Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 Grínþáttur sjónvarpsins gagnrýndur: NÆST VERÐUR ÞAÐ BEIN ÚTSENDING Lesandi lætur 1 Ijósi andúð sina á nýjum gamanþætti sjónvarsins. Hann telur þáttinn með öllu óhæfan til sýningar. Það aö næstum hver einasta persóna þáttarins bíður bana á einhvern voveif legan hátt þykir honum mesta hneykslið. Einn drepfýndinn sjónvarpsáhorfandi skrifar. Mig langar til þess að vita hvað kom þeim mönnum sem velja sjónvárpsefni handa okkur íslendingum til þess að hefja sýningar á þessum svokallaða grínþætti, þessum brezka, þar sem Sjérlok Hólms á vist að vera aðalhetjan. Menn hafa nú væntanlega áttað sig. Hér á ég að sjálfsögðu við hinn, nýja drepfyndna (eða hitt þó heldur) laugar- dagsþátt sjónvarpsins, Skapadægur siðmenningar. Þar sem kímnigáfa Breta og forráðamanna sjónvarpsins er ekki upp á marga fiska, sem umrætt dæmi sannar, trúi ég hreinlega ekki að nokkur maður álíti þátt þennan vera fyndni. Ég get ekki sagt að mér hafi stokkið bros á vör allan timann sem þátturinn stóð yfir. Aðaluppistaðan í allri fyndninni voru manndráp. Þarna voru flestar persónurnar skotnar hver á fætur annarri og það átti vist að vera geysilega fyndið. Ef þessi grínþáttur (ef grín skyldi kalla) hverfur ekki sem fyrst af skerminum þá skal ég sjá svo um að landsmenn fái að sjá næsta grínþátt i beinni útsendingu úr sjónvarpssal. Var IngóKur Arnarsson krati? Kommi skrifar: Kratar hafa löngum fengiðskrýtnar hugmyndir í kollinn. En ein er sú skrýtnasta sem ég hefi nokkru sinni rekizt á. Sú hugmynd birtist í bæklingi eða kannski réttara sagt krypplingi sem ég rakst á fyrir skömmu, útgefn- um af Alþýðuflokknum i Reykjavik 1976. Bæklingur þessi, sem heita mun Alþýðuflokkurinn frá fortíð til nútiðar, eins og krötum væri trúandi til þess að segja sjálfir sina skammarsögu; já, bæklingurinn hefst á lýsingu hins eina og sanna jafnaðarmanns eins og þeir kratar imynda sér hann. En það er þó ekki þessi lýsing, sem ég tel svo mjög skrýtna hugmynd krata. Heldur það að efst á sömu síðu trónir mynd af þrælahöfðingjanum Ingólfi Arnar syni. Er hann kannski hinn dæmigerði jafnaðarmaður að áliti krata? ingólfur Arnarsson þræla- höfðinginn var einn sá mesti níðingur og ómenni sem íslandssagan greinir frá. Það versta við mannkerti þetta er sú staðreynd að hann var miskunnarlaus þrælahaldari. Réðist hann á vopnlausa irska bændaalþýðu með ribböldum sínum og hneppti í þrældóm. Þessi staðreynd er nægjanleg til þess að Ingólfs væri getið meðal ómenna íslands, i flokki með þeim Una danska, Merði Valgarðs syni, Jóni Gerrekssyni, Lénharði fógeta og hörmöngurum. Það skal alltaf fara í minar finu taugar að þennan mann, þræla- höfðingjann Ingólf Arnarson, hafa samborgarar minir tekið i guðatölu. Rist af honum líkneski og tigna nú sem fyrsta landnámsmanninn sem hann var aldrei, heldur Náttfari, hús- karl Flóka, þræll og ambátt. Þessi mannleysa. Ingólfur Arnarson, sem réðist að vestanmönnum. þá er þeir höfðu réttilega hefnt harma sinna á bróður Ingólfs, Hjörleifi, og glæpalýð hans, og—vestmenn sátu og mötuðust. Það var nú öll hugprýðin. Nú spyr ég ykkur kæru kratar: Var Ingólfur þrælahöfðingi krati? Hringið r r isima 27022 milli kl. 13 og 15 GREIÐSIAN1979 • • Okukennsla Kennslubifretöin er Toyota Cressida ’78 ogannaðekkL Geir P. Þormar ökukennati Sknar 19896 og 21772 (slmsvari). Fatadeildirnar og tískusýningarnar á FÖT '78 í Laugardalshöllinni eiga vafalaust eftir að koma öllum rækilega á óvart. Tískusýningarnar hefjast kl. 18 og kl. 21 á virkum dögum, en um helgar hefjast þær kl. 15:30. Auk tískusýninga sýna félagar úr Hár- greiðslumeistarafélagi Islands nýjungar í grciðslu. FÖT ’78 er opin daglega kl. 17—22, en kl. 14—22 um helgar. Aðgöngumiðar kosta kr. 700 (fullorðnir) og kr. 300 (börn). STÓRGLÆSILEG SÝNING 1—10. september 1978. IS(ENSK FÖT/78 Spurning Ertu fylgjandi hunda- haldi? Sigurður Ingi Andrésson, tækni- fræðingur: Fyrir bændur já. Pétur Veturliðason, plpulagningamaður: Ekki hér í Reykjavik. Mér finnst einfald- lega að hundar eigi ekki heima í þéttbýli. Nema þá kannski í vissum tilfellum eins og t.d. séu þeir hafðir i einbýlishúsum þar sem fyrir er stór garður, þá geta þeir fengið að vera úti undir beru lofti. Helgi M. Hermannsson, Arnarbæli, ölvushreppi: Já. Af hverju? Nú einfald- lega vegna þess að ég er fæddur og uppalinn i sveit og kann mjög vel við hunda. Hundahald ætti að vera leyfilegt hvnrt sem er í borg eða sveit. Guðrún Sveinsdóttir, ráðskona i brúarvinnu: Já, alveg eins. Af hverju ekki. Að mínu áliti er hundurinn einn af beztu vinum mannsins, þeim má ekki útrýma. Þó í raun og veru eigi þeir ekki hpima hér í höfuðborginni. Gísli Gunnarsson, bifvélavirki: Ja, ég hef nú ekkert á móti því. Menn ættu að hafa fullt leyfi til þess að halda hunda. Og þá fyrst og fremst með tilliti til bamanna en þau hafa vissulega mjög gott af þvi að fá aðalast upp innan um dýr. SigurgísJi Ingimarsson, námsmaður: Ég er á móti hundahaldi hér í Reykjavík, en að öðru leyti hef ég ekkert á móti hunda- haldi, siður en svo. Ég elska nefnilega hunda. En skepnan verður að fá að hreyfa sig, það er ekki eðli hennar að vera fjötruð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.