Dagblaðið - 18.09.1978, Síða 2

Dagblaðið - 18.09.1978, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18.SEPTEMBER 1978. TolKrjáls farangur —f erðamanna f rá útlöndum Siðastliðinn mánudag birtist svar við fyrirspurn frá GM um viðskipti landsmanna í Fríhöfninni. Vegna mis- skilnings birtust röng svör. Eftirfarandi svör eru úr Reglugerð um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum. Tekin verða þau helztu úr því fyrr- nefnda: I. gr. Ferðabúnaður og annar farangur „Ferðamönnum búsettum hér á landi er heimilt að hafa með sér, án greiðslu aðflutningsgjalda, fatnað og ferðabúnað sem þeir hafa með sér héðan til útlanda og auk þess varning, fenginn erlendis í ferðinni eða um borð í skipi eða flugvél — annan en þann sem talinn er í 2. gr. — fyrir allt að 32000 kr. að smásöluverði erlendis. Andvirði annarra vara en fatnaðar má eigi nema meiru en 16.000 kr. og and- virði matvæla Iþar með talið sælgæti) eigi meiru en 3.200 kr. Þó má andvirði myndavéla, sjónauka, útvarpstækja og segulbandstækja nema 3/4 hlutum (24.000 kr.) af upphæðinni, enda gangi tollgæzlumenn úr skugga um að andvirði nýrra vara i heild fari ekki fram úr 32.000 kr. Börn yngri en 12 ára skulu njóta hálfrar þeirra réttinda er að framan greinir. Hver eru völd forseta íslands? 12. grein segir meóal annars: „Ferðamenn (áfengi þó ekki yfir 47% styrkleika). 1.0 1. Lika 1.0 I af víni undir 21%. (tóbak). 200 stk. vindlingar eða 250 gr. af öðru tóbaki.” Meðal efnis i 4. grein en hún fjallar um takmarkanir segir: „Tollundanþágur skv. 1.2. gr. gilda einungis um varning sem viðkomandi far- eða ferðamaður hefur í eigin vörzlu við komu frá útlöndum og innfluttur er til persónulegra nota við- komandi fjölskyldu hans eða til smá- gjafa." Og i 6. gr. sem fjallar um Fram- vísunarskyldu o. fl. segir: Farþegi sem kemur til landsins frá útlöndum, skal við komu ótilkvaddur framvisa öllum farangri sínum við tollgæslumann. Að því búnu ber tollgæslumanni að inna farþegaeftir þvi. hvort hann hafi meðferðis tollskyldan varning eða varning sem innflutningur er bannaður á eða háður er innflutningstakmörkunum. Ef farþegi kveðst hafa meðferðis tollskyldan varning, þ.e. annan, meiri eða verðmætari varning en heimilaður er innflutningur á án greiðslu aðflutningsgjalda samkvæmt I. og 2. gr. þessarar reglugerðar, skal hann skýra tollgæslumanni nákvæmlega frá varningnum og verðmæti hans. Af þeim varningi skal greiða aðflutnings- gjöld að svo miklu leyti sem innflutningur hans er heimill. Þar sem tollafgreiðsla farþega fer fram, er tollyfirvaldi heimilt að hafa aðskilda tollafgreiðslu, annar vegar fyrir þá sem hafa engan tollskyldan farangur meðferðis við komu til landsins og hins vegar fyrir þá sem annað hvort hafa tollskyldan farangur meðferðis eða farangur sem háður en innflutningstakmörkunum eða banni. Fyrrnefndir farþegar skulu ganga um hlið merkt grænu, átthyrndu skilti með áletruninni: „Enginn tollskyldur varningur”. Siðarnefndir farþegar skuli ganga um hlið, merkt rauðu, ferhyrndu skilti með áletruninni: „Tollskyldur varningur”. Við skiltin skal skráð „Tollgæsla”. , Áletranir skulu vera á íslenzku og þeim erlendu tungumálum sem tollyfirvaldi þykir ástæða til. Um leið og farþegi hefur gengið um hlið sem merkt er samkvæmt framan- sögðu, telst hann hafa svarað því, sem tollgæslumanni bæri elli að spyrja um, hvort hann hafi meðferðis tollskyldan varning eða varning sem háður er innflutningstakmörkunum eða banni. Við tollafgreiðslu aðkomufars skal sérhver farmaður gera tollgæ«lunni skriflega grein fyrir öllum varningi sem hann hefur meðferðis, hvort sem hann er tollskyldur eða ekki, og fram- vísa honum ótilkvaddur fyrir tollgæslumanni. Óski tollgæslumaður eftir því að skoða farangur farþega eða farmanns, skulu þ.eir veita til þess alla aðstoð með því að opna töskur og umbúðir taka upp úr þeim og gefa þær upplýsingar um farangurinn sem um er beðið. Komi fram vamingur við þessa skoðun, sem ekki er greint frá eins og fyrir er mælt hér að framan, skoðast hann ólöglega innfluttur og skal gerður upptækur til ríkissjóðs. Hvað viltu vita? — þau helztu tekin úr stjórnarskrá Kristín Jakobsdóttir hringdi: dóm þjóðarinnar í hverju er vald forseta fólgið? Samkvæmt stjórnarskránni eru helztu störf forseta íslands þessi: Forseti skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra. Forseti veitir öll meiri háttar embætti. Hann getur vikið þeim úr embætti, sem hann hefur veitt þau. Forseti gerir samninga við önnur ríki. Forseti stefnir saman Alþingi og ákveður hvenær því skuli slitið, hann getur rofið Alþingi, hann getur lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og samþykkta (i reynd ráðherrar). Forseti staðfestir lög en hann hefur ekki synjunarvald (neitunarvald) svo sem konungur hafði. Hann getur aðeins skotið frambúðargildi laganna undir þ.e. til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Forseti getur selt bráðarbirgðalög milli þinga. Hann getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef rikar ástæður eru til. Forseti getur náðað menn og veitt almenna uppgjöf saka. Ráðherra, sem landsdómur hefur dæmt. getur forseti þó eigi leyst undan refsingu nema samþykki Alþingis komi til. Engar stjórnarathafnir forseta öðlast gildi nema einhver ráðherra riti undir þær með honum. Samkvæmt stjórnskipunarháttum og venjum hér á landi eru það þvi í reyndinni ráðherr- ar sem ráða stjórnarframkvæmdum þessunt og framkvæmdavaldi þvi sem forseta er formlega fengið í stjórnar- skránni. HreyfingarHreyfils manna — annað Hreyfilshús ísmíðum Byrjað var að grafa fyrír grunninum f fyrrahaust, og i júniminuði var byrjað að slá upp mótum. Þetta verður reisulegt hús og það ætti að rýmka um þá 250 bflstjóra og þann 50 manna hóp sem .eru á föstum launum hjá Hreyfli. Hingað til hafa margir þótt iþrótta- mannslegri í vextinum en leigubilstjór- ar. En nú stendur til aðgera bragarbót þar á. Leigubílstjórar hjá Hreyfli hafa sem sé i hyggju að koma sér upp að- stöðu fyrir þrekþjálfun í húsi nr. 24 við Fellsmúlann. Þar er Hreyfill sf. að reisa viðbótarbyggingu við Fellsmúla 26 (Hreyfilshúsið). 1 þessu 11.859 mJ húsi, sem mun verða kjallari og ein hæð, er einnig gert ráð fyrir bifreiða- þjónustu og bifreiðaverkstæði fyrir bíl- stjóra. Þvottavél er hugsuð þar einnig bæði fyrir Hreyfilsmenn og almenn- ing. Það ætti vonandi að stytta þær löngu biðraðir sem myndast við bíla- þvottastöðvarnar i bænum á veturna, þegar hún kemst í gang. Fyrirhugað er að steypa neðstu plötuna nú í haust en ekki er víst hvort verður haldið áfram að reisa húsið í vetur. Það verður ekki amalegt að slappa af í afslöppunarherberginu fyrir og eftir langan vinnudag, þegar húsa- smíðameistari, Ágúst Ágústsson, múrarameistari, Ásmundur Vilhjálms- son, pípulagningameistari, Axel Bend- er, og aðstoðarmenn þeirra eru búnir að leggja þar siðustu hönd á plóginn. Samþykkt í byggingamefnd 26. mai 1977. Þú getur sparað 14kr.á!Hra Bíll, sem ekið er 10 þús. km með venju- legum kveikjubúnaði annars vegar og LUMENITION hins vegar, eyðir a.m.k. 10—11% minna eldsneyti með LUMENITION, platínulausu transistorkveikjunni. Eigir þú lítinn fjölskyldubíl, sem eyðir að meðaltali 10 ltr á hverja 100 km í bæjarakstri, þá getur þú á 10 þús. km sparað kr. 14.000. Hins vegar er algengt að meðalstórir og stærri bílar eyði 15—25 ltr pr. 100 km í bæjar- akstri og þá borgar búnaðurinn sig. upp á nokkrum mánuðum. Yfir fjögur þúsund islenzkir bíleig- endur geta staðfest að kaup á LUME- NITION er fjárfesting sem skilar góðum hagnaði. í kaupbæti færðu: rTTT^T^T öruggari gangsetningu og mun betri svörun vélarinnar — allt áriö! HABERG hf Skeifunni Je • Simi 3-33‘45 Vinsœlustu ____ herrablöðin BOUhCjsio Laugavegi 178 - Sími 86780 r / BÍS / ú& HÍM, bÚ VBST ( HVORT /WSGr/ STOBO/H , 1 T-7-JP/i/r'— /-// t/vwriyzr/T 5 / * * r—i 1

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.