Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 *'"■ ' —................... Chevrolet Camaro 350 Super Sport kynntur: Átti lengstu hjólförin á Akureyri Einar Egilsson keypti Camaroinn frá Akureyri. Áður hafði billinn meðal annars haft viðkomu á ísafirði. Til að komast i tæri við næsta kvart- mílubil. sem kynntur er á siðum Dag- blaðsins, urðum við að leggja leið okkar i Kópavoginn og leita nppi mann að nafni Einar Egilsson. Einar er blikksmiður að mennt og starfar h.iá blikksmiðjunni Vogi. Ekki varætlunin að fá að sjá hversu Einar er fær með blikkklippumar heldur að kynnast bíl hans, sem fullu nafni nefnist Chevro- let Camaro 350 Super Sport. Hann er smíðaður árið 1967 og mun eini SS Afturdekkin á Camaronum eru jafnbreið og ein blaðsiða i Dagblaðinu. Camaroinn af þeirri árgerð hér á landi. Chevroletverksmiðjurnar smíðuðu fyrst Camaro bila árið 1966. Þeim var ætlað það hlutverk að keppa við Ford Mustanginn sem naut þá mikilla vinsælda i Bandarikjunum. Enda þótt Camaroinn seldist ekki eins vel og Mustang naut hann mikilla vinsælda. Ef flett er upp i gömlum bílablöðum kemur i ljós að Camaroinn hefur fengið mikið lof, einkum fyrir snerpu og frábæra aksturseiginleika. — Orðið Camaro er komið úr frönsku og merkir félagi eða vinur. Árið 1967 var hægt að panta Chevrolet Camaro með sjö mismun- andi vélum og níu girkössum. Þannig var hægt að fá samtals nitján mismun- andi samsetningar. Vélarnarsem fáan- legar voru voru allt frá 230 kúbika 6 cyl. línuvél upp i 396 kúbika big block V-8 vélina sem skráð er 325 hestöfl standard. Auk þess var hægt að fá hás- ingar með mismunandi drifhlutföllum og mismunadrifum. Bezti spólarinn Einar Egilsson keypti Camaroinn sinn seinni hluta vetrar 1975 og hefur átt hann síðan. Ekki vitum við með hvaða hætti bifreiðin kom til landsins en hún var lengi á Akureyri og ísafirði áðuren hún hafnaði i Kópavoginum. Hér áður fyrr var það bezta skemmtan Akureyringa að spóla upp gilið við kirkjuna. Sá bill þótti kraft- mestur sem gat spólað lengst. Voru spólförin siðan mæld nákvæmlega og merkt við hversu hátt hver bíll spólaði. Lengi vel átti Camaróinn lengstu förin og tóku þeir norðanmenn sig til og máluðu spólförin svo að þau sæjust sem lengst. Tækniatriði Vélin i bil Einars er 350 kúbik- lommur að rúmmáli. Ofan á henni er Weiand X-elerator soggrein með 640 cfm. Holley blöndungi. Knastásinn er 300 gráðu heitur með 0.455 tommu lyftihæð. (Hlutverk knastássins er að opna ventlana á réttum tíma. Tímabil ássins gefur til kynna hversu lengi ventillinn er opinn og er sá timi mældur í gráðum. Miðað er við snún- ing sveifarássins en hann snýst tvo hringi, 720 gráður, meðan knastásinn snýst einn hring, 360gráður. Lyftihæð knastássins segir til um hversu hátt ventillinn lyftist úr sæti sinul. InnsogsventlarCamarosinseru 1.94 tommur en útblástursventlarnir 1.50 tommur. í vélinni eru Chevrolet stimplar og stimpilhringir. Þjöppuhlut- fall stimplanna er 10.5:1. Borvidd vélarinnar er fjórar tommur en slag- lengdin er 3.48 tommur. Heavy duty oliudæla sér um að halda Federal Mogul legunum vel smurðum. Kveikjan er tveggja platínu Mallory meðkveikjumagnara. Aftan á vélinni er fjögurra gíra Munice girkassi með Hurst skipti. Undir bílnum að aftan er tólf bolta Chevrolet hásing með Positraction læsingu og 3.73:1 drifhlutfalli. Spyrnubúkkan:: á hásipgunni smiðaði Einar sjálfur. Felgurnar undir Camarónum eru frá Appliance og eru dekkin á þeim 25 cm að breidd eða jafn breið og ein blaðsiða í Dagblað- inu. Jóhann A. Kristjánsson. Velheppnuð sandspy mukeppni á Akureyri: Einn keppandi kom hlaupandi í mark Sunnudaginn 27. ágúst siðastliðinn hélt Bílaklúbbur Akureyrar sand- spyrnukeppni við Dalvik. Þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður tókst þessi keppni mjög vel, en það má' þakka dugnaði félaga Bílaklúbbsins sem lögðu á sig mikla vinnu til að gera þessa keppni að veruleika. Svo sem fyrr sagði voru aðstæður erfiðar. Sandurinn sem keppt var á var mjög fínn og laus i sér. Enda þótt búið væri að hefla keppnissvæðið, þjappa það með víbrator og dæla vatni yfir það i heilan sólarhring áttu keppnis- bílarnir erfitt með að athafna sig. Festust þeir hvað eftir annað og þurfti til dæmis að draga fólksbilana til baka eftir spyrnurnar þar sem þeir komust það ekki af eigin rammleik. Þrátt fyrir þessa erfiðleika skemmtu áhorfendur og keppendur sér konunglega og áttu lifandi lýsingar Steindórs Steindórs- sonar ekki hvað minnstan þátt í því. Þá vakti það mikla kátínu er einn keppandinn festi bilinn i miðri brautinni og hljóp út i enda til að stoppa tímaklukkurnar. Alls kepptu fimmtán farartæki í keppninni og skiptust þau þannig að jepparnir voru fimm, fólksbílarnir sex og mótorhjólin fjögur. 1 jeppa- flokknum sigraði Benedikt Eyjólfsson en hann keppti á Willys með 428 kúbika Pontiac vél. Bezti timi Bene- dikts var 7.07 sek. Benedikt varð fyrir því óhappi i síðustu spyrnu sinni að brjóta mismunadrifið i aftur- hásingunni. í öðru sæti varð Sigurður Baldvins- son á Willys með327 Chevrolet vél. Timi Sigurðar var 7.91 sek.þriðji varð Haukur Jóhannsson á Bronco með 302 kúbika vél, tími Hauks var 8.22 sek. í fólksbilaflokki sigraði Þórir Tryggvason a Chevrolet Pick-up með 283 kúbika vél. Tími hans var 9.64 sek. Annar var Jóhann Kristjánsson á Ford Mustang með 400 lúbika Chevrolet vél. Tími Jóhanns var 9.91 sek. I þriðja sæti varð Steindór Steindórsson á Dodge Dart GT með 273 kúbika vél. Timi Steindórs var 12.47 sek. Að sögn Páls Kristjánssonar for- manns bílaklúbbsins eru þeir bíla- klúbbsmenn ánægðir með þessa fyrstu sandspyrnukeppni sína og eru þeir farnir að skipuleggja torfærukeppni sem þeir hyggjast halda síðar með haustinu. Ef að likum lætur mun sú keppni vera skemmtileg en þeir félagar hafa sýnt og sannað, með þessari sand- spyrnukeppni og bilasýningum að þeir eru fullfærir um að halda góðar keppnir. -JAK. Í m itorhjóluflokki sigraði Heiðar Jóhannsson en hann kcpptí á, hvorki meira né minna en 1000 kúbiksentimetra Kawasaki hjóli. Heiðar náði bezta tima kcppninnar 6.80 sekúndum. Var Heiðar með jámskófl r hlekkjaðar við aftur- dekkin og náði Kawinn -góðu mipi i lausum sandinum. I öðru sætí varð Valgeir Guðmundsson á Yamaha 1T 360. Timi hans var 8.13 sek. I þriðja sæti var Stefán Finnbogason á Yamaha TT 360. Timi Stettns var 8.29 sek. Þeir Sigurður Baldvinsson á 327 kúbika Willys og Haukur Jóhannsson á 302 kúbika Bronco kepptu um annað sætið i jeppaflokkinum. Sigurður sigraði á 7.91 sek. gegn8.22. DB-mynd: Jóhann Kristjánsson. Texti: JóhannA. Krístjánsson Myndir: RagnarTh. Sigurðsson Ragnar Ragnarsson notaði tækifærið milli spyrna að sprauta vatni á start- svæði hrautarinnar. Búið var að sprauta vatni á brautina stanziaust F heilan sólarhring til að bæta ástand hennar. DB-mynd: Jóhann Kristjáns- sotr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.