Dagblaðið - 11.09.1978, Síða 14
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. SEPTEMBER 1978.
íþróttir
Iþróttir
14
I
Iþróttir
Iþróttir
Lokastaðan í
l.deild
Úrslit í leikjum í 1. deild um helgina
urðu þessi:
Keflavfk-Vikingur 3—1
FH-Breiðablik 1—3
IBV-Fram 3—2
Vaiur-Akranes 1—0
Lokastaðan varð þannig:
Valur 18 17 1 0 45-8 35
Akranes 18 13 3 2 47—13 29
Keflavik 18 8 4 6 31—25 20
ÍBV 18 8 3 7 29—24 19
Vikingur 18 9 1 8 27-31 19
Fram 18 7 2 9 23—31 16
Þröttur 18 4 6 8 23-27 14
KA 18 3 5 10 14—39 11
FH 18 2 6 10 22—37 10
Breiðablik 18 3 1 14 19—45 7
Markahæstu leikmenn:
Pétur Pétursson, Akranes, 18
lngi Björn Alb'ertsson, Val, 15
Matthías Hallgrimsson, í A, 11
Atli Eðvaldsson, Val 10
Sigurlás Þorleifsson, lBV, 10
Guðm. Þorbjörnsson, Val, 8
Gunnar Örn Kristjánsson, Vík. 8
Góð þátttaka
ÍÍSAL
— hjá GR. um helgina
Mjög góð þátttaka var i Isal-keppn-
inni sem GR hélt um helgina. 116 hófu
keppni á laugardag í hávaðaroki og varð
árangur frekar lélegur hjá mörgum.
Seinni dag keppninnar urðu þvi nokkur
forföll og luku keppninni mun færri en
þeirsem hófu hana.
Keppt var í 4 flokkum karla og
kvcnnaflokki með forgjöf.
Úrslit urðu þessi:
Meistaraflokkur:
1. Magnús Halldórsson GK 161
2. Július R. Júliusson GK 164
3. Eiríkur Þ. JónssonGR 167
1. flokkur:
1. Björgvin Hólm GR 165
2. Sigurður Sigurðsson GS 167
3. GunnarÓlafssonGR 169
2. flokkur:
1. lngólfur Bárðarson GOS 172
2. Ásgeir Nikulásson GK 176
3. Reynir Þorsteinsson GL 179
3. flokkur:
1. Gunnar Haraldsson GR 172
2. Þorsteinn Þorslcinsson GR 176
3. Björgúlfur Lúðvíksson GR 179
Konur m/forgjöf:
I. Ágústa Guðmundsd. GR 149
2. Sólveig Þorsteinsdóttir GK 152
3. Ágústa Dúa Jónsdóttir GR 156
Ragnar Halldórsson forstjóri Ísal af-
henti vcrðlaunin i mótslok. HBK.
KEFLAVÍK í UEFA-KEPPNINA
Keflavikurvollur, 1-deild,
IBK—Víkincur.3—1 (3—01
Keflvikingar tryggðu sér þriðja sætið
og réttinn til þátttöku i Evrópukeppninni
með þvi að sigra Víking i Keflavik á
laugardaginn með þrcmur mörkum gegn
einu. Guðna Kjartanssyni, þjálfara
liðsins, hefur þvi tekizt að hefja liðið frá
botni, eftir slæma byrjun, og upp í
„bronssætið” i scinni umferðinni. Guðni
tók sjálfur beinan þátt I lokaorrustunni í
ár með þvi að spila með lærisveinum sin-
um, samkvæmt þeirra ósk, sina gömlu
miðvarðarstöðu og sýndi að þrátt fyrir
áralanga fjarveru og þrálát meiðsl hefur
hann engu gleymt af kúnstum knatt-
spyrnunnar.
Aðöllum öðrum ólöstuðum var Einar
Ásbjörn Ólafsson maður dagsins. Eftir
innkast Þórðar Karlssonar i leikbyrjun
og fádæma klaufaskap Diðriks Ólafs-
sonar, markvarðar Víkings, að góma
ekki knöttinn, kom Einar Ásbjöm á rétt-
um tíma og skoraði fyrsta mark leiksins.
Hann átti lika allan heiðurinn af þriðja
markinu á seinustu minútu fyrri hálf-
leiks — skaut hörkuskoti að marki sem
varnarmaður Víkings gat ekki stöðvað
nema með hcndi. Vitaspyrna — um
annað var ekki að ræða af hálfu hins
ágæta dómara leiksins Ciuðmundar
Haraldssonar, sem Einar Ásbjörn
skoraði örugglcga úr. Áöur hafði
Guðmundur dómari orðið að grípa til
flautunnar þegar Þórði Karlssyni út-
hcrja iBK, var illa brugðið innan víta-
teigs Vikinga. Ólafur Júlíusson tók víta
spyrnuna cn Diðrik varði eftir að hafa
komið einum of fljótt til móts við
knöttinn. Knettinum var því stillt öðru
sinni á vítapunktinn og nú var það
Stcinar Jóhannsson, en hann hefur átt
hvern leikinn öðrum bctri með ÍBK að
undanförnu.sem spynti rakleitt i netið.
Þrjú mörk undir í hléi er ckki
óbrúanlegt bil, — sérstaklega þcgar Kári
gamli tckur virkan þátt i lciknum með
blæstri sinum. Með norðanstrekkinginn
i bakið og heilræði Youri llitchev i
kollinum, hófu Víkingarnir stórsókn í
seinni hálflcik, scm fjaraði ekki út fyrr
cn á scinustu mínútunum, þegar vonin
um jöfnun eða sigur var brostin cn þeim
tókst ekki að reka fleyg í vamarmúr
ÍBK liðsins. Voru þar helzt að fótakefli.
bakverðirnir Óskar Færseth og Guðjón
Guðjónsson, Sigurbjörn Gústafsson og
svo Guðni. Einnig greip Þorsteinn
Bjarnason markvörður ávallt vel inn í
leikinn og var það aðalmunurinn á
liðunum hvað Þorsteinn var virkari i
tcignum en Diðrik, markvörður Víking-
Liverpool og Anderlecht hafa ákveðið
leikdaga í „Super-eup” í Evrópu. Fyrri
leikurinn I Brussel veröur 4. desember en
hinn síðari 19. desember í Liverpool. Dr.
Havclangc, formaður FIFA, skýrði frá
því í gær, að hann ntundi ekki verða í
kjöri sem formaður FIFA, alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, 1981. Ilins vegar
mundi hann styðja formann UF.FA,
ítalann Franchi, i það starf.
anna, scm getur varið ótrúlegustu skot
en svo misst fram hjá sér knctti. sem
byrjendur ráða auðveldlega við.
Bczta og nánast sagt cina góða
tækifæri Víkinganna átti Jóhann lórfa-
son um miðjan seinni hálfleik, þegar
hann fékk knöttinn r^tt við vitapunkt,
— en skaut himinhátt yfir. Það átti þó
fyrir honum að liggja að skora mark
ársins í Kcflavík. Eftir árangurslausar
tilraunir við að spila gegnum ÍBK-
vörnina, reyndi Jóhann skot af um 35
metra færi. Knötturinn sveif i fallegum
boga, yftr Þorstein markvörð, rétt sncrti
þvcrslána og í netið, 3—1, og þar með
var punkturinn settur yfir i-ið i marka-
skoruninni i I-deildinni i Keflavík
sumarið 78. mcð óvenjulega glæsilegu
marki.
Víkingarnir hafa oft vcrið ÍBK erfiður
Ijár i þúfu, þegar leikið cr syðra. Að
þessu sinni voru heilladísimar með Kefl-
víkingum. Leikurinn var alls ckki eins
ójafn og markatalan gefur til kynna, cn
tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungnum
drógu mjög kjarkinn úr Víkingunum,
auk þcss sem þeir gerðu sig seka um að
lyfta knettinum i stað þcss að rcyna að
spila „mcð jörðinni" — og það gcrðu
Kcflvikingar reyndar cinnig. Knötturinn
gekk þvi oft mótherja á milli. þar scm
hlaup voru mikil cn litil kaup. Róbcrt
Agnarsson. Magnús Þorvaldsson.
Gunnar Örn Kristjánsson og Jóhanncs
Bárðarson voru virkastir Vikinganna.
-emm.
Knötturinn stefnir aö marki Vikings — en fór framhjá stöng i þetta sinn.
DB-mynd Bjarnleifur.
Bjóöum alls konar mannfagnaö velkominn.
Vistleg salarkynni fyrir stör og smá samkvæmi.
Veisluföng og veitingar aó yðar ósk.
Hafiö samband tímanlega.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR Sími 22322
ÞRÁTT FYRIR ÓSKABYRJUN
FÉLL FH NIÐUR í 2. DEILD
FH skoraði á 1. minútu gegn Breiðablik en tapaði samt. 1-3
FH féll i 2. dcild á laugardag i Kapla-
krika. Þrátt fyrir að FH skoraði i sinni
fyrstu sókn gegn Breiðabliki þegar á
fyrstu mínútu leiksins dugði það ekki
gegn Blikunum, sem náðu að jafna fyrir
leikhlé og skora tvö mörk á siðustu fimm
mínútum leiksins. Óvænt og það hefur ef
að Ukum lætur verið mikill glaumur og
gleði á Spáni en þar dvelja nú flestir leik-
manna KA — þeir höfðu gefið alla von
frá sér. Þess i stað voru það daprir FH-
ingar er gengu af Kaplakrikavelli — 2.
deildin biður þeirra.
Það hlýtur þó að vera Hafnfirðingum
sárabót að hitt Hafnarfjarðarliðið,
Haukar, tekur sæti FH-inga i 1. dcild —
FH-ingum þó ekki. Viðureign FH og
Breiðabliks, fallliðanna, i Kaplakrika var
ekki burðug, knattspyrnan slök og auð-
séð hvers vegna liðin leika í 2. deild
næsta ár. Knötturinn gekk lengst af and-
stæðinga á milli, varnirnar voru opnar
og illa dckkað upp. Þó hefðu FH-ingar
verðskuldað sigur gegn Blikunum, þeir
sköpuðu sér mörg góð tækifæri vcgna
slakrar markvörzlu og lélegrar varnar
Blikanna. En í opnum marktækifærum
tókst FH-ingum ekki að skora'— þess i
stað virtist vonlcysi grípa um sig meðal
lcikmanna FH eftir því sem lcngra leið á
leikinn, og Blikarnir komu inn í mynd-
ina.
FHdngar fengu óskabyrjun, — skor-
uðu í sinni fyrstu sóknarlotu þegar á
fyrstu mínútu. Janus Guðlaugsson
brauzt upp hægri vænginn og sendi
fyrir. Knötturinn fór framhjá þremur
leikmönnum Blikanna, öllum mistókst á
furðulegan hátt að hrcinsa og Viðar
Halldórsson sendi knöttinn i autt mark-
ið, I—0. FH-ingar fögnuðu og virtust
slaka nokkuð á. Næstu minútur voru
tiðindalitlar, þar til á 12. mínútu að Blik-
arnir skoruðu óvænt, úr sinni fyrstu
raunverulegu sóknarlotu. Friðrik Jóns-
son markvörður FH hálfvarði skot frá
Hákoni Gunnarssyni útherja Blikanna
af stuttu færi, Hákon fylgdi vel eftir og
sendi knöttinn í netið, 1 — 1 — óvænt.
FH-ingar vöknuðu til lifsins og sóttu
mun meir það sem eftir var fyrri hálf-
lciks, og hefðu átt að skora mark — já,
mörk. En leikmcnn voru ckki á skot-
skónum, ótrúleg deyfð rikti yfir liði FH í
þcssum þýðingarmikla leik.
Liðin skiptust á að sækja i síðari hálf-
leik og Janus Guðlaugsson misnotaði
mjög gott færi — stóð einn á markteig.
opið markið, en hann skaut framhjá.
Höfuð FH-inga sigu eftir þvi sem á leið-
inn leið og það stefndi i aukalcik FH og
KA. En svo átti ekki að verða. Á 85.
mínútu var Sigurjón Rannvcrsson
skyndilega einn á auðum sjó i vítateig
FH — vörn FH opnaðist illa, eins og
svo oft áður i sumar og Sigurjón skoraði
framhjá Friðriki — 1 — 2. FH-ingar virt-
ust gefa alli upp á bátir.n og cinni min-
útu fyrir leikslok opnaðist vörnin aftur
upp á gátt, Birgir Tcitsson á auðum sjó
og hann átti ekki í erfiðleikum með að
koma kncttinum framhjá Friðriki mark-
vcrði, 1—3 — örlög FH voru ráðin.
Blikarnir drógu FH með sér niður i 2.
deild.
Fáir hafa áreiðanlega átt von á því i
vor að FH og Breiðablik mundu falla i 2.
deild. Bæði félög virtust hafa fest sig i
sessi í 1. deild. Blikarnir byrjuðu afleit-
lcga i 1. deild í vor, náðu sér aldrei á strik
og fljótlega varð Ijóst að hlutskipti Blik-
anna yrði að leika í 2. deild næsta sum-
ar.
FH átti í baráttu við KA og Þrótt um
að halda sæti sinu. og í sannleika sagt
áttu fæstir von á. að FH-ingar misstu
sæti sitt. FH hcfur sannað að liðið getur
leikið vcl — en þess á milli dettur allt spil
liðsins niður, vörnin hriplck og stig hafa
tapazt. FH hefur i sumum leikja sinna
verið mcð góða stöðu, já allt upp i
þriggja marka forustu en glatað henni,
— á siðustu minútum leikja sinna. Þess
vegna cr FH i 2. deild. Róbert Jónsson
dæmdi leikinn, heldur var yfirfcrð hans
lítil cn góð tök hafði hann á leiknum.
H. Halls.