Dagblaðið - 15.09.1978, Side 28
Verktakastarf semi á
Keflavíkurvelli endurskoðuð:
Einokun
Aðalverktaka af létt?
„Þetta er flókið mál og auðvitað
blandast inn í það hagsmunaárekstrar.
Sumir hafa verið i ágætri aðstöðu á
Vellinum, en aðrir vilja komast að,”
sagði Páll ÁsgeirTryggvason i vamar-
máladeild utanrikisráðuneytisins í
samtali við DB.
Málið sem um ræðir er endur-
skoðun á starfsemi íslenzkra verktaka
á Keflavíkurflugvelli. Fimm manna
nefnd undir forsæti Páls Ásgeirs mun
næstu vikur og mánuði vinna að
könnun málsins og ræða við þá aðila
er það varðar. Aðfir í nefndinni eru
Gunnar Gunnarsson frá íslenzkum
aðalverktökum, Ármann Örn
Ármannsson frá Verktakasambandi
íslands, Jón H. Jónsson frá Kcfla
víkurverktökum og Jón B. Kristinsson
frá Suðurnesjaverktökum.
Frá 1954 hafa Islenzkir Aðalverk-
takar haft einokunaraðstöðuá Kefla-
víkurflugvelli. Þeir einir hafa mátt
byggja fyrir bandaríska herinn þar.
Eigendur fyrirtækisins eru þrir.
Sameinaðir verktakar eiga 50%,
Reginn hl'. 25% og íslenzka rikið
25%. Framk\æmdastjörar eru Thor
Ó. Tliors og Gunnar Gunnarsson.
1'áU Ásgeir Tryggvason sagði að
margv islegt hagræði væri að þvi að
hafa aðeins einn verktaka við bygging-
arframkvæmdir á Keflavikurvelli. Það
skapaði visst öryggi og gerði Banda-
ríkjamenn óháðari sveiflum á
vinnumarkaði hérá landi.
Páll Ásgeir sagði að Bandaríkja-
menn hefðu aldrei kvartað yfir starfi
íslenzkra Aðalverktaka og fyrirtækið
ckki lent I neins konar útistöðum við
þá. Þvert á móti hefðu Bandaríkja-
menn hrósað vinnu aðalverktaka og
lýst ánægju sinni með verkskil.
Hann sagði að er aðalverktakar
yrðu sviptir einkaaðstöðu sinni á
Keflavikurvelli yrðu þeir að sjálfsögðu
að fá rétt til að bjóða í verk á ai-
mennum markaði. Þá kynni að verða
þröngt I búi hjá ýmsum smærri
verktökum.
-GM.
MIKIÐ
TJÓN AF
ELDI í
HAFNAR-
FIRÐI
ÍGÆR
Gluggi sprakk út og
eldtungur léku um húsið
FJdur kom upp í þvottahúsinu að
Hraunbrún 161 Hafnarfirði um niuleytið
í gærkvöldi. Magnaðist eldurínn óvenju-
lega skjótt og er slökkviliðið kom á vett-
vang nánast sprakk út gluggi á götuhæð
og eldtungur leituðu þar út.
Slökkvistarfið tók skamman tíma,
15—20 mínútur, en gífurlegt tjón varð af
þessum skyndilega eldi. Eldurinn varð
mestur í kringum þurrhreinsara og er
líklegt talið að sprenging hafi orðið i eld-
fimum efnum í honum.
Fldurinn sveið og eyðilagði þunnar
plötur loftklæðningar í salnum, skemmdi
önnur tæki og komst I frágenginn þvott
og fatnað. Er tjónið tilfinnanlegt.
Eigandi þvottahússins býr á efri hæð
hússins. Þangað komst eldur ekki en
revkur varð þar mikill.
- ASt.
»
Hætt er við að margir Hafnfirðingar hafi
misst föt sín og annað sem i þvottahúsinu
var. Skemmdir voru miklar eins og sést á
þessari mynd.
— DB-mynd R.Th. Sig.
Launa- og verðstöðv-
un í f immtán mánuði
Frá Sigurjóni Jóhannssyni, frétta-
ritara DB í Osló, I morgun:
Í dag er búizt við að norska stjórnin
gripi harkalega inn á svið frjáls
samningsréttar um laun og kjör og
ákveði svo til algjöra launa- og
verðstöðvun I 15 mánuði. Ekki erenn
séð hvort þessi ráðstöfun kemur
harðar niður á þeim lægst eða hæst
launuðu.
Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt
stefnu sina fyrir Verkamanna-
flokknum og LO norska alþýðusam-
bandinn, og á næstu dögum mun hún
leita eftir nánara samkomulagi meðal
launþega og atvinnurekenda hvernig
að framkvæmdinni skuli staðið í
smærri atriðum, t.d. hvernig eigi að
meta launahækkun vegna akkorðs-
vinnu.
Rikisstjórnin hefur lýst yfir að
barnafjölskyldur muni fá bætur að
vissu marki í formi skattafrádráttar og
eftirlaunafólk einhverjar bætur. Aðrir
verða að gera sér að góðu að standa i
stað á þessum 15 mánuðum eða þola
minni kaupmátt.
Stórþingið kemur ekki saman fyrr
en í okt. og er sjónvarpsmenn fóru á
stúfana í gær til að heyra álit stjórn-
málamanna á þessum tíðindum sagði
formaður sósíalíska vinstriflokksins
að flokkur hans gæti ekki staðið með
þessum aðgerðum þar sem þær væru
ólýðræðislegar og kæmu harðast niður
á þeim lægst launuðu.
Talsmaður hægri flokksins sagði að
flokkur sinn hefði i mörg ár reynt að
koma fram tillögum sem hefðu getað
komið i veg fyrir þetta ástand. Nú er
framleiðslukostnaður orðinn svo hár I
Noregi að allar framleiðslugreinar eru
i hættu og því miður yrði að segja að
launaskriðsstöðvun kynni að geta lag-
fært ástandið en þetta væri samt
ógeðfelld neyðarráðstöfun.
Talsmaður norska atvinnurekenda-
sambandsins sagði að ríkisstjórnin
væri nú að framkvæma það sem at-
vinnurekendur hefðu lagt til að gera
þyrfti fyrir mörgum mánuðum. Við
erum á elleftu stundu með björgunar-
aðgerðir, sagði hann.
Jafnhliða þessum ráðstöfunum
hefur stjórnin í hyggju að opna
greiðari leiðir fyrir almenning og
stofnanir til að festa fé í norskum fyrir-
tækjum, m.a. með rúmari skatta og
ágóðareglum.
•GM.
frjálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 15. SEPT. 1978.
Réttað í
Lögbergs-
rétt
Liklega verða Reykvíkingar
fjölmennir i réttunum við Lögberg um
helgina að venju, enda stutt að fara
þangað til að horfa á þennan -árlega
viðburð.
Lionsmenn úr Lionsklúbbi Kópavogs
bjóða að venju til kaffidrykkju í barna-
heimilinu Kópaseli í Lækjarbotnum á
sunnudaginn frá kl. 2—6. Kópasel hefur
nú verið stækkað og endurbætt.
Ágóðanum verja Ljónin til styrktar
börnum til sumardvalar í Kópaseli.
Konurog
karlar sam-
tímis í guf u
hjá TBR?
— „ánsundfata að
sjálfsögðu. Fólk hætt
að kippa sérupp við
ber brjóst eða strípaða
rassa”, segirí
TBR-fréttum
TBR, Tennis- og badmintonfélag
Reykjavíkur tekur á næstunni i notkun
gufubað í hinu glæsilega iþróttahúsi
félagsins við Gnoðarvog. „En hvernig á
að starfrækja gufubað”, er spurt í TBR-
fréttum. „Margir hafa minnzt á, að
eðlilegast sé að hafa sérstaka tíma fyrir
konur og aðra tima fyrir karlmenn. Aðrir
hafa hins vegar talað um. að erlendis sé
algengast að öll kynskipting sé látin lönd
og leið og bæði karlmenn og konur fari í
gufubað samtímis, án sundfata að sjálf-
sögðu. Fólk sé löngu hætt að kippa sér
upp við ber brjóst eða strípaða rassa.
Ekkert skal um það sagt hver niður-
staðan verður í þessu máli hjá TBR, en
gaman væri að ræða um þetta á haust-
fundinum, sem haldinn verður i
september eða október". segir i TBR-
fréttum.
-H. Halls.
Akureyri:
Ökumenn mega
núvarasig
Nú ættu Akureyringar að fara gæti-
lega I það að stiga á bensíngjöfina. Lög-
reglan hefur verið i herferð gegn of
hröðum akstri, þvi nauðsynlegt er talið
að ná hraðanum niður fyrir haustið.
Ótrúlega margir hafa verið staðnir að
þvi að aka of hratt allt upp í 70—80 km
hraða á götum bæjarins, þar sem viða
leynast slysahættur. Einna flestir hafa
verið teknir í Þórunnarstræti, en einnig
margir á Þingvallastræti, Glerárþorpi og
reyndar um allan bæ. . ASt.
r^Kaupið\,
,5 TÖLVUR1 £1
I* OG TÖLVUUR »1
BAIMKASTRÆTI8