Dagblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978. 7 Krakkarnir sem hlutu ritgerðarverðlaunin á landbánaðarsýningunni, samankomnir I stalli Litla og Stóra I kvöldhúminu I gær. Þeir eru: Marfa, Elfn, nafnarnir Sigurður, Sigriður, Kristfn Fjóla og Sigrfður Gunnarsdóttir. DB-mynd: Ari. Verðlaun fyrir ritgerðir á landbúnaðarsýningunni: ÞAR TVINNAST SAMAN ALDAGÖMUL SVEITA- MENNING OG NÚTÍMA POPPMENNING BORGANNA Þau Röndótt Mær og Kalli Kúla voru meðal sigurvegara í ritgerðarsamkeppni þeirri sem Búnaðarsamband Suðurlands efndi til i tilefni landbúnaðarsýningar, og auðvitað um það sem gerist í sveit- inni. Að vísu eru rétt nöfn þeirra Röndóttu Meyjar og Kalla Kúlu Kristin Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Gunnarsson. Fyrstu verðlaun í hverju ritgerðarefni fyrir sig, Eftirlætis húsdýrið mitt, Starfsdagur i sveit og Fyrirmyndar sveitabýli.hlu.u þær Sigríður Jónsdóttir ættuð úr Biskupstungum, Elín Guðjóns- dóttir, Laugarási sömu sveit og Kristín Fjóla Bergþórsdóttir en hún var reyndar sú eina sem skrifaði nokkuð um fyrir- myndar sveitabýlið. Kristín er frá Selfossi. önnur og þriðju verðlaun komu í hlut alnafnanna tveggja, Sigurðar Kristins- sonar frá Hörgslandi á Siðu og Selfossi, Mariu Óladóttur og Sigriðar Gunnars- dóttur frá Selfossi. Allir eru verðlauna- hafamir á aldrinum 12— 14 ára. Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri Suðurlands afhenti verðlaunin en hann sat í dómnefnd ásamt þeim Stefáni Jasonarsyni og Kjartani Ólafssyni. Hann þakkaði gefanda verðlaunanna, Dagblaðinu, veglegar bókagjaftr. Bækurnar voru: Ferðabók Eggerts og Bjarna, Dönsk-islenzk orðabók auk Stóru blómabókarinnar. Þeir Jón og Stefán sögðu 20—30 ritgerðir hafa borizt misjafnar að frá- gangi, hugsun og málfari. Eftirtektar- vert væri hvernig sveita- og bæjamenn- ing samantvinnaðist í ritgerðum þessum. Þar tengdist aldagömul menning sveit- anna og poppmenning bæja og borga. Þær ritgerðir er verðlaun fengu þóttu bæði hnyttnar og skemmtilegar en ekki siður fróðlegar. Börnin kváðust ánægð með verðlaunin þótt ekki settust þau þegar niður við að pæla i þeim enda enn gott sumar. Sá I. verðlaunahafi er hress- astur var hafði sagt svo frá í ritgerð sinni að hún var eitt sinn lokuð inni í fjárhúsi af pörupiltum en síðan vill hún verða dýralæknir og fylgist af athygli með nýjasta framhaldsþætti sjónvarpsins. Utifundur til stuðn- ings Tékkóslóvakíu Herstöðvaandstæðingar: Hafna samstarfi við 21. ágúst-hreyfinguna Samtök herstöðvaandstæðinga gangast fyrir útifundi fyrir framan sovézka sendiráðið í Reykjavik á mánudaginn kl. 17.30. Fundurinn er haldinn til að mótmæla innrás Varsjárbandalagsins i Tékkóslóvakíu og veru sovézka hersins þar. Nýstofnuð 21. ágúst-hreyfing hefur einnig sýnt áhuga á að mótmæla innrásinni þennan dag. Bauðst hún til að hafa samstarf við Samtök her- stöðvaandstæðinga en því var hafnað. Miðnefnd Samtaka herstöðvaand- stæðinga taldi að samtökin væru réttur aðili til að standa fyrir andófi þennan dag og I bréfi til 21. ágúst- hreyfingarinnar segir hún að ekki sé ljóst hvert sé tilefni stofnunar hreyfingarinnar. Miðnefndin fullyrðir og að 21. ágúst-hreyfingin haft þegar tekið ákvörðun um aðgerðir þennan dag og kynnt þær i fjölmiðlum án sam- ráðs við herstöðvaandstæðinga. 21. ágúst-hreyfing hefur visað þessu á bug. Segist hún ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um aðgerðir en vilji stuðla að því að sem víðtækust samstaða náist um öflugar aðgerðir. Jafnframt hefur 21. ágúst- hreyfingin lýst þvi yfir að hún telji að baki ákvörðunar miðnefndar búi pólitískur ágreiningur. Miðnefndin sé ekki reiðubúin til að líta á Sovétríkin sem heimsvaldasinnað risaveldi. Hún vilji heldur ekki að aðgerðirnar verði öflugar. Blaðinu er kunnugt um að sams- konar deila kom upp á síðasta ári þeg- ar svipaðir aðilar stóðu fyrir mót- mælum á afmælisdegi innrásarinnar I Tékkóslóvakiu. Undirrótin mun vera ágreiningur milli fylkingarfélaga og alþýðubandalagsmanna í Samtökum herstöðvaandstæðinga annars vegar og marx-lenínista og skoðanabræðra þeirra í 21. ágúst-hreyfingunni hins vegar. Deilan snýst m.a. um skilgreiningar á fræðilegum hugtökum og ýmiss áherzluatriði. GM. Skóg/ugginn hf.. Rauðarárstíg 16 ítölsku sandalarnir komnir aftur. Stœrö 37— 40. Verð kr. 8.995.- Verið velkomin í nýju verzlunina okkar í Rauðará, Rauðarárstíg 16. Sími 11788. Nýr umboðsmaður á: Stöðvarfirði Jóna Maja Jónsdóttir Heiðmörk 11B Sími 5822. BIADIB Kennarar Kennara vantar að Barnaskóla Ólafsfjarðar. Útvegum húsnæði. Nánari upplýsingar gefur Bergsveinn Auðunsson skólastjóri í síma 91 — 41172 í dag og næstu daga. Skólanefnd. Hugmyndasam- keppni um skipulag Mosfellssveitar Keppni þessari er nú lokið og eru verðlaunaðar úrlausnir ásamt öðrum tillögum til sýnis í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfells- sveit dagana 18.—27. ágúst kl. 15—19. Laug- ardaga og sunnudaga kl. 13— 19. Þetta er eina tækifærið sem gefst til að sjá þessar tillögur. Aðgangur er ókeypis. Sveitarstjórn Mosfellshrepps. Skipulagsstjórn ríkisins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.