Dagblaðið - 18.09.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 18.09.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1978.__13 „ÓEÐULEGT AÐ AÐAL- STEINN VÆRIÁFRAM” Hússtjóm Kjarvalsstaða svarar fyrir sig: „Hússtjórn Kjarvalsstaða dregur ekki í efa að Aðalsteinn Ingólfsson hafi unnið margt þarft í þágu Kjar- valsstaða og fyrir það ber að þakka. Hins vegar harmar stjórnin að hann kjósi að kveðja staðinn með þeim hætti sem hann gerir er hann kemur á framfæri við fjölmiðla ósönnum upp- lýsingum á samskiptum sinum við hússtjóm ásamt órökstuddum gifur- yrðum og ósannindum um nýkjörinn formann hússtjórnar og starfsmenn Kjarvalsstaða,” segir i frétta- tilkynningu frá hússtjórn Kjarvals- staða. Er fréttatilkynningin komin til vegna blaðamannafundar Aðalsteins á fimmtudaginn sem skýrt var frá í blaðinu fyrir helgi. Gagnrýndi Aðalsteinn þar mjög bæði starfsað- stöðu á Kjarvalsstöðum, hússtjórn og borgarstjórn. Í hússtjórn sitja Guðrún Helga- dóttir. Davið Oddsson og Sjöfn Sigurðardóttir sem er formaður. í fréttatilkynningunni segir meðal annars að ráðningarsamningur Aðalsteins hafi runnið út þann I. júlí og hefði ekki þótt óeðlilegt að hann hætti á meðan' hin nýja hússtjórn hcfði nokkurn umþóttunartima til þess að skipuleggja safnið upp á nýtt. Meðal annars að kanna hvort verka- skiptingunni á milli hinna tveggja nefnda er húsinu stjórna væri ekki hægt að haga á betri veg. Óeðlilegt þótti að Aðalsteinn gegndi áfram störfum eftir að ráðningar- samningur hans var útrunnin og var þvi rætt um það við vinnumálastjóra. sem siðar tók Aðalstein út af launa- skrá. fullum mánuði seinna. Kannski pólitískur barnaskapur Aðalsteini Ingólfssyni var lesin fréttatilkynningin og hann spurður álits á henni. Hann sagði: „Batnandi manni er bezt að lifa og ég vona að það sé rétt að hin nýja hússtjórn sé komin fram með hugmyndir. En það tók hana þrjá mánuði. Mestan þann tíma hefur formaður hennar verið í út- löndum og þessi tími er akkúrat sá krítískasti á þessum stað. Ég get ekki túlkað viðræður Sjafnar Sigurbjörnsd., við mig sprottnar af neinu öðru en óvild hennar i minn garð. Eitthvað er viðhorf hennar að minnsta kosti skrítið. Mér finnst lika skritið að ekki var rætt neitt við mig um það hvað við tæki i framtíðinni, þó ég hefði mesta reynslu irinan húss. Það er kannski pólitískur barna- skapur af mér að taka góða og gilda beiðni tveggja fulltrúa. annars í borg- arstjórn og hins varamanns i borgar- stjórn um að vera áfram. Ég hafði að þvi vitni fjölda listamanna sem sátu með okkur á fundum og taldi það nóg en liklega hefði ég átt að fara fram á eitthvað ábyggilegra. Á þessum fundi ræddi ég meira að segja sérstaklega um hættuna á því að ég yrði tekinn út af launaskrá. Það sagðist Guðrún ekki telja liklegt en bað mig þó að fylgjast með því og tala við embættismenn borgarinnar um að það yrði ekki gert. Davíð veit það ósköp vel og þær stöllumar Sjöfn og Guðrún ættu að gera það lika. að í júlíbyrjun var komin á hafnarbakkann norsk farand- sýning. Og hver átti svo sem að setja hana upp annar en ég. Átti kannski að senda hana úr landi óséða? Ég stend á þvi fastar en fótunum að af viðræðum Guðrúnar og Þorbjarnar við mig var ekki hægt að skilja annað en að ég ætti að vera áfram. Mér finnst það kjarkleysi af Guðrúnu að viðurkenna þetta ekki og viðurkenna um leið að þarna hafi hún gert niistök þvi hún hafi ekki haft umboð til þess arna." DS. ENNÞÁ ENGAR SAKADÓMSKÆRUR í FINANSBANKAMÁLUNUM Gjaldeyrisdeild Seðlabankans hefur sent embætti rikissaksóknara skýrslu um þau mál sem til meðferðar voru tekin vegna gjaldeyriseignar allmargra manna hjá Finansbanken i Kaupmannahöfn. Rikissaksóknari. Þórður Björnsson. ritaði rikisskatlstjóra bréf. þar sem hann óskaði greinargerðar um það hvað hafi verið að gert hjá hans embætti i málum þeirra manna sem það fjallaði um. Greinargerð rikisskattstjóra hefur borizt um hluta þeirra mála sem þar hafa verið til meðferðar. i Mál reikningshafanna hjá Finansbanken voru að mörgu leyti mjög ólík. bæði varðandi fjárhæðir og eins hitt. hvernig til reikninganna var stofnað. Hluta af þeim málum sem komið hafa til meðferðar hjá skatt- rannsóknardeild rikisskattstjóra hefur embætti rikisskattstjóra afgreitt hjá sér. Einhver mál hljóta að likindum lokaaf- greiðslu hjá skattsektanefnd. önnur verða send ríkissaksóknara til umfjöllunar og ákvörðunartöku. Ennþá hafa ekki nein þessara niála hlotið efnislega afgreiðslu hjá ríkissak- sóknara. Eins og fyrr segir eru þessi mál talsvert ólik, þegar á heildina er litið. Allmörg eru þó svo svipuð að þau fá sennilega svipaða afgreiðslu. Er þess þvi beðið að skattrannsókn og meðferð skattyfirvalda liggi fyrir. Síðan verða áþekk og hliðstæð mál látin fá samræmda afgreiðslu. þegar kemur til ákvörðunar um opinbera málshöfðun fyrirsakadómi. -BS. Tilboð ílagningu Vogaæðar: Hæsta til- boð 107 milljónir en lægsta 60 — Véltækni með lægsta boð Á fimmtudag voru opnuð tilboð i lagningu Vogaæðar á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Vogaæð liggur frá Innri-Njarðvik að Vog- um. Ellefu tilboð bárust og var hið hæsta rúmar 107 milljónir króna en hið lægsta 60.6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var gerð áður en verkið var boðið út og hljóðaði hún upp á rúmar 81 milljón króna. Lægsta tilboðið i verkið átti Vél- tækni hf. i Reykjavik. 60.6 millj- ónir króna.eins og áður greinir. - JH ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓflU/Tfl . _______ ' /Ii/aííteitthvaö gott í matinn ^huour- STIGAHLIÐ 45^47 SIMI 35645 INNRITUN HAHN Kenndir verða: Barnadansar Táningadansar Djass-dans Stepp Samkvœmisdansar Tjútt, Rock og Gömlu dansarnir Innritunarsímar 84750 kl. 10—12 og 13—19 53158 kl. 14—18 66469 kl. 14—18 Kennslustaðir: Reykjavík Kópavogur Breiðholt II Hafnarfjörður Mosfellssveit Veriö ávallt velkomin DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.