Dagblaðið - 11.09.1978, Side 10
10
Útgefandi jblaðiÖ'hf. •
Framkvœmdiaitjórí: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjénsson.
FréttastjóH; Jón Birflir Pétursson. RitstjAmarfultrúi: Haukur Halgason. Skrifstofustjórt ritstjómar:
Jóhanne i Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoíarfréttastjórar Adi Stainarsson og Omar
Valdimarssor . Handrít: Ásgrímur Pólsson.
'BÍaöamenn: Anría Bjamason, ÁsgeiPf'ómasson, Bragi SigurÖsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs^
son, Guömundur Magnússon, Hallur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónqs Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónssoi^ Ragnar Lór., Ragnhaiður Krístjónsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pólsson.
Ljósmyndir; Arí Krístinsson Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Höröur VHhjólmsson,.
Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Pormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHssorí. Gjaldkeri: Próinn PoríeHsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing-
arstjórí: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiösla, óskríftadeild, auglýslngar og skríf stófur Pverholti 11.
Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 Ifnuri. Áskríf12000 kr. ó mónuöi innanlands. í lausasöki 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun:
ÁfvqÞur hf. SkeHunni 10.
Vafasamur grautur
Margt er vafasamt í meira lagi í
aðgerðum vinstri stjórnarinnar, sem nú
hafa verið kynntar.
í fyrsta lagi er í hæsta máta óréttlátt að
leggja enn skatta ofan á tekjur, sem fólk
hafði fyrir ári. Þessir afturvirku skattar
stríða gegn anda stjórnarskrár og kunna að dæmast ólög-
legir fyrir dómstólum.
Þegar tekna er aflað, á fólk að geta vitað nokkurn
veginn, að hverju það gengur, hvaða skattahækkun
hinar auknu tekjur valda. Skyldusparnaðurinn, sem
gamla stjórnin lagði á tekjur á þessu ári, var harla vafa-
söm aðgerð, sem átti sér formælendur fáa. Nú er enn lagt
ofan á þetta.
Skatturinn, sem ríkisstjórnin leggur á það, sem að
hennar dómi eru lúxusvörur, er ennfremur vafasamur.
Slíkir skattar eiga í rauninni engan rétt á sér, þegar um
ræðir jafnsjálfsagðar vörur og hljómtæki, plötur,
útvarps- og sjónvarpstæki. Næst mun væntanlega koma
í ljós, að vinstri stjórnin telur það mikinn „lúxus”, að
maður eigi bifreið. Hugsunarhátturinn á bak við þetta
heyrir til öðru tímabili en við nú lifum.
Skattar á aðrar stærðir hjá fyrirtækjum en hagnað
orka mjög tvímælis. Sannarlega eru skattsvik víða í
kerfinu, og mörg fyrirtæki, sem komast undan réttum
skattaálögum með því að nota smugur laga til hins
ýtrasta og jafnvel með beinu svindli. En skattur á annað
en hagnað hittir jafnt réttláta sem rangláta. Mörg fyrir-
tæki hafa ekki af neinum leyndum hagnaði að taka.
Hætt er því við samdrætti af þeim sökum.
Með sérstöku álagi á ferðamannagjaldeyri er tekið upp
tvöfalt gengi, þar sem ferðafólk greiðir erlendu myntina
á hærra gengi en aðrir.
Aðferðir ríkisstjórnarinnar i launamálum eru ekki
síður vafasamar.
í rauninni er ríkisstjórnin að falsa vísitöluna með því
að láta niðurfærsluna koma til lækkunar verðbótavísi-
tölu en taka ekki með neinar þær verðhækkanir, sem
orðið hafa allt frá fyrsta ágúst.
Það er ekki aðeins, að gamalkunna aðferðin, sem fjöl-
margar stjórnir hafa beitt, að hækka gífurlega áfengi og
tóbak, sem er utan við vísitöluna, sé í algleymi. Með sér-
stökum kúnstum á nú að greiða kaup í september sam-
kvæmt vísitölu, sem er í reyndinni alls óraunhæf og
tekur ekki mið af verðhækkunum síðustu fimm vikna.
Þessum aðferðum er beitt til að draga úr kauphækk-
unum, sem það mundi valda, að kjarasamningarnir
ganga nú í gildi að hluta.
Ennfremur stefnir í halla á ríkisbúskapnum á þessu
ári, þar sem ekki innheimtist nægilega af hinum nýju
álögum til að mæta auknum útgjöldum fyrir áramót.
Miðlungslaunþegar eru skattpíndir meira en áður.
Margar hinar nýju álögur eru beinlínis ranglátar.
Ekki er mikils að vænta af þeim graut öllum, sem ríkis-
stjórnin hefur nú mallað. Flokkar hennar geta ekki búizt
við auknu fylgi út á þær. Þjóðfélagið hefur ekki batnað
við þær.
Ríkisstjórnin kom ekki að fullum sjóðum. Hún horfði
fram á mikinn vanda og stöðvun mikilvægra atvinnu-
greina. Henni er nokkur vorkunn. En landsmenn munu
krefjast mikilvægari aðgerða og réttlátari i náinni
framtíð.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR ll.SEPTEMBER 1978.
Ráðgátan um Hillside morðin í Los Angeles:
M0RDINGINN
GENGUR LAUS
— tilgátur um að hann sé í fangelsi fyrir aðrar sakir
eða jafnvel dauður
Margir muna e.t.v. eftir fjölmörgum
morðum, sem framin voru i Los Ang-
eles seint á síðasta ári og fram á þctta
ár. Talið var að einn og sami maður-
inn hefði orðið 13 ungum stúlkum að
bana með því að kyrkja þær.
Morðingi þessi var gjarnan nefndur
Hillsidc morðinginn, því fórnarlömb
hans fundust flest í hllðunum um-
hverfis Los Angeles. En spurningin er
hvort morðingi þessi sé enn á ferli i
Los Angeles í leit að tækifæri til þcss
að fremja 14. morðið, eða hvort hann
sé þegar dauður. Möguleiki er einnig
að hann sé í fangelsi, sitji inni fyrir
annað afbrot, ótengt morðunum, en
hefji sama leikinn er hann losnar á ný.
Undarlega langt
hléfjölda-
morðingja
Ár er nú liðið síðan morðingi þessi,
sem talið er að hafi ávallt verið einn,
framdi fyrsta morðið. Og síðasta
morðið, sem talið er að hann hafi á
samvizkunni, framdi hann I7. febrúar
sl. Þá fannst nakið lik Cindy Lee
Hudspedt falið í farangursgeymslu bíls
hennar, sem lagt hafði verið í skógi í
grennd við Los Angeles.
Þrettán lögreglumenn vinna enn að
máli þessu og reyna að hafa hcndur í
hári þessa manns. En eftir þvi scm
tíminn líður getur lögreglan i Los Ang-
elcs æ minna sinnt þessu máli, þannig
að mönnum sem vinna að rannsókn
málsins fækkar stöðugt. Enginn hefur
verið ákærður i máli þessu og lítið er
vitað um hinn hugsanlega morðingja,
sem hélt Los Angeles í greipum óttans
í marga mánuði.
Margir sálfræðingar undrast það að
fjöldamorðingi af þessari gerð skuli
ekki hafa dreipið í 6 mánuði samfleytt.
Er lcitin aö morðingjanum stóð scm
hæst unnu 96 manns stöðugt að því að
reyna að hafa hendur í hári hans.
150 þúsund dollara
verðlaunum heitið
Ungar konur voru heima að kvöld-
og næturlagi vegna ótta við Hillside-
morðingjann og mörg fyrirtæki tóku
upp sérstakar varnir fyrir stúlkur úr
starfsliði sínu og útveguðu þeim fylgd-
armenn hvert sem þær fóru.
Lögreglan rannsakaði um I00 þús-
und ábendingar, sem fram komu í mál-
inu, en almenningur var sérstaklega
beðinn að aðstoða lögrcgluna. Yfir-
völd buðu þeim 150 þúsund dollara
verðlaun, sem komið gæti með upplýs-
ingar sem leiddu til handtöku morð-
ingjans. En morðinginn hélt áfram að
drepa.
Fyrsta fórnarlamb hans var Laura
Collins, 26 ára gömul sýningarstúlka.
Þetta morð vakti ekki sérstaka athygli
lögreglunnar. Talið var að hér væri að-
eins um enn eitt Los Angeies morðið
að ræða. En athyglin var vakin, er
annað morð var framið sex vikum
siðar með svipuðum hætti. í þetta
skipti var fórnarlambið Yolanda
Washington, tvitug stúlka, er átti
tveggja ára gamla dóttur. Og á næst-
unni bærði morðinginn heldur betur á
sér. I nóvember sl. myrti hann sjö
stúlkur.
Eitt sameiginlegt
öllum morðunum
Öll fórnarlömbin voru ung, hið
yngsta Dollie Cepede, sem var aðeins
12 ára að aldri. Allar voru stúlkumar
kyrktar. Sum likin fundust nakin og
höfðu verið svivirt og a.m.k. ein stúlk-
anna hafði verið barin.
Lögreglan hefur komizt að einu
sameiginlegu i öllum morðunum og
stendur í þeirri trú að einn og sami
maðurinn hafi myrt allar stúlkumar.
En lögreglan heldur þessu sameigin-
lega atriði leyndu til þess aðgeta sann-
reynt þctta atriði á þeim sem grunaðir
eru.
Flest likin fundust i fjallshlíðunum í
kringum Los Angeles. Þetta eru
fremur fáfarnar slóðir og í u.þ.b. 9 km
fjarlægð frá Glcndale úthverfi Los
Angclcs. Fómarlömbin eiga sér mis-
jafnan bakgrunn. Sumar stúlkurnar
hafa starfað sem sýningarstúlkur.
Aðrar höfðu hlaupizt að heiman. Enn
aðrar voru skólanemendur, sem
bjuggu í firði og ró á heimilum for-
eldra sinna og stunduðu kirkju reglu-
lega.
Nýr Jack
the Ripper
Allmargir menn hafa verið hand-
teknir vegna Hillsidc-morðanna, en
enginn ákærður. Þeir 13 menn, sem
enn vinna að rannsókn málsins, trúa
því þó statt og stöðugt að morðinginn
náist.
Yfirvöld í Kaliforníu hafa hcitið 54
þúsund dollara fjárvcitingu til þess að
kaupa tölvu til samanburðar á fingra-
förum. Akan Robbins öldungadeildar-
þingmaður Kaliforniu, scm gekkst
fyrir þessari fjárveitingu. sagði að án
tækisins tæki það lögregluna þrjú ár
að bera saman fingraför 80 þúsund
þekktra kynferðisglæpamanna, cn
sama vcrk tæki tölvuna aðeins sex
vikur.
En þrátt fyrir þctta hallast æ fleiri
að því i Los Angeles, að borgin hafi nú
cignazt sinn Jack the Ripper, en þá er
vísað til illræmds fjöldamorðingja er
var uppi í London á 19. öld, en sá
morðingi fannst aldrci.
Margir játuðu á banabeði að hafa
verið hinn eini sanni Jack the Ripper.
Það gæti þvi allt eins farið svo, er
stundir líða i Los Angeles, að margir
muni viðurkenna á banabeði að hafa
verið Hillside-morðinginn illræmdi.
.osAngeles: m ■
Hillside morðinginn
sennilega f undinn
— myrti
12 stúlkur
ogsvívirti
iglan i Los Angeles í
ikjunum er nú að yfir-
7 ára gamlan leikara, sem
vera ábyrgur fynr
n á 12 ungum konum
arna fjóra mánuði. Mikil
ur staðið yfir að morðingja
mna, en þessi morð vöktu
skelfingu. Morðingmn
verið kallaður Htllside
rinn, en allar stúlkurnar
vrktar og sumum nauðgað
fundust síðan í hæðunuro í
mn Los Angeles og voru
Leikarinn, Yorke að nafni var
hanritekinn á heimili sinu eftir a
Hillside-mordin vöktu mikla athygli á sínum tíma. Þessi frétt birtist í DB 9. febrúar sl„ en þá var talið að mordinginn væri
fundinn. Svo reyndist þö ekki vera. Skömmu síðar var 13. morðið framið.