Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 15- Hljóðríti gefur út plötur „Astæðan fyrir þvi að Hljóðriti snýr sér að útgáfustarfsemi er fyrst og fremst sú að við teljum að slagsiða sé komin á hljómplötuútgáfuna í landinu. Hún beinist svo til eingöngu að tónlist, sem selst á nokkrum mánuðum og svo búið, en öll klassísk tónlist og nútímatónlist verður aðsitja á hakanum.” Það var Sigurjón Sighvatsson sem gerði grein fyrir framtíðaráætlunum Hljóðrita i Hafnarfirði i útgáfumálum. Boðað var til blaðamannafundar á þriðjudaginn var í tilefni þessarar aukn- ingar á starfsemi fyrirtækisins. Auk for- ráðamanna Hljóðrita voru þar saman Lomnir flestir þeir listamenn sem skrifaðir verða fyrir fimm fyrstu plötun- um, Atli Heimir Sveinsson, Manuela Wiesler, Áskell Másson, Halldór Haraldson ogGisli Magnússon. Sigurjón sagði að þar eð enginn hljómplötuútgefandi hefði treyst sér til að gefa út plötur þessa fólks hefði ekki annað verið til ráða cn að Hljóðriti tæki verkið aðsér. „Við höfum alla tið verið undir þrýst- ingi frá útgefendum um að gefa ekki út hljómplötur,” sagði Sigurjón. „Þeir telja of mikla hættu á að við náum einokunaraðstöðu á markaðinum. En þar eð enginn treystir sér til að taka þessa tónlist upp á arnia sina ætti okkur að vera óhætt að gera það.” — Sigurjón bætti þvi við að ekki kæmi til greina að Hljóðriti tæki að keppa við önnur fyrir- tæki með útgáfu á dægurtónlist. Fimm fyrstu plöturnar Búið er að ákveða útgáfu á fimm hljómplötum. Þar af ættu tvær til þrjár að koma út á þessu ári ef áætlanir standast. Fyrstu plöturnar verða með Manuelu Wiesler flautuleikara og verkum eftir Jón Þórarinsson tónskáld. Á plötu Jóns mun Völuspá hans skipa véglegastan sess, — fylla heila plötu- síðu. Notuð verður gömul upptaka á verkinu frá hljómleikum i Háskólabiói. Stjórnandi verksins er Karsten Ander- sen. Hinum megin á plötu Jóns Þórarins- son verða nokkur af sönglögum hans og eitt crgelverk. • Manuela Wiesler hefur valið til flutnings íslen/k og frönsk nútimatón- verk frá árunum 1920—30 til þessa dags. Þar á nieðal er Sonatina eftir Pierre Boulc/. ntjög virt flautuverk. sem Manuela lék á siðustu Listahátíð. Meðleikari Manuelu á plötunni verður enski píanolcikarinn Julian Dawson- Lyell. Pianóleikararnir Halldór Haraldsson Gisli Magnússon. „alkunnir svingerar í klassiska dúrnum”, ætla einnig að taka til flutnings verk er þeir flutlu á Lista- hátíðinni í sumar. Það cr útsetning Stravinskys á eigin tónverki, Vorblóti, sem útsett er fyrir tvö pianó. Einnig flytja þeir Halldór og Gísli Paganinitil- brigði eftir Lutoslawski. Fjórða hljómplatan, sem Hljóðriti hyggst gefa út, er með verkum eftir Atla Heimi Sveinsson. Á þeirri plötu verða tvö af verkum Atla, annars vegar klarinettutríóið Fremur hvitt en himin- blátt. sem samið er á Langalandi i Dan mörku. Hitt er I Call It. sem samið er fyrir celló píanó, slagverk og manns- rödd. Það er Ruth L. Magnússon söng- kona sem leggur til röddina og að sögn tónskáldsins eru bókstaflega allir mögu leikar hennar nýttir. Fimmta og síðasta platan. seni búið er að taka endanlega ákvörðun um. er helguð Áskeli Mássyni. Hann gerir hvort tveggja að semja og leika verkin á plölunni, en nýtur jafnframt aðstoðar nokkurra annarra tónlistarmanna. svo sem Manuelu Wiesler og Reynis Sigurðssonar. Verk Áskelseru flest nýaf nálinni. þar á meðal lagasafn fyrir flautu og vibrafón og verkin Vatnsdrop inn og Helfró. Þá má einnig nefna að á plötu Áskels verður hörpusóló, sem hann hefursamið. Tónskáldin og hljóðfæralcikararnir, sem skrifuð vcrða fyrir fimm fyrstu plötunum sem Hljóðriti gefur út. Frá vinstri eru Atli Heimir Sveinsson, Guðmundur Emils- son tónskáld og tónhvíslari Morgunblaðsins, Karl Sighvatsson, sem mun stjórna væntanlega hagnaðarhlut af plötusöl- unni. Við höfum fengið hljómplötuút- gáfuna Steina hf. til samvinnu við okkur. Það fyrirtæki mun sjá um dreifingu platnanna, fjármagna gerð umslagsins og pressun. Samningar hafa reyndar enn ekki verið gerðir við Steina en málið verið afgreitt í öllum stærstu atriðum." Fimm aðrar á umræðustigi Auk þeirra Fimm hljómplatna, sem hér hafa verið taldar. er verið að athuga með útgáfu á fimm til viðbótar. Karl Sighvatsson, sem hefur með listræna hlið útgáfunnar að gera. sagði á Sigurjón Sighvatsson og Atli Heimir Sveinsson. Það er komin slagsiða á plötuút gáfuna i landinu. fundinum með fréttamönnum, að nóg væri af góðum tónlistarmönnum og tónskáldum hér á landi. sem enn hefðu ekki fengið að njóta sin á hljómplötu. Þeir sem næstir væru á dagskránni væru hins vegar tónskáldin Þorkell Sigurbjörnsson, Leifur Þórarinsson. Gunnar Reynir Sveinsson og Jón Ásgeirsson. Þá eru jafnframt i gangi umræður um að kór menntaskólans við Hamrahlið syngi inn á hljómplötu fyrir Hljóðrita. Forráðamenn Hljóðrila voru inntir eftir þvi hvort þeir hefðu fengið einhverja opinbera styrki til að standa siraum af útgáfukostnaðinum. Engir styrkir „Við höfum ekki einu sinni sótt um styrk." svaraði Sigurjón Sighvatsson. „Við ætlum að leyfa útgáfunni að komast á skrið áður en við leitum eftir styrkjum. Hitt er annað mál að við erum ekkert sérlega fjáðir. Listamennirnir sjálfir leggja sína vinnu fram ókeypis. en fá Nokkrar umræður urðu á fundinum um upplag á plötunum. Til greina kemur að safna áskrifendum, þar eð um útgáfuröð er að ræða. Talan 500 eintök var nefnd sem líklegt fyrsta upplag, en jafnframt var bent á að með öllu væri ókunnugt um sölumöguleika i öðrum löndum. Atli Heimir Sveinsson lýsti yfir þeirri skoðun sinni að hér væri nú starf- andi lítill en sterkur hópur íslenzkra tónlistarmanna, sem væri orðin kunnur af verkum sínum erlendis. Þvi væri fyllsta ástæða til bjartsýni um plötusölu utan íslands. Ekki árstíða- bundin útgáfa Þá var einnig bent á að bezt seldu bækurnar væru seldar i bókaklúbbum Almenna bókafélagsins og Máls og menningar. Áskriftaformið hlyti einnig að henta hljómplötum, sem ekki væru bundnar neinni sérstakri árstið svo sem jólasölu. „Við verðum að móta útgáfustefnuna allt fram að þvi er fyrstu plötumar koma út," sagði Karl Sighvatsson að lokum. „Það er Ijóst að við verðum að treysta á fjölmiðlana til að ekki mis- skiljist það sem við erum að ráðast i. En aðalatriðið er að við verðum að vera bjartsýn." ÁT. Fyrirtækiö tekur aö sér aö koma á markaö plötum sem aörir útgefendur treysta sér ekki til aö gefa út upptökum platnanna, Áskell Másson, Manuela Wiesler, Halldór Haraldsson, Gisli Magnússon og Leifur Þórarinsson. DB-myndir: Ari Kristinsson. Laugardag og sunnudag frá kl. 14.00 til 18.00 heldur Hljóðfæraverslunin Tónkvísl kynningu á Wurlitzer, Kramer og öðrum hljóðfærum sem verslunin selur. Kunnir hljóðfæraleikarar leika á bestu hljóðfæri sem framleidd eru í heiminum í dag. Kynningin fer fram í versluninni, Laufás- vegi 17. Allirvelkomnir. Meðal þeirra sem leika eru Karl Sighvatsson Wurlitzer píanó Sigurður Karlsson Pálmi Gunnarsson Sonortrommur Kramerbassi Tónkvísl LAUFÁSVEG117 • REYKJAVÍK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.