Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978. 7 Fyrsta kolaflökunar- vélin komin til landsins: ÞYDDISTORFELLDA VERDMÆTASKÖPUN J —ef ráðamenn leyfðu auknar veiðar eins og f iskif ræðingar leggja til — eT raoamenn leyi Fyrsta kolaflökunarvélin hérlendis til þessa hefur nú verið reynd i frystihúsi Sjöstjörnunnar í Ytri-Njarðvík í 3 vikur með góðum árangri að sögn Gunnþórs Kristjánssonar verkctjóra i viðtali við DB i gær. Skarkoli, eða rauðspretta, eins og margir kalla hann, þykir herramanns- matur viða um heim og er greitt hátt verðfyrir hann. Hins vegar hefur honum litill sómi verið sýndur til þessa hér og aðallega DB-myndir Guðni Halldörsson, fréttaritari, Akranesi. unninn þannig að hann er haus- og sporðklipptur, siðan heilfrystur og sendur þannig út fyrir lágt verð. Aðeins örlitið brot hefur verið handflakað og sent á vestrænan markað. Þá fæst marg- falt verð. Baader-verksmiðjurnar þýzku fram- leiða þessar kolaflökunarvélar, sem gjörbylta öllum forsendum kolaveiða, þegar vinnubrögð verða orðin þróuð við pökkun og frágang í neytendaumbúðir. Að sögn Gunnórs flakar vélin a.m.k. 700 kg af kola á klukkustund og vinna aðeins þrjár manneskjur við hana. Þetta eru margföld afköst miðað við hand- flökun auk þess sem vélin nýtir kolann betur en handflökun, að sögn Gunn- þórs. Of lítill koli hefur borizt fyrir vélina að vinna úr að undanförnu þar sem bátarnir tveir, sem leggja þar upp til vinnslu, fá aðeins að veiða á Hafnar- leirnum en ekki í Faxaflóa þrátt fyrir að fiskifræðingar séu meðmæltir veiðiskap þar á grundvelli itarlegra rannsókna ppdanfarin ár. Auk þess telja þeir kolann stórlega vannýttan fiskistofn um leið og baráttan stendur uni að verja aðraofnýtta stofna. Afli hvors báts á Hafnarleirnum nú hefur verið frá 250 til 900 kg á dag, en þegar annar fékk að gera tilraunir á Faxaflóa fyrir skömmu var aflinn frá 1,3 tonnum upp í 5,6 tonn þrátt fyrir að tals- verðum tíma væri þá eytt í að flytja sig milli svæða i tilraunaskyni. -G.S. ALLT Á FLEYGÞ FERDíTANGANUM Á Grundartanga er unnið af kappi Skipinu var siglt upp að bakka, sem við að rcisa Járnblendiverksmiðjuna útbúinn hafði verið I þessum tilgangi. fyrir Norðmenn og íslendinga. Á Þar var stefnið galopnað og vagnarnir dögunum komu spennarnir miklu í dregnir á land. Var spennunum siðan land og gekk greiðlega að renna vögn- ekið á sína staði i verksmiðjuhúsinu unum upp á land úr norska skipinu mikla og gekk allt samkvæmt áætlun. sem kom með þá hingað. GUÐRUN SÍMONAR Oóal i kvöld - Nú erujúdóœfingarað hefjast. Hristið af ykkur slenið og iðkið göfiiga íþrótt. Æfingar verða sem hérsegir: Byrjendur Mánudaga og miðvikudaga kl. 19—20. Drengir: Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30—18.20. Framhaldsflokkur Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19—20.30. Innritun að Brautarholti 18 (efstu hœð) á ofannefndum tíma. Sími 16288. Júdófélag Reykjavíkur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.