Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 4
4
ÞINGHOLTSSTRÆTI24.
Kaupum,
seljum nýjar
og notaðar
hljómplötur
OPIÐKL. 1-6
LAUGARDAGA KL. 9-12
V I ——
EIGNAVÖR -SÍMI28311
Ti/sö/u Einbýlishús í Þorlákshöfn 120 ferm ■ (fokhelt), á Eyrahbakka 80 ferm, á Selfossi 120 ferm (tilbúið). Raðhúsag-runnur í Hveragerði, allar teikningar fylgja. Kvöldsímar: 41736 og 74035. Ti/sö/u ’4—5 herb. íbúð við Álfaskeið, 115 ferm. 3ja herb. íbúð, 90 ferm á Selfossi. \ Kvöldsímar: 41736 og 74035.
Ti/sö/u 3 herb. íbúð við Skaftahlíð, 90 ferm, allt sér, ekkert áhvílandi. 3 herb. íbúð við Kópavogs- braut, 100 ferm, góð íbúð. 3ja herb. íbúð við Kópa : vogsbraut, ris. ^ Kvöldsímar: , 41736 og 74035. Okkurvantar; \ mikið af eignum úti á landi, t.d. á Selfossi — Stokkseyri —Eyrarbakka — Keflavík — Hveragerði og víðar. Kvöldsímar: 41736 og 74035.
Ti/sö/u í íbúðir; 4 herb. við Æsufell, 105 'ferm, 4 herb. við Grundarstíg, ca lOOferm, 5 herb. við Leifsgötu, ca 100 ferm, 160 ferm hæð í Garðabæ (fokheld) Kvöldsímar: 41736 og 74035 Okkur vantar t.d. 4 herb. íbúð í vesturbæ, 4 herb. íbúð í austurbæ, 3ja herb. íbúð í Hlíðunum, : 3ja herb. íbúð í vésturbæ, 2ja herb. íbúð á Reykja- víkursvæðinu. einbýlishús í bvggingu. Kvöldsímar: 74035 og 41736
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR l l.SEPTEMBER 1978.
DB á ne ytendamarkaði
Kartöflur eru kæli-
vara sem ekki á að
geyma í skápnum
Mundir vaskinum”
Súrtogsætt:
Kona, sem kallar sig kartöflukerlingu
úr Þykkvabænum, hringdi:
Um daginn skrapp ég í bæinn og
lagði leiö mína í Glæsibæ. Mig sveið
undan að sjá nýjar íslenzkar kartöflur
í grind úti á miðju gólfi í 20—25 stiga
hita! Kartöflurnar voru í loftþéttum
plastpokum og þegar maður tók utan
um pokann fannst greinilega að innst i
pokanum voru kartöflurnar komnar í
graut.
Okkur framleiðendum er legið á
hálsi fyrir að bjóða neytendum
„óætar” kartöflur. En við getum ekki
borið ábyrgð á því hvemig kaupmenn
bjóða þessa framleiðslu okkar til sölu.
Kartöflur eru nefnilega kælivara og
á að meðhöndla þær sem slíkar vörur.
Við höfum margsinnis farið fram á
það við Grænmetisverzlun land-
búnaðarins að þeir stimpli utan á
kartöflupokana „Kælivara”, en ekki
hefur veriö hlustað á okkur.
Ekki bætir svo úr skák, þegar
húsmæðurnar geyma kartöflurnar í
„skápnum undir eldhúsvaskinum”
sem er einhver óheppilegasti
geymslustaðurinn fyrir kartöflur sem
hægt er að finna. — Kartöflurnar á að
geyma í grænmetisskúffunni i
isskápnum.
Kryddaðar plómur
En ef kartöflurnar hafa verið
geymdar í verzlunum í svo sem eins og
vikutíma er skaðinn skeður og
kartöflur, sem þegar eru orðnar
skemmdar vegna lélegrar geymslu
batna ekki þótt þær séu látnar í ís-
skápinn, eftir að heim er komið.
Ég byði ekki i annað grænmeti eins
og t.d. tómata eða hvítkál, ef það væri
meðhöndlað á sama hátt I verzlunum
og kartöflur.
Kartöflubændur vilja því fá neyt-
endur I lið með sér til þess að reyna að
í dag skulum við athuga þriðju
uppskriftina, kryddaðar plómur. Þær
eru oftast til í verzlunum I
höfuðborginni. Til eru bæði rauðar og
gular plómur og gildir einu hvor
liturinn er notaður. Við notuðum
rauðar. Kryddaðar plómur eru sagða
eiga vel við með hreindýrasteik og
rjúpum.
1 kg plómur
3 dledik
2 dl rauðvin
SOOgrsykur
einn heill kanill
8—lOnegulnaglar
l tesk. heill pipar (svartur)
l —2 stk. lárberjalauf
einn heill engifer
Lögurinn er soðinn og kældur. í
uppskriftinni segir að nota eigi 2 dl af
rauðvíni. Ekkert mælir á móti þvi að
nota óáfengt rauðvín, en það fæst I
matvöruverzlunum og kostar 568 kr.
flaskan. Áfengt rauðvín kostar hins
vegar I ríkinu alveg frá 1450 kr.
Einnig stendur að nota eigi heilan
engifer. Hann gátum við hvergi
fundið, þannig að við notuðum
venjulegt engiferduft, 2 tesk. út í
löginn.
Plómurnar eru þvegnar og þegar
lögurinn hefur soðið svolitla stund er
honum hellt.yfir þær. Látið bíða til
næsta dags. Plómurnar eru þá soðnar í
leginum þar til skinnið byrjar að
springa. Þær eru þá teknar upp úr og
lögurinn soðinn áfram í 5—10 mín.
Hann er því næst kældur, vínið látið
út í og öllu hellt yfir plómurnar.
Glösunum er lokaðstrax. Þetta verður
að standa að minnsta kosti i tvo
mánuði áður en það er notað.
Verð:
Plómurnar kostuðu 785 kr.
(rauðar), ef notað er áfengt rauðvin
má reikna með að 2 dl kosti um 350
kr„ en hins vegar kosta 2 dl af
óáfengu rauðvini ekki nema 150 kr.
Öll uppskriftin kostar 900 kr, 1060
með óáfenga víninu en 1250 með því
áfenga.
(Búlgarskt rauðvin kostar 1450 kr.).
-A.Bj.
Plómurnar verða að blða að miimsta kosti I tvo
mánuði þangað til þær verða tilbðnar. Þær verða
þvi orðnar finar með jólarjúpunum.
Nýju islenzku kartöflurnar erugeymdari þéttum plastpokum i grindum úti á gólfi
i verzlunum, en ekki i kæliborði eins og framleiðandi telur æskilegast að geyma‘
þær. — „Svo er framleiðendum kennt um slæma framleiðslu,” segir „kartöflu-
kerling” úr Þykkvabænum. — DB-mynd Hörður.
hafa áhrif á kaupmenn i þá átt að kartöflurnar i þurri og kaldri geymslu
geyma kartöflur eins og annað græn- ef keypt er meira magn en kemst fyrir i
meti, i kæliborðum. Einnig vilja grænmetisskúffunni í ísskápnum, í
kartöflubændur beina þeim eindregnu stað þess að geyma þær „undir eldhús-
tilmælum til húsmæðra að geyma vaskinum”.
DB-mynd