuðnings afstöðu sinni? Aðalrökin. ef rök skyldi kalla, eru þau að SHA hafi það sem grundvallarreglu að starfa ekki með öðrum samtökum. Önnur röksemd er sú að félagar i 21. ágústhreyfingunni séu allir i SHA og þvi sé fáránlegt að SHA hafi samstarf við þá á einhverjunt sérstökum grund- velli. Hefur það jafnvel heyrst að 21. ágúst-hreyfingin (og 21. ágústnefndin i fyrra sé stofnuð sem klofningsaðgerð gegn SHA. Svokölluð grundvallarregla miðnefndar um neitun á samstarfi við aðrar hreyfingar er út i hött og vafa- samt uppátæki — sem á sér ekki neina stoð i lögum SHA og hefur aldrei verið samþykkt á landsráðstefnum sam- takanna. Enda skaðleg þeim málstað sem samtökin eru smiðuð um og eftir því sem best verður séð sett fram i óheiðarlegum tilgangi. „Grundvallar- reglan" er i andstöðu við stefnuskrá SHA. en þar segir að samtökin liti á störf sin og stefnu „sem þátt i viðtækri baráttu gegn heimsvaldasinnuðum hernaðarbandálögum, drottnunar- stefnu og siauknum vigbúnaði her- velda." Ef um víðtæka baráttu er að ræða þá geta SHA ekki einangrað sig frá henni. og mega það alls ekki. Röksemd númer tvö er einnig hald- laus. í fyrsta lagi vegna þess að miðnefnd hefur ekki hugmynd um það hvort allir félagar 21. ágúst-hreyfing- arinnar séu jafnframt i SHA og í öðru lagi vegna þess að grundvöllur 21. ágúst-hreyfingarinnar er miklu viðtækari en grundvöllur SHA. Tilveruréttur 21. ágúst-hreyfing arinnar er því ótvíræður. Sést það vel á eftirfarandi staðreyndum: 21. ágúst- hreyfingin brennimerkir Sovétrikin sem heimsvaldasinnað risaveldi og uppsprettu nýrrar heimsstyrjaldar. Aftur á nióti hefur það ekki fengist í gegn á landsfundum SHA að heims- valdastefna Sovétríkjanna skyldi einu sinni tekin til umræðu. 1976 var það gert með frávisunartillögu og 1977 var það gert með þvi að fella tillögu þar að lútandi. Voru þar fremstir i flokki þeir. sem nú berjast fyrir því að SHA hafi aðgerðir 21. ágúst og verður það að teljast í hæsta máta sérkennilegt að neita félögum samtakanna um skipulagða untræðu um þann aðila, sent nú skal efna til mótmæla gegn! Er hægt að leggja 21. ágúst hreyfinguna niður? Það hefur verið lagt til mál- anna að 2I. ágústhreyfingin sé óþörf og að hana beri að leggja niður. Auðvitað væri það góð lausn í dag fyrir þá sem ekki vilja berjast gegn heimsvaldastefnu og stríðsundirbúningi Sovétríkjanna. En það væri afleit lausn fyrir málstað allra þeirra sem eiga i höggi við hið fasíska kúgunarafl sem Brésnef veitir forstöðu. Og á meðan^nokkur ærlegur andheimsvaldasinni drcgur andann hér á landi verður það starf sem hreyfingin vinnur ekki stöðvað. Hins vegar væri sjálfsagt að leggja hreyfinguna niður þegar: —miðnefnd SHA tekur upp baráttu gegn heimsvaldastefnu og stríðsundir- búningi beggja risaveldanna. — SHA eru reiðubúin aðfjár- magna útgátu á bæklingi sent skýrir út cðli heimsvaldastefnu Kremlherranna og stendur að útgáfu merkis og dreifi- rita sent ótvirætt beinast gegn þeim. Kjallarinn Hjálmtýr Heiðal í dag eru SHA ekki fær um að sinna þessum verkefnum og er 2I. ágúst- hreyfingin því nauðsynleg santtök. En ofantalin verkefni hafa þegar verið unnin af 2I. ágúst-hreyfingunni og aðeins möguleg með tilvist hennar. Og hvað svo? Þó svo að miðnefnd SHA hafi nú bætt ráð sitt þó nokkuð og gengið inn á mestallan grundvöll 2I. ágúst- hreyfingarinnar þá hefur hún ekki kippt tilverugrundvellinum undan henni eins og sést af frantansögðu. Hinsvegar hefur miðnefnd nú tekið skref sem hún var ófáanleg til að stiga i fyrra — þegar ekki mátti nefna Sovétríkin á nafn i kjörorðum SHA og jafnframt gefur þetta skref tækifæri til að benda á næsta skref og brautina framundan. Hún felst í því að taka upp kröftuga baráttu gegn báðum risa- veldunum og beina afli islenskra and- heimsvaldasinna sameinuðu til stuðnings þjóðfrelsisbaráttu kúgaðra þjóða og til verndar íslensku sjálf- stæði. Vcrkefni næstu landsráðstefnu SHA markast af þessu. Hjálmtýr Heiðdal teiknari. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.