Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 II GODSOGNIN KENNEDY trausts þess vegna. Meðal þeirra má nefna Woodrow Wilson, Herbert Hoover og Wendell Willkie. En allir þessir menn áttu sér merkan starfsferil að baki er þeir komust út í hringiðu stjórnmálanna. Það sem er sérstakt með Edward Kennedy er að þrátt fyrir litið frum- kvæði hans frá byrjun þá umgengust r menn hann eins og miklir leiðtoga- hæfileikar bræðra hans tveggja Johns og Roberts væru einnig vöggugjöf hans, eins konar sending af himnum ofan. Menn héldu fast við þetta þrátt fyrir það að áður en Edward hóf störf á þingi þá hafði ferill hans alls ekki verið skrautlegur. Frammistaða hans í Har- vard háskóla hafði ekki verið neitt til þess að hrópa húrra fyrir. Hann hafði m.a. borgað félaga sínum fyrir það að taka próffyrirsig. Samt sem áður var töluverð hreyf- ing fyrir því að gera hann að forseta- frambjóðanda strax árið 1968, í stað bróður hans Roberts sem myrtur var það ár. Robert var þá talinn líklegur forsetaframbjóðandi Demókrata- flokksins. Þá hefði Edward einnig mætavel getað orðið frambjóðandi flokks síns við forsetakosningarnar 1972 ef ekki hefði komið til slysið við Chappaquid- dick, þar sem ung stúlka drukknaði eftir að öldungadeildarmaðurinn ók út af við brú eina. Margt í sambandi við þaðslyserenn óskýrt. Edward kaus sjálfur að taka ekki þátt i baráttunni fyrir kosningarnar 1976. En timaritið Time hefur látið framkvæma skoðanakönnun þar sem fólk var beðið að nefna líklegasta frambjóðanda Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar árið 1980. Mikill meirihluti nefndi Edward Kennedy, eða 58% þeirra sem spurðir voru. Aðeins 30% nefndu Carter for- seta. 1 skoðanakönnuninni kom einnig fram að ef forsetakosningar væru haldnar i dag, þá myndi Kennedy auð veldlega sigra Gerald Ford, fv. forseta, ef hann yrði frambjóðandi Repúblik- anaflokksins. Hins vegar var talið samkvæmt könnuninni aö Ford myndi sigra Carter. Carter naut ekki einu sinni fylgis Suðurríkjamanna en hann er sem kunnugt er ættaður frá einu suðurrikjanna, Georgíu. Um það bil helmingur þeirra sem spurðir voru töldu að Kennedy yrðí framúrskarandi forseti. Enginn vafi er talinn á þvi að Kennedy sé í dag vel hæfur sem forseti Bandaríkjanna. En þaðerueinnig tylft annarra öldungadeildarþingmanna og ríkisstjóra. En meirihluti demókrata, sem vilja Kennedy sem forseta og einnig flestir þeir, sem standa utan flokkanna tveggja, eru ekki að velja á milli manna. Þeir eru að vekja upp með Edward Kennedy gullaldardaga hinnar stuttu forsetatíðar Johns Kennedys, frá tímum fyrir Víetnam- strið og Watergatehneyksli. Afneitun raunveruleikans Þetta fólk neitar raunveruleikanum i dag og lítur á forsetatíð Johns Kennedys sem tíma sakleysis i sögu Bandarikjanna. Þetta mat er að sjálf- sögðu óraunsætt því ekki er hægt að leita aftur í söguna og það vita allir. Auk þess ber á það að líta að þeir at- burðir sem gerðust seint á sjöunda ára- tugnum og í upphafi þess áttunda í Bandarikjunum eiga sér rætur i for- setatið Kennedys. Það var fyrst i tið Kennedys að verulegur fjöldi hernaðarráðgjafa var sendur til Vietnam. Þá var það einnig i hans tið sem einangrunarstefnan gagnvart Kúbu var tekin upp. En það var ákveðinn glans yfir forsetatið Kennedys. Þessi stutti tími er eins konar keisaratimabil i bandariskri sögu. Forsetinn hefur einangrazt meira síðan, sérstaklega í tíð Johnsons og Nixons. Það er e.t.v. síðasta dökka táknið um óheppni Kennedyanna að það skuli vera Edward Kennedy, sá Kenn- edybræðranna sem minnstan metnað hafði, sem verður tákn pólitisks flótta og ábyrgðarleysis bandarisku þjóðar- innar. Hinar þrjózku vinsældir hans og stuðningur fólks við Kennedynafn- — Meirihluti Demókrata óskar fremureftir Edward Kennedy sem forseta 1980 en Jimmy Carter. — Talið vístað Kennedy sigraði Ford ef hann færi á móti honum ið lýsir einhverju hamslausu i fari bandarisku þjóðarinnar. Með Kennedyunum sjá Bandarikja- menn töfralausn á vandamálum sin- um. Endurtekningu gullaldarinnar sem landsmenn þrá og sjá í draumum sínum. En slík endurtekning er imynd- unein. „Það er þó eitt gott við Edward, hann er ekki þátttakandi i Georgiuklik- unni,” segir i texta myndarinnar og er þar höfðað til Carters forseta. ..... Vinsældir Edwards Kennedy meðal almennings i Bandarikjunum eru með óiikind- um. Kennedy goðsógnin lifir enn góðu lifi. Stærstu hagsmunamál þjóðarinnar Kjallarinn Skyndilega hefur veður snúist á hinum pólitíska himni. Bara ein rikis- stjórn kemur til greina i dag: vinstri stjórn. Ég sagði i grein 16. ágúst að áframhald rikisstjómar Geirs og Ólafs væri liklegt. Ein litil frétt, sem i fyrstu vakti litla athygli, var merki um að Ólafur Jóhannesson — mesti skák- maður islenzkra stjórnmálamanna i dag — teldi nauðsyn að breyta til. Þegar Skandinavar kaupa á 100 kr. kaupum við á 125 Þessi frétt var frásögn verðlags- stjóra af stærsta hneyksli sem nokkru sinni hefur verið opinberað á íslandi, hinum óhagstæðu innkaupum is- lenzkra heildsala og Sambands isl. samvinnufélaga erlendis. Þar var sagt að þegar Skandinavar kaupa vöru á 100 kr. þá kaupa íslendingar sömu vöru á 125 kr. Vitur maður sagði að hér hefði grunur sinn verið staðfestur að nýir verzlunarhættir væru mesta hagsmunamál Islendinga í dag og hann fullyrti að hér væri um tugi millj- arða að ræða. Nú er öllum Ijóst að verðlagsstjóri er embættismaður sem heyrir undir Ólaf Jóhannesson og að Sambandið er stærsti innflytjandinn. Hér kom því ágreiningur i eigin her- búðum hjá Ólafi upp á yfirborðið. Þvi á borði liggur að Sambandið vildi ofar öllu framhald núverandi stjórnar. Ef til vill hefur það ráðið nokkru um ákvörðun Ólafs að fýra þessu skoti að heildsalar höfðu gert litið úr fyrri upp- Ijóstrunum verðlagsstjóra um þetta mál. Og að sjálfsögðu þegir Morgun blaðið nú og þagði þá og það sama gerði raunar Þjóðviljinn lika. Hins vegar skrifaði hinn skemmtilegi og að ýmsu leyti stórsnjalli ritstjóri Timans. Jón Sigurðsson, skynsamlega um málið og fylgdi skotinu eftir af tölu- verðri hörku. Sama gerði Haukur á Dagblaðinu. Hið gullna tækifæri krata Vitaskuld hljóta æðstu menn gjald- eyrismála — menn á borð við Jóhann- es Nordal og Jónas Haralz — að hafa vitað um þetta hneyksli en þeir þögðu lika. Því óhagstæð innkaup þýða hærri tolla og meiri söluskatt fyrir ríkissjóð. — Hvaðgerist nú.spyrja menn. — Verður verðlagsstjóri rekinn eða málið rannsakað? — Hvorugt, hyggég. Á íslandi er enginn jarðaður opin- berlega fyrir að segja satt né er þar til siðs að mál séu könnuð niður i kjöl- inn.Hins vegar er hér hið gullna tæki- færi fyrir krata. I fyrsta skipti i sög- unni er nú jarðvegur fyrir islenzkan stórkrataflokk. Nú þarf bara unga og vaska menn sem vilja vinna að verzl- unarmálum á heiðarlegan hátt. Kemur til greina pöntunarfyrirkomu- lag ellegar stórmarkaðir. Aðalatriðið er að hefjast þegar handa og eyða ekki kröftum eða tíma i óparfa þref. Sem dæmi um hve islenzkir alþingismenn vita litið í sinn haus eða telja almenn- ing sljóan er grein i Morgunblaðinu á sunnudag eftir einn slíkan. þar sem boðið er upp á þetta venjulega þrugl. Það siðvæðir enginn Lúðvík. Leið Dubceks er blindgata Vitaskuld vissu allir gamlir kratar að Lúðvík var óhæfur sem stýrimaður. Þetta verða alþýðubandalagsmenn að skilja ef þeir vilja fylgja kommúnískri forskrift út i æsar. þá verða þeir að taka afleiðingunum. I vestrænum ríkj- um eru kommúnistar hvarvetna tor- tryggðir og það ekki að ástæðulausu. Sannleikurinn er sá að leið Dubceks var blindgata. Þetta sér djúpur hugs- uður á borð við Solsenetsyn. Húman- isk hlið á einræði er og verður aldrei til. Það sýnir heimsku Eðvarðs Sigurðssonar. sem er meðal merkari verkalýðsforingja. að sakast við krata út af þvi þakkarverki að hafa sett spýtu fyrir Lúðvík. Ef Eðvarð vill gera eitthvað upp við einhvern þá á hann að gera upp sakirnar við sjálfan sig. Á kommúnista og krata er reginmunur. Verkalýður í kommúnistaríkjum er sannarlega ekki öfundsverður og verkalýðsforingjar eru þar ekki til. Hins vegar er stjórnarfar á Norður- löndum, Noregi, Sviþjóð og Dan- mörku, hvarvetna talið til fyrirmynd- ar. Þar hafa kratar sem kunnugt er ráðið ferðinni. Fylgið fordæmi Björns Jónssonar Ef að einhverjir í Alþýðubandalag- inu vilja ekki láta bendla sér við Georg Ólafsson verðlagsstjóri — undirmaður Ólafs Jóhannessonar. Hilmar Jónsson kommúnisma þá er ekkert annað að gera en fylgja fordæmi Björns Jóns- sonar og Hannibals og yfirgefa flokk inn og koma til krata. Erum við þá komnir að því atriði sem margir kratar eru súrir yfir: Öiafi Jóhannessyni forsætisráðherra. Flestir okkar vildu fremur Sjálfstæðisflokk- inn.En spurning er hvort sú skoðun var rétt. Eða dettur nokkrum i hug að Sjálfstæðisflokkurinn muni leiðrétta verzlunarmál islendinga? Að kafa ofan i faktúrufalsanir og óstjórn er sannarlega ekki þeirra sterka hlið. En nú gæti margur vafalitið spurt: Er Ólafur liklegur til þess? Hárrétt. Ekki hrópa ég húrra fyrir dómsmálaráð- herranum og skýrsla verðlagsstjóra nú gæti bara verið refskák, þar sem lítill hugur fylgir máli. En á það verður að reyna. Aðalatriðið er að láta hendur standa fram úrermum i verzlunarmál- unum. Það er brýnasta hagsmunamál íslenzks verkalýðs í dag. liilmar Jónsson bókavörður, Keflavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.