Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 5 r ASI: Aðildarfélögin framlengi kjarasamninga í eitt ár Miðstjórn ASÍ og stjórnir landssam- banda innan vébanda þess samþykktu i gær stuðning við þá afstöðu, sem mið- stjórnarfundur ASÍ tjáði sig um á fundi hinn29. ágúst sl. Var samþykkt að leggja til við aðildar- félögin að þau framlengi kjarasamninga sína I eitt ár frá 1. desember næstkom- andi, þ.e. til l.des. 1979. Samþykktin var með þeim fyrirvara, að aðgerðir I efnahagsmálum verði ekki látnar skerða kaupmátt launa, sem stefnt var að með kaupgjaldssamningun- um frá 1. júní 1977. Þá er og gert ráð fyrir þvi, að allar aðgerðir stjórnvalda miði að þvi að tryggja fulla atvinnu i landinu. Loks er gert ráð fyrir því, að hin nýja ríkisstjórn hafi fullt samráð við verka- lýðshreyfmguna um félagslegar aðgerði: og aðgerðir í efnahagsmálum. Sérstök áherzla er lögð á, að tryggingabætur aldraðra og öryrkja hækki að minnsta kosti til samræmis við hækkun launa verkafólks. Einnig verði hraðað endurskoðun líf- eyrissjóðakerfisins þannig að allt launa- fólk njóti verðtryggðs lífeyris. Vikið er að dagvistunarmálum, vinnuvernd og fræðslustarfi verkalýðsfélaganna. — BS EIMIifeyrisþegar og fararstjórar á sólarströndu. Bjóða öldruðum vetrardvöl á Mallorka: ÞAR NÆGIR ELLI- LÍFEYRIRINN Undanfarin ár hcfur það færzt mjög í vöxt að aldraðir íslendingar hafa haldið i leyfi til sólarlanda. Hefur verið mjög mikil aðsókn i sólarlandaferðir. Þannig hefur Revkjavikurborg i samvinnu við ferðaskrifstofuna Úrval staðið fyrir sólarlandaferðum ellilifeyrisþega. Steinn Lárusson hjá Úrvali sagði Dagblaðinu að þessar ferðir hefðu gengið það vel að þeir hefðu ekki getað auglýst þær. Þá hefur ferðaskrifstofan Sunna náð sérstaklega hagkvæmum samningum um dvalarkostnað fyrir ellilífeyrisþega. Einkum á þetta við um þriggja mánaða dvöl sem Sunna býður upp á eftir áramótin næstu, þ.e. 3. janúar — 6. apríl. Verðið á þessari dvöl er miðað við ellilífeyrinn eins og hann er frá Tryggingastofnun Rikisins að viðbættri tekjutryggingu. 1 dag er miöað við að verðið verði aðeins kr. 84.000 á mánuði eða um 252 þúsund fyrir þrjá mánuði. Innifalið í þessu verði eru báðar ferðir. dvöl i íbúð með fullkomnum útbúnaði og einni aðalmáltið dagsins. Ekki hefur áður verið boðið upp á svo langar ferðir ellilífeyrisþega til sólar- landa en Þórir S. Guðbergsson hjá Sunnu sagði að þrjú undanfarin ár hefðu verið reyndar skemmri ferðir fyrir ellilíf- eyrisþega, þ.e. 3—4 vikur og einu sinni 8 vikna ferð. Sl. vor hefði skipulagning- unni verið breytt á þann veg að nú væri meiri áherzla lögð á hina félagslegu hlið með því að hafa hópana minni og sam- stæðari t.d. trúarfélag, giktarféiag eða einhverja slika hópa. Lögð verður áherzla á likamsrækt og heilsugæzlu. Ekki verður bara flatmagað í sólinni heldur efnt til göngu- og kynnisferða um Mallorca og leitazt við að kynnast menningu eyjaskeggja. Málefni aldraðra hafa á allra síðustu árum verið nokkuð í sviðsljósinu og er mönnum nú að verða Ijóst hversu þessi hópur hefur verið afskiptur í samfélagi nútímans. Er það þvi fagnaðarefni að ferðaskrifstofurnar skuli ríða á vaðið og skipuleggja sólarlandaferðir fyrir aldraða en slíkar ferðir hafa þótt alveg sjálfsagður hlutur hjá mörgum hinna yngri þegna þjóðfélagsins. Bæta má því við að fáir ættu það e.t.v. fremur skilið en einmitt þeir sem lokið hafa löngu og oft mjög erfiðu dagsverki, oft við hinar erfiðustu aðstæður í þjóð- félagi okkar, að geta notið öryggis, hvildar og góðra daga í sól og sumaryl þegar liða tekur á hin efri ár. Ásgeir M. Ásgeirsson, kaupmaður, er einn þeirra öldruðu islendinga sem haldið hafa til sólarlanda upp á síðkastið. 1 fyrrahaust fór hann í 8 vikna ferð til Mallorca á vegum Sunnu DB hafði samband við Ásgeir og spurði hann hvernig honum hafi líkað. Ásgeir sagði að þetta væri i fyrsta skipti sem hann færi i slíka ferðsem elli- lífeyrisþegi en hann hafi oft áður komið til sólarlanda. Hann sagði að þessi átta vikna dvöl á Mallorca hafi verið alveg dásamlegur tími. íslendingarnir hafi búið á ágætu hóteli þar sem maturinn hafi verið óaðfinnanlegur og miðað við hvað þetta hafi verið ódýrt þá hafi aðbúnaður allur verið mjög góður. Ásgeir sagði að boðið hafi verið upp á ótal skoðunarferðir, en sjálfur hafi hann haldið sig mest í garðinum heima við hótelið þar sem hann hafði farið i flestar þessar ferðir áður. Ásgeir sagði að þetta væri mikil og góð hvíld og „áfengið svo ódýrt, að maður hefur ekki efni á að láta það vera.” Ásgeir sagðist að lokum vilja mæla með því að aldraðir íslendingar notfærðu sér þessar ódýru ferðir til sólarlanda. Þetta væri bezta hvíld sem hugsazt gæti fyrir aldraða. GAJ. Er munur á Jóni og séra Jóni? —forsetabfllinn druílusokkalaus Réttlætis- og siðferðisvitund blaða- manna var óðar vöknuð og rétt þótti að kanna hvort ekki gilti hið sama um Jón og séra Jón i þessu tilliti. Því var haft samband við skoðunardeild Bif- reiðaeftirlits ríkisins og spurt hvort verið gæti að sjálfur bill forseta íslands væri ekki skoðaður og af hverju ekki væru drullusokkar á bílnum. Er árvakrir blaðamenn DB voru á leið um borgina nýverið sáu þeir ann- an bíl forsetaembættisins. Slíkt er raunar ekki í frásögur færandi, nema að því leyti að haukfrán augu DB- manna tóku eftir því að ekki voru aurhlífar á bílnum, eða drullusokkar nánari skoðun kom í Ijós að ekki var heldur skoðunarmiði á framrúðu for- . heldur skoðunarmiði á framrúðu for- setabílsins eins og tíðkast þó á bilum annarra. Að sögn Bifreiðaeftirlitsmannsins eru margir mjög á móti drullusokkum og telja þá skaðvalda. Þeir eiga það því til að setja eitthvað þungt í skottið á bílum sinum til þess að lækka þá og sleppa þannig við drullusokkana. - JH Starfsmaður Bifreiðaeftirlitsins sagði að forsetabílarnir væru skoðaðir ekki siður en aðrir bílar, en ástæðuna fyrir drullusokkaleysinu vissi hann ekki. Samkvæmt reglugerð eiga að vera drullusokkar á öllum bílum. Sú undantekning er þó þar á, að séu Eins og sjá má er forsetabUlinn drullusokkalaus en I Ijós kom að bUar forsetaemb- ættisins eru skoðaðir ekld siður en aðrir. Ef vel er að gáð má sjá að billinn stendur við yflrstrikað P merki. En þetta er nú einu sinni forsetabfil. DB-mynd Ari bílar það langir fyrir aftan hjól, að sé lengdin frá miðju afturhjóli að aftasta punkti bílsins fjórum sinnum lengri en hæðin undir lægsta punkt að aftan þá þarf ekki drullusokka. Vera má að for- setabíllinn falli undir þetta ákvæði, en hann er langur og mikill af Buickgerð. STORMARKAÐUR Í VIKULOKIN Opið 6-10 föstudagskvöld og 9-6 laugardag. Herra-, dömu- og barnafatnaöur í miklu úrvali. Fóöur og ejhi á tilboðsverði. Ný sending afskinnum. Tunguhálsi9. Árbæjarhverfi. Sími85020. Stílhreinir Vinsœlir Sígildir ALHLIÐ Varist Eftirlíkingar LAMPAR ER RÉTT LÝSING

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.