Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1 l.SEPTEMBER 1978. f—......... 1 ÞAÐ ÞARF AÐ VÍSA LANDBÚNAÐINUM TIL SÆTIS Inngangur: Á undanförnum mánuðum og árum hefur ákaflega mikið verið rætt um vandamál landþúnaðarins á Islandi og stöðu hans almennt i íslenzku þjóðlifi. Bændur og fulltrúar þeirra hafa mikið skrifað og talað í rikisfjölmiðlunum og reynt að svara þeirri gagnrýni. sem sett hefur verið fram. Skrif þeirra hafa oftast verið ákaflega tilfinningabund- in, og of fáir hafa reynt að setja fram efnisleg gagnrök án upphrópana um ofsóknir eða þekkingarskort andstæð- inganna. Landbúnaðurinn, eða réttara sagt búfjárafurðaframleiðslan, hefur verið stórkostlegur efnahagslegur baggi á þjóðinni, en fulltrúar landbún- aðarins hafa reynt að bera í bætifláka með því að halda því frani, að með landbúnaðarstefnunni sé verið að halda uppi menningarstarfsemi og við- halda jafnvægi i byggð landsins. Þrátt fyrir. að efnahagsmál þjóðarinnar séu nú i mestu óreiðu og alvarlega horfi með atvinnumál og sköpun nýrra at- vinnutækifæra, er tæpast að sjá. að breytt vcrði um stcfnu, ef marka má samstarfsyfirlýsingu hinnar nýju vinstri stjórnar og aðalfund Stéttar- sambands bænda i siðustu viku. Um gagnrýni á landbúnaðinn og viðbrögð við henni Gagnrýni á landbúnaðinn hefur aðallega beinzt að, eða stafað af eftir- töldum atriðum m.a.: 1. Offramleiðsla á vissum búfjáraf- urðum hefur aukizt að undanförnu. Umframframleiðsla hefur verið seld á erlendan markað fyrir aðeins hluta af framleiðslukostnaði. Rikissjóður hefur greitt hallann af þessum viðskiptum með geysilegum fjárútlátum, sem hafa stungið í auga almennings. Flestir íslendingar hafa t.d. heyrt sögur af kaupunt islenzkra skipa á ódýru is- lenzku dilkakjöti i erlendum höfnum. Þrátt fyrir ákafar tilraunir ýmissa tals- manna bænda til aðgera lítið úr niður- greiðslum af hálfu rikisins. hafa ibúar þéttbýlissvæða trúað þeini svona mátulega. 2. Íslenzkt þjóðfélag heldur áfram að þróast yfir i iðnaðar- og þéttbýlisþjóð- félag. Á skömmum tima hefur orðið Ijóst. að sjávarauðlindir eru takmark- aðar og beitarþol afrétta er af skornum skammti. Þrátt fyrir þessar stað reyndir, hefur verið fjárfest stórkost- lcga i þeim atvinnugrcinum. sem byggja á nýtingu þessara takmörkuðu auðlinda. Svo harl má að kveða. að i mörgurn tilvikum sé um „neikvæðar” fjárfeslingar að ræða. þ.e. fjárfest- ingar. sem kosta peninga en minnka jafnvel þjóðarframleiðslu og skerða hag þjóðarinnar i heild, þótl þeir aðilar, sent við alvinnugreinarnar starfa. telji sig vinna þjóðhagsleg „undirstöðu framleiðslustörr. Mörgum er nú orðið Ijóst, að þessi þró- un cr vægast sagt alvarleg. Algjör for- senda fyrir stefnubreytingu i íslenzku efnahagslifi er endurskoðun á hinum hefðbundnu atvinnugreinum. land- búnaði og sjávarútvegi. Hvorki ríkis- sjóður. almenningur, bankar né sjóðir landsins hafa nægilega peninga til uppbyggingar iðnaðar og nýrra al- vinnutækifæra' meðan uppteknum hætti er haldið áfram. 3. Ferðalög islendinga til útlanda hafa aukizt með ólikindum i seinni tið. Flestir hafa nú kynnzt matvælafram- boði erlendis af eigin raun og sjá nú, hversu íslenzkur landbúnaður er langt frá því að sjá landsmönnum fyrir sam- bærilegu matvælaframboði og tiðkast erlendis. Þetta á einkum við um kjöt, garðávexti og grænmeti. Skyndilega kemur í Ijós, að landbúnaður á Íslandi er tæpast annað en kindakjöts- og mjólkurframteiðsla. en erlendis eru landbúnaðarvörur ákaflega fjölbreytr- legar. Tortryggni í garð forystumanna landbúnaðarins hefur aukizt af þess- um sökum. en þeir hafa gjarnan viljað vera talsmenn landbúnaðar. en eru i raun talsmenn nokkurra búfjárafurða. Framboð og verðlag á ýmsum öðrum matvælum bæði innlendum og að- keýptum, er hér óhagstæðara en vera þyrfti m.a. vegna áhrifa hagsmuna- santtaka sauðfjár- og nautgriparækt- enda. Bændur og talsmenn þeirra hafa tekið gagnrýni ákaflega óstinnt upp. Margir þeirra hafa básúnað út i menn. sem vilji leggja landbúnað niður eða séu á móti landbúnaði. Ég lel mig hafa lesið bróðurpartinn af þeirri gagnrýni, sem sett hefur verið fram, en engan hef ég enn heyrt gera það i alvöru að tillögu sinni. að landbúnaður verði lagður niður Iþ.e. búfjárrækt sbr. áðurl. Mjög margir hafa sem sé verið að bcrjast við vindmyllur. Setningar eins og þessar hafa gjarnan verið notaðar á gagnrýnendur: „Þegar kýrin er dauð. er fjölskyldan i hætlu". „Íslenzkur landbúnaður er ekki sá eini. sem hefur við vandamál að striða". „Hvernig á að nýta landið. ef ekki með sauðfé?" „Stór hluti mann- kyns sveltur”. „Oistækisfull öfga- skrif. „Atvinnurógur". „Bóndi er bú- stólpi. bú er landstólpi”. „Hollt er heima hvað"...Ntðið erengum til frarn- dráttar". „Hvorl cr til vegna hvers. Reykjavík eða landsbyggðin?" „F.nginn má gerast óvildarmaður þjóðar sinnar. að hann hefji steinkast að þeim. er standa að undirstöðuat- vinnuvegum hennar". Þar sem gagnrýni hefur aðallega snúizt um of miklar niðurgreiðslur, út- flutningsbælur og offramleiðslu. er vandséð hvernig megnið af and svörum bænda og fulltrúa þeirra hjtlir yfirleitt i niark. þar sent deilan stcndur um „hversu mikið" cn ckki „hvorl". Menn eru vanir að reikna öfugt í íslenzkum landbúnaði Það er vandséð, hvernig á þvi stendur, að niargir sómamenn til sveita liafa'gjörsamlega umturnazt og fyllzt heilagri rciði i garð gagnrýn- enda, raunvcrulegra og óraunveru legra. Margt fólk stritar frá morgni til kvölds við iðju, sem enginn neitar að sé þýðingarmikið undirstöðustarf. Þetla fólk verður beinlínis að velta hverri krónu, og megnið af þvi fjár- magni. scm fólkinu áskotnasl fyrir framleiðslu sina, fer í rekstrarvörur, vélar og hús. Þeir, sem eru „frarn- sýnir" og duglegir, leggja e.t.v. nótt við dag (il að auka ræktun við erfið skilyrði. Oft á tiðum fjárfcsta menn mikið við mjög erfiðar búskaparað- stæður. væntanlega til þess að unnt verði að lifa þar þolanlegu lífi. Á máli hagfræðinnar hafa þeir stundað óarðbæra fjárfestingu! Hvernig getur það verið', að fólk, scm eyðir engum peningum i hégónta, stritar frá morgni til kvölds og frani- leiðir „undirstöðuvöru”, verður óþyrmilega fyrir barðinu á „illkvittn- um" og „óþjóðlegum" niðurrifsmönn- um á mölinni? Helzta skýringin er sú, að flestir reikna dæmið öfugt. „Til þess að lifa sæmilega á þessum stað, þarf ég svona mikið fjármagn". Menn hafa þvi ákveðnar hugmyndir um það. hvað þeir þurfa að fá fyrir dilkinn og hvað þeir þurfa að slátra mörgum. Hvort neytendur séu tilbúnir að borga svo mikið eða kaupa allt kjötið. það er annað mál. Til þess að hefja búskap nú þarf ungur bóndi svona mikið fjár- niagn. Þar sem meðaltekjur bænda eru svo lágar, þarf ungi bóndinn að fá mjög há lán með nijög lágum vöxtuni! Hvort grundvöllur er fyrir stofnun nýs bús af markaðsástæðum eða hvort viðkomandi bú (xrlir fjárfestinguna Kjallarinn Jónas Bjarnason við viðkomandi búskaparaðslæður. það cr ckki eins Ijóst. Menn hafa almennl gefið sér of margar forsendur i íslcnzkum landbúnaði og eru ekki vanir þvi að lúla markaðslögmálum. Talsmcnn landbúnaðarins hafa verið of uppteknir við að slást við gagnrýn- endur og fjárveitingavald þjóðarinnar i stað jress að sinna belur upplýsinga- þjónustu við landbúnaðinn sjálfan um eðli markaðslögmála og ncylcnda sjónarmið. Um grundvöll fyrir f ramleiðslu Unt 40% af íslenzku kindakjöú er nú flull úr landi og að töluverðu leyti á kostnað rikisins. Útflutningur á kjöti frá íslandi er í hæsta máta óeðli- legur vegna þess. að ýmsar aðrar þjóðir geta frammleitt kjöt á mun lægra vcrði cn við gctum. Það er vegna jress, að islenzkt land og veðrátta eru ekki santbærileg við það, sem viða gerist erlendis. Þetta er grundvallarforsenda, sem menn verða að skilja. Þetia er ekki vamrausi á islenzka bændur, en hlutfallslcg frant- leiðsluaukning hefur orðið ntjög svipuð í landbúnaði og í öðrunt þátl unt íslenzks atvinnulifs á undanförn unt áratugunt. Menn verða bara að taka þessu eins og hverju öðru hunds biti. og það er ekki til neins að bera sig saman við Noreg til að sýna, hvað þetta gengur þó vel hér. Menn gætu þá alvcg eins borið sig saman við Grænland! Ef litið er á kjötneyzluna innan- lands kemur i Ijós, að hér er stunduð mjög ntikil dilkakjötsneyzla. Enda er allt, sent stuðlar að því. Innflutningur er bannaður á kjöti. þótt niðursoðið sé. Verðlag er allt of hátt bæði á svina- og fuglakjöti til þess að um raunveru- lcga samkeppni gcti vcrið að ræða og hið sania er að segja um nautakjöt. Þeir, sem kunnugir eru málum, telja. að unnt sé að lækka vcrulega verð bæði á fugla- og svínakjöti. Fram leiðslueiningar eru allt of litlar. og sá siður rikir i kjötverzlunum. að leggj.i miklu meira á fugl og svin en annað kjöt vegna „taps þeirra" á dilkakjöts sölunni. en eins og áður scgir, er allt núðað við dilkakjötsát. Margir bændur segja, að fugl og svin vaxi ekki af islenzkri mold þvi uppistaðan sé erlent korn. Verulegar umræður hafa spunnizl um þennan þátt og yfirleilt á þann hátt. að tclja svinið og fuglinn óþjóðlegan. Hér er enn eitt dæmið um það. að margir reikna öfugt og gefa sér forsendur. Ef reiknað er út. hvað eitt kílóaf dilkakjöli kostar i gjaldeyri. er það við lauslega útreikninga svipað og eitt kiló af kjúklingakjöti kostar i gjaldeyri. Svipað á við um svinið. Gjaldeyririnn fer i fóður fyrir fuglinn en i vélar. byggingaefni áburðarefni. oliu o.m.fl. fyrir dilkinn. Þannig að báðir eru jafn þjóðlegir eða óþjóðlcgir. Fuglinn og svinið þurfa 2—3 sinnunt færri hitaeiningar til að gefa al sér eitt kíló af kjöti en dilkurinn. en að visu i innfluttu fóðri. Verulegt svigrúm cr til framleiðsluaukningar á fugli og svínurn, enda eru þetta kjöttegund- irnar. sem mest er neytl af l.d. i Vestur-Evrópu yfirleitt. Mcðjöfnun á aðstöðu i kjötframleiðslugreinum, þ.e. i lánamálum. álagningu. slátur- kostnaði og almcnnri afstöðu. gæti svina- og fuglakjötsframlciðsla vcrið verksnúðjurekin og.boðið neytendum upp á kjötverð langt undir núverandi dilkakjötsverði. Aukið nautakjöl á viðráðanlegu verði mun einnig vcra kærkomið ncytcndum og miðað við svipaðar framleiðsluforscndur og nú gilda fyrir kindakjötsframlciðslu. ætti að vera vcrulegt svigrúm fyrir núkla framleiðslu á þessu sviði. Hvað unnt er að gera hérlendis á sviði grænmetis-. stöngul og rótar- hnýðaframleiðslu cr erfitt að stað- hæfa Það er mál ntargra, að ekki sé einu sinni til frambærileg aðstaða til geyntslu á garðávöxlum og framlcið- endur liggi með vörur sinar víða við afleitar aðstæður. Enda má sjá. að t.d. grænmetisframboð hér er nánast ósamboðið menningarþjóð marga ntánuði ársins. Gera þarf nákvæma þjóðhagslega úttekt á forsendum fyrir helz.lu fram- leiðslugreinunt landbúnaðarins. því núverandi verðlagning á helz.lu frani- leiðsluafurðum landbúnaðarins endur speglar ekki siður pólitískar ákvarðanir i formi niðurgreiðslu, lána- kjara, beinna styrkja. áburðarverðs o.fl„ þannig að engin furða er, að margur bóndinn viti ekki hvað er hag- kvæmt og hvað ekki og í örvæntingu sinni grlpi til byggðastefnuhug- laksins, scm enginn hefur enn skilgreint eða bcr ábyrgð á. Það hefur t.d. enginn sýnt fram á hvers vegna nauðsynlegt er talið að viðhalda núverandi fjölda býla. og hvers vegna þau mega ekki vera einum þriðja færri. Samstarfsyfirlýsing vinstri stjórnarinnar Ef þau ákvæði samstarfsyfir- lýsingarinnar, sem varða landbúnað inn. eru skoðuð, kemur fátt nýtt í Ijós, þrátt fyrir stór orð ntargra fyrir kosningar. Mest er um aö ræða fallegar yfirlýsingar um að stefnt verði að sem hagkvæmustu rekstrar- formi og rekslrarstærð búa og frant leiðsla landbúnaðarvara rniðist fyrst og fremst við innanlandsmarkað. Hins vegar segir liður 6, um fyrstu aðgcrðir að verðjöfnunargjald það. sent ákveðið hefur verið af sauðfjár afurðum í ár. verði greitt úr rikissjóði. Það var ncfnilega það. Það þýðir auknar útflutningsuppbætur mcð of- framleiðslunni! Lögunum um Framlciðsluráð land- búnaðarins verður breytt m.a. á þann hátt. að teknir verði upp beinir saniningar fulltrúa bænda og rikis valds um verðlags-. framleiðslu- og önnur hagsmunamál landbúnaðarins. — Þetla var þá gáfulegt. cnda odda- mál bændasamtakanna. Við núverandi aðstæður var skynsamlcgra að tengja verðlags- og framleiðslu- málin nánar markaðinum og neytendum en verið hefur. og færa landbúnaðinn þannig nær markaðs lögmálunum, enda er engin lcið að mcta réttmæti og verðgildi einstakra landbúnaðarafurða nema með því að fá úr þvi skorið. hvað neytendur vilja borga fyrir afurðirnar án stjórnunar- aðgerða með niðurgreiðslum og styrkjum. Ætli þess sé langt að bíða, aö stjórnvöld fallist einnig á kröfur bænda um kvótakerfi? Þaö virðist flest benda í þá átt, að lita beri á búskap á lögbýli fremur sern eyrnamerktan rétt til styrkja úr rikissjóði. freniur en aðstöðu til framleiðslu við markaðs- aðstæður, sem er bezta formið til að auka hagkvæmni og lífskjör hjá íslenzku þjóðinni. Hvað ber að gera? 1. Aðlaga landbúnaðarframleiðsluna smám samanjtiarkaðslögmálum. 2. Draga stórlega úr dilkakjötsfram leiðslu og um leið úr ofbeit á afrélti. 3. Jafna aðstöðu kjötfranúciðslu- greina og leyfa þannig neytcnda sjónarmiðum að liafa ntciri áhrif cn áður. 4. Sluðla að stórbúskap í svina- og ali fuglaræklun. 5. Gcra stórátak i tilraununr og rann- sóknurn á sviði plöntuvals. fram leiðslu oggeymslu ágarðávöxtum og grænnteti. 6. Gera hagkvænmisúttekt á öllunt helztu franúeiðslugrcinum land- búnaðar og upplýsa alþjóð jafn- óðunt. Afleiðingar slikra ráðstafana yrðu eftirfarandi: 1. Stórlega yrði dregið úr fjárfcstingu i ol'framleiðslugrcinum. 2. Ofbeit á afrétti yrði lokið. 3. Fjölbreymi i kjötframboði ykist vcrulega (svina- og fuglakjöt er nú of dýrt til að geta lalizt samkcppnis- Itæftl. 4. Veruleg endurbót yrði i frantboði og verðlagi grænntetis og garðávaxla. 5. Bændabýlunt ntyndi fækka töluvert. 6. i Iteild yrði landbúnaðurinn ntun hagkvæntari en nú er. 7. Tortryggni milli franúeiðepda og neytenda minnkar að ntun. Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.