Dagblaðið - 15.09.1978, Side 14
14
d
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15.SEPTEMBER 1978.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15.SEPTEMBER 1978.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
19
Iþróttir
íþróttir
HalldórHalldórsson:
HÆTTUM FUSKIMEÐ
UNGLINGAFLOKKANA
Árangur Vals og ÍA í sumar fær mann til
að velta því fyrir sér hvort það séu bara tvö
1. deildarlið til á íslandi í dag. Stigatafla
skýrir það bezt. Þar munar niu stigum á
öðru liði og því sem er i þriðja sæti og 28
stigum á efsta liðinu og þvi neðsta. Hver er
svo ástæöan fyrir þcssum mikla framúrakstri
þessara tveggja liða? Það er öllum kunnugt
aö þessi tvö lið hafa haft göða þjálfara und-
anfarin ár. Það segir sina sögu en er þó ekki
einhlitt — en stórt atriði.
Margt bendir til þess að Valur og ÍA séu
drifin áfram af dugmiklum forustumönnum
sem vita hvað þeir eru að fást við. Styrk
stjórn knattspyrnudeilda getur gert marga
góða hluti. Það hefur sýiit sig að svo er með
þessi tvö félög. Þau hljóta m.a. að gefa yngri
flokkunum mikinn tíma þvi annars gæti
árangur þeirra ekki verið jafnsamfelldur og
spannað yfir jafnlangan tima og raun ber
vitni. Eflaust gætu þó bæði Valur og ÍA
eflst sitt unglingastarf mikið frá því sem nú
er þó þar hljóti að vera unnið hvað mest
miðað við önnur íslenzk félög.
Einnig kemur annað til. Leikmenn þess-
ara liöa hljóta að lúta ákveðnum aga.
hlýðni, annars gætu þau ekki skorið sig
svona úr. Allir vita að það er tómt mál að
tala um knattspyrnu ef ekki fyrirfinnst agi
og hlýðni leikmanna.
Tækni á lágu stigi
Það fer varla framhjá neinum, sem fylgist
með knattspyrnu, að tæknilegum atriðum er
mjög ábótavant hjá flestum 1. deildarliðun-
um. Nánast furðulegt hvað þetta veigamikla
atriði ætlar lengi að vefjast fyrir leikmönn-
um 1. deildar. Hver skyldi ástæðan vera? Er
hægl að samræma betur unglingaþjálfunina
innan félaganna? Leggja heildarþjálfunar-
plan fyrir unglingaflokkana og að fylgzt sé
vel með piltunum alla leið upp i elzta aldurs-
flokk svo að drengirnir séu nánast útskrif-
aðir sem kunnandi knattspyrnumenn þegar
jteir yfirgefa unglingaflokkana. Alveg sér-
staklega að þeir uppfylli tækni, boltameð-
ferð. Ljóst er að stór verkefni bíða úrlausnar
og við verðum að vera menn til að vinna að
þeim. Því fyrr — þvi betra.
Mikil vinna
Mikil vinna er nú þegar lögð fram í sam-
bandi við þessa aldursflokka — en i flestum
félögum er rangt að staðið, tæknilega hliðin
látin lönd og leið —eða ekki sinnt nógu
mikið — en hugsað meira um einhverja
sigra í stórkarlaknattspyrnu þessara aldurs-
flokka. í skugga þess sér heildarplan um
þessa verðandi 1. deildarmenn hvergi dags-
ins Ijós. Of seint er að kenna tækni þegar
piltur nálgast tvítugsaldurinn. Grípa
verður drenginn glóðvolgan þegar hann er
hvað móttækilegastur.
Þótt félög sýni góðan árangur hvað snert-
ir sigra í yngri aldursflokkunum þarf það alls
ekki að þýða að uppbyggingin sé rétt knatt-
spyrnulega séð. Að minnsta kosti er alltaf
skortur á meistaraflokksmönnum hjá þess-
um félögum hvað svo marga sigra þau höfðu
unnið i yngri flokkunum. Hvemig stendur á
því?
Berjast!
— Berjast!
Hvað ómar þetta ekki oft um allan völl
þegar yngri leikmenn þreyta keppni. 1
þessum unglingaflokkum okkar er það aðall
að berjast. Sýna hörku. Vera duglegur bar-
áttumaður er aðalsmerkið. En aðalatriðinu,
tækninni, er kastað burt. Vel á minnzt. Ef
Halldór Halldórsson.
DB-mynd Ari.
Halldór Halldórsson, landsliðs-
kappinn úr Val hér á árum áður, er í
hópi sterkustu leikmanna íslands
gegnum árin. Hann lék sinn fyrsta
landsleik 1949 gegn Dönum í Árósum,
skoraði eina mark íslands í leiknum og
varð því fyrstur islenzkra landsliðs-
manna til að skora mark i landslcik á
erlendri grund, þá nýorðinn 18 ára.
Halldór lék 11 iandsleiki — og var
lengi aðaldriffjöður Vals. Fjölhæfur
leikmaður sem gat sér þó mestan orð-
stir sem fram- eða miðvörður.
Þá hefur Halidór gctiö sér gott orð
scm knattspyrnuþjálfari og í grein
þeirri, sem hann skrifar nú i Dag-
blaðið, fjallar hann um sitt hjartans
mál, þjálfun í unglingaflokkunum í
knattspyrnu — atriði sem þvi miður er
litið fjallað um i islenzkum fjölmiðlum.
—hsím.
unglingur hefur góðan skilning á íþróttinni
og uppfyllir viss tæknileg skilyrði ætti sigur-
inn ekki síður að vera þeirra, eða hvað?
Þessi vinnubrögð hefna sín herfilega
jtegar lið eiga að fara að stilla upp sínu
meistaraflokksliði í 1. deild og nota þessa
sömu leikmenn þá. Mér finnst hér sé mál að
linni og félögin fari að taka á þessu mjög svo
brýna máli af meiri skilningi og festu. Með
öðrum orðum: Hættið að fúska með ungl-
ingaflokkana.
KSÍ gæti ábyggilega unnið mikið meira að
þessum málum og verið félögum til ráðu-
neytis. Ljóst er að verði þáttaskil í þessum
málum markar það tímamót I íslenzkri
knattspyrnu.
T ækni vankunnátta
sprottin af
röngu uppeldi
„Ungur nemur — gamall temur”. Það
sjáum við bezt á þeim mörgu 2. deildarliðum
sem eiga nú sæti í 1. deild. Það er nánast
furðulegt á stundum að sjá aðfarirnar hjá
þessum I. deildarmönnum. Þar speglast bezt
öll sú ranga meðferð sem þeir fengu í sínu
knattspyrnu-uppeldi. Ég skora því á öll þessi
félög að endurskoða rækilega stefnu sina
varðandi unglingaflokkana. Kanna vel
hvernig megi lagfæra hlutina til hins betra.
Haft er eftir þjálfara I. deildarliðs hér að
skortur sé á hugmyndaríkum leikmönnum I
íslenzkri knattspyrnu. En er ekki undirstaða
þess að vera hugmyndaríkur að hafa næga
tækni til þess að vera síðan fær um að tjá
hugmyndir sinar á litríkan hátt? Leikmaður,
sem er í eilífri baráttu við knöttinn, kemst
ekki á það stig að beita hugmyndaflugi.
Landsliðið
Oft gætir snefils af þessu hjá hinu annars
ágæta landsliði okkar. Landinn á oft erfitt
með að halda bolta. Yfirleitt beinist athygli
leikmanna mest að þvi að missa ekki boltann
of langt frá sér og annað þvíumlíkt. Oft sér
maður ótimábæra sóknartilraun hjá lands-
liði okkar, sókn byggða á sandi.
Lið sem getur haldið knetti á margbreyti-
legan hátt meðan sókn er undirbúin uppfyll-
ir vissulega tæknileg atriði.
Er ekki grundvallarástæðan í mistökum
okkar brostinn hlekkur í uppbyggingunni
(unglingaþjálfunin)? Þó íslenzka landsliðið
hafi oft unnið góða sigra skortir stundum
mikið á að leikmenn þess séu nógu sannfær-
andi I návist knattarins. Að vísu eru undan-
tekningar en heildarmyndin er ekki nógu
góð hvað þetta snertir.
Enginn getur krafizt mikilla sigra af is-
lenzka landsliðinu. Öll landslið, jafnvel það
bezta i heimi, geta tapað leik eða leikjum.
En krefjast verður meiri tæknikunnáttu hjá
okkur — og með þeim aukast sigurlikur.
Það hlýtur að vera léttara hlutverk leik-
manns sé tæknin fyrir hendi. Að sama
skapi niðurdrepandi sé klaufalega staðið að
— og þar með hljóta sigurlíkurnar að
minnka að sama skapi. Landslið okkar hefur
staðið og fallið að miklu leyti á dugnaði og
náð undraverðum árangri. En hugsum
okkur hver árangurinn hefði getað orðið ef
tæknin væri að sama skapi góð.
Ég held að þessum hlutum verði aldrei
kippt i lag fyrr en unglingaþjálfun tekur al-
gjörum stakkaskiptum frá því sem nú er.
Það er það sem allt vcltur á um hvort við
eignumst gott landslið en ekki hvort lands-
liðsþjálfarinn heitir Youri eða Knapp.
Halldór Halldórsson
knattspyrnuþjálfari.
Baccardi-
keppni hjá GR
Á morgun, laugardag heldur
Golfklúbbur Reykjavíkur sina árlegu
Baccardi-keppni sem er 18 holu högg-
leikur með forgjöf. Keppnin hefst kl. 13
og verða allir ræstir út á öllum brautum
á sama tima, þannig að allir keppendur
hætta samtimis. Félagar í GR eru hvattir
til að mæta þvi nú liður senn að lokum
golfvertíðar og fri frá golfl framundan.
Eftir keppnina eru á boðstólum
veitringar i samræmi við heiti
keppninnar ásamt ýmsu fleiru — einnig
verða verðlaun veitt sem eru mjög
glæsileg eins og alltaf í þessari keppni.
Sem sagt allir GR-ingar, sem eru 18 ára
og eldri i Baccardi-kcppnina kl. 13 á
morgun. -HBK
15 í Hollandsleikinn
Þeir Árni Þ. Þorgrímsson, formaður
landsliðsnefndar, og Youri llitchev, lands-
liðsþjálfari, völdu i gær 15 manna landsliðs-
hóp i Evrópuleikinn gegn Hollandi hinn 20.
september nk. Landsliðið heldur utan á
sunnudag en leikið verður á miðvikudag i
Nijmegen. Fjórir leikmenn frá erlendum
liðum eru i hópnum, Ásgeir Sigurvinsson,
Standard, Jóhannes Eðvaldsson, Celtic,
Árni Stefánsson og Jón Pétursson, Jönköp-
ing, og munu þeir koma til Nijmcgen á
mánudag.
Eftirtaldir leikmenn eru i hópnum.
Markverðir: Þorsteinn Bjarnason, Kefla-
vík, og Árni Stefánsson, Jönköping.
Aðrir leikmenn: Janus Guðlaugsson, FH,
Árni Sveinsson, Karl Þórðarson og Pétur
Pétursson, allir Akranesi, Jón Pétursson,
Jönköping, Jóhannes Eðvaldsson, Celtic,
Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, Atli
Eðvaldsson, Dýri Guðmundsson, Guð-
mundur Þorbjörnsson og Ingi Björn Alberts-
son, allir Val, Ólafur Júliusson og Sigurður
Björgvinsson, báðir Keflavik.
I fararstjórn eru Ellert B. Schram, for-
maður KSt, Friðjón Friðjónsson, Hilmar
Svavarsson, Árni Þ. Þorgrímsson og Youri
llitchev, þjálfari.
Blaðamaður frá Dagblaðinu, Hallur Sím-
onarson, verður með í förinni og strax á
mánudag munu fyrstu fréttir af landsliðsför-
inni verða í DB.
Heimsmeistarinn Leon Spinks, til vinstri, og Muhammad Ali „léku sér” á blaðamannafundi, þegar þeir skrifuðu undir
samning um leikinn i New Orleans.
Endurheimtir Ali
meistaratitilinn?
— Leon Spinks og Muhammad Ali keppa um heimsmeistara-
titilinn í þungavigt í nétt í New Orleans, Ali 10 kg þyngri
Endurheimtir Muhammad Ali heims-
meistaratitilinn í þungavigt í hnefa-
leikum i nótt i New Orleans eða lýkur
þar ferli mesta hnefaleikara allra tíma?
Það er stóra spurningin i iþrótta-
heiminum í dag. í nótt mætast þeir öðru
sinni Leon Spinks, sem vann svo óvænt
heimsmeistaratitlinn i keppni við Ali
fyrir sjö mánuðum, og meistarinn mikli
Ali.
Það verður 15 lotu leikur á stærsta
leikvangi heims innanhúss í New
Orleans. Þar rúmast 85 þúsund áhorf-
endur í sæti. Reiknað er með 50 þúsund
— en milljarður víða um heim mun
fylgjast með leiknum í sjónvarpi. Tekjur
íslandsmót
ísnóker
íslandsmótið í snóker, 1. flokki, fer
fram á Klapparstfg á mánudag og þriðju-
dag —hefst bæði kvöldin kl. 8. 16
keppendur taka þátt i 1. flokki, keppt
verður með úrsláttarfyrirkomulagi.
Meðal keppenda verður núverandi is-
landsmeistari 1. flokks, Guðni Halldórs-
son, og íslandsmeistari 2. flokks, Óttar
Felix Hauksson.
Íslandsmótið i 2. flokki verður 8. og 9.
október og i meistaraflokki 23. og 24.
október.
af aðgöngumiðasölu eru áætlaðar fimm
milljónir dollara.— Aðaltekjurnar verða
eins og áður af sjónvarpsréttinum. Þetta
verður i fyrsta sinn, um langt árabil sem
Ali fær minna í hlut en mótherjinn —
eða frá fyrstu leikjum hans. Hlutur
Spinks verður 3.75 milljónir dollara. Ali
3.25 milljónir. Ef Ali tapar leiknum er
talið öruggt að hann leggi hanzkana á
hilluna fyrir fullt og allt. Hætti. Hann er
nú 36 ára — en Spinks er 25 ára og er
aðeins heimsmeistari WBC — annars
heimssambandsins í hnefaleiknum. Hitt
svipti hann titlinum, þegar hann vildi
frekar berjast aftur við Ali en keppa við
Norton. Það gerði Norton að heims-
meistara á pappimum og Norton tapaði
pappírstitlinum í sínum fyrsta leik.
Þegar Spinks og Ali voru vigtaðir i
gær reyndist Ali tæpum 10 kg þyngri.
100.24 kg en Spinks 91.17 kg. Þegar þeir
kepptu fyrir sjö mánuðum var Ali
101.72 kg. Spinks 89.47 kg. Ali hefur því
létzt, sem lofar góðu fyrir aðdáendur
hans — Spinks þyngzt. Ali er aðeins
hærri, 1.90 sm. Spinks 1.87 —enAlier
allurbreiðariumsig.
Hjá veðmöngurum er Ali talinn sigur-
stranglegri — eins og nær alltaf áður.
Veðmálin standa honum 2—1 í hag.
Þetta verður 59. leikur hans sem atvinnu-
maður. Áður unnið 55 — tapað þremur.
Fyrir Joe Frazier, Ken Norton og
Spinks. Leon Spinks hefur keppt átta
sinnum, sem atvinnumaður og ekki
tapað. Þegar hann vann Ali 15. febrúar í
Las Vegas stóðu veðmálin Ali 7—1 í
hag. Spinks vann 178 leiki af 185 sem
áhugamaður og varð ólympíumeistari í
léttþungavigt 19761 Montreal.
' Vcstur-Þýzkaland sigraði Finnland
118—94 í landskeppni í frjálsum
íþróttum i Liidensched i gær — eftir tvo
keppnisdaga. t kvennagreinum unnu
Þjóðverjar einnig 98—58.
Brezka ólympiunefndin þingaði í
Brighton á Englandi i gær og þar var
samþykkt að Bretar taki þátt í Ólympiu-
leikunuum i Moskvu 1980. Raddir hafa
verið uppi á Bretlandi um það að taka
ekki þátt í leikunum — en
ólympíunefndin brezka sá enga ástæðu
til að senda ekki keppendur þangað.
Tveir aðrir Evrópuleikir voru í gær,
báðir i UEFA-keppninni. í Aþenu
sigraði Olympiakos Piraeus, Grikklandi,
Levski, Spartak Sofía, Búlgaríu, 2—1.
Staðan i hálfleik var 0—1. Áhorfendur
voru 30 þúsund. Mörk gríska liðsins
skoruðu Kritikopoulos og Kaltsas en
Barsov fyrir Levski.
í Búdapest sigraði Honved Andaspor
frá Tyrklandi 6—0 að viðstöddum
aðeins 6000 áhorfendum. Mörk ung-
verska liðsins skoruðu Weimper, 2,
Lukacs, Gyimesi, Bodonyi og Nagy.
FIMM GAMLIR UVERPOOL-
KAPPAR HJÁ SWANSEA CITY
Ian Callaghan, einn af Evrópumeistur-
um Liverpool, sem nú er 35 ára, skrifaði
undir samning I gær við Swansea City i
3. deild — en lengi hefur staðið til að
hann byrjaði að leika með liðinu. Fimm
gamlir Liverpool-leikmenn verða þá I liði
Swansea. Ekki þurfti John Toshack,
framkvæmdastjóri og leikmaður Swan-
sea, að greiða Liverpool fyrir Callaghan
— aðeins leikmanninum, þegar hann
undirritaði.
Ian Callaghan hefur tvivegis leikið
hér á Laugardalsvellinum. Fyrst með
Liverpool gegn KR fyrir góðum áratug i
Evrópukeppninni og síðan með Bobby
Charlton. Hann lék 850 leiki með Liver-
pool — þar af 640 deildaleiki. Hvort
tveggja met leikmanns hjá Liverpool.
Lék á síðasta ári i enska landsliðinu —
eftir 11 ára hlé. Hann lék þó aðeins fjóra
landsleiki í allt.
Swansea er nú I efsta sæti ásamt Hull
í 3. deild og eins og áður segir leika þar.
nú fimm gamlir Liverpoolkappar. Þeir
hafa komiö til félagsins eftir að John
Toshack, sem um árabil lék með Liver-
pool, tók við stjórn Swansea. Auk
Toshack og Callaghan er Tommy Smith
þar en hann var um langt árabil fyrirliði
Liverpool á leikvelli. Hann lék einnig i
liði Bobby Charlton á Laugardalsvelli.
Þessir þrír leikmenn eru ailir komnir vel
yfir þritugt.
Hins vegar eru einnig komnir til
Swansea tveir leikmenn, sem talsvert
léku með þessum köppum hjá Liverpool
þó þeim tækist ekki að ná föstum sætum
í liðinu. Phil Boersma kom frá Luton
eftir að hafa áður leikið með Middles-
borough. Hann lék 83 leiki með Liver-
pool og skoraði 18 mörk áður en hann
var seldur til Middlesborough fyrir 70
þúsund sterlingspund. Þá er Alan
Waddle einnig kominn til Swansea en
hann lék aðeins um 20 leiki fyrir Liver-
pool. Miðherji og skoraði fyrir Swansea
á laugardag gegn Watford í Lundúnum.
Þá skipti annar kunnur leikmaður um
félag í gær. John Duncan var seldur frá
Tottenham til Derby fyrir 150 þúsund
sterlingspund. Sú sala kemur talsvert á
óvart því Duncan hefur verið markhæsti
leikmaður Tottenham undanfarin ár. Þó
ekki getað unnið sér fast sæti í liði
, Tottenham undanfarið. Hann er fyrsti
leikmaðurinn, sem fer frá Tottenham
eftir að félagið keypti tvo argentínska
heimsmeistara fyrir tveimur mánuðum
— þá Ardilesog Villa.
D
IBV í 2. umferð UEFA-
keppninnar á útimarki
Örn Óskarsson jafnaði fyrir ÍBV í 1-1 á lokamínútu leiksins við Glentoran í Belfast
„Leikur ÍBV breyttist mjög til hins
betra i síðari hálfleik, þegar varnar-
maðurinn Örn Óskarsson var færður í
framlínuna. Og það var hann, sem jafn-
aði fyrir ÍBV í 1-1 á lokamínútu leiksins.
Það nægði íslenzka liðinu til að komast i'
2. umferð UEFA-,keppninnar. Báðum
leikjum Glentoran og ÍBV lauk með
jafntefli, 0-0 á tslandi, og 1-1 i Belfast, en
markið á útivelli réð úrslitum,” segir
fréttastofa Reuters um leik Glentoran og
ÍBV í Belfast í gær. Einnig segir þar, að
irsku leikmennirnir hafi ráðið gangi
lciksins í fyrri hálfleik og John Caskey
skorað fyrir Glentoran nokkrum sek-
úndum fyrir hálfleik.
tBV er þvi þriðja íslenzka liðið, sem
kemst í 2. umferð í Evrópukeppni, Vals-
menn urðu fyrstir til þess á kostnað liðs
frá Luxemborg — og siðan komust
Akurnesingar í aðra umferð, þegar þeir
unnu Omonia frá Kýpur I
Evrópubikárnum — keppni meistara-
liöa.
Til átaka kom eftir leikinn í Belfast i
gær. Þegar leikmenn voru að yfirgefa
völlinn hlupu nokkrir áhorfendur niður
á völlinn og einn þeirra réðst að
Friðfinni Finnbogasyni, miðverði IBV,
og stærsta manni liðsins. „Leik-
maðurinn var sleginn niður og missti
meðvitund. Var fluttur á sjúkrahús,”
segðir George Skinner, þjálfari ÍBV, í
viðtali við fréttastofu Reuters í gær-
kvöld.
Áhorfendur í Belfast voru um 5000
og var leikurinn heldur slakur.
Glentoran mun betra liðið framan af en
Ársæll Sveinsson, markvörður ÍBV, var
þeim erfiður Ijár i þúfu. Varði snilldar-
lega allan leikinn, og var bezti maður
liðs síns. I síðari hálfleiknum sóttu Vest-
mannaeyingar I sig veðrið þó svo bezti
framlínumaðurinn Sigurlás Þorleifsson
yrði að yfirgefa völlinn vegna meiðsla,
Það var um miðjan síðari hálfleikinn.
Örn var þá færður fram — og honum
tókst að jafna í lokin. Varð á undan
markverði Glentoran að knettinum, þeg-
ar Valþór Sigþórsson hafði spyrnt inn i
vítateiginn og skoraði.
„Ekki verið á betra þingi”
—sagði forseti alþjóðasambands handknattleiksmanna,
Svfinn Paul Högberg—Frábær aðstaða á Lof tleiðahételinu
„Við erum mjög ánægðir með hve
þing alþjóðahandknattlcikssambands-
ins tókst vel að Hótel Loftleiðum — og
likur benda til, að það verði hagnaður
fyrir Handknattleikssamband tslands
af þinghaldinu. Það stafar nokkuð af
gengissigi doliarans siðustu vikur og
mánuði en þegar þinghaldið var
ákveðið I upphafi var allur kostnaður
miðaður við gengi dollarans,” sagði
Gunnar Torfason, sem var fram-
kvæmdastjóri þingsins, þegar blaðið
ræddi við hann i morgun. t fram-
kvæmdanefnd voru auk hans Axel
Einarsson og Sigurður Jónsson.
„Ég hef ekki verið á betra þingi,”
sagði forseti alþjóðasambandsins, Sví-
inn Paul Högberg, eftir það — og
sovézku fulltrúarnir sögðu: „Það er
aðeins hægt að halda jafn gott þing.”
Næsta þing sambandsins verður i
Moskvu 1980.
Erlendir fulltrúar og gestir á
þinginu voru 150 og voru þeir á einu
máli um að einstaklega vel hefði verið
að þeim búið á Loftleiðahótelinu — og
hótelið væri mjög vel búið fyrir slikar
ráðstefnur. Þá var fyrirgreiðsla Flug-
leiða mikil.
„Starfsfólk Loftleiðahótelsins létti
mjög á okkur í sambandi við þing-
haldið — og það var mikil vinna, sem
það lagði á sig. Fánar allra þátttöku-
þjóða voru á borðum fulltrúa og
notuðu fulltrúar þá við atkvæða-
greiðslur. Þeir voru margir fánarnir og
í fyrstu vantaði sex eða sjö en því var
strax kippt í liðinn. Á síðustu stundu
bættist svo fulltrúi frá Bahrain við
þingfulltrúa. Það er lítið olíuriki við
Persaflóa — og Emil Guðmundsson,
aðstoðarhótelstjóri, var ekki lengi að
komast yfir fána frá þvi riki,” sagði
Gunnar Torfason ennfremur.
Þingfulltrúar sátu boð mennta-
málaráðherra á sunnudagskvöld í
hótelinu en þinginu lauk fyrr um dag-
inn. Á mánudag var farið í boði
Kynnisferða til Gullfoss og Geysis
með þingfulltrúa og borðað að
Flúðum. Sú ferð tókst mjög vel og
ísland skartaði sínu fegursta. Veður
frábært — og þátttakendur i sjöunda
himni með boð Kynnisferða. HSÍ í
stórri þakkarskuld við það fyrirtæki. Á
þriðjudag héldu hinir erlendu fulltrúar
heim. Eins og áður getur verður næsta
þing i Moskvu 1980 í sambandi við
ólympiuleikana og þá fer fram stjórn-
arkjör. Þingin eru haldin á tveggja ára
fresti — en stjórn kjörin á fjögurra ára
fresti.
'l
Ólafur H.
Jónsson
Handboltapunktar
frá V-Þýzkalandi
Axel
Axelsson
Erfiðasta og harðasta fyrstu
deildar keppni heims byrjuð!
Minden 11. september 1978.
Um síöustu helgi hófst 1. deildar-
keppnin i handknattleik hér i Vestur-
Þýzkalandi. Það sem einkennir þessa
keppni er hve mikil harka er leyfð og hve
mikil áhrif áhorfendur geta haft á úrslit
leikja. Ennfremur er áberandi hve dóm-
arar geta verið hlutdrægir í dómum
sinum og þá heimaliðunum i hag.
Úrslit í fyrstu umferð — í allt verða
leiknar 26 umferðir — urðu eins og flest-
ir höfðu reiknað með. Það var því ekki
um óvænt úrslit að ræða. Tólf þjálfarar
af 14 í 1. deildinni spá því að Gummers-
bach muni sigra í deildinni á leiktimabil-
inu. Óneitanlega litur lið þeirra sterkast
út á pappírnum en ekki er þó öll von úti
enn fyrir þau lið sem ætla sér líka að
vera I baráttunni um meistaratitilinn,
eins og til dæmis Grossvallstadt (liðið
varð meistari á siðasta keppnistimabili),
GW Dankersen, Hofweier og Nettel-
stedt. Flestir reikna með því að þau lið,
sem komust upp úr 2. deild i vor. falli
niður aftur. Það er Grambke, Rintheim,
Leverkusen ogGensungen.
Miklar breytingar hafa orðið á mörg-
um 1. deildarliðum fyrir þetta keppnis-
tímabil. Um 100 leikmenn hafa skipt um
félög, annað hvort komið úr neðri deild-
unum eða flutzt til milli I. deildarliða —
og svo hafa nokkrir nýir leikmenn er-
lendis frá hafið að leika með I. deildar-
liðum. Aldrei hafa slikar breytingar
veriðjafnmiklar og nú.
Við skulum nú renna yfir úrslit ein-
stakra leikja:
Meistararnir frá í fyrra, Grosswall-
stadt, byrjuðu vel, sigruðu Rheinhausen
á útivelli 20—16. Lið Grosswallstadt lék
mjög góðan varnarleik og útfærði hraða-
upphlaupin fljótt og vel. 1 næstu umferð
fær Grosswallstadt Dankersen í heims-
ókn og verður það einn af úrslitaleikjum
mótsins. Flest mörk Grosswallstadt
skoruðu Freisler, 6, og Kliihspies. 4/2,
en hjá Rheinhausen voru þeir Demiro-
vic 3/2 og Salewski 3/2 markahæstir.
Gummersbach átti ekki i erfiðelikum
með nýliðana Gensungen, sigraði með
25—14, og var það hálfgerð kennslu-
stund í handknattleik. Flest mörk
Gummersbach skoruðti Deckarm 8/5 og
Wunderlich 6/2 en hjá Gensungen var
Wagner beztur með 4/2. Áhorfendur
voru 1200.
GWD mætti Göppingen í fyrstu umf-
erð og sigraði 14—12. GWD hefur ekki
tapað heima siðustu tvö árin þannig að
fyrir leikinn var lið G WD talið mjög sig-
urstranglegt. En ekki reyndist auðvelt
að skora hjá markverði Göppingen,
Jaschke. Hann hélt Göppingen á floti
allan leikinn. GWD hefði átt að geta
gert út um leikinn I fyrri hálfleik, komst I
7—3, en Göppingen gafst ekki upp og í
hálfleik var staðan 7—5. Sigur GW
Dankersen var aldrefí hættu en leikur-
inn i heild einkenndist af taugaveiklun
og lélegri nýtingu góðra tækifæra. Sókn-
arleikur liðanna var mjög stirður og aug-
Ijóst að samspil leikmanna þarf að fín-
pússa betur. Einstaka leikmenn skáru sig
ekki úr hvað góðan leik snerti, nema þá
helzt markverðir liðanna. Markahæstur
hjá Dankersen var Waltke með 4/1 en
hjá Göppingen skoruðu fimm leikmenn
tvö mörk hver. Meðal þeirra var Gunn-
ar Einarsson sem skoraði bæði mörkin
úrvítaköstum.
Segja má að Grambke. liðið sem
Björgvin Björgvinsson leikur með, hafi
byrjað vel með jafntefli gegn Hutten-
berg, 16—16. Við höfðum samband við
Björgvin og sagði hann að Grambke
hefði sýnt miklu betri leik en menn
höfðu búizt við. Björgvin sagði að Hiitt-
enberg hefði jafnað út frikasti eftir að
leiktíma var lokið. Það var mjög klaufa-
legt hjá Grambke-liðinu og þar fór dýr-
mætt stig forgörðum. Björgvin sagði að
hann væri smátt og smátt að komast inn
I leik liðsins en slíkt tekur alltaf einhvern
tíma. Þó hefði hann litið fengið aðjeyna
sig i þessum leik. Flest mörjí*8rambke
skoraði Preis eða sjö eaJija Húttenberg
var Huth markahawtur með sex. Spengl-
er 4/1 og Ðtín 4/3. Áhorfendur voru
3000.
TUS Nettelstedt heimsótti „Ijóna-
gryfjuna” I Kiel og náði að krækja í
mikilvægt stig. Jafntefli 14—14. Hluti
leiksins var sýndur í sjónvarpinu eða 15
mínútur og er greinilegt að Nettelstedt á
eftir að slípa sóknarleikinn betur ef leik-
menn liðsins ætla að reyna við efstu
sætin í deildinni. Með hinum mikla
stuðningi áhorfenda, sem voru 6500, er
Keil helmingi sterkara heima en á úti-
velli. En liðið verður í baráttunni um
fallið eins og siðustu ár. Flest mörk Kiel
skoraði Timko, 4/3, en hjá Nettelstedt
var Pickel markahæstur, 5/1 og Möller
var með 4/2.
Hofweier virðist ætla að blanda sér í
toppbaráttuna ef marka má fyrsta leik
liðsins heima gegn Mitbertshofen, sigr-
aði 20—14. Heimsmeistarinn Ehret var
langbezti maðurinn á vellinum og skor-
aði 9/2 mörk, Emrich 5/1 en hjá Múnch-
en-liðinu var Frank 4/2 markahæstur.
Nýliðarnir hjá Rintheim og Leverkus-
en gerðu jafntefli innbyrðis, 17—17,
eftir mikla baráttu. í heild virtust menn
vera ánægðir með þá byrjun, sem liðin
sýndu. og það má vænta óvæntra úrslita
i vetur því mörg lið eru það jöfn. Að
auki eru margir góðir leikmenn i
„banni” i sex mánuði hjá nokkrum fé-
lögum. Því er erfitt að segja um styrk-
leika þeirra fyrr en liðin verða full-
skipuð.
Fréttir
úr 2. deild
1 Liðið sem Ágúst Svayarsson leikur
með, Spenge, vann sinn fyrsta sigur í 2.
deild í haust gegn Hambeim, 24—22.
Hefur Ágústi gengið ágætlega að laga
sig að nýjum aðstæðum og er þegar
orðinn einn af burðarásum liðsins.
Þremur umferðum er lokið i 2: deild og í
fyrsta sæti er lið Hansa Schmidt, Wúl-
frath, hefur unnið alla sína leiki. 1
þessum riðli verður örugglega mikil bar-
átta að komast upp i 1. deild en lið
Ágústs hefur litla sem enga von um að
ná efstu sætunum.
Eins og þegar hefur frétzt mun Einar
Magnússon ekki leika meir með PSV
Hannover vegna meiðsla í fæti sem allt-
af hafa tekið sig upp hjá honum af og til.
Það er mikill missir fyrir Hannover.
Kveðja,
Ólafur H. Jónsson, Axel Axelsson.