Dagblaðið - 18.09.1978, Blaðsíða 3
O-ní.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1978.
N
Morgunblaðið gegn inn-
flytjendum og kaupmönnum
jHorcmuliliiínö
niiiíiifiiiríiTr
greinar einstaklinga sem vilja taka upp
hanzkann fyrir þá. Oft eru slíkar
greinar ritskoðaðar vandlega og
ósjaldan styttar eða kaflar felldir burt
af ritstjórn og eru fyrir þessu sannanir
frá aðilum sem fyrir þessu ofríki hafa
orðið en sætt sig við það frekar en
koma ekki að greinum sinum.
1 Mbl. miðvikudaginn 13. sept. er
þannig enn ein árásin á ofannefndar
stéttir, innflytjendur og kaupmenn og
núna i formi napurs háðs. í skopmynd
þeirri sem blaðið birti þennan dag eru
innflytjendur sýndir sem
einhvers konar „mafíu-glæpamenn”
(með hatt, sólgleraugu og digran
vindil), en yfir þeim trónar hinn nýi
viðskiptaráðherra, sem látinn er segja
með meðfylgjandi mynd: „Ég var
orðinn úrkula vonar um að mér tækist
nokkurn tima að komast i aðstöðu til
þess að læra svinariið.”
Auðvitað er skopmynd tekin sem
slík og oft eru þessar myndir Mbl.
góðar, þær sem „Sigmund” teiknar, en
hér er vegið nokkuð djarft að einni
ákveðinni stétt í landinu og það af
blaði sem margir eru svo fávísir að
halda að styðji einkaframtak og frelsi i
viðskiptum og verzlun.
Með mynd þessari er beinlinis verið
að gefa i skyn að þessar stéttir,
innflytjendur og kaupmenn, séu
stéttir, sem stundi„svínarí” og hinn
nýi viðskiptaráðherra sé sá, sem það
muni uppræta. Allar skopmyndir
hafa gildi, sumar jafnvel boðskap að
flytja, og eru þær oft ekki ómerkari en
heil grein í blaði og geta þess vegna
valdið deilum, ekki síður en greinar.
Og ef slikar skopmyndir hefðu ekki
þessa eiginleika, væru þær þar með
einskis nýtar, og varla myndu
teiknarar viðurkenna slíkt!
Auðvitað er þess að vænta að þeir
aðilar sem fylla stétt innflytjenda og
kaupmanna láti bjóða sér þetta
þegjandi eins og annað sem að þeim er
rétt, því nú gildir það að styggja ekki
viðskiptaráðherrann. Undir honum er
komið hvort þessar stéttir i landinu
verða þurrkaðar út eða fáaðskrimta.
Og taki ekki einhverjir úr þessum
stéttum undir þessi orð sannar það
bara það sem ég held fram að atvinnu-
rekendur yfirleitt, sem hafa þó heilt
samband, Vinnuveitendasamband
islands, sem bakhjarl, eru orðnir kúg-
uninni svo vanir, hvort sem vinstri
stjórn hefur setið hér eða ekki, að þeir
hreyfa ekki legg né lið þegar heng-
ingarólinni verður loks brugðið um
háls þeim og hert að.
Morgunblaðshöllin I hjarta borgarinn-
ar.
Grandvar skrifar
Ekki er þeim Morgunblaðsmönnum
vandi á höndum þegar gripa þarf til
ófrægingar um hið frjálsa framtak.
einstaklingsfrelsi og þess konar
utangarðshugtök og um þær stéttir
sem helzt starfa á þessum vettvangi,
svo sem innflytjendur, kaupmenn og
atvinnurekendur hvers konar.
Sjaldan hefur sézt að Mbl. sjálft
styddi við bakið á þessum aðilum, þótt
einstaka sinnum Ijái það rúm fyrir
Raddir
lesenda
Vörurnar merktar upp á nýtt.
DB-mynd Ari.
Gaf sölu-
skatturinn
aura í
vasann?
Einar S. Jónsson hringdi:
„Kaupmenn með Gunnar Snorra-
son i broddi fylkingar hafa á undan-
förnum árum verið að óskapast yfir
kostnaði á innheimtu söluskatts. Þeir
hafa jafnan haldið þvi fram að það
kæmi sér betur bæði fyrir
kaupmanninn og viðskiptavininn að
söluskatturinn yrði felldur niður. En
nú snýst þetta skyndilega við og
kaupmenn finna þvi allt til foráttu að
söluskatturinn sé tekinn af. Því er ekki
óeðlilegt að sú spurning vakni hvort
söluskatturinn hafi gefið kaup-
mönnunum fleiri aura i vasann.”
FRÁBÆR UPPLESTUR
ÆVARS R. KVARAN
Svanfríður Sveinsdóttir hringdi og
vildi koma á framfæri þakklæti til
Ævars R. Kvaran fyrir frábæran
upplestur á miðdegissögunni
Brasiliufararnir. „Upplestur hans á
sögunni er i einu orði sagt frábær.
Ævar er án efa einn alfremsti lista-
maður islenzku þjóðarinnar.
Hann hefur frábært vald á islenzkri
tungu og ég legg til að Rikisútvarpið
ráði hann til að lesa fleiri sögur.
Einnig væri mjög vel til fundið hjá
Sjónvarpinu að fá Ævar til að lesa
texta með ýmsum fræðslumyndum.
Vald og túlkun Ævars R„ Kvaran á
islenzku máli er svo stórkostleg að ég
geri það að tillögu minni að hann verði
hækkaður um einn flokk þegar út-
hlutun listamannalauna fer fram
næst. Hann hefur sannarlega unnið til
þess.
Ævar R. Kvaran leikari.
Viftureimar
FAG
Kúlu- og rúllulegur
TIMKEN
vicistmi v ie»oi«*e«
Keilulegur
HÍH precision
“ Hjöruliðir
Einnig eru tímareimar og tímakeöjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla.
Stærsta sérverzlun landsins með legur, ásþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum urri^
land allt.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
®
Árni Hannesson, 13 ára: Nei. ég fer ekki
oft á 3 sýningar. Mér finnst myndir með
eltingaleikjum skemmtilcgastar. Þæreru
yftrleitt alltaf á 5 sýningum. þess vegna
vel ég þær frekar en hinar.
Spurning
dagsins
Ferðu oft ð þrjú bíó?
Mickaei E. Reynis, 11 ára: Já, til dæmis
er ég að koma úr Austurbæjarbiói núna.
Myndin sem ég sá hcitir Amcrikurallið.
f.g fer tvisvar til þrisvar i mánuði á bió.
l.inda Björfc Gnðnmndsdóttir, II ára:
átundum. Helzt reyni ég að komasbinn
á myndir sem bannaðar eru innan 12
ára. Það eru glæpamyndir sem eru
bannaðar. Þæreru skemmtilegastar.
HaMis Hafsteinsdóttir, 11 ánu Nei, ég
fer ekki oft I þrjú bió. Ég reyni frekar að
komast inn á bannaðar myndir. Þær eru
yfirleitt skemmtilegri en barna-
myndirnar klukkan þrjú.
Röbert Ólafsson, 12 ára: Já. ég reyni að
komast á hverjum sunnudegi á bió. Ég
vil helzt sjá kúrekamyndir.
Þórir Signrgeirsson, 11 ára: Nei, ég fer
að meðaltali þrisvar i mánuði á bió.
Helzt vil ég fara á fimm bió. Sakamála
myndir og glæpamyndir ftnnst mér mest
gaman aðsjá.